Bæjarráð

3132. fundur 08. júní 2023 kl. 08:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kristján Ingi Gunnarsson varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
  • Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður stjórnsýlusviðs
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23042208 - Staða kjaraviðræðna

Mannauðsstjóri fer yfir stöðu kjaraviðræðna.
Kynning.

Bæjarráð Kópavogs hvetur til þess að allra leiða sé leitað til að ná samningum í kjaradeilu sveitarfélaganna við BSRB. Það er óviðunandi að geta ekki veitt íbúum mikilvæga og jafnvel nauðsynlega þjónustu. Deiluna verður að leysa.

Gestir

  • Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.23051750 - Beiðni frá bæjarfulltrúa Bergljótu Kristinsdóttur um upplýsingar og gögn varðandi framtíð Fannborgarsvæðisins

Óskað er eftir að nýr leigusamningur við Árkór vegna Fannborgar 6 verði lagður fyrir bæjarráð. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um hugmyndir sem meirihlutinn hefur um endurnýjun Fannborgarsvæðisins í náinni framtíð og hvenær vænta megi ákvarðana í því máli.
Lagt fram.

"Fyrirspurninni var beint til stjórnenda bæjarins sem upplýsingar hafa um stöðu málsins og því er afar óviðeigandi að fá svar frá bæjarritara sem segist engar upplýsingar hafa.

Bergljót Kristinsdóttir."




Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2301344 - Tillögur frá Barna- og ungmennaþingi 2023

Á fundi bæjarráðs þann 01.06.2023 voru tillögur ungmennaráðs af Barnaþingi 2023 lagðar fram. Bæjarráð samþykkti að vísa tillögunum í farveg viðeigandi sviða bæjarins. Jafnframt vísaði bæjarráð erindinu til bæjarritara til tillögugerða, ásamt þeirri ósk að fá upplýsingar um afgreiðslu tillagna ársins 2022.
Lagt fram.

Bæjarráð samþykkir tillögur bæjarritara og að þeim verði vísað til viðeigandi sviðstjóra og/eða til gerðar fjárhagsáætlunar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2306151 - Dalsmári 13, Tennisfélagið. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 05.06.20263, lögð fram umsögn um umsókn Tennisfélagsins ehf., kt. 480306-0660, Dalsmára 13, 201 Kópavogi, um rekstrarleyfi fyrir A veitingastað í flokki II, að Dalsmára 13, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita neikvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Fundargerðir nefnda

5.2305017F - Leikskólanefnd - 153. fundur frá 25.05.2023

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.2304017F - Skipulagsráð - 143. fundur frá 05.06.2023

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.
  • 6.5 23052090 Fossvogsbrún 8. Umsókn um lóðarstækkun.
    Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðrinnar nr. 8 við Fossvogsbrún dags. 27. apríl 2023 þar sem sótt er um stækkun lóðarinnar til vesturs.
    Meðfylgjandi er erindi dags. 27. apríl 2023 ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 2. júní 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 143 Skipulagsráð hafnar framlögðu erindi með tilvísun í minnisblað skipulagsdeildar dags. 2. júní 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 6.12 2208241 Leikskóli við Skólatröð. Deiliskipulag.
    Lög fram að nýju tillaga Ask arkitekta f.h. Umhverfissviðs Kópavogsbæjar að deiliskipulagi nýs leikskóla við Skólatröð dags. 13. desember 2022, uppfærð 1. júní 2023. Á lóðinni var áður tveggja deilda leikskóli.
    Skipulagssvæði deiliskipulagsins afmarkast af lóðarmörkum við aðliggjandi raðhúsabyggð til norðurs, vesturs og austurs og bæjarlandi til suðurs. Aðkoma að lóðinni verður úr suðri eftir botnlanga frá Skólatröð.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir að á lóðinni verði byggður þriggja deilda leikskóli á einni hæð, samtals um 650 m² að flatarmáli. Hámarkshæð byggingarreits er 5,5 m. Leiksvæði verður tvískipt eftir aldri.
    Áætlað nýtingarhlutfall á lóðinni verður 0,33.
    Gert er ráð fyrir að bílastæði verði áfram samnýtt með Kópavogsskóla.
    Þá lagðir fram uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. desember 2022, uppfærðir 1. júní 2023. Athugasemdir sem báurst á kynningartíma tillögunnar, umsögn skipulagsdeildar dags. 1. júní 2023, umhverfismat dags. 26. janúar 2023, minnisblað um umferð dags. 1. febrúar 2023 og minnisblöð frá samráðsfundum dags. 7. desember 2022, 22. febrúar 2023 og 22. maí 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 143 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi dags. 13. desember 2022 með áorðnum breytingum dags. 1. júní 2023 með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 1. júní 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

7.2306149 - Fundargerð 107. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 03.05.2023

Fundargerð 107. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 03.05.2023
Umræður.

Fundargerðir nefnda

8.2306150 - Fundargerð 108. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 24.05.2023

Fundargerð 108. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópaavogs frá 24.05.2023.
Umræður.

Fundargerðir nefnda

9.23052197 - Fundargerð 927. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.05.2023

Fundargerð 927. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.05.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2306148 - Fundargerð 928. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 02.06.2023

Fundargerð 928. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 02.06.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2306223 - Fundargerð 14. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 05.06.2023

Fundargerð 14. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 05.06.2023.
Lagt fram.

Fundi slitið.