Bæjarráð

3136. fundur 20. júlí 2023 kl. 08:15 - 10:29 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson, aðalmaður boðaði forföll og Sigrún Hulda Jónsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Þórarinn Hjörtur Ævarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Indriði Ingi Stefánsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá
Bæjarráð fer með umboð bæjarstjórnar.

Varaformaður, Hjördís Ýr Johnson, stýrði fundi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23051834 - Útboð - Umferðarljósabúnaður - Fífuhvammsvegur og Kársnesbraut

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 05.07.2023, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild til að hefja útboð á umferðarljósabúnaði vegna Fífuhvammsveg og Kársnesbraut. Verkefnið felst í útvegun umferðaljósabúnaðar, í samræmi við tilboðsskrá og vörulýsingu dags. 27.6.2023. Uppsetning búnaðar á verkstað er ekki innifalin í útboði.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Gestir

  • Ármann Halldórsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2302370 - Húsnæðisáætlun 2023

Á fundi bæjarráðs þann 06.07.2023 var lögð fram og kynnt húsnæðisáætlun 2023. Á þeim fundi var málinu frestað og eftirfarandi bókað:

"Fjármálasviði er falið að leggja fyrir næsta fund umsögn um fyrirliggjandi greiningar og mat Kópavogsbæjar á þeim liðum sem sveitarfélögum eru falin samkvæmt reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248/2018."

Nú lögð fram umbeðin gögn frá fjármálasviði.
Bæjarráð staðfestir með fjórum atkvæðum og hjásetu Þórarins H. Ævarssonar framlögð drög að húsnæðisáætlun 2023. Jafnframt verði hugað að vinnu við gerð skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðsins.

Bókun:
"Í húsnæðisáætlun Kópavogs 2023 í kafla um markmið sveitarfélagsins um uppbyggingu íbúðabygginga fyrir alla hópa er sagt að leitast verði við að tryggja fjölbreytt framboð húsagerða og búsetukosta fyrir alla félagshópa. Ekkert er minnst á hvernig á að gera það. Engin loforð eru gefin um lóðaúthlutanir til óhagnaðardrifinna byggingarfélaga, búseturéttarfélaga eða námsmannaíbúða. Ekki er hægt að sjá að tryggja eigi á nokkurn hátt húsnæði fyrir alla félagshópa. Meirihlutinn verður að sýna að hann meini það sem fram kemur í málefnasamningi flokkanna með aðgerðaáætlun sem byggir á þessu plaggi."

Bergljót Kristinsdóttir

Gestir

  • Jakob Sindri Þórsson, verkefnastjóri - mæting: 08:43

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.23031504 - Vinnustund í grunnskólum - endurskoðun

Frá mannauðsstjóra, dags. 14. júlí 2023, lagðar fram tillögur að breytingum á skráningu vinnutíma kennara í Vinnustund.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar tillögur að breytingum á skráningu vinnutíma.

Gestir

  • Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, mannauðsstjóri - mæting: 09:15
  • Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar - mæting: 09:15

Ýmis erindi

4.23051754 - Boðaþing hjúkrunarheimili stofnframkvæmd

Verksamningur milli Íslenska ríkisins, Kópavogsbæjar og Ístaks ehf. tekinn fyrir.

Samningsfjárhæðin er kr. 2.650.000.000 með virðisaukaskatti samkvæmt ákvæðum útboðsgagna. Hlutur Kópavogsbæjar er 15% af samningsfjárhæð sbr. 5 mgr. 9 gr. laga um málefni aldraðra.

Byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni liggur fyrir og eru framkvæmdir nú þegar hafnar.



Verkið felst í hönnun og byggingu á hjúkrunarheimili á þremur hæðum með 64 nýjum hjúkrunarrýmum, nauðsynlegum stoðrýmum, sameiginlegum miðlægum rýmum og tæknirýmum samtals 4.330 m². Verkefnið er alverktaka og nær til fullnaðarhönnunar og byggingu hjúkrunarheimilis með föstum innréttingum skv. alútboðsgögnum og innsendri tillögu alverktaka nr. 3141593. Þá skal alverktaki byggja húsið og ganga frá því með föstum innréttingum og frágenginni lóð þannig að allar kröfur yfirvalda og öll ákvæði alútboðsgagna séu uppfyllt.



Gert er ráð fyrir að alverktaki skili verkinu af sér fullbúnu 15.05.2025.
Bæjarráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að undirrita samninginn f.h. Kópavogsbæjar.

