Bæjarráð

3138. fundur 17. ágúst 2023 kl. 08:15 - 12:24 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Elísabet Berglind Sveinsdóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson, aðalmaður boðaði forföll og Hanna Carla Jóhannsdóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23042054 - Staða uppbyggingar nýs Kársnesskóla

Deildarstjóri framkvæmda umhverfissviðs, ásamt gestum gera grein fyrir stöðu málsins.
Umræður.

Gestir

  • Ármann Halldórsson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:15
  • Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður - mæting: 08:15
  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.23081009 - Samkomulag um uppbyggingu á reit 13

Lagt fram samkomulag milli Kópavogsbæjar og Fjallasólar ehf. um fyrirhugaða uppbyggingu og þróun á lóðunum Bakkabraut 2 og 4, Bryggjuvör 1, 2 og 3, og Þinghólsbraut 77 og 79.

Fundarhlé hófst kl. 9:56, fundi fram haldið kl. 11:04

Bæjarráð samþykkir að vísa samkomulaginu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bókun:
"Samkomulag þetta er gert við aðila sem ekki hefur afsal fyrir eignarréttindum og byggist á deiliskipulagi sem ekki hefur gengið í gildi. Samkomulag um uppbyggingu og þróun er vanbúið og gjörsamlega ótímabært.
- Hér er um að ræða ráðstöfun á lóðum bæjarins til einkaaðila án útboðs.
- Kostnaðargreining á innviðaþörf liggur ekki fyrir.
- Sambærilegar kvaðir og hér koma fram um leiguíbúðir fyrir stúdenta, fyrstu kaupendur og aldraða hafa reynst haldlausar með öllu í fyrri samningum við þróunaraðila og engin útfærsla fylgir.
- Kaupréttur bæjarins á félagslegum íbúðum á markaðsverði er markleysa í ljósi þess að fyrir liggur að íbúðir á svæðinu verða mjög dýrar.
Samningurinn felur í sér að öll áhætta liggur hjá Kópavogsbæ. Undirritaðar fordæma hvernig staðið er að gæslu almannahagsmuna í þessu samkomulagi.

Bergljót Kristinsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Helga Jónsdóttir"

Bókun:
"Undirrituð telur nauðsynlegt að bæjaryfirvöld nýti hluta lóða sinna á reit 13 til úthlutunar til óhagnaðardrifinna byggingarfélaga. Yfirvöld í Kópavogi hafa ekki séð ástæðu til að leggja til land undir slíka uppbyggingu skv. núverandi lagaheimildum, til þessa og eru í mikilli skuld við þann hóp íbúa sem þurfa á slíku húsnæði að halda. Engar skýringar fylgja í meðfylgjandi samningi um hvernig eigi að framkvæma sölu á stökum íbúðum til slíkra félaga en þeirra módel byggir í dag á eigin uppbyggingu til að halda niðri uppbyggingarkostnaði.

Bergljót Kristinsdóttir"

Bókun:
"Meirihlutinn tekur ekki undir gagnrýni minnihlutans á samkomulagið sem byggir á samþykktu deiliskipulagi bæjarstjórnar. Til að standa vörð um hagsmuni Kópavogsbæjar er nauðsynlegt að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa um byggingarréttargjald áður en deiliskipulagið er sett í auglýsingu. Með þessu samkomulagi er tryggt að uppbyggingaraðilar taka þátt í kostnaði á innviðauppbyggingu á svæðinu.
Til að tryggja heildstæða uppbyggingu á reitnum er nauðsynlegt að úthluta hluta af lóðum bæjarins á reitnum, til uppbyggingaraðila. Við úthlutun á lóðum bæjarins var tekið mið af markaðsverði og vandlega farið yfir allar forsendur í því samhengi.

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Elísabet B. Sveinsdóttir
Hanna Carla Jóhannsdóttir"



Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 08:57
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur - mæting: 08:57

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.22114511 - Starfsumhverfi leikskóla, samráðsáætlun og næstu skref

Bæjarstjóri fer yfir stöðuna og næstu skref.
Umræður.

Hanna Carla Jóhannsdóttir vék af fundi kl. 11:43.

Gestir

  • Sigurlaug Bjarnadóttir, deildarstjóri leikskóladeildar - mæting: 11:07
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 11:07
  • Sindri Sveinsson, rekstrarstjóri menntasviðs - mæting: 11:07

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2308632 - Dalvegur 4, Saffran. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 11.08.2023, lögð fram umsögn um veitingaleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan í minnisblað lögfræðideildar.

Ýmis erindi

5.2308849 - Ósk um samþykki Kópavogsbæjar á breytingum á samþykktum Markaðsstofunnar

Frá Markaðsstofu Kópavogs, dags. 12. júlí 2023, lagt fram erindi þar sen óskað er eftir samþykki Kópavogsbæjar á breytingum á samþykktum Markaðsstofu Kópavogs.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Fundargerðir nefnda

6.2308044 - Fundargerð 372. fundar stjórnar Strætó frá 07.07.2023

Fundargerð 372. fundar stjórnar Strætó frá 07.07.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.2308003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 373. fundur frá 04.08.2023

Fundargerð í tíu liðum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

8.2306011F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 166. fundur frá 10.08.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.
  • 8.1 23061091 Umhverfisviðurkenningar 2023
    Lagðar fram tilnefningar til umhverfisviðurkenningar Kópavogs fyrir árið 2023. Karen Jónasdóttir verkefnastjóri á umhverfissviði kynnir. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 166 Umhverfis- og samgöngunefnd lagði mat á tillögur að umhverfisviðurkenningum og götu ársins 2023 og vísar niðurstöðum til bæjarstjórnar til staðfestingar. Niðurstaða Bæjarráðs vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

9.2308006F - Velferðarráð - 122. fundur frá 14.08.2023

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.
  • 9.3 23081012 Fjölgun félagslegra leiguíbúða
    Málinu var bætt við á dagskrá fundarins með samþykki allra fundarmanna. Niðurstaða Velferðarráð - 122 Velferðarráð vekur athygli á að brýnt er að fjölga félagslegum leiguíbúðum í Kópavogi. Meðalbiðtími eftir félagslegri leiguíbúð á árinu 2022 var 25 mánuðir fyrir einstaklinga og 19 mánuðir fyrir fjölskyldur. Niðurstaða Umræður.

    Bæjarráð tekur undir áhyggjur velferðarráðs og vísar málinu til umsagnar bæjarstjóra.

Fundi slitið - kl. 12:24.