Bæjarráð

3130. fundur 25. maí 2023 kl. 08:15 - 13:10 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2212577 - Vatnsendi. Eignarnám á landi úr jörðinni Vatnsenda.

Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli 45/2022 sem kveðinn var upp þann 23. maí 2023.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Guðjón Ármannsson lögmaður - mæting: 08:15
  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.23042054 - Staða uppbyggingar nýs Kársnesskóla

Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs greindi frá stöðu málsins.
Umræður

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.23041528 - Mánaðarskýrslur 2023

Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lögð fram mánaðarskýrsla fyrir mars 2023.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 09:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2009381 - Stefna Kópavogsbæjar gegn einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Frá mannauðsstjóra, lögð fram til samþykktar endurskoðuð stefna Kópavogsbæjar gegn einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Einnig lagðar fram til upplýsinga vinnulýsing og verklagsreglur.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa stefnu Kópavogsbæjar gegn einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 09:56
  • Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri - mæting: 09:56

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2008519 - Ósk um aðkomu Kópavogsbæjar að húsnæðismálum HSSK

Lögð fram drög að samkomulagi milli Hjálparsveitar skáta í Kópavogi og Kópavogsbæjar og óskað eftir heimild bæjarstjóra til undirritunar.
Fundarhlé hófst kl. 10:21, fundi fram haldið kl. 10:30.

Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Bókun:
"Því er beint til bæjarstjóra að áður en umræða og afgreiðsla málsins fer fram í bæjarstjórn liggi eftirfarandi nauðsynlegar upplýsingar fyrir:

1. Hvenær lóðaleigusamningar við HSSK renna út. Hvernig áformað er að ráðstafa þeim lóðarréttindum, sem bærinn hyggst leysa til sín?
2. Heildarkostnað Kópavogsbæjar þ.m.t. áætlaðan kostnað af lántöku miðað við þau lánakjör sem nú bjóðast á markaði. Hvaða áhrif væntanleg lántaka hefur á skuldaviðmið og fjármögnun grunninnviða og uppbyggingu þjónustustofnana Kópvogsbæjar.
3. Hvort kolefnisáhrif niðurrifs steinbygginga á lóðinni hafi verið metin. Ef svo er ekki, hvenær á að meta þau og setja fram áætlun um hvernig lágmarka megi neikvæð loftslagsáhrif."

Helga Jónsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 10:13

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2304678 - Úthlutun lóðar. Tónahvarf 8.

Frá bæjarlögmanni, dags. 22.05.2023, lögð fram tillaga að úthlutun lóðar til HSSK.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 10:13

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.23031639 - Rammasamningur um innkaup á þjónustu iðnmeistara

Frá deildarstjóra innkaupadeildar dags. 22.05.2023, lagðar fram niðurstöður rammasamningsútboðs fyrir innkaup á þjónustu iðnmeistara í málaraiðn, pípulögn og rafiðn. Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við alla bjóðendur í

rammasamningsútboði fyrir innkaup á þjónustu iðnmeistara í málaraiðn, pípulögn og

rafiðn samkvæmt fyrrgreindum tilboðum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild til að ganga til samninga við alla bjóðendur í rammasamningsútboði fyrir innkaup á þjónustu iðnmeistara í málaraiðn, pípulögn og rafiðn samkvæmt fyrirliggjandi tilboðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.23051691 - Austurkór 34. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 22.05.2023, lögð fram umsögn um beiðni um veðsetningu lóðarinnar Austurkór 34.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að hafna umbeðinni veðsetningu m.v.t. umsagnar lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.23051786 - Endurvinnslustöð í Kópavogi

Bæjarstjóri fer yfir stöðu málsins í ljósi nýliðinnar fjölmiðlaumræðu.
Umræður.

Bókun:
"Undirrituð telja að sú staðsetning sem lögð var til í skýrslu starfshópsins sé ekki raunhæfur möguleiki. Þá eru vinnubrögð Sorpu, sem bar ábyrgð á starfshópnum, verulega ámælisverð. Mikilvægt er að fara í þarfa- og valkostagreiningu áður en lengra er haldið. Þá ítreka undirrituð að ef heppileg staðsetning finnst í Kópavogi fyrir nýja endurvinnslustöð þá fögnum við því. Mikilvægt er að halda þessari vinnu áfram og komast að ásættanlegri lausn."