Gestir

  • Ármann Halldórsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:30

Ýmis erindi

5.2307805 - Hamraborg 4,Krónikan 200. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 18.07.2023, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13.07.2023, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Krónikunnar 200 ehf., kt. 510523-1990, um leyfi til reksturs Krónikunnar að Hamraborg 4, 200 Kópavogi. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð staðfestir að opnunartími og staðsetning sé í samræmi við lög og reglur bæjarfélagsins, með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Ýmis erindi

6.2307558 - Bókun 560. fundar stjórnar SSH. Sex mánaða skýrsla Betri samgangna

Lögð fram bókun 560. fundar stjórnar SSH. Sex mánaða skýrsla Betri samgangna.
Lagt fram.

Ýmis erindi

7.2307153 - Umsókn um leyfi til að halda rallýaksturskeppni

Lagt fram erindi frá Bifreiðaklúbbi Reykjavíkur um heimild til að halda hluta rallýkeppni þann 18. ágúst n.k. í landi Glaðheima.
Erindinu er vísað til umsagnar bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

8.2307553 - Erindi frá Bændasamtökunum varðandi lausagöngu búfjár

Frá Bændasamtökum Íslands, dags. 06.07.2023, lagt fram erindi varðandi lausagöngu búfjár.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2306008F - Skipulagsráð - 145. fundur frá 03.07.2023

Fundargerð í 16 liðum.
Fundargerð í 16 liðum.
  • 9.4 2201624 Arnarland í Garðabæ.
    Kynning á mótun tillögu að breytingu á aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi Arnarlands í Garðabæ sem unnið er á vegum landeigenda í samráði við Garðabæ.
    Nýtt deiliskipulag í Arnarlandi gerir ráð fyrir blandaðri byggð íbúða, verslunar og þjónustu sem m.a. styður við forsendur Borgarlínu og markmið og leiðarljós svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Fjöldi íbúðareininga á svæðinu er áætlaður um 500 íbúðir í uppbrotinni fjölbýlishúsabyggð sem felld er að landi. Á svæðinu er gert ráð fyrir um 38.000 m2 undir verslun, skirfstofur og þjónustu með áherslu á heilsutengda starfsemi í heilsuklasa. Almennt er gert ráð fyrir að hæðir húsa verði á bilinu 3-6 hæðir og kennileitisbygging heilsuklasa næst Hafnarfjarðarvegi allt að 9 hæðir.
    Áhersla er á byggð og umhverfi sem styður við virkan lífsstíl og fjölbreytt dvalar-, leik- og hreyfisvæði. Sérstök áhersla er á fjölbreytta samgöngumáta og góðar tengingar við nærliggjandi stígakerfi og opin svæði. Skipulagið gerir ráð fyrir að lega Borgarlínu geti orðið um miðju Arnarlands eða meðfram Hafnarfjarðarvegi en endanleg lega hennar ákvarðast við frekari hönnun Borgarlínu. Stefnt er að því að skipulagsáæltunin hljóti vistvottun Breeam vottunarkerfisins.
    Samhliða deiliskipulagi er gerð breyting á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, landnotkunarreit 3.37, þar sem sem landnotkun verður breytt úr verslun og þjónusta (Vþ) í miðsvæði (M) til þess að rúma blandaða byggð íbuða, atvinnu, skrifstofa, verslunar og þjónustu. Þá verður ákvæðum um hámarkshæð bygginga breytt úr 8 hæðir í 3-6 hæðir en kennileitisbygging heilsuklasa allt að 9 hæðir.
    Jóhanna Helgadóttir, arkitekt og skipulagsfræðingur hjá Nordic gerir grein fyrir erindinu.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 145 Skipulagsráð vísar erindinu til bæjarráðs.
    Mikilvægt er að svæðið allt verði heildstæð byggð og þjóni hagsmunum beggja sveitarfélaga. Áður en lengra er haldið þurfa að fara fram viðræður um sveitarfélagamörk milli Kópavogs og Garðabæjar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til frekari vinnslu.
  • 9.10 23032121 Álfhólsvegur 68. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 14. mars 2023 þar sem umsókn Valgeirs Berg Steindórssonar dags. 26. janúar 2023 um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 68 við Álfhólsveg er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að byggja 17,2 m² útigeymslu á suðausturhluta lóðarinnar. Nýtingarhlutfall lóðarinnar eykst úr 0,26 í 0,28 við breytinguna.
    Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 26. janúar 2023.
    Á fundi skipulagsráðs þann 3. apríl 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 15. maí 2023, athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs þann 5. júní 2023 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 30. júní 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 145 Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 30. júní 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum og hafnar tillögunni.
