Bæjarráð

2791. fundur 08. október 2015 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1510122 - Vesturvör 38b. Umsókn um lóð.

Frá REK Ráðgjöf ehf., dags. 20. september, lögð fram umsókn um úthlutun lóðarinnar Vesturvör 38b.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

2.1411296 - Skipun starfshóps vegna fyrirhugaðs öldungaráðs

Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Tæpt ár er liðið frá því að tillaga Samfylkingar, Framsóknarflokks og VG um skipan starfshóps um stofnun Öldungaráðs í Kópavogi kom fram. 5 mánuði tók að ákveða að skipa starfshópinn og var það gert í bæjarráði 22. apríl 2015. Síðan eru liðnir tæpir 6 mánuðir og enn bólar ekkert á skipun starfshópsins. Óskað er eftir að bæjarstjóri gyrði sig í brók, leiti eftir tilnefningum í starfshópinn og boði til fundar hið fyrsta.
Pétur Hrafn Sigurðsson"

Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson tóku undir bókun Péturs Hrafns Sigurðssonar.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Þakka áminninguna. Vil þó taka fram að í viðræðum mínum við Félag eldri borgara hefur komið fram að enginn pressa er af hálfu félagsins við stofnun Öldungaráðs. Það er þó ekki meiningin að bíða eftir því að Pétur Hrafn Sigurðsson verði eldri borgari og þar með félagi í Félagi eldri borgara.
Ármann Kr. Ólafsson"

3.812106 - Þríhnúkagígur

Frá bæjarlögmanni, dags. 8. október, umsögn vegna forkaupsréttar Kópavogsbæjar í félaginu Þríhnúkum ehf. Í umsögninni kemur fram að Kópavogsbær hafi á fyrri stigum fjárfest í verkefninu til að treysta atvinnuuppbyggingu og ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Síðan þá hafi verkefnið fengið traustari farveg. Ekki sé grundvöllur með vísan til 65. gr. sveitarstjórnarlaga og þróunar verkefnisins að Kópavogsbær fjárfesti frekar í verkefninu. Því er lagt til að bæjarráð hafni forkaupsrétti að 18,6% hlut í Þríhnúkum ehf.
Bæjarráð hafnar forkaupsrétti í félaginu Þríhnúkum ehf.

4.1501257 - Glaðheimar - lóðamál

Bæjarráð óskar eftir að skipulagsstjóri afli upplýsinga um stöðu mála varðandi undirbúning að uppbyggingu á Glaðheimareit.

5.1312123 - Hverfisskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 2. október, lagt fram minnisblað varðandi hverfisáætlun Smárans varðandi næstu skref hverfisáætlunar, ásamt framkvæmdaáætlun fyrir Smárann. Kostnaðarliðum erindisins er vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

6.1509009 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 29. september 2015.

69. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 10. liðum.
Lagt fram.

7.1501328 - Fundargerðir skólanefndar MK, dags. 2. september 2015.

13. fundur skólanefndar MK í 4. liðum.
Lagt fram.

8.812106 - Þríhnúkagígur.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. október, lögð fram tillaga að lýsingu deiliskipulagsverkefnis og matslýsing vegna deiliskipulags Þríhnúkagígs og nágrennis í Kópavogi dags. í september 2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða lýsingu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

9.1510039 - Naustavör 32-42 og 44-50. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. október, lögð fram tillaga Arkís arkitekta dags. 5.10.2015 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 32-42 og 44-50. Í breytingunni felst að 2/3 hluti þakflatar fjölbýlishúsanna nr. 32-34, 36-42 og 44-50 fer 0,5 meter uppfyrir bygginarreit og þriðjungur þakflatar fer 0,1 meter upp fyrir hámarkshæð byggingarreitar. Fyrirkomulag bílastæða, aðkoma og lóðarmörk breytast sbr. uppdráttum Arkís arkitekta dags. 5.10.2015. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt dags. 22. mars 2005 m.s.br. 14. apríl, 8. september og 22. september 2015. Skipulagsnefnd taldi umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og samþykkti því breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

