Bæjarráð

2511. fundur 09. júlí 2009 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.806085 - Kársnes. Vesturhluti, breytt aðalskipulag

Frá umhverfisráði, dags. 30/6, endursendur undirritaður uppdráttur vegna breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, Kársnes í Kópavogi, vesturhluti, ásamt afriti af auglýsingu, sem birtast mun í B-deild Stjórnartíðinda.

 Lagt fram.

2.906167 - Wellness. Beiðni um umsögn skv. lögum nr. 85/2007.

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 12. júní 2009, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Guðbjargar Óskar Ragnarsdóttur, kt. 030771-3629, Hólmavaði 48, 110 Reykjavík, um rekstarleyfi fyrir veitingastaðinn Wellness í Sporthúsinu að Dalsmára 9, 201 Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

3.811167 - Subway, Stjarnan ehf. Beiðni um umsögn skv. lögum nr. 85/2007

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 15. júní 2009, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Stjörnunnar ehf., kt. 410949-0169, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Subway, Nýbýlavegi 20 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

4.906327 - Maður lifandi ehf. Beiðni um umsögn skv. lögum nr. 85/2007.

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 26. júní 2009, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Manns lifandi ehf., kt. 660504-2650, um rekstarleyfi fyrir veitingastaðinn Maður lifandi Hæðarsmára 6, 201 Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

5.906169 - Kópavogsnesti. Beiðni um umsögn skv. lögum nr. 85/2007.

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 15. júní 2009, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Jóns Gústafs Péturssonar, kt. 290854-5049, Furuvöllum 37, Hafnarfirði, um rekstarleyfi fyrir veitingastaðinn Kópavogsnesti, Nýbýlavegi 10, 200 Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

6.907009 - Kaffi Dóa. Beiðni um umsögn skv. lögum nr. 85/2007.

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 29. júní 2009, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Atla Edgarssonar, kt. 191260-5549, Hlaðbrekku 10, 200 Kópavogi, um rekstarleyfi fyrir veitingastaðinn Kaffi Dóa að Hlíðarsmára 15, 201 Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

7.906289 - Players. Beiðni um umsögn skv. lögum nr. 85/2007.

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 29. júní 2009, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar B4, kt. 510507-4520, Bæjarlind 4, 201 Kópavogi, um rekstarleyfi fyrir veitingastaðinn Players að Bæjarlind 4, 201 Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk III, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

8.906281 - Fyrirspurn vegna innkaupasamnings við Krónuna.

Fjármála- og hagsýslustjóri mætti til fundar og gerði grein fyrir innkaupasamningi milli Kópavogsbæjar og Krónunnar.

9.907067 - Fimm mánaða uppgjör.

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, lagt fram fimm mánaða uppgjör.

10.907086 - Samstarfsverkefni sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins og Orkuveitu Reykjavíkur.

Frá Orkuveitu Reykjavíkur, ódags. varðandi tilraunaverkefni er varðar hagræðingu í rekstri götulýsingar.

Bæjarráð samþykkir erindið.

11.902268 - Fjármál sveitarfélaga.

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30/6, varðandi skil á mánaðarlegum upplýsingum um fjármál sveitarfélaga.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til úrvinnslu.

12.907065 - Tilkynning til framkvæmdastjóra sveitarfélaga.

Frá Lánasjóði sveitarfélaga, tölvupóstur, dags. 2/7, varðandi endurgreiðslu af hlutafé sjóðsins samkvæmt ákvörðun aðalfundar.

Lagt fram.

13.904017 - Kynning á samanburðargreiningu fyrir íslensk sveitarfélög.

Frá bæjarritara, umsögn dags. 7/7, um erindi frá ParX vegna samanburðargreiningar fyrir íslensk sveitarfélög. Ekki er lagt til að farið verði í þessa samanburðargreiningu að svo stöddu.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarritara.

14.901141 - Írsk menningarhátíð 2009

Frá menntamálaráðuneytinu, dags. 24/6, varðandi ósk Kópavogsbæjar um fjárstyrk vegna Írskrar menningarhátíðar, sem halda á 3. - 10. október. Ráðuneytið hefur ekki tök á að verða við beiðninni.

Lagt fram.

15.906291 - Skipulagsmál og lóðaúthlutanir sveitarfélaga.

