Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.2212577 - Vatnsendi. Eignarnám á landi úr jörðinni Vatnsenda.
Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli 45/2022 sem kveðinn var upp þann 23. maí 2023.
Gestir
- Guðjón Ármannsson lögmaður - mæting: 08:15
- Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.23042054 - Staða uppbyggingar nýs Kársnesskóla
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs greindi frá stöðu málsins.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.23041528 - Mánaðarskýrslur 2023
Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lögð fram mánaðarskýrsla fyrir mars 2023.
Gestir
- Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 09:20
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.2009381 - Stefna Kópavogsbæjar gegn einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Frá mannauðsstjóra, lögð fram til samþykktar endurskoðuð stefna Kópavogsbæjar gegn einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Einnig lagðar fram til upplýsinga vinnulýsing og verklagsreglur.
Gestir
- Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 09:56
- Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri - mæting: 09:56
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.2008519 - Ósk um aðkomu Kópavogsbæjar að húsnæðismálum HSSK
Lögð fram drög að samkomulagi milli Hjálparsveitar skáta í Kópavogi og Kópavogsbæjar og óskað eftir heimild bæjarstjóra til undirritunar.
Gestir
- Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 10:13
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.2304678 - Úthlutun lóðar. Tónahvarf 8.
Frá bæjarlögmanni, dags. 22.05.2023, lögð fram tillaga að úthlutun lóðar til HSSK.
Gestir
- Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 10:13
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
7.23031639 - Rammasamningur um innkaup á þjónustu iðnmeistara
Frá deildarstjóra innkaupadeildar dags. 22.05.2023, lagðar fram niðurstöður rammasamningsútboðs fyrir innkaup á þjónustu iðnmeistara í málaraiðn, pípulögn og rafiðn. Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við alla bjóðendur í
rammasamningsútboði fyrir innkaup á þjónustu iðnmeistara í málaraiðn, pípulögn og
rafiðn samkvæmt fyrrgreindum tilboðum.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
8.23051691 - Austurkór 34. Heimild til veðsetningar
Frá lögfræðideild, dags. 22.05.2023, lögð fram umsögn um beiðni um veðsetningu lóðarinnar Austurkór 34.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
9.23051786 - Endurvinnslustöð í Kópavogi
Bæjarstjóri fer yfir stöðu málsins í ljósi nýliðinnar fjölmiðlaumræðu.
Gestir
- Jón Viggó Gunnarsson, frkvstj. Sorpu bs. - mæting: 11:21
- Gunnar Dofri Ólafsson, Sorpu bs. - mæting: 11:21
Ýmis erindi
10.2305952 - Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum
Frá innviðaráðuneytinu, dags. 09.05.2023, lagt fram erindi varðandi eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.
Ýmis erindi
11.23051627 - Boð til samráðs um drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli
Frá innviðaráðuneytinu, dags. 17.05.2023, lagt fram til umsagnar drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli.
Ýmis erindi
12.23051615 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum, nr. 1122021 (lækkun kosningaaldurs), 497. mál
Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, dags. 17.05.2023, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum, nr. 112/2021 (lækkun kosningaaldurs), 497. mál.
Fundargerðir nefnda
13.2305010F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 367. fundur frá 12.05.2023
Fundargerðir nefnda
14.2305009F - Hafnarstjórn - 130. fundur frá 16.05.2023
Fundargerð í þremur liðum.
Fundargerðir nefnda
15.2304022F - Leikskólanefnd - 152. fundur frá 16.05.2023
Fundargerðir nefnda
16.2305011F - Menntaráð - 114. fundur frá 16.05.2023
Fundargerðir nefnda
17.2304008F - Skipulagsráð - 142. fundur frá 15.05.2023
Fundargerð í 21 lið.
17.4
2304668
Vallakór 4. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 142
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
17.8
23042111
Vatnsendi - reitur F2. Breytt deiliskipulag. Skipulagsmörk.
Niðurstaða Skipulagsráð - 142
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
17.9
2305161
Endurnýjun Kolviðarhólslínu. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 142
Skipulagsráð samþykkir með 6 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi með tilvísun í 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
17.10
2112277
Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ. Deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 142
Skipulagsráð samþykkir að nýju framlagða tillögu að deiliskipulagi með áorðnum breytingum dags. 9. maí 2023 í samræmi við ábendingar í afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar dags. 14. apríl 2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
17.11
23012510
Kársnesbraut 96. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 142
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 11. maí 2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
17.13
2303172
Digranesheiði 45. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 142
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 15. maí 2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
17.16
2212629
Gilsbakki. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 142
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 12. maí 2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
17.17
23031159
Austurkór 177. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 142
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
17.18
2301081
Skólagerði 65. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 142
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
17.19
2301146
Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 142
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
17.20
2208037
Kópavogsbraut 75. Breytt deiliskipulag. Svalalokun.