10.1410307 - Kársnesbraut 19. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. október, lagt fram að nýju erindi KRark, dags.15.10.2014, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að reisa tveggja hæða fjórbýli á lóðinni við Kársnesbraut 19. Á fundi skipulagsnefndar 17.8.2015 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 5.10.2015. Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri tillögu með vísan í umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 5.10.2015 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kristinn Dagur Gissurarson var andvígur því að hafna tillögunni.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

11.1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. október, lögð fram tillaga frá aTennisfélagi Kópavogs og Tennishöllinni, dags. 8.9.2015, vegna stækkunar Tennishallarinnar þar sem óskað er eftir að framlagðar tillögur að nýju útliti og stækkunar Tennishallarinnar fái afgreiðslu hjá skipulagsnefnd, sjá mál nr. 1509276. Þá lagður fram uppdráttur mótt. 28.9.2015 sem sýnir fyrirhugaða stækkun Tennishallarinnar. Við austurhlið núverandi tennishallar kemur 2100 m2 viðbygging, 44,5 metrar x 49 metrar að stærð, hæð viðbyggingar verður 10 metrar. Tengibygging úr gleri verður á suðurhlið viðbyggingar sbr. uppdrætti mótt. 28.9.2015. Skipulagsnefnd hafnaði tillögunni og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

12.1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. október, lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að deiliskipulagi fyrir hluta þróunarsvæðis Auðbrekku, svæði 1, 2 og 3. Tillagan er í samræmi við Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 og nær til Nýbýlavegar 2-12, Auðbrekku 1-13, Auðbrekku 29, Skeljabrekku 4 og Dalbrekku 2-10. Í tillögunni er gert ráð fyrir að heimila aukið byggingarmagn á ofangreindum svæðum með því markmiði að koma fyrir blandaðri byggð þar sem horft verður til fyrstu íbúða kaupenda og að koma til móts við óskir þeirra sem koma til með að búa og starfa á Auðbrekkusvæðinu um að nota "grænar lausnir" þegar kemur að bílaeign, ferðamáta og sorpflokkun. Tillögunni fylgir húsakönnun dags. í desember 2014 og umhverfisskýrsla frá verkfræðistofunni Mannvit dags. 23. ágúst 2015 þar sem fram koma áhrif breytingarinnar á umhverfisþættina andrúmsloft, ásýnd, útsýni, samfélag og eignir. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

13.1509916 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. október, lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 29.9.2105 varðandi þá þætti sem breyta þarf í Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 m.a. með tilvísan í nýstaðfest Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Með tilvísan í ofangreint minnisblað samþykkti skipulagsnefnd að hefja undirbúning að endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

14.1509027 - Skipulagsnefnd, dags. 5. október 2015.

1266. fundur skipulagsnefndar í 19. liðum.
Lagt fram.

15.1501326 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 28. september 2015.

204. fundur heilbrigðisnefndar í 36. liðum.
Lagt fram.

16.1510001 - Félagsmálaráð, dags. 5. október 2015.

1398. fundur félagsmálaráðs í 8. liðum.
Lagt fram.

17.1310048 - Eineltisstefna Kópavogsbæjar.

Frá verkefnastjóra velferðarsviðs, dags. 5. október, lögð fram til samþykktar uppfærð eineltisstefna bæjarins.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar og felur bæjarritara að yfirfara grein 4.

18.1510123 - Vesturvör 38b. Umsókn um lóð.

Frá óstofnuðu hlutafélagi Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafir lífeyrissjóðs, dags. 20. september, lögð fram umsókn um úthlutun lóðarinnar Vesturvör 38b.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

19.1510125 - Urðarhvarf 10. Skil á lóð.

Frá B.S. Eignum ehf., dags. 23. september, lögð fram beiðni þar sem óskað er eftir að skila inn lóðinni Urðarhvarf 10 gegn því að fá úthlutaðri lóðinni Urðarhvarf 16 í staðinn.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

20.1510126 - Urðarhvarf 16. Umsókn um lóð.

Frá B.S. Eignum ehf., dags. 23. september, lögð fram beiðni um makaskipti á lóð félagsins að Urðarhvarfi 10 við lóðina Urðarhvarf 16.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

21.1510128 - Urðarhvarf 10 og 12. Umsókn um lóð.