Frá Samkeppniseftirlitinu, dags. 24/6, beiðni um upplýsingar og sjónarmið vegna skipulagsmála og lóðaúthlutana sveitarfélaga.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns, sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til úrvinnslu.

16.906300 - Styrkumsókn fyrir þjálfun kennara.

Frá Jafnréttishúsi, dags. 25/6, óskað er eftir styrk til námskeiðshalds, til þjálfunar kennara í samþættingu íslenskukennslu og samfélagsfærni.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

17.907058 - Krossalind 7. Kvörtun vegna hávaðamengunar.

Frá Marteini Sverrissyni. dags. 6/7, óskað eftir mælingum á hávaðamengun frá Reykjanesbraut og að gripið verði til viðeigandi aðgerða í kjölfarið.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

18.907061 - Ósk um lækkun á hámarks umferðarhraða.

Frá Snorra Ómarssyni, ódags., varðandi umferðarhraða á Salavegi og Lómasölum.

Bæjarráð vísar erindinu til umferðarnefndar til umsagnar.

19.907070 - Aflakór 23. Lóðaumsókn.

Hrefna Sigurbjörg Jóhannsdóttir sækir um byggingarrétt á lóðinni að Aflakór 23.

Bæjarráð gefur Hrefnu Sigurbjörgu Jóhannsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni að Aflakór 23.

20.907069 - Aflakór 21. Lóðaumsókn.

Ívar Ómar Atlason sækir um byggingarrétt á lóðinni að Aflakór 21.

Bæjarráð gefur Ívari Ómari Atlasyni kost á byggingarrétti á lóðinni að Aflakór 21.

21.907085 - Landsendi 3. Umsókn um hesthúsalóð.

Guðmundur Bragason sækir um byggingarrétt á lóðinni að Landsenda 3.

Bæjarráð gefur Guðmundi Bragasyni kost á byggingarrétti á lóðinni að Landsenda 3.

22.907019 - Undirbúningur að afturköllun lóða.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 2/7, tillaga að afturköllun lóða ásamt drögum að tilkynningu til lóðarhafa vegna ógreiddra lóðargjalda.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

23.906305 - Austurkór 7-13. Lóðaskil.

Frá Mótanda ehf., dags. 25/6, lóðinni að Austurkór 7-13 skilað inn.

Lagt fram.

24.907043 - Hafnarbraut 29b, lóðaskil.

Frá Jóni Gunnari Zoëga, f.h. Fiskvinnslu Hákonar, dags. 3/7, lóðinni að Hafnarbraut 29b skilað inn.

Lagt fram.

25.907026 - Friðlýsing í Skerjafirði

Liður 6 í fg. Borist hafa upplýsingar um að Umhverfisstofnun og Bæjarstjórn Garðabæjar hafi auglýst tillögu að friðlýsingu Skerjafjarðar innan bæjarmarka Garðabæjar. Óskar umhverfisráð Kópavogs eftir upplýsingum frá Garðabæ vegna málsins. Umhverfisráð óskar eftir því að tekin verði saman umsögn um framlagða tillögu. Umhverfisráð vekur athygli bæjarráðs á því hvort hér sé ekki um tillögu að ræða sem þarfnast umræðu á vettvangi SSH?

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka málið upp á vettvangi SSH.

 

Kl. 15.39. mætti Ármann Kr. Ólafsson til fundarins.

26.907066 - Útlán Bókasafn Kópavogs 1. janúar til 30. apríl 2009.

Upplýsingar um útlán Bókasafns Kópavogs, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 25/6 sl., varðandi lið 7 í fundargerð lista- og menningarráðs 341. fundar 9/6. Upplýsingum var dreift til bæjarfulltrúa á fundi bæjarstjórnar 30/6.

Lagt fram.

27.904002 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 31/3

28.901137 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. 29/6

263. fundur

29.905208 - Fundargerð stjórnar Tónlistarsafns Íslands 23/6

2. fundur

30.812045 - Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Kópavogs 19/12 2008

55. fundur

31.907068 - Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Kópavogs 19/5

56. fundur

32.907068 - Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Kópavogs 16/6

57. fundur

33.906026 - Fundargerð umferðarnefndar 25/6

363. fundur

34.907002 - Fundargerð umhverfisráðs 6/7

478. fundur

35.801287 - Grjótnám í Lækjarbotnum.