Niðurstaða Skipulagsráð - 142
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
18.2305004F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 164. fundur frá 16.05.2023
Fundargerðir nefnda
19.2305012F - Velferðarráð - 120. fundur frá 22.05.2023
Fundargerð í fjórum liðum.
19.2
23032023
Samræmd móttaka flóttafólks
Niðurstaða Velferðarráð - 120
Fundarhlé hófst kl. 17:39, fundi var framhaldið kl. 17:49.
Bókun:
Undirrituð fagna því að loksins verði gengið til samninga um samræmda móttöku flóttafólks í Kópavogi en lýsa yfir vonbrigðum með að einungis sé gert ráð fyrir að taka á móti 81-101 einstaklingi. Þá er ekki vitað hversu stór hluti kvótans verður fylltur með fólki sem þegar hefur sest hér að, svo að endanlegur fjöldi fólks sem getur bæst við er óljós. Þess má geta að Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt að taka á móti allt að 450 manns, Reykjavíkurborg 1500 manns og Garðabær 180 manns í samræmdri móttöku flóttafólks.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Einar Örn Þorvarðarson
Fundarhlé hófst kl. 17:50, fundi var framhaldið kl. 17:57.
Bókun:
Undirrituð fagna því að Kópavogsbær gangi til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks, mikilvægt er að vel sé að móttöku staðið en ljóst er að framlög sem fylgt hafa samningum um samræmda móttöku duga ekki fyrir útlögðum kostnaði. Sveitarfélög hafa m.a. bent á að raunkostnaður vegna skólagöngu flóttabarna er hærri en framlög.
Undirrituð telja æskilegt að stuðningur mennta- og barnamálaráðuneytisins við skólaþjónustu sveitarfélaga sé hluti af samningi um samræmda móttöku flóttafólks til að tryggja betur fjármögnun sérhæfðrar þjónustu leik- og grunnskóla til flóttabarna.
Björg Baldursdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Hólmfríður Hilmarsdóttir
Páll Marís Pálsson
Rúnar Ívarsson
Velferðarráð vísar tillögu um samræmda móttöku flóttafólks til afgreiðslu bæjarráðs.
Niðurstaða
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar bæjarráðs.
Gestir
- Rannveig María Þorsteinsdóttir
- Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerðir nefnda
20.23051814 - Fundargerð 926. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17.05.2023
Fundargerð 926. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17.05.2023.
Fundargerðir nefnda
21.23051478 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 11.05.2023
Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 11.05.2023.
Fundargerðir nefnda
22.23051476 - Fundargerð 557. fundar stjórnar SSH frá 15.05.2023
Fundargerð 557. fundar stjórnar SSH frá 15.05.2023.
Fundargerðir nefnda
23.23051477 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 19.04.2023
Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 19.04.2023.
Fundargerðir nefnda
24.23051617 - Fundargerð 117. fundar stjórnar svæðisskipulagsnefndar frá 12.05.2023
Fundargerð 117. fundar stjórnar svæðisskipulagsnefndar frá 12.05.2023.
Fundargerðir nefnda
25.23051616 - Fundargerð 40. eigendanfundar stjórnar Sorpu bs. frá 15.05.2023
Fundargerð 40. eigendanfundar stjórnar Sorpu bs. frá 15.05.2023.
Fundargerðir nefnda
26.23051812 - Fundargerð 480.fundar stjórnar Sorpu bs. frá 09.05.2023
Fundargerð 480.fundar stjórnar Sorpu bs. frá 09.05.2023.
Fundargerðir nefnda
27.23051829 - Fundargerð 370. fundar stjórnar Strætó frá 19.05.2023
Fundargerð 370. fundar stjórnar Strætó frá 19.05.2023.
Erindi frá bæjarfulltrúum
28.2011715 - Leiksvæði í Kópavogi, aðgerðaráætlun.
Umræða um aðgerðaráætlun um leiksvæði í Kópavogi sett á dagskrá að beiðni bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur.
Erindi frá bæjarfulltrúum
29.23051751 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur um stöðu á skolpræsistíflumáli í Lautarsmára
Frá bæjarfulltrúa Bergljótu Kristinsdóttur, dags. 22.05.2023, lögð fram fyrirspurn um stöðu á skolpræsistíflumáli í Lautarsmára.
Erindi frá bæjarfulltrúum
30.23051750 - Beiðni frá bæjarfulltrúa Bergljótu Kristinsdóttur um upplýsingar og gögn varðandi framtíð Fannborgarsvæðisins
Frá bæjarfulltrúa Bergljótu Kristinsdóttur, dags. 22.05.2023, lögð fram beiðni um upplýsingar og gögn varðandi framtíð Fannborgarsvæðisins.
Erindi frá bæjarfulltrúum
31.23051842 - Beiðni bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur um upplýsingar og gögn varðandi byggingu Kársnesskóla
Frá bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur, dags. 23.05.2023, lögð fram beiðni um upplýsingar og gögn varðandi byggingu Kársnesskóla.
Fundi slitið - kl. 13:10.