Orri V. Hlöðversson
Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Gestir

  • Jón Viggó Gunnarsson, frkvstj. Sorpu bs. - mæting: 11:21
  • Gunnar Dofri Ólafsson, Sorpu bs. - mæting: 11:21

Ýmis erindi

10.2305952 - Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum

Frá innviðaráðuneytinu, dags. 09.05.2023, lagt fram erindi varðandi eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.
Lagt fram.

Ýmis erindi

11.23051627 - Boð til samráðs um drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli

Frá innviðaráðuneytinu, dags. 17.05.2023, lagt fram til umsagnar drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 11:40

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

12.23051615 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum, nr. 1122021 (lækkun kosningaaldurs), 497. mál

Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, dags. 17.05.2023, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum, nr. 112/2021 (lækkun kosningaaldurs), 497. mál.



Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2305010F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 367. fundur frá 12.05.2023

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2305009F - Hafnarstjórn - 130. fundur frá 16.05.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2304022F - Leikskólanefnd - 152. fundur frá 16.05.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2305011F - Menntaráð - 114. fundur frá 16.05.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2304008F - Skipulagsráð - 142. fundur frá 15.05.2023

Fundargerð í 21 lið.
Lagt fram.
  • 17.4 2304668 Vallakór 4. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Helga Más Halldórssonar arkitekts dags. 4. apríl f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 4 við Vallakór að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst heimild fyrir 23 bílastæðum á norðvestur horni lóðarinnar. Þá yrði fyrirhuguð grenndarstöð færð nær Vatnsendavegi og stækkuð í samræmi við stefnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar samræmda flokkun á úrgangi. Í Aðalskipulagi Kópavogs er svæðið skilgreint sem hverfiskjarni.
    Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 4. apríl 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 17.8 23042111 Vatnsendi - reitur F2. Breytt deiliskipulag. Skipulagsmörk.
    Lögð fram tillaga skipulagsdeildar Kópavogs dags. 15. maí 2023 að breyttum mörkum deiliskipulags Vatnsenda reit F2 til samræmis við lóðamörk. Svæðið afmarkast af Vatnsendavegi til norðurs, Elliðahvammsvegi til vesturs, íbúðabyggð í Fellahvarfi til austurs og Vatnsendabletti 5 (Lindarhvammi) til suðurs. Í breytingunni felst að breyta mörkum skipulagssvæðis Vatnsenda reitar F2 í samræmi við deiliskipulag Vatnsenda, svæði milli vatns og vegar nánar tiltekið Vbl. 5 sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 28. mars 2023. Breytingin hefur engin umhverfisáhrif þar sem ekki er verið að breyta neinu á lóðarmörkum. Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 17.9 2305161 Endurnýjun Kolviðarhólslínu. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
    Lögð fram umsókn Eflu hf. f.h. Landsnets dags. 28. apríl 2023 um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun á Kolviðarhólslínu 1 sem er 220KV háspennulína, milli tengivirkjanna á Kolviðarhóli og Geithálsi. Til stendur að skipta um 34 möstur, þar af 5 innan sveitarfélagsmarka Kópavogsbæjar og setja upp stálröramöstur í stað núverandi grindarmastra, ásamt því að skipta um undirstöður. Einnig verður skipt um leiðara og settur sverari leiðari með meiri flutningsgetu. Að auki verða aðkomuvegir og vegslóðar að mastraplönum styrktir. Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir með 6 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi með tilvísun í 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 17.10 2112277 Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ. Deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga verkfræðistofunnar Eflu f.h. umhverfissviðs Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar að deiliskipulagi Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ.
