Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.23042054 - Staða uppbyggingar nýs Kársnesskóla
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 25.04.2023, lagðar fram upplýsingar um stöðu uppbyggingar nýs Kársnesskóla, ásamt minnisblaði lögmanns Kópavogbæjar er varðar málefnið dags. 25.04.2023.
Gestir
- Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15
- Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður - mæting: 08:15
- Stefán L. Stefánsson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:15
- Ása A. Kristjánsdóttir, bæjarlögmaður - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.23041045 - Kleifakór 2 nýbygging framkvæmdir
Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 13.04.2023, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði búsetukjarna við Kleifakór 2.
Gestir
- Stefán L. Stefánsson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 09:57
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.23041804 - Rammasamningur um innkaup á ræstingarþjónustu
Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 24. apríl, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út ræstingarþjónustu og gera í framhaldinu rammasamning við alla bjóðendur sem uppfylla skilyröi útboðs til eins árs með möguleika á framlengingu um eitt ár í senn þrisvar sinnum.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.23041779 - Menntasvið-ráðning skólastjóra Kópavogsskóla
Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 24. apríl 2023, lögð fram tillaga að ráðningu skólastjóra Kópavogsskóla.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.2304758 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur um stefnumörkun í tjónamálum er stafa frá mannvirkjum Kópavogsbæjar.
Frá bæjarlögmanni, dags. 25. apríl, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur um stefnumörkun í tjónamálum er stafa frá mannvirkjum Kópavogsbæjar.
Ýmis erindi
6.2304872 - Afgreiðsla vegna útboðs á akstri strætisvagna
Frá Strætó bs., dags. 22.03.2023, lögð fram tillaga um endurútboð á akstri almenningsvagna til átta ára með heimild til framlengingar í tvö ár. Strætó bs. verði þá falið að senda tillöguna til umræðu og afgreiðslu á vettvangi aðildarsveitarfélaganna. Um er að ræða útboð á sama hluta aksturs Strætó bs., að teknu tilliti til breytinga á leiðakerfi, og nú þegar er boðinn út. Að öðru leyti er vísað til meðfylgjandi minnisblaðs frá Mannviti, dagsett 16. mars 2023, sem útlistar fyrirkomulag útboðs.
Óskað er eftir samþykki bæjarráðs um framlagða tillögu.
Ýmis erindi
7.23041666 - Ósk um tilnefningu í stýrihóp verkefnanna Barnvæn sveitarfélög og Réttindaskóli og -frístund
Frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, dags. 19. apríl 2023, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir tilnefningu í stýrihóp verkefnanna Barnvæn sveitarfélög og Réttindaskóli og -frístund.Stýrihópurinn verður skipaður fulltrúum mennta- og barnamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, UNICEF á Íslandi,
Menntavísindasvið Háskóla Íslands auk fulltrúa Barnvænna sveitarfélaga og Réttindaskóla og -frístundar og Réttindaskóla UNICEF á leikskólastigi. Gert er ráð fyrir að hópurinn starfi til 31. desember 2024.
Ýmis erindi
8.23041766 - Mögulegar lagabreytingar vegna óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 21.04.2023, lagt fram erindi þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á áformaskjali starfshóps á vegum innviðarráðherra sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. Er um að ræða áform vegna fyrirhugaðra breytingam.a. á lögheimilislögum í tengslum við óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði.
Ýmis erindi
9.23041773 - Orlof húsmæðra 2023. Framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 21.04.2023, lögð fram tilkynning frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu um að framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst kr. 141,01 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk. sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972.
Ýmis erindi
10.23041971 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2023
Lagt fram fundarboð á aðalfund Landkerfis bókasafna hf. sem fram fer 9. maí 2023.
Fundargerðir nefnda
11.2304010F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 366. fundur frá 14.04.2023
Fundargerðir nefnda
12.2304004F - Skipulagsráð - 141. fundur frá 17.04.2023
Fundargerð í tíu liðum.
12.5
2201276
Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 141
Fundarhlé hófst kl. 17:07, fundi fram haldið kl. 17:30.
Bókun Kristins Dags Gissurarsonar vegna greinargerðar bæjarlögmanns dagsett 11. apríl 2023:
„Það vekur undrun hvernig greinargerð bæjarlögmanns Kópavogs rekur sig að þeirri niðurstöðu að deiliskipulag Nónhæðar sé meitlað í stein og sé nánast óumbreytanlegt frá því sem nú er.
Ekki verður séð að litið sé hlutlaust á fyrirliggjandi tillögu um breytingu á deiliskipulagi Nónhæðar. Þvert á móti. Greinargerðin er unnin huglægt og skautað fram hjá fjölmörgum atriðum er lúta að gerð góðs skipulags.
