Bæjarráð

3143. fundur 21. september 2023 kl. 08:15 - 09:34 Hilton Reykjavík Nordica
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Dagskrá

Ýmis erindi

1.23091535 - Ályktun á aðalfundi Skógræktarfélagsins. Skógarreitir og græn svæði innan byggðar

Frá Skógræktarfélagi Íslands, dags. 13.09.2023, lögð fram ályktun af aðalfundi félagsins um skógarreiti og græn svæði innan byggðar.
Bæjarráð vísar málinu til skipulagsráðs.

Ýmis erindi

2.23091650 - Beiðni um styrk vegna stofnfundar Nordic Esports

Frá Rafíþróttasamtökum Íslands, dags. 14.09.23, lögð fram styrkbeiðni vegna stofnfundar samtakanna sem verður haldin í Kópvogi 3-4. nóvember að fjárhæð 400.000 kr.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarritara.

Ýmis erindi

3.23091797 - Bókun 119. fundar svæðisskipulagsnefndar. Starfs- og fjárhagsáætlun 2024

Frá svæðisskipulagsnefnd, lögð fram til samþykktar tillaga að fjárhagsáætlun og starfsáætlun 2024.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

4.23091867 - Bókun 119. fundar svæðisskipulagsnefndar. Græni stígurinn - fýsileikaskýrsla

Frá svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, dags. 10. júní, lögð fram til umsagnar frumgreining vegna legu græna stígsins þar sem umsagnarfrestur er framlengdur til 9. október nk. og sveitarfélögum boðið upp á kynningu á verkefninu.
Lagt fram.

Ýmis erindi

5.23091719 - Styrkbeiðni vegna Íslandsmóts kvenna í skák í Kópavogi 2024

Frá Skáksambandi Íslands, dags. 15.09.2023, lögð fram styrkbeiðni vegna Íslandsmóts kvenna í skák í Kópavogi 2024.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar bæjarritara.

Ýmis erindi

6.23091807 - Styrkbeiðni vegna Herrakvölds Lionsklúbbs Kópavogs 2023

Frá Lionsklúbbi Kópavogs, dags. 17.09.2023, lögð fram styrkbeiðni að fjárhæð 70.000 kr. vegna Herrakvölds Lionsklúbbsins.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarritara.

Ýmis erindi

7.23091863 - Ósk um lóðir og samstarf um uppbyggingu námsmannaíbúða

Frá Byggingarfélagi námsmanna, dags. 15.09.2023, lagt fram erindi um uppbyggingu námsmannaíbúða í Kópavogi.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til undirbúnings umræðu.

Fundargerðir nefnda

8.23091527 - Fundargerð 932. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 08.09.2023

Fundargerðir nefnda

9.23091614 - Fundargerð 251. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 30.06.2023

Fundargerðir nefnda

10.23091616 - Fundargerð 252. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 08.09.2023

Fundargerðir nefnda

11.23091617 - Fundargerð 483. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 27.06.2023

Fundargerðir nefnda

12.23091618 - Fundargerð 484. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 11.08.2023

Fundargerðir nefnda

13.23091865 - Fundargerð 119. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 08.09.2023

Fundargerðir nefnda

14.2309005F - Velferðarráð - 123. fundur frá 11.09.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2309004F - Skipulagsráð - 149. fundur frá 18.09.2023