    Skipulagssvæðið er rúmir 67,3 ha að stærð, um 5,6 km að lengd og liggur frá Geithálsi vestan Hólmsár, í Mosfellsbæ, að tvíbreiðum hluta Suðurlandsvegar, austan Lögbergsbrekku.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi Suðurlandsvegur verði breikkaður til norðurs og verði samfelldur stofnvegur með tveimur akreinum í hvora akstursstefnu. Gert er ráð fyrir vegamótum við Geirland ásamt hliðarvegum/tengivegum í Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Geirlandi.
    Markmið deiliskipulagsins er að auka þjónustustig samgangna á svæðinu og bæta umferðaröryggi.
    Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 samþykkti skipulagsráð með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að deiliskipulagi yrði auglýst. Á fundi bæjarstjórnar 23. ágúst 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Kynningartíma lauk 14. október 2022, athugasemdir bárust.
    Á fundi skipulagsráðs 6. febrúar 2023 var tillagan dags. 30. júní 2022 og uppfærð 2. febrúar 2023 lögð fram ásamt sameiginlegri umsögn Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar og samantekt um málsmeðferð dags. í febrúar 2023. Skipulagsráð samþykkti tillöguna. Á fundi bæjarstjórnar 14. febrúar 2023 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Ofangreind tillaga dags. 30. júní 2022 og uppfærð 2. febrúar og 9. maí 2023 er nú lögð fram að nýju ásamt afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar dags. 14. apríl 2023.
    Jafnframt er lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 11. maí 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir að nýju framlagða tillögu að deiliskipulagi með áorðnum breytingum dags. 9. maí 2023 í samræmi við ábendingar í afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar dags. 14. apríl 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 17.11 23012510 Kársnesbraut 96. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 27. janúar 2023 þar sem umsókn Falks Kruger um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 96 við Kársnesbraut er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að núverandi mannvirki á lóðinni, einbýlishús á einni hæð ásamt risi, alls 60 m² að flatarmáli og byggt árið 1942 verði fjarlægt. Þá verði reist á lóðinni þriggja íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum alls 431,2 m² að flatarmáli. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum innan lóðarinnar ásamt sorpgerði og hjólageymslu. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,06 í 0,44 við breytinguna.
    Uppdráttur í mvk. 1:100, 1:200, 1:500 dags. 17. janúar og 7. febrúar 2023.
    Á fundi skipulagsráðs þann 20. febrúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna erindið. Kynningartíma lauk þann 11. apríl 2023, athugasemdir bárust.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 11. maí 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 11. maí 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 17.13 2303172 Digranesheiði 45. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 24. febrúar 2023 þar sem umsókn Helga Hjálmarssonar arkitekts dags. 02.02.2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 45 við Digranesheiði um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Á lóðinni er einbýlishús byggt árið 1955 ásamt bílskúr byggðum árið 1968, alls 141,8 m². Í breytingunni felst að núverandi íbúðarhús verður rifið og byggt fjögurra íbúða raðhús á tveimur hæðum ásamt stakstæðu skýli fyrir hjól og 2 bíla. Fyrirhugað byggingarmagn á lóðinni eftir breytingu yrði 561,9 m², nýtingarhlutfall ykist við breytinguna úr 0,12 í 0,50. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 9. mars 2023 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 18. apríl 2023, athugasemdir bárust.
    Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 9. febrúar 2023. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. maí 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 15. maí 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 17.16 2212629 Gilsbakki. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn lóðarhafa dags. 22. desember 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Vatnsendablettur Gilsbakki. Í breytingunni felst að komið verði fyrir nýjum byggingarreit að stærð 16.5 x 8.35m á norðvesturhluta lóðarinnar fyrir stakstætt aukahús, alls 107 m². Á lóðinni er fyrir einbýlishús 175,7 m² að flatarmáli og vinnuskúr. Vinnuskúrinn verður fjarlægður.
