Bæjarráð

3125. fundur 13. apríl 2023 kl. 08:15 - 11:13 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2302570 - Útboð - Malbiksframkvæmdir 2023-2026

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 11.04.2023, lagðar fram niðurstöður útboða á malbiksframkvæmdum í Kópavogi 2023-2025 sem voru opnuð 29. mars 2023.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Loftorku Reykjavík ehf. um malbiksviðgerðir árin 2023-2025.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Loftorku Reykjavík ehf. um malbiksframkvæmdir árin 2023-2025.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Colas Ísland ehf. um fræsingu malbiksslitlaga 2023-2025.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Malbikunarstöðina Höfða hf. um efnisútvegun árið 2023.

Ýmis erindi

2.2304218 - Styrktarsjóður EBÍ 2023. Boð um að senda inn umsókn

Frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dags. 04.04.2023, lagt fram erindi um úthlutunarsjóð EBÍ.
Lagt fram.

Ýmis erindi

3.2304680 - Erindi til bæjarráðs - Kvikmyndasafn

Frá Marteini Sigurgeirssyni, dags. 30.03.2023, lagt fram erindi um yfirfærslu efnis á stafrænt form.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar forstöðumanns menningarmála.

Ýmis erindi

4.2304031 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál

Frá atvinnuveganefnd, dags. 31.03.2023, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

5.2304042 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024-2028, 860. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 31.03.2023, lagt fram til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024-2028,860. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

6.2304032 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040, 915. mál

Frá atvinnuveganefnd, dags. 31.03.2023, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040, 915. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Fundargerðir nefnda

7.2303018F - Íþróttaráð - 130. fundur frá 30.03.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.
  • 7.3 2302168 Styrkir íþróttaráðs - kynning
    Á fundi íþróttaráðs 16. mars sl. voru reglur um styrki íþróttaráðs endurskoðaðar.
    Í þeirri vinnu var ákveðið að leggja niður sérstyrki ráðsins og sameina undir ferðastyrki. Einnig var ákveðið að leggja niður árangursstyrki ráðsins og sameina undir Afrekssjóð íþróttaráðs. Breytingarnar eru gerðar með það að leiðarljósi að efla stuðning við afreksíþróttafólk í bænum.
    Reglur um iðkenda/starfsstyrki, ferðastyrki og afrekssjóð voru endurskoðaðar og eru nú lagðar fram til samþykkis.
    Niðurstaða Íþróttaráð - 130 Íþróttaráð samþykkir endurskoðaðar reglur um styrki íþróttaráðs og vísar þeim til samþykktar í bæjarráði. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar breytingar á styrkjum íþróttaráðs.

Fundargerðir nefnda

8.2303024F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 98. fundur frá 29.03.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2303028F - Lista- og menningarráð - 150. fundur frá 28.03.2023

Fundagerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2303032F - Lista- og menningarráð - 151. fundur frá 30.03.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2304002F - Lista- og menningarráð - 152. fundur frá 11.04.2023

Fundargerð í einum lið.
Trúnaðarmál sem vísað er til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 11.1 2212440 Stjórnsýsla - Menningarmál
    Framhald á umræðu um úttekt á starfsemi menningarhúsanna í Kópavogi. Á 150. fundi ráðsins voru kynntar tillögur bæjarstjóra í kjölfar úttektar KPMG á starfsemi húsanna. Lista- og menningarráð frestaði afgreiðslu málsins og óskaði eftir að fá forstöðumenn menningarhúsanna á fund nr. 151 til að svara fyrirspurnum. Í kjölfarið var óskað eftir samantekt frá þeim varðandi skýrslu KPMG og liggja þær nú fyrir þessum fundi. TRÚNAÐUR ríkir um tillögurnar. Niðurstaða Lista- og menningarráð - 152 Fyrir fundinum liggur tillaga sem lögð var fyrir á 150. fundi ráðsins. Ein breytingartillaga er gerð á fyrri tillögu og snýr hún að Salnum. Hér að neðan eru settar fram tillögur bæjarstjóra lið fyrir lið.

