Bæjarráð

3172. fundur 02. maí 2024 kl. 08:15 - 13:13 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2402387 - Lántökur Kópavogsbæjar 2024

Frá fjármálasviði, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs og bæjarstjórnar til skuldabréfaútboðs KOP24-1.
Fundarhlé hófst kl. 8:46, fundi fram haldið kl. 9:54.

Bæjarráð samþykkir með þrem atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bókun:
"Vanda þarf undirbúning og umræðu um ný langtímalán og nauðsyn þeirra, sérstaklega á tímum þegar vextir og verðbólga eru í hæstu hæðum. Það á bæði við um form og fjárhæð lána, lánakjörin og hvernig á að ráðstafa láninu. Lántaka upp á 4,3 milljarða króna með sölu skuldabréfa til 31 árs á markaðskjörum felur í sér að Kópavogsbúar framtíðar eigi að axla ábyrgð á óábyrgum rekstri núverandi meirihluta.

Kópavogsbær hefur á þessu ári þegar hækkað yfirdráttarheimild sína um samtals einn milljarð króna. Veltufjárhlutfall A-hluta bæjarsjóðs er það lágt að það er í raun orðið varhugavert. Í ársreikningi fyrir árið 2023 er þetta hlutfall 0,47, sem þýðir að skammtímaskuldir eru meira en helmingi hærri en veltufjármunir. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 er hlutfallið komið niður í 0,38 sem felur í sér að skammtímaskuldir eru að verða þrefalt hærri en veltufjármunir bæjarsjóðs.

Undangengin ár hefur rekstur bæjarsjóðs ekki skilað afgangi til framkvæmda og greiðslu lána. Hallarekstur er brúaður með því að slá lán á ábyrgð komandi kynslóða. Fyrirhugað skuldabréfaútboð er ekki með neinni hámarksstærð og sú skýring gefin að Kópavogsbær geti þannig aflað sér lánsfjármagns með skömmum fyrirvara. Það staðfestir óábyrga fjármálastjórn, sem undirritaðar geta ekki tekið þátt í."

Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir


Bókun:
"1. Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar er sterk, skuldahlutfall langt undir skuldaviðmiðum og skuldir á íbúa lægri en í sambærilegum sveitarfélögum. Veltufé frá rekstri er í kringum fimm milljarða króna en það er svigrúmið sem reksturinn gefur til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána. Vel var vandað til verka við undirbúning skuldabréfaútboðsins og er mikilvægt að ráðast í skuldabréfaútboðið m.t.t fjárstýringar. Nettó skuldir Kópavogsbæjar aukast óverulega jafnvel þó heimildin yrði nýtt að fullu og er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.

2. Minnihlutinn sakar meirihlutann hér um „óábyrgan rekstur“. Sami minnihluti hefur staðið gegn öllum hagræðingaraðgerðum sem meirihlutinn hefur samþykkt á kjörtímabilinu og nýtt hvert tækifæri til að kalla eftir auknum útgjöldum í hina ýmsu málaflokka sem fjármagna á með skattahækkunum á almenning í Kópavogi. Meirihlutinn gefur því ekki mikið fyrir þessa gagnrýni minnihlutans."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson


Bókun:
"Kópavogsbær var rekinn með 750 milljóna króna tapi á síðasta ári og tveggja milljarða króna tapi árið áður. Minnihlutinn skorast ekki undan því að taka þátt í hagræðingu í rekstri bæjarins. Frumforsendan er þó sú að hagræðingartillögur séu útfærðar og líklegar til að skila árangri. Því miður er reynslan sú að tillögur meirihlutans í því efni t.d. Í menningarmálum hafa leitt til útgjaldaauka en ekki sparnaðar."

Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir


Bókun:
"Rekstur Kópavogsbæjar er sterkur þrátt fyrir krefjandi rekstrarumhverfi. Veltufé frá rekstri er í kringum fimm milljarða og geta bæjarins til að standa við skuldbindingar er góð. Fullyrðingar minnihlutans um að hagræðingaraðgerðir hafi ekki skilað árangri standast enga skoðun."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24041935 - Vatnsendahvarf gatnagerð og lagnir

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 29.04.2024, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að hefja útboð á gatnagerð og lögnum í jörðu fyrir Vatnsendahvarf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild til útboðs á gatnagerð og lögnum í jörðu fyrir Vatnsendahvarf.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2002459 - Svæði fyrir rafhleðslustöðvar bifreiða

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 30.04.2024, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til útboðs á sérleyfissamningi um rekstur hleðslustöðva fyrir

rafbíla í Kópavogi.
Bæjarráð frestar erindinu

Gestir

  • Steinn S. Finnbogason lögfræðingur - mæting: 10:15
  • Jakob Sindri Þórsson sérfræðingur - mæting: 10:15
  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 10:15
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 10:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.23091105 - Knatthús Kórinn

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, lagðar fram niðurstöður útboðs vegna verksins Kórinn - endurnýjun gervigrass. Lagt er til við bæjarráð að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Metatron ehf.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum, gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur tilboð lægstbjóðanda Metatron ehf. í verkið í samræmi við útboðsgögn.

