Bæjarráð

3166. fundur 07. mars 2024 kl. 08:15 - 12:19 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2002459 - Svæði fyrir rafhleðslustöðvar bifreiða og reiðhjóla

Lögð fram beiðni þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til undirritunar samkomulags við Veitur um uppbyggingu innviða til hleðslu á rafbílum í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita bæjarstjóra heimild að undirrita samkomulag við Veitur ohf. um uppbyggingu innviða til hleðslu á rafbílum í Kópavogi.

Gestir

  • Jakob Sindri Þórsson sérfræðingur stjórnsýlsluviðs - mæting: 08:25
  • Steinn S. Finnbogason lögmaður - mæting: 08:25
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 08:25

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.23042054 - Staða uppbyggingar nýs Kársnesskóla

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, lögð fram mánaðarskýrsla fyrir janúar 2024.
Kynning og umræður.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 08:46
  • Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður - mæting: 08:46
  • Ásthildur Helgadóttir sviðstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:46
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, skrifstofustjóri umhverfissviðs - mæting: 08:46
  • Ármann Halldórsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:46

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2403248 - Úthlutun Vatnsendahvarfs. I. áfangi

Frá bæjarlögmanni, lagðir fram úthlutunarskilmálar vegna úthlutunar lóða í 1. áfanga Vatnsendahvarfs, Roðahvarf nr. 2-36 og 1-21.
Fundarhlé hófst kl. 10:56, fundi fram haldið kl. 11:45.

Bæjarráð frestar málinu.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 09:45
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.24021579 - Skálaheiði 2, Íþróttahúsið Digranesi, Nemendafélag Menntaskólans í Kópavogi. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækisfærisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 04.03.2024, lögð fram umsögn um umsókn Menntaskólans í Kópavogi um tækifærisleyfi til að halda árshátíð fimmtudaginn 21. mars 2024.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Ýmis erindi

5.2401623 - XXXIX. Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 29.02.2024, lagt fram erindi þar sem landsþingsfulltrúar og framkvæmdastjórar sveitarfélaga eru hvattir tul að skrá sig á þingið.
Lagt fram.

Ýmis erindi

6.2403040 - 80 ára afmæli lýðveldisins - Bréf til sveitarstjórna

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 01.03.2024 lagt fram erindi þar óskað er eftir samstarfi við sveitarfélög landsins í tengslum við hátíðardagskrá í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins 2024.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til forstöðumanns menningarmála.

Fundargerðir nefnda

7.2402003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 387. fundur frá 23.02.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2402014F - Skipulagsráð - 160. fundur frá 04.03.2024

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.
  • 8.5 2402169 Kópavogsdalur. Breytt deiliskipulag. Gervigrasvöllur vestan Fífu.
    Lögð fram tillaga umhverfissviðs 26. febrúar 2024 að breytingu á deiliskipulaginu, Kópavogsdalur - útivistarsvæði, samþykkt í bæjarstjórn í maí 1990 með síðari breytingum. Afmörkun deiliskipulagsbreytingar er um 3 ha að stærð og snýr að nýjum æfingavelli vestan Fífunnar. Í breytingunni felst upphitaður gervigrasvöllur, uppsetning fjögurra ljósamastra, girðing umhverfis völlinn ásamt því að heimilt byggingarmagn Fífunnar eykst úr 10.000 m2 í 10.200 m2 m.a. vegna nýrrar boltageymslu í norðvesturhorni knatthússins með aðgengi utanfrá. Þá er gerð breyting á legu bílaplans, kvöð sett um gróður í mön og umhverfis völlinn ásamt því að gert er ráð fyrir nýjum byggingarreiti fyrir tæknirými að hámarki 45 m2 við völlinn.
    Uppdráttur í mkv. 1:3000 og 1:2000 dags. 29. febrúar 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 160 Skipulagsráð samþykkir með sex atkvæðum, með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

    Bókun:
    Þann 19. júní lagði stjórn Breiðabliks fram ósk um endurskoðun á Aðal- og deiliskipulagi á íþróttasvæði Breiðabliks í Smáranum (ÍÞ-4)
    Bæjarstjórn ákvað í stað þess að samþykkja beiðnina að stofnaður skyldi starfshópur um framtíðarskipan skipulags í Kópavogsdal. Niðurstöður starfshópsins verða kynntar í næstu viku.
    Þetta er í annað sinn sem lögð er fram viðamikil skipulagsbreyting í Kópavogsdal á starfstíma hópsins. Ég tel að bútasaumur af þessu tagi séu ekki þau vinnubrögð sem Kópavogsbær á að temja sér í skipulagsmálum.
    Hákon Gunnarsson
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 8.7 2312697 Vatnsendablettur 1B. Breytt aðalskipulag.
    Lögð fram uppfærð umsókn Ásgeirs Arnar Hlöðverssonar f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1B við Vatnsendablett dags. 8. desember 2023 um breytingu á aðalskipulagi. Í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 er skilgreind landnotkun opið svæði en óskað er eftir að landnotkun verði breytt í íbúðarsvæði. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði sjö lóðir fyrir einbýlishús á einni hæð með aðkomu úr suðri frá Vatnsendabletti.
    Uppdrættir og fylgiskjöl, ódagsett. Á fundi skipulagsráðs þann 29. janúar 2024 var erindið lagt fram, afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. mars 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 160 Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn um breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 með þremur atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Hákonar Gunnarssonar og Helgu Jónsdóttur gegn atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Theódóru S Þorsteinsdóttur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Andri Steinn Hilmarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