Liður 4 í fg. Framlögð samningsdrög og námugjald samþykkt og vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir samningsdrögin.

36.801228 - Ólafsvíkuryfirlýsingin. Staðardagskrá 21.

Liður 5 í fg. varðandi erindi, sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á á fundi sínum 24/1 2008. Á fundi umhverfisráðs 6/7 2009 óskar umhverfisráð þess, að bæjarráð taki málið upp að nýju og samþykki að skrifa undir Ólafsvíkuryfirlýsinguna.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

37.901390 - Fundargerð lista- og menningarráðs 23/6

342. fundur

38.907037 - Göngustígur við Lindir IV

Liður 11 í fg. Umhverfisráð leggur til við bæjarráð að ráðin verði bót á göngustígatengingum á milli undirganga við Lindir IV við Lindahverfi fyrir ofan.

Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

39.901391 - Arnarsmári 36, Nónhæð.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, umsögn dags. 7/7, um erindi frá KS verktökum, sem óska eftir að Kópavogsbær leysi til sín lóð að Arnarsmára 36. Lagt er til að erindinu verði hafnað.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs að svara bréfritara.

40.811334 - Austurkór 38, óskað eftir lækkun lóðagjalda.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, umsögn, dags. 2/7, um erindi varðandi ósk um lækkun lóðagjalda. Lagt er til að erindinu verði hafnað.

Bæjarráð samþykkir tillögu skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

41.903203 - Þrúðsalir 7. Lóðaskil.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs umsögn, dags. 2/7, varðandi skil á lóðinni að Þrúðsölum 7. Kópavogsbær hefur samþykkt að taka við lóðum sé bygging húsa ekki hafin en búið er að steypa sökkla undir hús á viðkomandi lóð. Á þeim forsendum er lagt til við bæjarráð að hafnað verði að taka við umræddri lóð.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

42.705300 - Boðaþing 5-9, Þjónustumiðstöð

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 7/7, óskað heimildar til að bjóða út í opnu útboði lóðafrágang og frágang götu að hluta við Boðaþing 5, 7 og 9. Um er að ræða lóð þjónustumiðstöðvar aldraðra og fyrri hluta hjúkrunaríbúða.

Bæjarráð samþykkir að veita umbeðna heimild.

43.907087 - Vatnsendablettur 81. Krafa á Kópavogsbæ vegna eignarnáms á lóðinni.

Frá bæjarlögmanni og sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 3/7, varðandi eignarnámsbætur fyrir Vatnsendablett 81. Lagt er til að samið verið við viðkomandi á þeim forsendum sem nú liggja fyrir.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarlögmanns og sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

44.907096 - Arnarnesvegur milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar. Áskorun til samgönguráðherra

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi ályktun:

Bæjarráð Kópavogs skorar á samgönguráðherra að endurskoðuð verði sú ákvörðun að fresta framkvæmdum við Arnarnesveg milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar við Salaskóla. Framkvæmdin, sem hefur verið fyrirhuguð um alllangt skeið, er löngu tímabær þar sem þessi hluti stofnbrautakerfisins á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki náð að fylgja þeirri miklu og hröðu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Kópavogi síðasta áratuginn. Arnarnesvegur er nauðsynleg samgöngubót fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.

45.907063 - Samningur um atvinnuátak.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, lögð fram drög að samningi milli Kópavogsbæjar, kt. 700169-3759, Skógræktarfélags Íslands, kt. 600269-3809 og Skógræktarfélags Kópavogs, kt. 601072-0179 varðandi atvinnuátak.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

46.812068 - Naustavör 20.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, lögð fram drög að samningi milli Kópavogsbæjar, kt. 700169-3759 og Siglingafélagsins Ýmis, kt. 470576-0659 um félagsaðstöðu Ýmis að Naustavör 20.

Bæjarráð vísar drögunum til umsagnar ÍTK.

47.907057 - Starfslýsing húsvarðar á bæjarskrifstofum.

Frá bæjarritara, dags. 7/7, lögð fram tillaga að nýrri starfslýsingu fyrir húsvörð á bæjarskrifstofum. Lagt er til að starfslýsingin verði samþykkt og starfið auglýst laust til umsóknar.

Bæjarráð samþykkir drög að starfslýsingu og að starfið verði auglýst.

Fundi slitið - kl. 17:15.