Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.23071020 - Reglur um heimgreiðslur
Frá menntasviði, dags. 21.08.2023, lagðar fram reglur um heimgreiðslur vegna barna sem
hvorki eru í dvöl hjá dagforeldri né í leikskóla.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.23081858 - Reglur um tekjutengdan afslátt leikskólagjalda
Frá menntasviði, dags. 21.08.2023, lagðar fram reglur um tekjutengdan afslátt leikskólagjalda.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.23051834 - Útboð - Umferðarljósabúnaður - Fífuhvammsvegur og Kársnesbraut
Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 05.07.2023, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild til að hefja útboð á umferðarljósabúnaði vegna Fífuhvammsveg og Kársnesbraut. Verkefnið felst í útvegun umferðaljósabúnaðar, í samræmi við tilboðsskrá og vörulýsingu dags. 27.6.2023. Uppsetning búnaðar á verkstað er ekki innifalin í útboði. Bæjarráð vísaði erindinu þann 20.07.2023 til umsagnar bæjarlögmanns. Nú lögð fram umsögn lögfræðideildar, dags. 21.08.2023.
Gestir
- Steinn Sigríðar Finnbogason lögfræðingur - mæting: 09:33
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.2106027 - Niðurstaða undirbúningsnefndar vegna uppbyggingar á keppnisvelli við Kórinn
Þann 15.06.2023, kynnti deildarstjóri íþróttadeildar vinnu undirbúningsnefndar varðandi uppbyggingu keppnisvallar við Kórinn, sem nú hefur skilað af sér greinagerð um málið. Bæjarráð frestaði erindinu frestað til næsta fundar.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 22.06 að vísa málinu til umsagnar skipulagsstjóra. Nú lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 01.08.2023.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.2307733 - Turnahvarf 2 - Framsal og veðsetning lóðarréttinda
Frá lögfræðideild, dags. 16.08.2023, lögð fram umsögn vegna beiðni um framsal og veðsetningu lóðarréttinda að Turnahvarfi 2.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.2204119 - Álalind 14. Kæra vegna stjórnvaldsákvörðunar byggingarfulltrúa Kópavogs um útgáfu lokaúttekarvottorðs.
Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kærumáli 37/2023.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
7.2212129 - Naustavör 44-50. Kæra vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa um samþykki á breytingu á Naustavör 44-50.
Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kærumáli 137/2022.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
8.23021425 - Hraunbraut 14. Kæra vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa að hafna umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram til kynningar niðurstaða ÚUA í máli 151/2022 frá 11. maí 2023
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
9.2212796 - Naustavör 2. Kæra vegna ákvörðunar um heimild á svalalokun
Lögð fram til kynningar niðurstaða ÚUA í máli 151/2022
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
10.23041765 - Bakkahjalli 3 og 5. Kæra nr. 522023 vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa
Lögð fram til kynningar niðurstaða ÚUA í máli 52/2023 frá 19. júní 2023
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
11.2211042 - Arnarnesvegur. Kæra vegna samþykkis á nýju deiliskipulagi
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 79/2022.
Ýmis erindi
12.23081856 - Boð um þátttöku í samráði - Drög að reglugerð um íbúakosningu sveitarfélaga
Frá innviðaráðuneytinu, dags 21.08.2023, lögð fram til umsagnar drög að reglugerð um íbúakosningu sveitarfélaga.
Fundargerðir nefnda
13.2308004F - Skipulagsráð - 147. fundur frá 21.08.2023
Fundargerð í 18 liðum.
13.4
2307584
Vatnsendablettur 1B. Breytt aðalskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 147
Bókun skipulagsráðs:
Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn. Fyrirhuguð breyting á landnotkun fellur ekki að markmiðum Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 fyrir svæðið.
Fundarhlé hófst kl. 16:57, fundi framhaldið kl. 16:59.
Breytingartillaga Kristins Dags Gissurarsonar:
Skipulagsráð lítur jákvætt á umsókn um byggð á Vatnsendabletti 1B. Vinna þarf málið frekar af hálfu landeiganda svo hægt sé að taka málið til endanlegrar afgreiðslu.
Skipulagsráð hafnar breytingartillögunni með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar. Andri Steinn Hilmarsson sat hjá við afgreiðslu breytingartillögunnar.
Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákons Gunnarssonar gegn atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Andri Steinn Hilmarsson sat hjá við afgreiðsluna.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
13.5
2308560
Brekkuhvarf 5. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 147
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
13.6
2307806
Naustavör 52-56. Breytt deiliskipulag
Niðurstaða Skipulagsráð - 147
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
13.14
23051446
Borgarholtsbraut 69. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 147
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
13.15
2304871
Vatnsendi - norðursvæði. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 147
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
13.16
2304873
Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 147
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
13.17
2304870
Hörðuvellir - Vatnsendi. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 147
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
14.2308009F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 374. fundur frá 18.08.2023
Fundi slitið - kl. 09:50.