Lögð er ofuráhersla á suma þætti en kosið að sleppa öðrum, eða gert lítið úr, er snúa að skipulagsmálum. Dregin eru fram atriði úr umsögn skipulagsdeildar og gert mikið úr þeim þó það liggi fyrir að umsögnin í heild var í raun afar jákvæð gagnvart þessum hugsanlegu breytingum á deiliskipulagi Nónhæðar.
Þá er ótrúlega áhugavert að lesa kaflann um Aðalskipulag Kópavogs í greinargerðinni. Þar er teygt og togað í allar þær áttir sem henta þykir fyrir þegar ákveðinni niðurstöðu.
Greinargerð þessi heldur því miður ekki vatni og væri betur ógerð.“
Bókun skipulagsráðs:
"Tillaga lóðarhafa að breytingu á deiliskipulaginu gengur gegn fyrri ákvörðun skipulagsráðs, dags. 4. desember 2017. Þá var deiliskipulag samþykkt eftir víðtækt samráð við hagsmunaaðila, ekki síst íbúa. Deiliskipulagið er byggt á málefnalegum sjónarmiðum, meðalhófs var gætt við meðferð málsins og sérstaklega horft til markmiðskafla 1. gr. skipulagslaga um að tryggja samráð og réttaröryggi.
Gildandi deiliskipulag er að mati skipulagsráðs til þess fallið að ná markmiðum Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Í greinargerð þess er tekið fram að heildarfjöldi íbúða á Nónhæð sé áætlaður um 150. Hvorki eru bindandi skilmálar um fjölda íbúða né um það hvernig megi fjölga þeim.
Við mat á tillögu lóðarhafa lítur skipulagsráð til þess að hækkun húsa leiðir til aukins skuggavarps fyrir íbúðir á efri hæðum við Arnarsmára 38, útsýni breytist vegna hækkunar á byggingarreit á norðurhluta lóðarinnar Nónhæðar 9-15 og hækkun byggingarreits úr 4 hæðum í 5 hæðir er ekki í samræmi við aðliggjandi íbúðarbyggð. Umhverfisþátturinn borgarlandslag er því metinn neikvæður á hverfið í heild.
Að mati skipulagsráðs eru ekki veigamiklar ástæður eða málefnaleg sjónarmið sem standa til breytingar á deiliskipulaginu. Íbúar eiga að geta treyst því að ekki sé ráðist í breytingar á skipulagi nema veigamiklar ástæður eða skipulagsrök standi til þess. Með hliðsjón af öllu framangreindu er það mat skipulagsráðs að synja beri tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Nónsmára 1-7 og 9-15. Um frekari rökstuðning vísar skipulagsráð til greinargerðar bæjarlögmanns dags. 11. apríl 2023."
Skipulagsráðs hafnar framlagðri tillögu með þremur atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar. Andri Steinn Hilmarsson, Gunnar Sær Ragnarsson og Hákon Gunnarsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni vegna afgreiðslu skipulagsráðs:
„Nú þegar skipulagsráð og bæjarráð Kópavogsbæjar hafa verið gerð afturreka með höfnun á deiliskipulagsbreytingu vegna Nónsmára 1 -7 og 9 -15 samkvæmt niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 20. janúar 2023, sætir það furðu að enn skuli eiga að höggva í sama knérunn og hafna enn á ný í stað þess að leita skynsamlegra lausna.
Nú skal ekki notast við þau málsrök Kópavogsbæjar að afgreiðsla málsins hafi ekkert haft með samráðsferli og meinta málamiðlun með hagaðilum að gera þegar óskað var eftir breytingu á núverandi deiliskipulagi. Nú skal hið meinta samkomulag og samráð vera hryggjarstykkið í röksemdafærslu fyrir höfnun málsins. Þó liggur fyrir og kemur fram í umsögn skipulagsdeildar frá 13. maí 2022 (uppfært 30. maí 2022) að Birgir, þáverandi skipulagsstjóri og Smári, arkitekt á skipulagssviðinu mátu stöðuna í samráðsferlinu þannig að ekki næðist sameiginleg niðurstaða enda hvikuðu Íbúasamtök Nónhæðar aldrei frá því að landnotkun ætti að vera óbreytt, þ.e. opið svæði og stofnanasvæði.
Staðreyndir málsins eru eftirfarandi:
1. Sama stóra græna svæðið skilur að Nónsmára og aðliggjandi byggð.
2. Engin stækkun á byggingarreit, aðeins hækkun hluta húsanna.
3. Breyting sú sem óskað er eftir veldur aðliggjandi byggð engum eða óverulegum áhrifum.
4. Þjónar vel markmiðum Aðalskipulags Kópavogs um þéttingu byggðar og betri nýtingu innviða.
5. Færri bílastæði ofanjarðar, fleiri neðanjarðar.
6. Húsin eru aðeins með inn- og útkeyrslu frá Smárahvammsvegi. Því er engin aukning umferðar um Arnarsmára og aðliggjandi götur.