    1. Nýtt upplifunarrými sem tengir saman bókmenntir, myndlist, náttúruvísindi og tónlist fyrir börn og fjölskyldur á fyrstu hæð Bókasafnsins og Náttúrufræðistofu.
    Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með 3 atkvæðum og hjásetu Elvars Helgasonar og Ísabellu Leifsdóttur og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    2. Virkja enn frekar samstarf milli menningarhúsa með sérstöku tengslatorgistarfsmanna þvert á húsin sem sinna fræðslu, viðburðum, skólahópum, kynningar- og markaðsmálum.
    Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    BÓKASAFN KÓPAVOGS
    3. Áhersla lögð á aukna sjálfsafgreiðslu.
    Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með 4 atkvæðum og hjásetu Ísabellu Leifsdóttur og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    4. Starfslýsingum breytt og aðlöguð nýjum áherslum.
    Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með 3 atkvæðum og hjásetu Elvars Helgasonar og Ísabellu Leifsdóttur og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA
    5. Safneign Náttúrufræðistofu, fræðsla, miðlun og rannsóknir á henni færast undir forstöðumann Gerðarsafns.
    Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með 3 atkvæðum og hjásetu Elvars Helgasonar og Ísabellu Leifsdóttur og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    6. Rannsóknastarfsemi, önnur en á safneign, og vöktun á vatnalífríki lögð niður og færð öðrum í samstarfi við Kópavogsbæ.
    Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með 4 atkvæðum og hjásetu Ísabellu Leifsdóttur og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    GERÐARSAFN
    7. Opnunartíma verður breytt í takt við breyttar þarfir.
    Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með 3 atkvæðum og hjásetu Elvars Helgasonar og Ísabellu Leifsdóttur og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    8. Boðið verður í auknum mæli upp á námskeið og fræðslu á vegum safnsins, til dæmis kvöldnámskeið sem tengjast menningu og listum.
    Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    9. Á sama tíma verður aukin áhersla á að sækja nýjar tekjur til safnsins.
    Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með 3 atkvæðum og hjásetu Elvars Helgasonar og Ísabellu Leifsdóttur og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    HÉRAÐSSKJALASAFN
    10. Héraðsskjalasafn verði lagt niður og farið í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum og skjölum Kópavogsbæjar verði eftirleiðis skilað til Þjóðskjalasafnsins.
    Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með 3 atkvæðum og hjásetu Elvars Helgasonar og Ísabellu Leifsdóttur og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    11. Einkasöfnum, ljósmyndasafni Kópavogs og Sögufélagi Kópavogs verði tryggð aðstaða og áframhaldandi starfsemi í stofnunum bæjarins.
    Bókun fundar: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    SALURINN
    12. Svo breytt: Stofnaður verði starfshópur sem komi með tillögur til bæjarstjóra um hvernig unnt sé að fjölga viðburðum og komu gesta. Þá verði meðal verkefna starfshópsins að kortleggja kosti þess og galla við að útvista
    rekstri Salarins.
    Bókun: Lista- og menningarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    13. Ef til útvistunar kæmi yrðu sett skilyrði um notkun og aðgengi Kópavogsbæjar að Salnum fyrir sína starfsemi.
    Bókun: Lista- og menningarráð samþykkir að fresta tillögunni.

    Bókun:
    Fulltrúar Viðreisnar, Vina Kópavogs, Pírata og Samfylkingarinnar fordæma vinnubrögð við afgreiðslu meirihluta lista- og menningarráðs á tillögum bæjarstjóra um starfsemi menningarhúsanna. Tillögur bæjarstjóra byggja á úttekt sem stenst ekki skoðun eins og sjá má á minnisblöðum frá forstöðumönnum húsanna og þegar rýnt er í úttektina sjálfa. Lágmark hefði verið að bera helstu forsendur úttektarinnar undir forstöðumenn menningarhúsanna áður en farið var í frekari útfærslu á tillögum.