Gestir

  • Ármann Halldórasson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 10:46
  • Alda Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 10:46

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.24032613 - Útboð - Íþróttahúsið Digranesi - Endurnýjun á þaki

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 29.04.2024, lagðar fram niðurstöður útboðs í verkið Endurnýjun á þaki - Íþróttahúsið Digranesi. Lagt er til við bæjarráð að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Byggingu og viðhald ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tilboð Byggingar og viðhalds ehf. í verkið endurnýjun á þaki íþróttahússins Digranesi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2403115 - Digranesvegur 15, Kópavogsskóli - loftræsting

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 29.04.2024, lagðar fram niðurstöður útboðs í verkið Loftræstikerfi í Kópavogsskóla. Lagt er til við bæjarráð að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Stjörnublikk ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tilboð lægstbjóðanda Stjörnublikk ehf. í verkið Loftræstikerfi í Kópavogsskóla.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.23092222 - Tilfærsla verkefna og safnkosts Héraðsskjalasafns Kópavogs

Frá Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, lögð fram greinargerð að beiðni Helgu Jónsdóttur um stjórnsýslulegt ferli við niðurlagningu Héraðsskjalasafns Kópavogs.



Jafnframt lögð fram tillaga sviðsstjóra stjórnsýslusviðs er lýtur að starfsmannamálum.

Greinargerð sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um stjórnsýslulegt ferli við niðurlagningu Héraðsskjalasafns Kópavogs er lögð fram.

Fundarhlé hófst kl. 11:16, fundi fram haldið kl. 11:29.

Hjördís Ýr Johnson vék af fundi og tók Ásdís Kristjánsdóttir sæti í hennar stað.

Fundarhlé hófst kl. 11:30, fundi fram haldið kl. 11:48

Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum, gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að leggja til við bæjarstjórn að starf héraðsskjalavarðar verði lagt niður, ráðningarsamningi héraðsskjalavarðar verði sagt upp og sviðsstjóri stjórnsýslusvið taki við stjórunarhluta starfs héraðsskjalavarðar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu sviðstjóra, dags. 30. apríl 2024.


Bókun:
"Sú greinargerð sem hér er lögð fyrir er ekki svar við ósk um að ferlið í stjórnsýslu þessa tilgreinda máls frá upphafi sé rakið. Sú ósk byggist á því að bæjarráð hefur samkvæmt 32.gr. bæjarmálasamþykktar eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins og fjármálastjórn þess. Það er vandmeðfarið að leggja niður opinbera stofnun, sem byggist á samþykktum staðfestum af þjóðskjalaverði, þjónar menningarlegu og stjórnunarlegu hlutverki, á undir fleiri en eina nefnd bæjarins, sinnir þjónustu við fræðasamfélagið og tengslum við frjáls félagasamtök. Óhjákvæmilegt er að minna á að Kópavogsbær var dæmdur til tugmilljóna skaðabóta vegna stjórnsýslulegrar meðferðar við ólögmæta uppsögn eins stjórnenda bæjarfélagsins í Landsrétti 27. október 2023. Þar staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms um brot stjórnsýslu Kópavogsbæjar gegn meginreglum stjórnsýsluréttarins - rannsóknarreglu, meðalhófsreglu, andmælareglu, skyldu til leiðbeiningar og rökstuðnings sem og brot gegn kjarasamningi. Af því tilefni lagði minnihlutinn fram fyrirspurn í bæjarráði 15. febrúar sl. Þar var þess óskað að bæjarstjóri skilaði bæjarráði greinargerð um viðbrögð og tillögur til breytinga á verklagi og verkferlum í stjórnsýslunni til að koma í veg fyrir framgang og fjárhagstjón af þeim toga sem skýrt var lýst í dómunum. Sérstaklega var óskað tillagna um hvernig bæjarráði verði gert kleift að sinna eftirlitsskyldu sinni með stjórnsýslunni. Engin viðbrögð hafa borist frá bæjarstjóra.