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.
  • 15.9 23091454 Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Rebekku Pétursdóttur dags. 13. september 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 13 við Dalsmára um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um 10m frá núverandi lóðamörkum í austur, alls um 660 m2 ásamt tillögu að viðbyggingu við núverandi hús á lóðinni alls um 1.800 m² að flatarmáli.
    Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:500 ódags. ásamt skýringarmyndum og fylgiskjal, ódags.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 149 Skipulagsráð samþykkir með fimm atkvæðum gegn atkvæði Hákons Gunnarssonar og með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 15.12 23091649 Bláfjallaleið 30. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Einars Ólafssonar, arkitekts, dags. 14. september 2023 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 30 við Bláfjallaleið. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits félagshúss Ullar úr 2002 m² í 2389 m², eða um 387 m² til norðvesturs. Hámark byggingarmagns innan byggingarreits helst óbreytt.
    Uppdráttur í mkv. 1:5000 dags. 15. september 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 149 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 15.15 23061397 Fornahvarf 10. Breytt deiliskipulag
    Lagt fram að nýju erindi Haraldar Ingvarssonar arkitekts dags. 16. júní 2023 þar sem óskað er eftir f.h. lóðarhafa, breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Fornahvarf. Á lóðinni í dag er íbúðarhús 144,6 m², geymsla 42,6 m² og hesthús 144 m². Samtals byggingarmagn á lóðinni 331,2 m². Í breytingunni felst að stækka íbúðarhúsið um 467 m² til norðurs á tveimur hæðum og kjallara ásamt úti vaðlaug að sunnanverðu og áorðinna breytinga þar með talið nýtt gufubað og stækkun á sólskála. Áætlað er einnig að byggja 185,5 m² vinnustofu á norð-austur hluta lóðarinnar, tvöfaldan 56,3 m² bílskúr á suð-vestur hluta lóðarinnar og að breyta geymslu að hluta til í gestahús og stækka það um 5,4 m². Byggingarmagn á lóðinni eykst um 714,2 m² og mun því eftir breytinguna verða um 1050 m². Lóðin er 4800 m² mun því nýtingarhlutfall á lóðinni hækka úr 0,07 í 0,22 við breytinguna. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10. janúar 2023 og 31. mars 2023. Á fundi skipulagsráðs 19. júní 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi. Kynningartíma lauk 3. ágúst 2023. Á fundi skipulagsráðs 21. ágúst 2023 voru athugasemdir lagðar fram, skipulagsráð vísaði þeim til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram uppfærð umsögn skipulagsdeildar dags. 30. ágúst 2023 uppfærð 15. september 2023 ásamt uppfærðum deiliskipulagsuppdrætti dags. 26. júní 2023 og uppfærður 15. september 2023. Jafnframt lögð fram umsögn framkvæmdardeildar dags. 14. september 2023. Niðurstaða Skipulagsráð - 149 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu dags. 26. júní 2023 með áorðnum breytingum dags. 15. september 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 15.17 23052131 Hraunbraut 14. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 26. maí 2023 þar sem umsókn Luigi Bartolozzi arkitekts dags. 11. mars 2021 um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 14 við Hraunbraut er vísað til skipulagsráðs. Á lóðinni stendur steinsteypt þriggja hæða hús með þremur íbúðum og sambyggðum bílskúr, byggt 1968. Sótt er um að 57,6 m² rými undir bílskúrnum sem er skráð sem geymsla verði breytt í samþykkta íbúð. Uppdrættir í mkv. 1:500 ásamt byggingarlýsingu dags. 11. mars 2021. Á fundi skipulagsráðs 3. júlí 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna og kynningartíma lauk 14. september 2023. Engar athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 149 Skipulagsráð samþykkir erindið með sex atkvæðum gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

16.2308019F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 375. fundur frá 01.09.2023

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2309009F - Menntaráð - 118. fundur frá 19.09.2023

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Bæjarráð óskar eftir umræðu um nýjar úthlutunarreglur vegna ÍSAT-nemenda.

Erindi frá bæjarfulltrúum

18.23092000 - Ósk bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um umræður um samþykktar reglur um birtingu fylgigagna með fundargerðum

Frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur bæjarfulltrúa, óskað er eftir umræðum um samþykktar reglur bæjarstjórnar um birtingu fylgigagna með fundargerðum.
Umræður.

Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að fylgigögn fundargerða séu birt í samræmi við reglur bæjarins og upplýsingalög.

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.23091998 - Ósk bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um upplýsingur varðandi leikskólapláss

Frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur bæjarfulltrúa, óskað er upplýsinga um aldur þeirra barna sem boðið var að hefja leikskólagöngu í Kópavogi haustið 2023 og til samanburðar stöðuna haustin 2022, 2021 og 2020. Einnig óskað eftir upplýsingum um hversu mörg leikskólapláss bíða úthlutunar í Kópavogi vegna vöntunar á starfsfólki í hverjum leikskóla fyrir sig.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

20.23091999 - Ósk bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um upplýsingar um vinnu við endurskoðun siðareglna bæjarstjórnar

Frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, óskað er eftir upplýsingum um stöðu vinnu við endurskoðun siðareglna bæjarstjórnar Kópavogs.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.

Erindi frá bæjarfulltrúum

21.21111687 - Tillaga bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að Kópavogsbær setji sér reglur um úthlutun atvinnuhúsalóða

Frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur bæjarfulltrúum, lögð fram ítrekun á fyrri tillögum um að hefja vinnu við að semja reglur um úthlutun á byggingarrétti fyrir atvinnuhúsnæði sem bæjarráð vísaði til umsagnar bæjarritara 2. desember 2021.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.

Erindi frá bæjarfulltrúum

22.23092061 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum minnihluta um stöðu Héraðsskjalasafns Kópavogs

Frá bæjarfulltrúum úr minnihluta, lögð fram fyrirspurn um stöðu Héraðsskjalasafns Kópavogs í kjölfar ákvörðunar um að leggja niður starfsemi þess og ganga til samvinnu við Þjóðskjalasafn Íslands um að taka við verkefnum þess.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarstjóra.

Fundi slitið - kl. 09:34.