Bæjarráð

3153. fundur 30. nóvember 2023 kl. 08:15 - 11:40 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson, aðalmaður boðaði forföll og Sigrún Hulda Jónsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23041528 - Umhverfissvið - stofninn.

Sviðsstjóri umhverfissviðs fer yfir stofninn.
Kynnt.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2002676 - Stefna fjármálsviðs

Lögð fram drög að stefnu fjármálasviðs til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð ákveður að fresta málinu.

Gestir

  • Kristín Egilsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 09:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.23111907 - Mannauðsstefna Kópavogsbæjar

Lögð fram drög að mannauðsstefnu Kópavogsbæjar til samþykktar í bæjarráði og bæjarstjórn.
Bæjarráð ákveður að fresta málinu.

Gestir

  • Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri - mæting: 09:50
Theodóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 10:22

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2306195 - Erindi vegna sameiginlegs frístundaraksturs Breiðabliks, Gerplu, HK og Kópavogsbæjar

Frá menntasviði, dags. 11. nóvember 2023, lögð fram greinargerð og tillaga varðandi rekstur frístundabíls.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar íþróttaráðs.

Gestir

  • Gunnar Guðmundsson - mæting: 10:30
  • Anna Birna Sbæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 10:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.23051834 - Útboð - Umferðarljósabúnaður - Fífuhvammsvegur og Kársnesbraut

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 20.11.2023, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að hefja útboð á umferðarljósabúnaði vegna Fífuhammsvegar og Kársnesbrautar. Bæjarráð frestaði erindinu 23.11.2023.
Frestað.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.23021113 - Funalind 2 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 14. nóvember, lögð fram að nýju tillaga að afgreiðslu á umsókn Leikfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts sem frestað var á fundi bæjarráðs 9. nóvember sl.

Bæjarráð frestar erindinu á fundi sínum 23.11.2023.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að hafna umsókn Leikfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts með vísan í minnisblað lögfræðideildar, dags. 14.11.2023.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.23111464 - Hamraborg 6. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts 2023

Frá lögfræðideild, dags. 27.11.2023, lögð fram tillaga að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum umsóknina í samræmi við umsögn lögfræðideildar.

Ýmis erindi

8.23111513 - Ný spá hagstofu og forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 22.11.2023, lagt fram minnisblað með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana í kjölfar nýrrar þjóðhagsspár Hagstofu sem kom út sl. föstudag (17.nóvember 2023).
Lagt fram.

Ýmis erindi

9.23111711 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, 497. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 (reglugerðarheimildir). 497. mál.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

10.23111742 - Til umsagnar húsnæðisstefna fyrir árin 2024-2028 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 509. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar 509. mál, húsnæðisstefna fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

11.23111786 - Til umsagnar Sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 73. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar 73. mál Sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

12.23111918 - Til umsagnar - Gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra, 402. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar 402. mál. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.
Andri Steinn Hilmarsson vék af fundi kl. 11:22

Fundargerðir nefnda

13.2311021F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 381. fundur frá 24.11.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Bæjarráð vísar afgreiðslu byggingarfulltrúa til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

14.2310013F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 169. fundur frá 21.11.2023

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2311017F - Velferðarráð - 127. fundur frá 27.11.2023

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.
  • 15.4 23111597 Lengri opnun á kaffistofu Samhjálpar
    Lögð fram tillaga velferðarsviðs dags. 23.11.2023, um þátttöku í lengri opnun kaffistofu Samhjálpar, ásamt tilgreindu fylgiskjali. Niðurstaða Velferðarráð - 127 Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti þátttöku Kópavogsbæjar í lengri opnun á kaffistofu Samhjálpar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 15.5 23111596 Þjónustusamningur um rekstur áfangaheimilis
    Lögð fram til kynningar drög að endurnýjuðum þjónustusamningi við Samhjálp um rekstur áfangaheimilis. Niðurstaða Velferðarráð - 127 Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti endurnýjun samnings um rekstur áfangaheimilis við Samhjálp og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerð

16.2311012F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 103. fundur frá 22.11.2023

Lagt fram.
  • 16.1 2210956 Jafnréttisáætlun Kópavogs 2023-2026
    Fara yfir niðurstöður íbúasamráðs. Niðurstaða Jafnréttis- og mannréttindaráð - 103 Lokadrög jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogs samþykkt og vísað til bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir að vísa Jafnrétti- og mannréttindaáætlun Kópavogs 2023-2026 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

17.2310021F - Lista- og menningarráð - 158. fundur frá 24.11.2023

Fundargerð í 72 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2311005F - Íþróttaráð - 137. fundur frá 23.11.2023

Fundargerð í 54 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.23111552 - Fundargerð 114. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 16.11.2023

Fundargerð 114. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 16.11.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.23111598 - Fundargerð 121. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 17.11.2023

Fundargerð 121. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.23111916 - Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 27.11.2023

Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 27.11.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.23111951 - Fundargerð 254. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 03.11.2023

Fundargerð 254. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 03.11.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.23111954 - Fundargerð 46. fundar framkvæmdaráðs almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 11.11.2023

Fundargerð 46. fundar framkvæmdaráðs almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 11.11.2023.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:40.