    Byggingarmagn á lóðinni er 175,5 m², verður 282,4 m². Nýtingarhlutfall er 0,07, verður 0,11. Uppdráttur í mkv. 1:2000, 1:1000 og 1:200 dags. 29. desember 2022 og í mkv. 1:100 dags. 14. desember 2022, uppfærður 12. maí 2023. Á fundi skipulagsráðs nr. 135 þann 16. janúar 2023 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 26. apríl 2023, ein umsögn barst. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 12. maí 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 12. maí 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 17.17 23031159 Austurkór 177. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Jakobs Líndal arkitekts dags. 24. febrúar 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 177 við Austurkór um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst nýr byggingarreitur fyrir 21m² auka húsi (frístundaherbergi) í suðvesturhorni lóðar. Frístundaherbergið hefur þegar verið byggt með hliðsjón af grein 2.3.5 í byggingareglugerð án vitundar um ákvæði um deiliskipulag. Frístundahúsið er einnar hæðar timburklætt timburhús með 314 cm mænishæð. Húsið stendur 1,36m frá SV lóðarmörkum og 1,24 m frá NV lóðarmörkum. Byggingin er innan við 180 cm háa girðingu sem umlykur lóðina. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,32 í 0,35. Uppdráttur ásamt greinargerð dags. 24. febrúar 2023. Á fundi skipulagsráðs nr. 139 þann 20. mars 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 27. apríl 2023, engar athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 17.18 2301081 Skólagerði 65. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 30. desember 2022 þar sem umsókn Ástríðar B. Árnadóttur arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 65 við Skólagerði um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs.
    Í breytingu felst að byggðir verði kvistir á efri hæð hússins, tveir á suðurhlið og einn á norðurhlið. Byggingarmagn eykst úr 154 m² í 178,2 m². Nýtingarhlutfall er 0,19, verður 0,22.
    Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 26. október 2022.
    Á fundi skipulagsráðs nr. 135 þann 16. janúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 18. apríl 2023, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 17.19 2301146 Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 25 við Gulaþing dags. 16. febrúar 2023 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina er gert ráð fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum ásamt opnu bílskýli, stakstæðum bílskúr á norðvesturhluta lóðarinnar og stakstæðri vinnustofu á suðausturhluta lóðarinnar. Hámark byggingarmagn er 250 m² og nýtingarhlutfall 0,14. Í breytingunni felst að byggingarreitur vinnustofu á suðausturhluta lóðarinnar yrði felldur niður. Bílskúr á norðvesturhluta lóðarinnar yrði þess í stað nýttur sem vinnustofa og að í staðin fyrir opið bílskýli myndi vera byggður 53 m² bílskúr sambyggðum íbúðarhúsinu, lagt er til að byggingarreitur fyrir nýjan bílskúr stækki til suðausturs. Hámark byggingarmagns eykst úr 250 m² í 270 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,14 í 0,15.
    Uppdráttur í mkv. 1:200, 1:500 og 1:1000 dags. 16. febrúar 2023.
    Á fundi skipulagsráðs nr. 137 þann 20. febrúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 27. apríl 2023, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 17.20 2208037 Kópavogsbraut 75. Breytt deiliskipulag. Svalalokun.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn KR arkitekta f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 75 við Kópavogsbraut dags. 7. júní 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 75 við Kópavogsbraut. Í breytingunni felst að tvennum svölum á þriðju hæð hússins verði lokað að hluta til, með kaldri svalalokun. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir. Byggingarmagn er 699,4 m², verður 768,4 m². Nýtingarhlutfall er 0,7, verður 0,78.
    Meðfylgjandi: Skýringarmyndir og deiliskipulagsuppdráttur dags. desember 2022. Á fundi skipulagsráðs nr. 133 þann 5. desember 2022 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 27. apríl 2023, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

