Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.2402387 - Lántökur Kópavogsbæjar 2024
Frá fjármálasviði, lögð fram beiðni um skuldabréfaútboð samkvæmt fjárhagsáætlun 2024.
Gestir
- Ingólfur Arnarsom deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.24032698 - Beiðni um aðgang að banka
Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lögð fram beiðni til bæjarráðs um heimild til aðgangs að netbanka Íslandsbanka til handa tilteknum starfsmönnum.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.23111688 - Gjaldskrár 2024
Lagðar fram til kynningar uppfærðar gjaldskrár mennta- og velferðarsviðs. Einnig lögð fram óbreytt gjaldskrá umhverfissviðs.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.23091105 - Knatthús Kórinn - endurnýjun gervigrass
Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 18.03.2024, lögð fram endurnýjuð beiðni um heimild fyrir útboði á endurnýjun á gervigrasi í Kórnum. Verkið felst í niðurtekt, förgun og endurnýjun á gervigrasi á 7.668 m2 svæði með vinnu og efni sbr. útboðsgögn dags. 18.3.2024.
Gestir
- Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 10:13
- Ármann Halldórsson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 10:13
- Steinn S. Finnbogason lögfræðingur - mæting: 10:13
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.24032613 - Útboð - Íþróttahúsið Digranesi - Endurnýjun á þaki
Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 18.03.2024, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs, fyrir hönd eignadeildar, til að bjóða út endurnýjun á þaki íþróttahússins Digranesi.
Gestir
- Steinn S. Finnbogason lögfræðingur - mæting: 10:21
- Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 10:21
- Ari Sigfússon deildarstjóri fasteigna - mæting: 10:21
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.2403115 - Digranesvegur 15, Kópavogsskóli - loftræsting
Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 18.03.2024, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs, fyrir hönd eignadeildar, til að bjóða út innkaup og uppsetningu á loftræstingu í Kópavogsskóla.
Gestir
- Ari Sigfússon deildarstjóri fasteigna - mæting: 10:33
- Steinn S . Finnbogason lögfræðingur - mæting: 10:33
- Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 10:33
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
7.23111502 - Útboð - Rammasamningur umhverfissviðs við verktaka 2024-2026
Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 19.03.2024, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til útboðs rammasamnings um þjónustu verktaka.
Gestir
- Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri - mæting: 10:43
- Steinn S. Finnbogason lögfræðingur - mæting: 10:43
- Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 10:43
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
8.2403248 - Úthlutun Vatnsendahvarfs. I. áfangi
Frá bæjarlögmanni, lagðir fram úthlutunarskilmálar vegna úthlutunar lóða í 1. áfanga Vatnsendahvarfs, Roðahvarf nr. 2-36 og 1-21. Bæjarráð frestaði málinu þann 7. mars sl.
Gestir
- Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 11:01
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
9.24021529 - Vatnsendablettur 510. Ósk um stofnun lóðar. Endurupptökubeiðni.
Frá lögfræðideild, lögð fram umsögn vegna endurupptökubeiði lóðarhafa Vatnsendabletts 510.
Gestir
- Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 11:23
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
10.2010137 - Þorrasalir 13-15.
Frá umhverfissviði, dags. 18.03.2024, lagt fram erindi þar sem er óskað eftir heimild bæjarráðs til að ljúka viðræðum vegna óleyfisframkvæmda.
Gestir
- Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfssviðs - mæting: 12:20
- Guðrún Edda Finnbogadóttir skrifstofustjóri umhverfissviðs - mæting: 12:20
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
11.23061725 - Hafnarbraut 10 - Umsókn um byggingarleyfi (Niðurrif)
Frá umverfissviði, dags. 19.03.2024, lögð fram umsögn sviðsstjóra um afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 12.02.2024.
Gestir
- Guðrún Edda Finnbogadóttir skrifstofustjóri umhverfissviðs - mæting: 12:28
- Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 12:28
Ýmis erindi
12.24032610 - Hljóðvist í skólum
Frá umboðsmanni barna, dags. 18.03.2024, lagt fran erindi þar sem skorað er á sveitarfélög að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum.
Fundargerðir nefnda
13.2403006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 388. fundur frá 08.03.2024
Fundargerðir nefnda
14.2403004F - Skipulagsráð - 161. fundur frá 18.03.2024
Fundargerð í 11 liðum.
14.3
23112060
Keppnisvöllur við Kórinn. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 161
Afgreiðslu frestað. Vísað til bæjarráðs.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til frekari undirbúnings hjá bæjarstjóra.
14.4
23111612
Göngu- og hjólastígar um Kópavogsháls. Deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 161
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð vinnslutillaga verði forkynnt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
14.5
23112029
Logasalir 14. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 161
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 14. mars 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
14.7
24031370
Ennishvarf 29. Umsókn um stækkun lóðar.
Niðurstaða Skipulagsráð - 161
Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn þar sem fyrirhuguð stækkun er á opnu svæði (OP-5.14) með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Helgu Jónsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur gegn atkvæði Kristins D. Gissurarsonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Gunnar Sær Ragnarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
14.11
23112022
Arnarsmári 10-12. Breytt deiliskipulag. Fjarskiptaloftnet.
