Bæjarráð

3156. fundur 21. desember 2023 kl. 08:15 - 10:50 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2312709 - Ráðning forstöðumanns Salarins

Frá forstöðumanni menningarmála lögð fram tillaga að ráðningu forstöðumannns Salarins, ásamt rökstuðningi.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu forstöðumanns menningarmála um að Bjarni Haukur Þórsson verði ráðinn forstöðumaður Salarins til fimm ára.

Gestir

  • Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2308005 - Þyrluflug í Kópavogi

Umræður um þyrluflug í kjölfar eldgosins á Reykjanesskaga.
Umræður.

Gestir

  • Þórður Reyr Arnarson verkefnastjóri hjá Isavia - mæting: 08:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.23042054 - Staða uppbyggingar nýs Kársnesskóla

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, lögð fram mánaðarskýrsla fyrir nóvember.
Lagt fram og rætt.

Gestir

  • Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður - mæting: 08:45
  • Ásthildur Helgadóttir sviðstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:45
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur - mæting: 08:45
  • Ármann Halldórsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.23092145 - Úrskurður í máli nr.109/2023

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála í máli nr. 109/2023, kæra á ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs frá 27. júní 2023 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar vegna reits 13.
Lagt fram og rætt.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2312226 - Fyrirspurn varabæjarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar varðandi ráðstafnir gagnvart framkvæmdum þriðja aðila

Frá deildarstjóra umhverfissviðs, dags. 13.12.2023, lagt fram svar við fyrirspurn varðandi ráðstafnir gagnvart framkvæmdum þriðja aðila.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2312864 - 65 ára afmæli SFK - gjöf frá Kópavogsbæ

Frá bæjarstjóra, lögð fram tillaga um að gefa kr. 650.000,- til Starfsmannafélags Kópavogs (orlofssjóðs) í tilefni af 65 ára afmæli félagsins þar sem ekki var gefin gjöf í tilefni af 60 ára afmæli félagsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að styrkja orlofssjóð Starfsmannafélags Kópavogs að upphæð kr. 650.000,-

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.23121135 - Fundir bæjarráðs

Lagt er til að bæjarráð felli niður reglulegan fund sinn þann 28. desember 2023.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fella niður reglulegan fund sinn þann 28. desember 2023.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.23091120 - Svifflugfélag Íslands. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 13.12.2023, lögð fram tillaga að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita kr. 1.228.300,- í endurgreiðslu á fasteignaskatti með vísan í umsögn lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.2311813 - Félag eldri borgarara í Kópavogi - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 13.12.2023, lögð fram tillaga að afgreiðslu stryks til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita kr. 300.614,- í endurgreiðslu á fasteignaskatti með vísan í umsögn lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.23051997 - Umsókn um námsleyfi

Frá mannauðsdeild, dags.13.12.2023, lögð fram umsögn vegna námsleyfis.
Bæjarráð samþykkir að veita starfsmanninum launað námsleyfi í allt að þrjá mánuði árið 2024 á meðan nám í opinberri stjórnsýslu stendur yfir og þar til lokapróf klárast, í samráði við yfirmann.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.23081462 - Umsókn um námsleyfi

Frá mannauðsdeild, dags. 12.12.2023, lögð fram umsögn vegna námsleyfis.
Bæjarráð samþykkir að heimila starfsmanninum að nýta eftirstöðvar allt að 2 mánaða námsleyfis frá fyrra ári, árið 2024 vegna skrifa meistararitgerðar í opinberri stjórnsýslu, í samráði við yfirmann.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

12.2308850 - Umsókn um námsleyfi

Frá mannauðsdeild, dags. 12.12.2023, lögð fram umsögn vegna námsleyfis.
Bæjarráð samþykkir að veita launað námsleyfi í allt að sex mánuði árið 2024 á meðan nám í afbrotafræði stendur yfir og þar til lokapróf klárast, í samráði við yfirmann.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

13.23081210 - Umsókn um námsleyfi

Frá mannauðsdeild, dags. 12.12.2023, lögð fram umsögn vegna námsleyfis.
Bæjarráð samþykkir að veita launað námsleyfi í allt að fjóra mánuði árið 2024 á meðan nám í Farsæld barna stendur yfir og þar til lokapróf klárast, í samráði við yfirmann.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

