Bæjarráð

3171. fundur 18. apríl 2024 kl. 08:15 - 11:38 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2311810 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2023

Frá fjármálasviði, lögð fram drög að ársreikningi Kópavogsbæjar fyrir árið 2023.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa ársreikningi Kópavogsbæjar fyrir árið 2023 til afgreiðslu bæjarstjórnar til fyrri umræðu.

Fundarhlé hófst kl. 9:15, fundi fram haldið kl. 10:19


Bókun:
"Það er áhyggjuefni að A-hluti Kópavogsbæjar sé rekinn með 750 milljóna tapi, sem er verulega frávik frá áætlun, en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar gerði ráð fyrir 47 milljónum í afgang.

Einnig er áhyggjuefni að langtímaskuldir bæjarsjóðs eru að aukast úr um 18 milljörðum í 23 milljarða milli ára, eða um 28%.

Þá gerði meirihlutinn ráð fyrir í fjárhagsáætlun sinni rúmlega 6 milljörðum í fjárfestingar en ársreikningurinn sýnir að heildarfjárfestingar voru 3,3 milljarðar.

Niðurstaða ársreiknings Kópavogsbæjar sýnir glöggt hversu óraunhæf fjárhagsáætlun meirihlutans var, rétt eins og undirrituð vöruðu við.

Undirrituð skora á meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að endurskoða fjárfestingaráætlun fyrir árið 2024 enda er sú áætlun jafnóraunhæf og sú fyrir árið 2023. Það blasir við að ekki verður fjárfest fyrir 6,3 milljarða í ár og eðlilegt er að bæjarstjórn forgangsraði framkvæmdum."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Kolbeinn Reginsson


Bókun
"Undirliggjandi rekstur bæjarins er sterkur sem birtist í verulegum viðsnúningi í afkomu bæjarins fyrir fjármagnsliði sem hækkar um 1,4 milljarða króna milli ára. Neikvæð niðurstaða á rekstrarreikningi skýrist eingöngu af reiknuðum stærðum svo sem lífeyrisskuldbindingu og vaxtakostnaði. Þá er veltufé frá rekstri fimm milljarða króna sem er aukning um tæpa tvo milljarða milli ára. Veltufé frá rekstri er algjör lykiltala í ársreikningi og er það svigrúm sem reksturinn gefur til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána.

Heildarskuldir bæjarins eru að lækka að raunvirði. Skuldastaða bæjarins er heilbrigð þrátt fyrir miklar fjárfestingar í leik- og grunnskólum og öðrum nauðsynlegum innviðum samfélagsins. Skuldahlutfall Kópavogsbæjar fer áfram lækkandi og er langt undir lögbundnu skuldaviðmiði. Krefjandi rekstrarumhverfi, mikil verðbólga og háir vextir lita enn heildarniðurstöðu ársins og leiða til þess að fjármagnskostnaður er verulega umfram áætlun. Verkefnið nú sem endranær er að standa vörð um góðan rekstur þannig að áfram sé unnt að veita góða þjónustu en á sama tíma lækka skatta á bæjarbúa."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson


Bókun:
"Fjármálastjórn meirihlutans er óábyrg. Niðurstaðan í rekstri bæjarins er halli upp á 750 milljónir. Skuldir bæjarsjóðs eru að hækka, framundan eru verulegar lántökur og fjárfestingaráætlun er óraunhæf. Minnihlutinn hvetur bæjarstjóra til þess að upplýsa bæjarbúa um raunverulega rekstrarniðurstöðu í stað þess að nota ársreikning Kópavogsbæjar í ímyndarherferð sem sendir villandi skilaboð til samfélagsins."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Kolbeinn Reginsson


Bókun:
Ársreikningur Kópavogsbæjar er unnin samkvæmt viðurkenndum reikningsskilavenjum. Hann talar sínu máli og allt sem kom fram í fyrri bókun meirihlutans má lesa í ársreikningum."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24041834 - Mánaðarskýrslur 2024

Lögð fram mánaðarskýrsla fyrir janúar og febrúar 2024.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:46

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2311549 - Vatnsendahæð - kaup á fasteign Mílu

Lögð fram drög að samkomulagi milli Kópavogsbæjar og Mílu hf., um niðurrif á fjarskiptahúsi og lok lóðarleigusamnings. Óskað er eftir samþykki bæjarráðs og heimild að fela sviðsstjóra umhverfissviðs að ganga frá samkomulaginu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að drög að samkomulagi milli Kópavogsbæjar og Mílu hf., um niðurrif á fjarskiptahúsi og lok lóðarleigusamnings. Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela sviðsstjóra umhverfissviðs að ganga frá samkomulaginu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.23092222 - Tilfærsla verkefna og safnkosts Héraðsskjalasafns Kópavogs

Frá bæjarritara, dags. 15.04.2024, lagt fram svar við fyrirspurn frá bæjarfulltrúunum Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, Bergljótu Kristinsdóttur og Theodóru S. Þorsteinsdóttur á fundi bæjarráðs þann 11. apríl sl.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.24042115 - Endurnýjun upplýsingaöryggisstefnu Kópavogsbæjar

Frá forstöðumanni upplýsingatæknideildar, lögð fram endurskoðuð drög að upplýsingaöruggisstefnu Kópavogsbæjar. Óskað er eftir samþykki bæjarráðs- og bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Gestir

  • Ingimar Þór Friðriksson forstöðumaður upplýsingatæknideildar - mæting: 10:31

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2110264 - Samþykkt og gjaldskrá fyrir götu- og torgsölu á bæjarlandi

Lögð fram drög að samþykkt fyrir götu- og torgsölu á bæjarlandi. Óskað er eftir samþykki bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlögð drög að samþykkt fyrir götu- og torgsölu á bæjarlandi Kópavogsbæjar. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.24041051 - Nýbýlavegur 8, Gæðingur ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um sölu áfengis á framleiðslustað

Frá lögfræðideild, dags. 15.04.2024, lögð fram umsögn um umsókn Gæðings ehf. um leyfi til smásölu áfengis á framleiðslustað.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar dags. 15.04.2024.