    Bókun:
    Undirrituð óskar eftir minnisblaði um þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagssvæðinu m.t.t. jafnræðis milli lóðarhafa á svæðinu.
    Theódóra S Þorsteinsdóttir.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 8.10 2402739 Nónhæð. Nónsmári 1-17. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Hrólfs Karls Cela arkitekts dags. 12. febrúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 1-17 við Nónsmára um breytingu á deiliskipulagi.
    Í breytingunni felst að á lóð B (Nónsmári 11-17) fjölgar íbúðum úr 45 í 47 en í dag er heimild fyrir 43 íbúðum. Húsnúmer breytast úr 9-15 í 11-17 vegna fjölgunar stigahúsa á lóð C. Hús 11 (áður 9) verði 3 hæðir ásamt kjallara í stað tveggja hæða ásamt kjallara. Hámarsflatarmál húss án kjallara hækkar um 490 m², úr 4.840 m² í 5.330 m². Bílastæðakrafa helst óbreytt. Nýtingarhlutfall án kjallara og bílageymslu hækkar úr 0,92 í 1,01. Þá er einnig óskað eftir heimild til að reisa garðstofu á þaksvölum sem nær út fyrir byggingarreit vegna hæðamismunar að hámarki 30 m².
    Í breytingunni felst einnig að á lóð C (Nónsmári 1-9) fækki íbúðum úr 55 í 53 og að stigahúsum yrði fjölgað úr 4 í 5. Hús 1 verði 3 hæðir ásamt kjallara í stað tveggja hæða ásamt kjallara. Hámarksflatarmál hússins án kjallara hækki um 1.240 m², úr 5.960 m² í 7.200 m². Bílastæðakrafa helst óbreytt. Nýtingarhlutfall án kjallara og bílgeymslu hækki úr 0,94 í 1,10. Þá er einnig óskað eftir heimild til að reisa garðstofu á þaksvölum sem nær út fyrir byggingarreit vegna hæðamismunar að hámarki 30 m².
    Lögun byggingarreits breytist en stækkar ekki. Lóðarmörk yrðu stækkuð við göngustíg samhliða Smárahvammsvegi og Arnarnesvegi til að uppfylla hljóðkröfur og aðlagast gatnakerfi við Smárahvammsveg.
    Á fundi skipulagsráðs þann 19. febrúar 2024 var erindið lagt fram ásamt uppdrættum, skuggavarpi og skýringum í mkv. 1:2000 dags. í febrúar 2024, afgreiðslu var frestað.
    Þá lagður fram rökstuðningur aukningar á byggingarmagni dags. í febrúar 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 160 Skipulagsráð samþykkir með fjórum atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Andra Steins Hilmarssonar og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Helgu Jónsdóttur og Theódóru S Þorsteinsdóttur og með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 8.15 23112029 Logasalir 14. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Kjartans Rafnssonar arkitekts dags. 29. nóvember 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 14 við Logasali um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar um 12 m² til að koma fyrir glerskála á einni hæð við suðurhlið byggingar. Byggingarmagn eykst úr 274,5 m² í 300,9 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,37 í 0,4.
    Á fundi skipulagsráðs þann 4. desember 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 29. janúar 2024, athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs þann 5. febrúar var erindið lagt fram ásamt uppdrætti í mkv. 1:1000 og 1:200 dags. 23. nóvember 2023 og erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 19. febrúar 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 160 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytingu á deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

9.2402022F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 105. fundur frá 29.02.2024

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.
  • 9.3 24021719 Erindi ráðsmeðlims Pírata um að leiðrétta atkvæðavægi í Suðvesturkjördæmi.
    Erindi frá Indriða I. Stefánssyni, nefndarmanni Pírata:
    "Áskorun frá Jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs um að leiðrétta atkvæðavægi í Suðvesturkjördæmi.

    Ef atkvæðavægi kjördæmisins er borið saman við önnur kjördæmi sést eftirfarandi

    Miðað við óbreytta kjörskrá frá 2021
    eru 4042 atkvæði á bak við hvern þingmann
    eftir breytingar vegna atkvæðavægis eru í:
    NV 3078 atkvæði á bak við hvern þingmann (76% af landsmeðaltali)
    NA 2989 atkvæði á bak við hvern þingmann (73% af landsmeðaltali)
    SU 3842 atkvæði á bak við hvern þingmann (95% af landsmeðaltali)
    SV 5266 atkvæði á bak við hvern þingmann (130% af landsmeðaltali)
    RS 4156 atkvæði á bak við hvern þingmann (103% af landsmeðaltali)
    RN 4124 atkvæði á bak við hvern þingmann (102% af landsmeðaltali)

    Ég vil að við sendum út áskorun á Rikisstjórn og Alþingi að það sé ótækt að Suðvesturkjördæmi sé það eina sem býr við skert atkvæðavægi."
    Niðurstaða Jafnréttis- og mannréttindaráð - 105 Jafnréttis- og mannréttindaráð hvetur bæjarstjórn Kópavogs til að taka sjálfsagðan og lýðræðislegan rétt íbúa til jöfnun atkvæðisréttar í alþingiskosningum upp á sínum vettvangi og ræða við Alþingi um nauðsynlegar breytingar á kosningalögum.
    Er málinu vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

10.24021944 - Fundargerð 944. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23.02.2024

Fundargerð 944. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23.02.2024.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 12:19.