Sé rétt staðið að verki er bæði hægt að leggja niður stofnanir og störf. Sé reglunum ekki fylgt sýnir reynslan að það er dýrkeypt. Því er mikilvægt að fá greinargerð stjórnsýslusviðs, sem sýnir að mat hafi verið lagt á aðstæður og skyldum sinnt í samræmi við lög, reglur og samninga. Í þessu máli eru ekki bara mannauðsmál og vinnuréttur undir, heldur líka framtíðarskipan skjalavörslu bæjarins, framtíðarnýting húsnæðis í eigu bæjarins og kostnaðaráhrif þeirra ákvarðana sem teknar eru. Stjórnsýslusviðið fékk útskýringu á því til hvers óskað var eftir greinargerðinni en því miður er framlagið í engu samræmi við það.

Því verður að kalla eftir greinargerðinni sem um var beðið og minna bæjarstjóra á að minnihlutinn á rétt á svari við fyrirspurn sinni frá 15. febrúar sl."

Helga Jónsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir


Bókun:
"Að mati meirihluta gefa svör bæjarritara fullnægjandi yfirlit yfir stöðu málsins. Mikilvægt er að rétt sé að málum staðið og vandað til verka við flutning safnkosta yfir til Þjóðskjalasafns."

Orri V. Hlöðversson
Ásdís Kristjánsdóttir
Andri S. Hilmarsson

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.24042115 - Endurnýjun Upplýsingaöryggisstefnu Kópavogsbæjar

Frá forstöðumanni upplýsingatæknideildar, lögð fram endurskoðuð drög að upplýsingaöryggisstefnu Kópavogsbæjar. Óskað er eftir samþykki bæjarráðs- og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum 18.04.2024.
Bæjarráð vísar drögum að endurskoðaðri upplýsingaöryggisstefnu Kópavogsbæjar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.24032667 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa um fjölda barna, 12 mánaða og eldri á biðlista eftir leikskóla í Kópavogi

Frá menntasviði, dags. 15.04.2024, lagt fram svar við fyrirspurn sem lögð var fram á fundi bæjarráðs 21. mars, um fjölda barna, 12 mánaða og eldri, á biðlista eftir leikskóla í Kópavogi.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.24041168 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um starfshætti yfirkjörstjórnar Kópavogs

Frá lögfræðideild, dags. 24.04.2024, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa Pírata þar sem óskað var eftir upplýsingum um starfshætti yfirkjörstjórnar Kópavogs.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.24011344 - Kópavogsbraut 12. Kæra vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa

Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála frá 16.04.2024. Úrskurðinum fylgir umsögn bæjarlögmanns.
Lagt fram.

Ýmis erindi

12.24042665 - Bókun 577. fundar stjórnar SSH. Heildarlausn í úrgangsmálum - brennsla

Frá SSH, dags. 24.04.2024, lögð fram bókun ásamt skýrslu varðandi heildarlausn í úrgangsmálum. Skýrslan er send til umræðu á vettvagi sveitarfélagsins.
Lagt fram.

Ýmis erindi

13.24042303 - Sjálfbærniskýrsla Strætó 2023

Frá Strætó bs., dags. 17.04.2024, lögð fram sjálfbærniskýrsla 2023.
Lagt fram.

Ýmis erindi

14.24042262 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2024

Frá Landskerfum bókasafna, lagt fram fundarboð vegna aðalfundar 7. maí 2024.
Lagt fram.

Ýmis erindi

15.24042671 - Styrktarsjóður EBÍ 2024. Boð um að senda inn umsókn

Frá styrktarsjóði EBÍ, lagt fram erindi þar sen sveitarfélög eru hvött til að sækja um í sjóðinn fyrir 7. maí 2024.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra til kynningar.

Ýmis erindi

16.24042364 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál.



Lagt fram.

Ýmis erindi

17.24042363 - Til umsagnar frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku), 900. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku), 900. mál.



Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Fundargerðir nefnda

18.2404013F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 391. fundur frá 19.04.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2404012F - Velferðarráð - 132. fundur frá 22.04.2024

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.2404016F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 106. fundur frá 29.04.2024

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.2404003F - Lista- og menningarráð - 163. fundur frá 26.04.2024

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Ásdís Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 12:46.