14.23083052 - Umsókn um námsleyfi

Frá mannauðsdeild, dags. 19.12.2023, lögð fram umsögn vegna námsleyfis.
Bæjarráð samþykkir að veita launað námsleyfi í allt að fjóra mánuði árið 2024 á meðan nám í matsfræði/verkefnastjórnun stendur yfir og þar til lokapróf klárast, í samráði við yfirmann.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

15.23083051 - Umsókn um námsleyfi

Frá mannauðsdeild, dags. 19.12.2023, lögð fram umsögn vegna námsleyfis.
Bæjarráð hafnar umsókn starfsmannsins um launað námsleyfi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

16.2308622 - Umsókn um námsleyfi

Frá mannauðsdeild, dags. 12.12.2023, lögð fram umsögn vegna námsleyfis.
Bæjarráð hafnar að veita launað námsleyfi vegna BS náms í hjúkrunarfræði þar sem ekki er um að ræða framhaldsnám, sbr. 9. gr. reglna Kópavogsbæjar um launuð námsleyfi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

17.23031177 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023

Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lagður fram viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun 2023. Viðaukinn er vegna beiðni Strætó bs. um aukaframlag vegna greiðslu skaðabóta og vaxta vegna niðurstöðu Landssréttar í máli 344/2022, málsnúmer 2312853.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, deildarstjóri hagdeildar - mæting: 09:33

Ýmis erindi

18.2312853 - Aukaframlag vegna greiðslu skaðabóta og vaxta vegna niðurstöðu Landsréttar

Frá Strætó, dags. 13.12.2023, lögð fram tillaga um að fá aukaframlag vegna greiðslu skaðabóta og vaxta skv. niðurstöðu Landsréttar í máli 344/2022. Óskað er eftir að umrædd tillaga fái flýtimeðferð.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, deildarstjóri hagdeildar - mæting: 09:33

Ýmis erindi

19.23121125 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. 2024 til samþykktar

Frá Slökkvilið höfuðborgarsvæðis bs., dags. 18.12.2023, lögð fram gjaldskrá 2024 fyrir slökkviliðið. Óskað er eftir samþykki bæjarráðs Kópavosbæjar á gjaldskránni.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

20.2312974 - Breyting á útsvarsprósentu vegna fjármögnunar á þjónustu við fatlað fólk

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, lögð fram eftirfarandi tillaga: Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir sveitarstjórn Kópavogsbæjar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,93%.



Lagt fram.

Ýmis erindi

21.2312900 - Bókun 122. fundar stjórnar svæðiskipulagsnefndar - Græni stígurinn - tillaga til sveitarfélaga eftir kynningu og samráð

Frá SSH. dags. 14.12.2023, lögð fram bókun: Græni stígurinn, frumgreining. Tillaga til sveitarfélaga eftir kynningu og samráð.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs til upplýsinga.

Fundargerðir nefnda

22.2312009F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 382. fundur frá 08.12.2023

Fundargerð í átta liðum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar

Fundargerðir nefnda

23.2312006F - Leikskólanefnd - 159. fundur frá 12.12.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.2312003F - Skipulagsráð - 155. fundur frá 18.12.2023