18.2305004F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 164. fundur frá 16.05.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Bæjarráð óskar eftir minnisblaði frá sviðsstjóra umhverfissviðs um stöðu málsins vegna Kópavogslækjar og viðbragða bæjarins. Óskað er eftir að minnisblaðið liggi fyrir næsta fundi bæjarráðs.

Fundargerðir nefnda

19.2305012F - Velferðarráð - 120. fundur frá 22.05.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.
  • 19.2 23032023 Samræmd móttaka flóttafólks
    Minnisblað sviðsstjóra velferðarsviðs dags. 14.5.2023 með tillögu að samræmdri móttöku flóttafólks í Kópavogi, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lagt fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 120 Fundarhlé hófst kl. 17:39, fundi var framhaldið kl. 17:49.

    Bókun:
    Undirrituð fagna því að loksins verði gengið til samninga um samræmda móttöku flóttafólks í Kópavogi en lýsa yfir vonbrigðum með að einungis sé gert ráð fyrir að taka á móti 81-101 einstaklingi. Þá er ekki vitað hversu stór hluti kvótans verður fylltur með fólki sem þegar hefur sest hér að, svo að endanlegur fjöldi fólks sem getur bæst við er óljós. Þess má geta að Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt að taka á móti allt að 450 manns, Reykjavíkurborg 1500 manns og Garðabær 180 manns í samræmdri móttöku flóttafólks.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
    Bergljót Kristinsdóttir
    Einar Örn Þorvarðarson

    Fundarhlé hófst kl. 17:50, fundi var framhaldið kl. 17:57.

    Bókun:
    Undirrituð fagna því að Kópavogsbær gangi til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks, mikilvægt er að vel sé að móttöku staðið en ljóst er að framlög sem fylgt hafa samningum um samræmda móttöku duga ekki fyrir útlögðum kostnaði. Sveitarfélög hafa m.a. bent á að raunkostnaður vegna skólagöngu flóttabarna er hærri en framlög.
    Undirrituð telja æskilegt að stuðningur mennta- og barnamálaráðuneytisins við skólaþjónustu sveitarfélaga sé hluti af samningi um samræmda móttöku flóttafólks til að tryggja betur fjármögnun sérhæfðrar þjónustu leik- og grunnskóla til flóttabarna.

    Björg Baldursdóttir
    Hjördís Ýr Johnson
    Hólmfríður Hilmarsdóttir
    Páll Marís Pálsson
    Rúnar Ívarsson

    Velferðarráð vísar tillögu um samræmda móttöku flóttafólks til afgreiðslu bæjarráðs.
    Niðurstaða Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar bæjarráðs.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir
  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs

Fundargerðir nefnda

20.23051814 - Fundargerð 926. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17.05.2023

Fundargerð 926. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17.05.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.23051478 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 11.05.2023

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 11.05.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.23051476 - Fundargerð 557. fundar stjórnar SSH frá 15.05.2023

Fundargerð 557. fundar stjórnar SSH frá 15.05.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.23051477 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 19.04.2023

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 19.04.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.23051617 - Fundargerð 117. fundar stjórnar svæðisskipulagsnefndar frá 12.05.2023

Fundargerð 117. fundar stjórnar svæðisskipulagsnefndar frá 12.05.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.23051616 - Fundargerð 40. eigendanfundar stjórnar Sorpu bs. frá 15.05.2023

Fundargerð 40. eigendanfundar stjórnar Sorpu bs. frá 15.05.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

26.23051812 - Fundargerð 480.fundar stjórnar Sorpu bs. frá 09.05.2023

Fundargerð 480.fundar stjórnar Sorpu bs. frá 09.05.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

27.23051829 - Fundargerð 370. fundar stjórnar Strætó frá 19.05.2023

Fundargerð 370. fundar stjórnar Strætó frá 19.05.2023.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

28.2011715 - Leiksvæði í Kópavogi, aðgerðaráætlun.

Umræða um aðgerðaráætlun um leiksvæði í Kópavogi sett á dagskrá að beiðni bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur.
Umræður.

Bæjarráð samþykkir að vísa aðgerðaráætlun leikvalla til garðyrkjustjóra til endurskoðunar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

29.23051751 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur um stöðu á skolpræsistíflumáli í Lautarsmára

Frá bæjarfulltrúa Bergljótu Kristinsdóttur, dags. 22.05.2023, lögð fram fyrirspurn um stöðu á skolpræsistíflumáli í Lautarsmára.
Umræður.

Erindi frá bæjarfulltrúum

30.23051750 - Beiðni frá bæjarfulltrúa Bergljótu Kristinsdóttur um upplýsingar og gögn varðandi framtíð Fannborgarsvæðisins

Frá bæjarfulltrúa Bergljótu Kristinsdóttur, dags. 22.05.2023, lögð fram beiðni um upplýsingar og gögn varðandi framtíð Fannborgarsvæðisins.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

31.23051842 - Beiðni bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur um upplýsingar og gögn varðandi byggingu Kársnesskóla

Frá bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur, dags. 23.05.2023, lögð fram beiðni um upplýsingar og gögn varðandi byggingu Kársnesskóla.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Fundi slitið - kl. 13:10.