Ýmis erindi

8.24041802 - Orlof húsmæðra 2024. Framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 15.04.2024, lagðar fram upplýsingar frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu sem segja að framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst kr. 150,31 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk. sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972.
Lagt fram.

Bókun bæjarráðs:
"Bæjarráð Kópavogs telur lög um orlof húsmæðra vera barn síns tíma og hvetur til þess að þau verði felld úr gildi."

Fundargerðir nefnda

9.2404005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 390. fundur frá 05.04.2024

Fundargerð í fjórum liðum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

10.2403011F - Skipulagsráð - 162. fundur frá 15.04.2024

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 10.10 2402464 Vatnsendahvarf. Staðsetning dreifistöðva. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Veitna um breytingu á deiliskipulagi Vatnsendahvarfs dags. 12. apríl 2024.
    Í breytingunni felst tilfærsla og breyting á staðsetningu og fjölda dreifistöðva rafmagns á skipulagssvæðinu. Auk breyttrar staðsetningar verður stöðvum fækkað úr sex í fjórar.
    Uppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. 12. apríl 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 162 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 10.11 24011343 Jörfalind 19. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 23. janúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 19 við Jörfalind um breytingu á deiliskipulagi. Á lóðinni stendur 190,8 m² endaraðhús á tveimur hæðum. Í breytingunni felst að byggja 18 m² staðsteypta viðbyggingu við suðurgafl hússins, neðri hæð með þaksvölum til suðurs. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,43 í 0,47.
    Á 157. fundi skipulagsráðs þann 29. janúar 2024 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 16. mars 2024, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 162 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Orri V. Hlöðversson vék af fundi undir þessu máli vegna vanhæfis.

    Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 10.12 24011874 Kjóavellir, hesthúsabyggð og keppnisleikvangur. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram svarbréf skipulagsnefndar Garðabæjar dags. 20. mars 2024 þar sem óskað er eftir að Kópavogsbær taki til afgreiðslu tillögu að breytingu deiliskipulags Kjóavalla. Deiliskipulagsbreytingin felst í breikkun byggingarreita úr 12m í 13m á öllum hesthúsalóðum innan Garðabæjar á Kjóavöllum. Auk þess felst breytingin í því að viðhalda núverandi þakformi á hesthúsum í Andvarahverfi, bæði á núverandi hesthúsum og 8 nýjum hesthúsum vestast í Andvarahverfinu, um leið og heimildir fyrir kvistum og þakgluggum eru rýmkaðar. Skilmálar fyrir þakform húsa norðan megin við Andvaravelli 2A-8A, haldast óbreyttir. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og var tillagan því samþykkt í skipulagsnefnd Garðabæjar sem breyting á deiliskipulagi Kjóavalla.
    Uppdráttur í mkv. 1:2000 dags. 21. ágúst 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 162 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

11.2404007F - Leikskólanefnd - 162. fundur frá 11.04.2024

Fundargerð í þremur liðum.
Fundargerðinni frestað til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

12.2404009F - Menntaráð - 127. fundur frá 16.04.2024

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.24041260 - Fundargerð 495. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 19.03.2024

Fundargerð 495. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 19.03.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.24041377 - Fundargerð 496. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 09.04.2024

Fundargerð 496. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 09.04.2024.
Lagt fram.

Andri Steinn Hilmarsson vék af fundi kl. 11:30.

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.24042037 - Beiðni bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur og Theodóru S. Þorsteinsdóttur um minnisblað um fjölda félagslegra leiguíbúða í eigu Kópavogsbæjar

Frá bæjarfulltrúum Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur og Theodóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 15.04.2024, lögð fram svohljóðandi beiðni: Undirritaðar óska eftir minnisblaði um fjölda félagslegra leiguíbúða í eigu Kópavogsbæjar eftir tegund (almennar, fyrir fatlað fólk og fyrir eldri borgara) og yfirlit yfir nýtingu forkaupsréttar að 4,5% íbúða á þróunarreitum frá árinu 2015 til dagsins í dag. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Theodóra S. Þorsteinsdóttir.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra velferðarsviðs og sviðsstjóra fjármálasviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.24042036 - Beiðni bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur og Theodóru S. Þorsteinsdóttur um minnisblað um Vesturvör 38a og b

Frá bæjarfulltrúum Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur og Theodóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 15.04.2024, lögð fram svohljóðandi beiðni: Undirritaðar óska eftir minnisblaði um Vesturvör 38a og b: Hvenær gert er ráð fyrir að skipulagsáform liggi fyrir og hvenær tímafrestur lóðarhafa rennur út. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Theodóra S. Þorsteinsdóttir.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Erindi frá bæjarfulltrúum

17.24042153 - Fyrirspurn um fyrirspurnir í bæjarráði á yfirstandandi kjörtímabili

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vina Kópavogs, lögð fram svohljóðandi fyrirspurn: Óskað er lista yfir fyrirspurnir í bæjarráði á kjörtímabilinu, þar sem óskað er skriflegs svars. Farið er fram á eftirfarandi flokkun:1.Efni og dagsetning fyrirspurnar 2.Nafn (nöfn) fyrirspyrjenda 3.Hvenær svar var lagt fram 4.Hvenær vænta má svars, ef það liggur ekki fyrir.

Bergljót Kristinsdóttir, Kolbeinn Reginsson, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Theodóra S. Þorsteinsdóttir.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til bæjarritara.

Fundi slitið - kl. 11:38.