    Í úttektinni var lagt upp með hagræðingarkröfu og útvistun að leiðarljósi án samráðs við lista- og menningarráð sem þó fer með málefni menningarhúsanna. Það upplegg var aldrei rætt í ráðinu sem er ámælisvert þar sem lista- og menningarráð fer með menningarmál bæjarins samkvæmt erindisbréfi ráðsins og bæjarmálasamþykkt.

    Við vinnslu málsins hafa komið fram afar gagnlegar upplýsingar og ábendingar, m.a. frá forstöðumönnum menningarhúsanna, sem við teljum mikilvægt að skoða nánar. Sá hraði sem hefur verið á málsmeðferðinni er óskiljanlegur og skaðlegur. Ekki hefur gefist ráðrúm til að skoða málin nægilega svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir.

    Það starf sem unnið er í menningarhúsum bæjarins skilar margföldum ágóða til bæjarbúa í auðugu mannlífi, bættri lýðheilsu og upplýstu samfélagi ásamt því að gera Kópavog að eftirsóknarverðum stað til að búa á og heimsækja. Slíkt er ekki hægt að mæla eingöngu í krónum og aurum. Við höfum mörg tækifæri til að bæta menningarlíf bæjarbúa og gesta enn frekar en þessi málsmeðferð er ekki líkleg til árangurs.

    Fulltrúar Viðreisnar, Vina Kópavogs, Pírata og Samfylkingarinnar fordæma þessa málsmeðferð við afgreiðslu tillagnanna harðlega.

    Elvar Helgason,
    Ísabella Leifsdóttir,
    Margrét Ásta Arnarsdóttir og
    Margrét Tryggvadóttir.
    Bókun:
    Við fögnum fyrirliggjandi tillögum og tökum undir þær allar, enda sýna þær djörfung og þor og eru í takt við menningarstefnu Kópavogs og ekki síður tíðarandann. Málið hefur verið rætt á þremur fundum ráðsins og kynnt ítarlega. Upplifunarrýmið er gríðarlega spennandi tækifæri til uppbyggingar. Þegar á heildina er litið felast bæði sóknartækifæri og meiri samþætting í starfseminni eftir að tillögurnar verða innleiddar og koma til með að efla menningar- og listalífið í Kópavogi.
    Elísabet Sveinsdóttir
    Helga Hauksdóttir
    Jónas Skúlason

    Trúnaðarmál sem vísað er til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

12.2303025F - Skipulagsráð - 140. fundur frá 03.04.2023

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa máli nr.12 í fundargerð skipulagsráðs til frekari rýni skipulagsdeildar.
  • 12.6 22114327 Dalvegur 32 A, B, C. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga Arkís arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 7. nóvember 2022 að breyttu deiliskipulagi Dalvegar 32 A, B og C.
    Í breytingunni felst að byggingarreitur Dalvegar 32B minnkar til austurs, byggingarreitur Dalvegar 32C stækkar og færist til á lóðinni. Byggingarreitur Dalvegar 32C hækkar jafnframt úr 2 hæðum ásamt kjallara í 2-4 hæðir ásamt kjallara og 6 hæðir ásamt kjallara austast á lóðinni. Heildarbyggingarmagn á lóð eykst úr 9.300 m2 í 18.618 m². Svæðisnýting eykst úr 0.4 í 0.8. Nýtingarhlutfall lóðar verður 1. Fyrirkomulag og fjöldi bílastæða á lóð breytist. Gert verður ráð fyrir akstursleið til vesturs frá lóðarmörkum Dalvegar 32 inn á lóðina að Dalvegi 30
    Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum. Tillögunni fylgir jafnframt umferðargreining frá VSÓ ráðgjöf dags. í október 2022, mat á áhrifum á hljóðvist frá Hljóðvist Ráðgjöf og Hönnun dags. 3. október 2022, skugga/vind/loftslagsgreiningar frá Reflex Arkitekter dags. 7. nóvember 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 15. desember 2022 var afgreiðslu málsins frestað.
    Þá er lögð fram rýni á gögn umferðargreininga frá VSB verkfræðistofu dags. 14. mars 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 140 Skipulagsráð samþykkir með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarsonar og Gunnari Sæs Ragnarsonar gegn atvæðum Bergljótar Kristinsdóttur, Kristjáns Inga Gunnarssonar og Helgu Jónsdóttur með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bókun frá Helgu Jónsdóttur, Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, Kristjáni Inga Gunnarssyni og Bergljótu Kristinsdóttur:
    „Á fundi skipulagsráðs 5. desember 2022 var samþykkt með sjö atkvæðum eftirfarandi tillaga Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar: „Skipulagsráð samþykkir að efnt verði til fundar með íbúum og hagaðilum vegna skipulagsmála er tengjast Dalvegi. Farið verði yfir heildarmyndina, hljóðvist, ljósmengun, aðgengi o.s.f. Sérstök áhersla verður lögð á kynningu á fyrirhuguðum umferðarlausnum á svæðinu“
    Undirrituð telja nauðsynlegt að slíkur fundur sé haldinn og leiðsögn úr honum verði til hliðsjónar þegar ákvörðun um auglýsingu skipulags verður tekin. “