Frá Ris ehf., dags. 23. september, lögð fram umsókn um úthlutun lóðarinnar Urðarhvarf 10 og 12.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

22.1510134 - Tillaga að breytingu á frístundastyrkjum.

Frá foreldrafélagi Kópavogsskóla, dags. 9. september, lagt fram erindi þar sem lagt er til að skilyrði fyrir frístundastyrkjum verði rýmkuð til að hvetja ungmenni til íþróttaiðkunar.
Bæjarráð vísar erindinu til íþróttaráðs til afgreiðslu.

23.1510022 - Rekstraráætlun Sorpu bs. 2016-2019.

Frá Sorpu, dags. 30. september, lögð fram rekstraráætlun Sorpu 2016-2020.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til úrvinnslu.

24.15083279 - Göngu- og hjólastígar á höfuðborgarsvæðinu

Frá Vegagerðinni, dags. 15. september, svar við fyrirpurn bæjarstjóra um fjárveitingar Vegagerðarinnar vegna göngu- og hjólastíga 2011-2014.
Lagt fram.

Átak Vegagerðarinnar um uppbyggingu göngu og hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu hefur að mestu beinst að Reykjavík. Næsti áfangi hlýtur að vera tenging alls höfuðborgarsvæðisins um Fossvog. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Vegagerðina um þá framkvæmd.

25.15083307 - Fasteignagjöld.

Frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, dags. 22. september, lagðar fram upplýsingar um fasteignagjöld ríkissjóðs sem svar við bréfi Kópavogsbæjar þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvað ríkissjóður borgar í fasteignagjöld á höfuðborgarsvæðinu, sundurliðað eftir sveitarfélögum.
Lagt fram.

Bæjarráð beinir því til ríkisstjórnarinnar að gætt sé jafnræðis þegar staðsetning ríkisstofnana er ákvörðuð. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að húsnæðis og í ljósi þess að nánast allar stofnanir ríkisins á höfuðborgarsvæðinu eru innan Reykjavíkur ( sbr. svar fjármálaráðuneytisins) er eðlilegt að embættið verði staðsett utan hennar.

26.811293 - Boðaþing 5-7.

Frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 22. september, lagt fram skilamat vegna framkvæmda við Hjúkrunarheimilið í Kópavogi, Boðaþing 5-7, sem unnið var á tímabilinu sept. 2008 til ágúst 2011.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara og sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

27.1510046 - Beiðni um viðræður um úthlutun lóðar á Kársnesi fyrir höfuðstöðvar WOW air.

Frá WOW air, dags. 30. september, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir viðræðum við Kópavogsbæ um úthlutun lóðar á Kársnesi undir nýjar höfuðstöðvar WOW air.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

28.1510054 - Aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ 2015.

Frá EBÍ, dags. 2. október, lögð fram fundargerð frá aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ sem haldinn var 23. september sl.
Lagt fram.

29.1311339 - Starfshópur um stöðu húsnæðismarkaðarins.

Frá starfshópi um stöðu húsnæðismarkaðarins, lögð fram skýrsla hópsins vegna húsnæðismála í Kópavogi.
Lagt fram.

30.1510068 - Vindakór 16, Sigrún B. Björnsdóttir. Umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir heimagistingu. Beiðni um ums

Frá lögfræðideild, dags. 6. október, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 2. október, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigrúnar B. Björnsdóttur, kt. 210567-5859, um nýtt rekstrarleyfi fyrir heimagistingu í flokki I, á staðnum Vindakór 16, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum en hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi skv. gildandi skipulagi. Í 6.2. gr. skipulagsreglugerð 90/2013 kemur þó fram að minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmis búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins sé heimil. Afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir og umfang heimagistingarinnar samrýmis stefnu skipulags.

31.1510017 - Hlíðarsmári 12. Nings. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um endurnýjað rekstrarleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 1. október, lagt fram bréf Sýslusmannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 1. október, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Nings ehf., kt. 680406-3160, um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir veitingahús í flokki II, á staðnum Nings, að Hlíðarsmára 12, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

Fundi slitið.