Niðurstaða Skipulagsráð - 161
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytt deiliskipulag. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
15.2403009F - Ungmennaráð - 45. fundur frá 18.03.2024
Fundargerð í tveimur liðum.
Fundargerðir nefnda
16.24032287 - Fundargerð 256. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 19.01.2024
Fundargerð 256. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 19.01.2024.
Fundargerðir nefnda
17.24032288 - Fundargerð 257. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 07.02.2024
Fundargerð 257. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 07.02.2024.
Fundargerðir nefnda
18.24032292 - Fundargerð 258. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 16.02.2024
Fundargerð 258. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 16.02.2024
Fundargerðir nefnda
19.24032426 - Fundargerð 387. fundar stjórnar Strætó frá 06.03.2024
Fundargerð 387. fundar stjórnar Strætó frá 06.03.2024.
Fundargerðir nefnda
20.24032427 - Fundargerð 388. fundar stjórnar Strætó frá 08.03.2024
Fundargerð 388. fundar stjórnar Strætó frá 08.03.2024.
Fundargerðir nefnda
21.24032428 - Fundargerð 945. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.02.2024
Fundargerð 945. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.02.2024
Erindi frá bæjarfulltrúum
22.24032667 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa um fjölda barna, 12 mánaða og eldri á biðlista eftir leikskóla í Kópavogi
Lögð fram fyrirspurn um hversu mörg börn, 12 mánaða og eldri, eru á biðlista eftir leikskóla í Kópavogi.
Erindi frá bæjarfulltrúum
23.24032668 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa um þau atriði sem snerta sveitarfélögin í nýgerðum kjarasamningum
Lögð fram fyrirspurn varðandi þau atriði sem snerta sveitarfélögin í nýgerðum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði.
Fundi slitið - kl. 13:24.
Fundarhlé hófst kl. 8:47, fundi fram haldið kl. 9:59
Bókun:
"Bæjarstjórn ber að sjá til þess að rekstri, fjárfestingum og ráðstöfun eigna og sjóða sé þannig hagað á hverjum tíma að bæjarfélagið muni til framtíðar geta sinnt skyldubundnum verkefnum sínum. Útgáfa markaðsskuldabréfa til 30 ára að fjárhæð 4,3 mkr. rúmast ekki innan heimilda fjárhagsáætlunar 2024 án þess að samþykktur sé viðauki. Aðstæður í þjóðfélaginu gera tilkall til þess að opinberir aðilar dragi úr umsvifum og þenslu, sem er forsenda þess að verðbólga og vextir lækki. Það er óábyrg fjármálastjórnun að draga ekki úr framkvæmdum fremur en að hækka lán, sem hafa í för með sér milljarðaútgjöld til greiðslu vaxta og verðbóta á ári hverju."
Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Helga Jónsdóttir
Bókun:
"Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar er sterk, skuldahlutfall langt undir skuldaviðmiðum og skuldir á íbúa lægri en í sambærilegum sveitarfélögum. Tillaga fjármálasviðs er skynsamleg út frá fjárstýringu og mikilvægur þáttur í að tryggja stöðuga og áframhaldandi uppbyggingu nauðsynlegra innviða eins og íþróttamannvirkja, leik- og grunnskóla. Hún eykur nettó skuldir Kópavogsbæjar óverulega og er í fullu samræmi við fjárhagsáætlun 2024."
Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Elísabet B. Sveinsdóttir
Andri S. Hilmarsson
Bókun:
"Á fundi bæjarráðs 8. febrúar sl. var samþykkt heimild til að hækka lánalínu Kópavogsbæjar um 1 milljarð króna. Tillagan sem nú liggur fyrir er um 4,3 milljarða króna til viðbótar. Í fjárhagsáætlun fyrir 2024 er heildarheimildin 4,3 milljarðar króna. Því er óheimilt að samþykkja tillöguna, sem hér liggur fyrir án viðauka."
Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Helga Jónsdóttir
Bókun:
"Afborganir ársins 2024 eru rúmlega 3.900 milljónir króna og nettó skuldaaukning því 375 milljónir króna miðað við fullnýtta heimild.
Í fjárhagsáætlun ársins er gert ráð fyrir að lántökur verði 4,3 milljarðar króna í árslok 2024. Umbeðin heimild til lántöku er því innan marka, jafnvel þó hún verði nýtt að fullu í fyrsta útboði. Mikilvægt er að hafa í huga að nettó skuldaaukning er óveruleg því samhliða er verið að greiða niður önnur lán þmt skammtímalán sem var tekið í upphafi árs. Meirihlutinn vill ítreka mikilvægi þess að horfa til skuldahlutfalls og sterkrar fjárhagsstöðu Kópavogsbæjar."
Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Elísabet B. Sveinsdóttir
Andri S. Hilmarsson
Bókun:
"Undirritaðar ítreka að heimildin sem nú er beðið um felur í sér 1 milljarð króna umfram það sem fjárhagsáætlun 2024 kveður á um."
Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Helga Jónsdóttir