    Fundarhlé kl. 16:48.
    Fundi fram haldið kl. 16:55.

    Bókun frá Hjördísi Ýr Johnson, Kristni Degi Gissurarsyni, Andra Steini Hilmarssyni og Gunnari Sæ Ragnarssyni:
    „Undirrituð ítreka fyrri bókun um fund með íbúum og hagaðilum. Eðlilegt er að slíkur fundur fari fram á kynningartíma.“
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 12.7 2212082 Kríunes. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga Nexus arkitekta. dags. 1. desember 2022 fh. lóðarhafa Kríuness að breyttu deiliskipulagi; Vatnsendi - Milli vatns og vegar, samþykkt í bæjarstjórn 8. maí 2001 m.s.br. samþykktar í bæjarstjórn 23. september 2003, 28. júlí 2009, 22. september 2015 og 27. júní 2017. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Fagraholti til norðurs, Elliðavatni til austurs og suðurs og landi Vatnsenda til vesturs og nær aðeins til leigulandsins Kríuness. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri viðbyggingu hótelsins á neðri hæð hússins á suðurhluta lóðar. Að auki er gert ráð fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi hússins með því að breyta hluta núverandi húsnæðis hótelsins í íbúðarhúsnæði. Heildarfjöldi hótelherbergja og íbúða er óbreyttur. Hæð byggingarreits breytist ekki. Við breytinguna eykst fermetrafjöldi á lóð úr 2.875 m² í 3.370 m². Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður um 0.22. Á fundi skipulagsráðs 19. desember 2022 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, ein umsögn barst. Á fundi skipulagsráðs 6. mars 2023 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Uppfærður uppdráttur dags. 23. mars 2023 ásamt umsögn skipulagsdeildar dags. 30. mars 2023. Niðurstaða Skipulagsráð - 140 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

13.2303022F - Öldungaráð - 21. fundur frá 30.03.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.23032723 - Fundargerð 41. eigendafundar stjórnar Strætó frá 27.03.2023

Fundargerð 41. eigendafundar stjórnar Strætó frá 27.03.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.23032711 - Fundargerð 554. fundar stjórnar SSH frá 27.03.2023

Fundargerð 554. fundar stjórnar SSH frá 27.03.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2304698 - Fundargerð 921. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.03.2023

Fundargerð 921. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.03.2023.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

17.2208756 - Ósk um leyfi fyrir merkingum á mannvirkjum í rekstri Breiðabliks

Bæjarfulltrúi Bergljót Kristinsdóttir óskar eftir svari bæjarstjóra við erindi Breiðabliks frá 28.08.2022.
Bæjarstjóri grein fyrir fyrirhuguðum starfshópi vegna málsins.

Erindi frá bæjarfulltrúum

18.2304758 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur um stefnumörkun í tjónamálum er stafa frá mannvirkjum Kópavogsbæjar.

Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur um stefnumörkun í tjónamálum er stafa frá mannvirkjum Kópavogsbæjar.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Theódóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 11:03.

Fundi slitið - kl. 11:13.