2757. fundur
08. janúar 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
Theódóra S Þorsteinsdóttir
Karen Elísabet Halldórsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Pétur Hrafn Sigurðsson
Ólafur Þór Gunnarssonaðalfulltrúi
Pálmi Þór Mássonbæjarlögmaður
Ármann Kristinn Ólafssonbæjarstjóri
Sigurjón Jónssonvarafulltrúi
Fundargerð ritaði:Pálmi Þór Mássonbæjarlögmaður
Dagskrá
1.1406362 - Fyrirspurn vegna afhendingar meðmælalista framboða til sveitarstjórnarkosninga 2014
Frá Persónuvernd, dags. 18. desember, alit varðandi fyrirspurn vegna afhendingar meðmælalista framboða til sveitarstjórnarkosningar 2014. Lögð fram umsögn bæjarlögmanns, dags. 6. janúar.
Bæjarráð beinir því til innanríkisráðuneytisins að endurskoðun leiðbeininga í samræmi við álit Persónuverndar verði flýtt, þar sem stutt er til næstu kosninga. Búast megi við að væntanlegir frambjóðendur séu þegar farnir að hyggja að framboði sínu.
2.1410350 - Lóðagjöld, endurskoðun.
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. október, tillaga að breytingu á yfirtökugjöldum við úthlutun lóða. Málinu var frestað í bæjarráði 23. október.
Bæjarráð samþykkir samhljóða breytingu á verði byggingarréttar.
Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.
3.1410366 - Glaðheimar, úthlutun lóða.
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 29. desember, óskað heimildar til að auglýsa lóðir undir fjölbýlishús á Glaðheimasvæði. Breyting á tillögu.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.