Bæjarráð

3164. fundur 22. febrúar 2024 kl. 08:15 - 10:05 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23051119 - Hámarkshraðaáætlun Kópavogsbæjar

Frá deildarstjóra gatnadeildar, lögð fram tillaga að hámarkshraðaáætlun Kópavogsbæjar. Tillagan var samþykkt í umhverfis- og samgöngunefnd þann 19.12.2023 og vísað til skipulagsráðs og bæjarráðs til samþykktar. Skipulagsráð tók tillöguna fyrir á fundi sínum þann 05.02.2024 og var eftirfarandi bókað:

Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að hámarkshraðaáætlun Kópavogsbæjar með þremur atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Kristins D. Gissurarsonar. Gunnar Sær Ragnarsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð vísar hámarkshraðaáætlun fyrir Kópavog til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.23091105 - Knatthús Kórinn

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 15.02.2024, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í verkið Kórinn - endurnýjun gervigrass.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild og að framkvæmdadeild verði falið að ganga til samninga við lægstbjóðada; Laiderz.

Gestir

  • Ármann Halldórsson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:34

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.24021308 - Starfshópur um húsnæðisstefnu Kópavogs

Frá bæjarstjóra, lögð fram tillaga um stofnun starfshóps sem ætlað er að vinna nýja húsnæðisstefnu Kópavogsbæjar.
Bæjarráð frestar erindinu.

Ýmis erindi

4.2402781 - Til umsagnar 112. mál - frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 762003 (greiðsla meðlags)

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar 112. mál, frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003 (greiðsla meðlags).
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

5.2402791 - Regluverk um búfjárbeit - sjónarmið matvælaráðuneytis

Frá matvælaráðuneyti, dags. 14.02.2024, lagt fram minnisblað regluverk um búfjárbeit, sjónarmið matvælaráðuneytis.
Lagt fram.

Ýmis erindi

6.24021297 - Til umsagnar 115. mál Búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 16.02.2024, lagt fram til umsagnar 115. mál- Búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Fundargerðir nefnda

7.2402002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 386. fundur frá 12.02.2024

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2402009F - Leikskólanefnd - 161. fundur frá 12.02.2024

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2402006F - Skipulagsráð - 159. fundur frá 19.02.2024

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.
  • 9.8 23091454 Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu uppfærð umsókn Former arkitekta dags. 11. október 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 13 við Dalsmára um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um 10m frá núverandi lóðamörkum í austur, alls um 660 m² ásamt tillögu að viðbyggingu við núverandi hús á lóðinni alls um 1.800 m² að flatarmáli. Í umsókninni er einnig sótt um heimild fyrir veitingastað í flokki 2 í núverandi húsnæði á lóðinni. Á fundi skipulagsráðs þann 16. október 2023 var samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Kynningartíma lauk 22. janúar 2024, athugasemdir bárust.
    Erindið var lagt fram á fundi skipulagsráðs þann 29. janúar 2023, afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 16. febrúar 2024 og uppfærður uppdráttur eftir auglýsingu dags. 16. febrúar 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 159 Skipulagsráð samþykki framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Theódóru S. Þorsteinsdóttur gegn atkvæði Hákonar Gunnarssonar. Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bókun:
    „Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti s.l. haust að skipa starfshóp til að móta tillögur að heildarskipulagi fyrir Kópavogsdal. Fyrsti fundur starfshópsins var 18. október 2023 og hefur hópurinn unnið mikið starf síðan og mun skila af sér lokaniðurstöðum á næstu dögum. Það er í alla staði óeðlilegt að skipulagsráð afgreiði tillögu um umsvifamikla breytingu á deiliskipulagi í Kópavogsdalunum áður en niðurstöður starfshópsins liggja fyrir.
    Þar að auki er undirritaður mjög ósammála umsögn Umhverfissviðs um réttmætar athugasemdir aðalstjórnar Breiðabliks við auglýsta tillögu.“
    Hákon Gunnarsson.

    Fundarhlé kl. 18:03, fundi framhaldið kl. 18:12.

    Bókun:
    „Aðdragandi að stækkun Tennishallarinnar nær til 6. mars 2023 þegar skipulagsráð tók jákvætt í fyrirspurn um viðbyggingu við núverandi hús og breytt lóðarmörk. Það er okkar mat að breytingin sé ekki slík umfangs að bíða þurfi niðurstöðu starfshóps um heildarsýn fyrir Kópavogsdal auk þess að málið kom inn í ráðið áður en starfshópurinn var skipaður.“
    Hjördís Ýr Johnson, Kristinn D. Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson, Gunnar Sær Ragnarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

10.2402010F - Ungmennaráð - 44. fundur frá 19.02.2024

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.24021298 - Fundargerð 124. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 09.02.2024

Fundargerð 124. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 09.02.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.24021356 - Fundargerð 493. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 20.02.2024

Fundargerð 493. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 20.02.2024.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:05.