7. Fagurfræðilega verða húsin betri með inndreginni fimmtu hæð.
Þessi deiliskipulagsbreyting þjónar vel markmiðum 1.1 greinar í Skipulagsreglugerð 90/2013. Skipulagsrökin fyrir þessari deiliskipulagsbreytingu eru augljós.
Það er miður, að mati undirritaðs, að heildarhagsmunir, fagleg vinnubrögð, fagurfræði og almenn skynsemi skuli ekki hafa verið höfð að leiðarljósi við afgreiðslu þessa máls. Vísa að lokum einnig til bókunar minnar við fyrri afgreiðslu málsins.“
Niðurstaða
Tillaga:
Það er ljóst að eftir úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 20. janúar 2023 ríkir mikil óvissa um deiliskipulag á Nónhæð. Lagt er til að fram fari viðræður milli Kópavogsbæjar og Nónhæðar ehf. um útfærslu á deiliskipulaginu þar sem sjónarmið beggja aðila í málinu verða reifuð. Markmið samtalsins er að allt sé gert til að fá fram hagstæða og farsæla niðurstöðu sem báðir aðilar geta sætt sig við. Niðurstöður skulu verða kynntar í skipulagsráði eigi síðar en á fundi ráðsins þann 19. júní 2023.
Hákon Gunnarsson, varaáheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Bæjarráð hafnar tillögunni með fjórum atkvæðum og hjásetu Andra S. Hilmarssonar.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Andra S. Hilmarssonar.að vísa afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
12.8
2304871
Vatnsendi - norðursvæði. Breytt mörk deiliskipulags.
Niðurstaða Skipulagsráð - 141
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
12.9
2304870
Hörðuvellir - Vatnsendi. Breytt mörk deiliskipulags.
Niðurstaða Skipulagsráð - 141
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
12.10
2304873
Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Breytt mörk deiliskipulags.
Niðurstaða Skipulagsráð - 141
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
13.2304003F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 99. fundur frá 12.04.2023
Fundargerðir nefnda
14.2304012F - Menntaráð - 112. fundur frá 18.04.2023
Fundargerð í fjórum liðum.
Fundargerðir nefnda
15.2304001F - Leikskólanefnd - 151. fundur frá 13.04.2023
Fundargerð í tveimur liðum.
Fundargerðir nefnda
16.2304005F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 163. fundur frá 18.04.2023
Fundargerð í fjórum liðum.
Fundargerð
17.2304013F - Velferðarráð - 118. fundur frá 24.04.2023
17.4
2203963
Bókanir funda stjórnar SSH. Heimilislausir með fjölþættan vanda
Niðurstaða Velferðarráð - 118
Velferðarráð þakkar fyrir framkomna skýrslu samstarfsverkefnis í málefnum heimilislausra og kynninguna á helstu niðurstöðum og tillögum.
Fundargerðir nefnda
18.23041534 - Fundargerð 922. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.03.2023
Fundargerð 922. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.03.2023.
Fundargerðir nefnda
19.23031938 - Fundargerð 368. fundar stjórnar Strætó frá 17.03.2023
Fundargerð 368. fundar stjórnar Strætó frá 17.03.2023.
Fundargerðir nefnda
20.23041536 - Fundargerð 923. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 05.04.2023
Fundargerð 923. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 05.04.2023.
Fundargerðir nefnda
21.2304898 - Fundargerð 555. fundar stjórnar SSH frá 03.04.2023
Fundargerð 555. fundar stjórnar SSH frá 03.04.2023.
Fundargerðir nefnda
22.23041537 - Fundargerð 924. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. apríl 2023
Fundargerð 924. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. apríl 2023.
Fundargerðir nefnda
23.23041664 - Fundargerð 556. fundar stjórnar SSH frá 17.04.2023
Fundargerð 556. fundar stjórnar SSH frá 17.04.2023.
Fundargerðir nefnda
24.23041969 - Fundargerð 104. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 27.02.2023
Fundargerð 104. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 27.02.2023.
Erindi frá bæjarfulltrúum
25.23041977 - Ósk bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um að lagður verði fram samningur um úttekt á málaflokki fatlaðs fólks
Ósk bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um að lagður verði fram samningur um úttekt á málaflokki fatlaðs fólks.
Erindi frá bæjarfulltrúum
26.23041974 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um stöðu mála varðandi samkeppni um hönnun sundlaugar í Fossvogsdal
Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um stöðu mála varðandi samkeppni um hönnun sundlaugar í Fossvogsdal.
Erindi frá bæjarfulltrúum
27.23041972 - Tillaga bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um að vinna að uppsetningu hundagerða í öllum hverfum bæjarins
Tillaga bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um að vinna að uppsetningu hundagerða í öllum hverfum bæjarins.
Erindi frá bæjarfulltrúum
28.23042028 - Ósk bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur eftir upplýsingum um vorhreinsun í Kópavogi
Lögð fram ósk bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur eftir upplýsingum um vorhreinsun í Kópavogi. Lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúans.
Fundi slitið - kl. 11:39.