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.
  • 24.5 23071265 Auðbrekka 10. Kynning á byggingarleyfisumsókn
    Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 21. júlí 2023 þar sem byggingarleyfisumsókn Jakobs Líndal arkitekts dags. 27. júní 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Auðbrekku er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að 2. og 3. hæð núverandi atvinnuhúsnæðis á lóðinni verði innréttaðar sem gistiheimili. Aðkoma að gistiheimilinu verður frá Hamrabrekku. Núverandi innaksturshurð verður skipt út fyrir glugga og inngangshurð og lokað verður fyrir núverandi glugga og hurð til hliðar við innganginn. Samtals eru 26 gistiherbergi á tveimur hæðum með að hámarki 40 rúmum. Sameiginleg baðherbergi með salernum og sturtum eru á hvorri hæð. Á fundi skipulagsráðs 6. nóvember 2023 var erindið lagt fram ásamt uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27. júní 2023, uppf. 3. nóvember 2023 og umsögn skipulagsdeildar dags. 3. nóvember 2023. Afgreiðslu var frestað.
    Þá er lögð fram uppfærð umsögn skipulagsdeildar dags. 14. desember 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 155 Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 14. desember 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 24.6 2205056 Vatnsendablettur 4. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 4 við Vatnsendablett dags. 22. apríl 2022 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst breyting á lóðarmörkum, breytingu og stækkun á byggingarreit og tilfærslu á innkeyrslu. Byggingarreitur á lóð nr. 4A yrði færður um 4 m til norðurs, lengdur um 6 m til norðurs og 4 m til vesturs. Stækkaður úr 20x15 m í 24x21 m. Einnig er lagt til að færa innkeyrslu á lóðinni til austurs nær Elliðahvammsvegi og breyta lögun lóðar svo að sameiginleg innkeyrsla sé utan minni lóðar. Lóðarmörkum 4A er breytt á uppdrætti en stærð lóðarinnar 1500 m² helst óbreytt. Hámarksbyggingarmagn 275m² og hámarkshæð 7.5 metrar haldast óbreyttir. Aðrir skilmálar eru óbreyttir.
    Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:500 dags. 30. nóvember 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 155 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytingu á deiliskipulagi með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 24.7 2311491 Holtagerði 26. Umsókn um fjölgun bílastæða á lóð.
    Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 26 við Holtagerði dags. 6. nóvember 2023 um að fjölga innkeyrslum og bílastæðum á lóðinni. Samkvæmt útgefnu mæliblaði dags. 6. apríl 2016 er gert ráð fyrir innkeyrslu og tveimur bílastæðum á suðausturhluta lóðarinnar. Niðurstaða Skipulagsráð - 155 Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 24.9 23011661 Álfhólsvegur 17A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 13. janúar 2023 þar sem umsókn Höllu H. Hamar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 17A við Álfhólsveg um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Í breytingu felst að byggt verði 16,8 m² smáhýsi á lóðinni, hugsað sem vinnurými. Byggingarmagn eykst úr 199,8 m² í 216,6 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,23 í 0,25.
    Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 28. desember 2022.
    Á fundi skipulagsráðs þann 6. febrúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 2. maí 2023. Á fundi skipulagsráðs þann 15. maí 2023 var erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum. Afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Á fundi skipulagsráðs þann 16. október 2023 var erindið lagt fram ásamt umsögn skipulagsdeildar dags. 17. maí 2023, uppfærð 14. júní og 11. október 2023, afgreiðslu var frestað.
    Lagt fram að nýju.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 155 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 24.14 2312250 Vatnsendahvarf. Götuheiti.
    Lögð fram tillaga umhverfissviðs dags. 14. desember 2023 að götuheitum fyrir tólf nýjar húsagötur í nýju íbúðahverfi í Vatnsendahvarfi. Eftirfarandi götuheiti eru lögð til: Hallahvarf, Háahvarf, Heiðarhvarf, Hlíðarhvarf, Hæðarhvarf, Roðahvarf, Skólahvarf, Skírnishvarf, Skyggnishvarf, Skýjahvarf, Sólarhvarf og Stöðvarhvarf. Aðkoma að hverfinu er eftir núverandi Kambavegi og þar sem um er að ræða áframhald af veginum í gegnum hverfið er gert ráð fyrir að nafn hans haldist óbreytt. Niðurstaða Skipulagsráð - 155 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að götuheitum í Vatnsendahvarfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

25.2312985 - Fundargerð 418. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 29.11.2023

Fundargerð frá 29.11.2023.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

26.2312979 - Fundargerð 419. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 13.12.2023

Fundargerð frá 13.12.2023.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

27.2312854 - Fundargerð 122. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 08.12.2023

Fundargerð frá 08.12.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

28.23121126 - Fundargerð 488. fundar stjórnar Sorpu bs. 07.11.2023

Fundargerð 488. fundar stjórnar Sorpu bs. 07.11.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

29.23121127 - Fundargerð 489. fundar stjórnar Sorpu bs. 05.12.2023

Fundargerð 489. fundar stjórnar Sorpu bs. 05.12.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

30.23121175 - Fundargerð 381. fundar stjórnar Strætó frá 11.12.2023

Fundargerð 381. fundar stjórnar Strætó frá 11.12.2023.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:50.