  • 9.11 2302560 Skólagerði 17. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 10. febrúar 2023 þar sem umsókn THG arkitekta dags. 6. febrúar 2023 um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 17 við Skólagerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að byggja 43 m² vinnustofu á lóðamörkum Skólagerðis 19 og Borgarholtbrautar 48. Nýtingarhlutfall lóðar eykst úr 0,43 í 0,48.
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa nr. 13 þann 29. mars 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 11. maí 2023, athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs þann 15. maí 2023 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 2. febrúar 2022.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 16. júní 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 145 Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 16. júní 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum og hafnar tillögunni.
  • 9.12 23032126 Lyngbrekka 12. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 24. mars 2023 þar sem umsókn Jóns Davíðs Ásgeirssonar dags. 13. febrúar 2023 fyrir hönd lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Lyngbrekku er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir hækkun núverandi einbýlishúss á lóðinni um eina hæð, samtals 66,2 m². Jafnframt er gert ráð fyrir 39 m2 þaksvölum á efri hæð sem snúa til austurs. Hámarkshæð verður eftir breytingu 6,2 m með þakhalla til suðurs. Byggingarmagn á lóðinni eykst úr 174 m² í 246 m² við breytinguna. Nýtingarhlutfall eykst úr 0,23 í 0,33.
    Uppdættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 13. febrúar 2023.
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 29. mars 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 21. júní 2023, eitt erindi barst á kynningartíma.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 145 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 9.15 22114380 Vesturvör 22-24 (Hafnarbraut 16-18). Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Scala arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 7. nóvember 2022 að breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 22 og 24 við Vesturvör. Í breytingunni felst að heiti lóðanna verði Hafnarbraut 16 (áður Vesturvör 24) og Hafnarbraut 18 (áður Vesturvör 22) þar sem aðkoma er ráðgerð frá Hafnarbraut. Lóðirnar stækki til norðurs samanlagt um 394,8 m², úr 5.135 m² í 5.529,8 m² og að í stað eins byggingarreits verði tveir stakstæðir byggingarreitir á lóðunum, einn á hvorri lóð. Heildarbyggingarmagn á lóðunum eykst um 4.990 m², úr 8.400 m² í 13.390 m² og íbúðum fjölgar um 32, úr 59 í 91 samtals á báðum lóðunum. Nýtingarhlutfall á lóðunum eykst úr 1.6 í 2.4 ofanjarðar og neðanjarðar á báðum lóðunum. Nýtingarhlutfall á Hafnarbraut 16 verður 2,15 og nýtingarhlutfall á Hafnarbraut 18 verður 2,69. Bílastæðum fjölgar um 15, úr 81 í 96 samanlagt á báðum lóðunum. Á fundi skipulagsráðs 14. nóvember 2022 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, athugasemd barst. Á fundi skipulagsráðs 20. mars 2023 var lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 17. mars 2023. Var tillagan samþykkt og vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar þann 20. mars 2023 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Í bréfi frá ISAVIA dags. 15. maí 2023 var vakin athygli á að þeim hafi ekki borist umsagnarbeiðni á kynningartíma tillögunnar. Þá er nú lögð fram umsögn ISAVIA, dags. 19. júní 2023, ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 23. júní 2023 og uppfærðri umsögn skipulagsdeildar dags. 28. júní 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 145 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með áorðnum breytingum dags. 23. júní 2023 með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur.
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Bergljót Kristinsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með þremur atkvæðum gegn atkvæði Þórarins H. Ævarssonar og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Fundargerðir nefnda

