Bæjarráð

3169. fundur 04. apríl 2024 kl. 08:15 - 09:51 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson, aðalmaður boðaði forföll og Sigrún Hulda Jónsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Hanna Carla Jóhannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Einar Örn Þorvarðarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá
Helga Jónsdóttir gegnir störfum formanns í fjarveru formanns og varaformanns.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.24011687 - Útboð - Sorphirða í Kópavogi 2024 - 2030

Frá deildarstjóra gatnadeildar, lagðar fram niðurstöður útboðs í sorphirðu í Kópavogsbæ 2024 til 2030 fyrir hirðingu á heimilisúrgangi á almennum og lífrænum úrgangi, endurvinnsluefnum og hirðingu úr djúpgámum fyrir alla úrgangsflokka.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Einars A. Þorvarðarsonar að veita heimild til þess að leitað verði samninga við Kubb ehf fyrir útboðshluta 1 og útboðshluta 2 og Íslenska gámafélagsins fyrir útboðshluta 3.

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 08:15
  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24011786 - Tillaga um úrsögn Kópavogsbæjar úr Reykjanesfólksvangi

Á fundi bæjarráðs þann 1. febrúar var lagt fram erindi frá Reykjavíkurborg þar sem tilkynnt er úrsögn Reykjavíkurborgar úr Reykjanesfólkvangi. Nú lögð fram umsögn bæjarlögmanns um málið.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um úrsögn Kópavogsbæjar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2404535 - Svar við fyrirspurn bæjarráðs frá 21.03.2024 - yfirlit yfir verktaka á grundvelli rammasamnings

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarráðs frá fundi nr. 3168 þar sem óskað var eftir yfirliti yfir notkun verktaka á grundvelli rammasamnings.
Lagt fram.

Gestir

  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 08:43

Ýmis erindi

4.24032892 - Ákall eftir sjónarmiðum vegna endurskoðunar laga um verndar- og orkunýtingaráætlun

Frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, dags. 20.03.2024, lagt fram erindi frá starfshópi sem ætlað er að endurskoða frá grunni lög um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 (rammaáætlun). Í starfshópnum sitja Hilmar Gunnlaugsson, hrl., formaður, Björt Ólafsdóttir fyrrv. umhverfis- og auðlindaráðherra og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrrv. alþingismaður.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

5.2403018F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 389. fundur frá 22.03.2024

Fundargerð í sex liðum.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

6.2402019F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 172. fundur frá 19.03.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.
  • 6.6 2403345 Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Umferðaröryggi í Baugakór.
    Fyrirspurn frá formanni varðandi umferðaröryggi við gangbrautir í Baugakór. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 172 Umhverfis og samgöngunefnd hvetur til þess að skoðaðir verði mögulegar aðgerðir til að bæta umferðaröryggi í Baugakór.

Fundargerðir nefnda

7.2403005F - Íþróttaráð - 141. fundur frá 21.03.2024

Fundargerð i sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2403012F - Lista- og menningarráð - 162. fundur frá 22.03.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2402023F - Velferðarráð - 131. fundur frá 25.03.2024

Fundargerð í ellefu liðum.
Lagt fram.
  • 9.6 24031371 Nýjar reglur um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar
    Lögð fram til afgreiðslu drög að nýjum reglum um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar. Niðurstaða Velferðarráð - 131 Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti nýjar reglur um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

10.2403013F - Öldungaráð - 25. fundur frá 25.03.2024

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.24033637 - Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness frá 25.03.2024

Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness frá 25.03.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.24033619 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 22.03.2024

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 22.03.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.24032894 - Fundargerð 946. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.03.2024

Fundargerð 946. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.03.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.24033037 - Fundargerð 575. fundar stjórnar SSH frá 18.03.2024

Fundargerð 575. fundar stjórnar SSH frá 18.03.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.24032917 - Fundargerð 422. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 20.03.2024

Fundargerð 422. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 20.03.2024.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

16.24033158 - Fundargerð 389. fundar stjórnar Strætó frá 11.03.2024

Fundargerð 389. fundar stjórnar Strætó frá 11.03.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.24033160 - Fundargerð 390. fundar stjórnar Strætó frá 15.03.2024

Fundargerð 390. fundar stjórnar Strætó frá 15.03.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.24032703 - Fundargerð 46. eigendafundar stjórnar Strætó frá 13.03.2024

Fundargerð 46. eigendafundar stjórnar Strætó frá 13.03.2024.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:51.