Fundarhlé hófst kl. 12:50, fundi fram haldið kl. 13:11

Bókun:
"Bæjarstjóri hefur án alls samráðs skipað fjárfesti og starfsmann Samtaka atvinnulífsins í starfshóp um málefni Salarins. Tónlistarskóli Kópavogs á engan fulltrúa í hópnum þrátt fyrir að eiga tónlistarhúsið með Kópavogsbæ, og þrátt fyrir ítrekaðar óskir lista- og menningarráðs þar um.

Lista- og menningarráði Kópavogs er samkvæmt erindisbréfi falið að fara með málefni Salarins, ásamt því að sinna stefnumörkun í menningarmálum og vera ráðgefandi til bæjarráðs um þau mál. Bæjarstjóra hefur hvorki verið falið umboð til þess að samþykkja erindisbréf né skipa í starfshópinn. Á bæjarstjórnarfundi þann 25. apríl 2023 var eftirfarandi tillaga samþykkt:

“Lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem komi með tillögur til bæjarstjóra um hvernig unnt sé að fjölga viðburðum og komu gesta. Þá verði meðal verkefna starfshópsins að kortleggja kosti þess og galla við að útvista rekstri Salarins.?

Óskiljanlegt er hvernig bæjarstjóri gat túlkað ofangreinda tillögu þannig að hún ein semji, undirriti og stimpli erindisbréf, ásamt því að ráða vali á fulltrúum í starfshóp sem gera á tillögur til hennar. Ákvörðun hennar er harðlega mótmælt.

Bergljót Kristinsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Helga Jónsdóttir


Bókun:
"Í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar á stofnun starfshóps sem koma á með tillögur til bæjarstjóra um hvernig unnt sé að fjölga viðburðum og komu gesta í Salinn skipaði bæjarstjóri í starfshópinn. Við skipanina studdist bæjarstjóri við 3. mgr. 55. gr. sveitarstjórnarlaga sem fela honum að þær ákvarðanir sem teknar eru af hálfu sveitarstjórnar og annarra nefnda komist til framkvæmda, hafi sveitarstjórn ekki falið það öðrum. Við val á hópnum var horft til reynslu og fagþekkingar á sviði lista- og menningarmála."

Orri V. Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson


Bókun:
"Samkvæmt bæjarmálasamþykkt og sveitarstjórnarlögum fer bæjarstjóri með framkvæmdastjórn sveitarfélagsins ásamt bæjarráði. Bæjarráð fer með eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins. Málefni Salarins og hugmyndir bæjarstjóra um breytingar á rekstrinum hafa verið ákaflega umdeildar bæði innan lista- og menningarráðs, bæjarstjórnar og hjá tónlistarfólki og samtökum þeirra. Það er fjarstæðukennt að bæjarstjóri hafi haft heimild til þeirrar túlkunar að hún eigi að semja erindisbréf, tilnefna og skipa í starfshóp og leggja niðurstöðu sína fullbúna fyrir lýðræðislega kjörna fulltrúa. Engum öðrum var gefið færi á að tilnefna fulltrúa í starfshópinn. Málatilbúnaðurinn er enn langsóttari í ljósi þess að allt lista- og menningarráð hefur ítrekað bókað um að í starfshópnum skuli eiga sæti fulltrúar meiri- og minnihluta í lista- og menningarráði sem fer með málefni Salarins fyrir hönd Kópavogsbæjar. Undirritaðar krefjast endurskoðunar á þessum embættisfærslum bæjarstjóra.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Helga Jónsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir

Fundargerðir nefnda

22.2404006F - Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 16. fundur frá 15.04.2024

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.24042587 - Fundargerð 577. fundar stjórnar SSH frá 22.04.2024

Fundargerð 577. fundar stjórnar SSH frá 22.04.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.24042306 - Fundargerð 576. fundar stjórnar SSH frá 08.04.2024

Fundargerð 576. fundar stjórnar SSH frá 08.04.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.24042343 - Fundargerð 259. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 15.03.2024

Fundargerð 259. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 15.03.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

26.24042302 - Fundargerð 47. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 08.04.2024

Fundargerð 47. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 08.04.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

27.24042211 - Fundargerð 126. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 17.04.2024

Fundargerð 126. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 17.04.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

28.24042419 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 19.03.2024

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 19.03.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

29.24042776 - Fundargerð 947. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19.04.2024

Fundargerð 947. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19.04.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

30.24042777 - Fundargerð 392. fundar stjórnar Strætó frá 05.04.2024

Fundargerð 392. fundar stjórnar Strætó frá 05.04.2024.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 13:13.