10.2307366 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 29.06.2023

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 29.06.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2307483 - Fundargerð 42.eigendafundar stjórnar Strætó frá 03.07.2023

Fundargerð 42.eigendafundar stjórnar Strætó frá 03.07.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2307365 - Fundargerð 42.eigendafundar stjórnar Strætó frá 03.07.2023

Fundargerð 42.eigendafundar stjórnar Strætó frá 03.07.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2307724 - Fundargerð 109. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 04.07.2023

Fundargerð í fjórum liðum.



Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2307002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 371. fundur frá 07.07.2023

Fundargerð í 10 liðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

15.2306012F - Skipulagsráð - 146. fundur frá 17.07.2023

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.
  • 15.1 23052182 Silfursmári 12. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.
    Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Silfursmára dags. 10. júlí 2023 um breytingu á deiliskipulagi. Á lóðinni sem er óbyggð er heimilt að reisa skv. gildandi deiliskipulagi 1.927 m² atvinnuhúsnæði á fjórum hæðum ásamt kjallara og niðurgrafinni bílageymslu. Í breytingunni felst aukning byggingarmagns um 437 m² í 2.400 m², fjöldi bílastæða verði óbreyttur eða 55 í heildina. Stærð byggingarreits helst óbreytt.
    Sólveig Helga Jóhannsdóttir, skipulagsfræðingur og Halldór Eyjólfsson, þróunarstjóri Klasa gerðu grein fyrir erindinu.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 146 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 15.4 23062066 Bláfjöll, skíðasvæði. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Ómars Ívarssonar, skipulagsfræðings, f.h. Skíðasvæða Höfuðborgarsvæðisins dags. 26. júní 2023 um breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Í breytingunni felst að byggingarreitur nýrrar stólalyftu Drottningar við Kóngsgil stækkar um 848 m² til vesturs úr 144.106 m² í 144.954 m² svo ný stólalyfta og botnstöð hennar verði innan byggingarreits. Aðliggjandi byggingarreitur toglyftunnar Patta broddgölts er minnkar til samræmis um 116 m² úr 32.024 m² í 31.908 m². Lega háspennulína breytist á kostnað framkvæmdaaðila. Uppdrættir í mkv. 1:5000 dags. 7. júlí 2023. Niðurstaða Skipulagsráð - 146 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 15.7 23031264 Brú yfir Fossvog. Breytt deiliskipulag
    Lögð fram tillaga Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar um breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsbrú. Í gildandi deiliskipulagi er leiðbeinandi lega akbrautar, göngu- og hjólastíga, áningarstaða og biðstöðva fyrir almenningsvagna sýnd á uppdrætti einnig er yfirborð landfyllingar merkt inn. Í tillögu að breytingu eru þessi atriði uppfærð í samræmi við þá hönnun sem liggur fyrir og svæði fyrir landfyllingu gefin rýmri mörk. Deiliskipulagsmörk breytast til að rúma að fullu legur akbrautar, stíga, landfyllingar við brúarendana og frágang á grjótgarði innan deiliskipulagsins, þar á meðal eru mörkin færð að lóðamörkum Vesturvarar 38A. Einnig er staðsetning háspennustrengs og varúðarsvæði hans skilgreind á vesturhluta svæðis. Samhliða er gerð tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar, Vesturvör 38A og 38B. Meðfylgjandi uppdráttur mkv. 1:1000 dags. 11. maí 2023. Niðurstaða Skipulagsráð - 146 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 15.8 23062059 Vesturvör 38A og 38B. Breytt deiliskipulag
    Lögð fram tillaga umhverfissviðs Kópavogsbæjar um breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar, Vesturvör 38-50, fyrir lóðirnar nr. 38A og 38B við Vesturvör. Í samræmi við tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir brú yfir Fossvog sem yrði auglýst samhliða umræddri breytingu er lagt til að skipulagsmörk færist að lóðarmörkum Vesturvarar 38A til austurs og norðurs. Á lóðamörkum á austurhluta svæðisins er skilgreint varúðarsvæði fyrir háspennustreng í jörðu. Aðkoma að svæðinu og innan þess breytist vegna fyrirhugaðrar Borgarlínu og brú yfir Fossvog.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir lóð Vesturvarar 38A minnki um 300 m2 og verði 8.600 m2. Byggingarreitur Vesturvarar 38A breytast lítillega en byggingarmagn helst óbreytt. Gerð er krafa um að koma fyrir a.m.k. 60 hjólastæðum á lóð.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir lóð Vesturvarar 38B minnki um 400 m2 og verði 10.900 m2. Byggingarreitur Vesturvarar 38B breytast lítillega en byggingarmagn helst óbreytt. Gerð er krafa um að koma fyrir a.m.k. 60 hjólastæðum á lóð.
    Heimilt verður að byggja minna byggingarmagn á umræddum lóðum eða allt að 75% að hámarks byggingarmagni. Fjöldi bílastæða helst óbreytt þ.e. 1 bílastæði á hverja 50 m² eða 240 á hvorri lóð, alls 480 stæði. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag og greinargerð fyrir Vesturvör 38 til 50 birt í B-deild Stjórnartíðinda 4. ágúst 2017. Uppdráttur mkv. 1:2000 og 1:1000 dags. 15. júlí 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 146 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.2307954 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar um starfsemi fastanefnda

Fyrirspurn bæjarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar um starfsemi fastanefnda.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Erindi frá bæjarfulltrúum

17.2307955 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Indriða Ingi Stefánssonar um starfsemi Sorpu

Fyrirspurn bæjarfulltrúa Indriða Ingi Stefánssonar um starfsemi Sorpu.
Umræður.

Bókun:
"Bæjarráð leggur til við fulltrúa Kópavogsbæjar í stjórn Sorpu að fylgst verði með því að tafir hjá fólki sem eru að flokka valdi því ekki að það myndist aðflæðisvandi með tilheyrandi töfum. Þetta mætti leysa með því að starfsfólk beini tilmælum til þeirra sem eru lengi og stöðva umferð að hliðrað verði til. "
Indriði I. Stefánsson.

Fundi slitið - kl. 10:29.