Bæjarráð

3122. fundur 16. mars 2023 kl. 08:15 - 11:33 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Indriði Ingi Stefánsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23031177 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023

Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lagður fram viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2023. Viðaukinn er vegna borunar rannsóknarborholu í Bláfjöllum, málsnúmer 2207106.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.23031122 - Gerðarsafn - Samningur um leigu á rými og veitingarekstur í húsnæði Gerðasafns

Frá forstöðumanni menningarmála, dags. 14. mars, lagt fram erindi þar sem óskað er efir samþykki bæjarráðs á samning um leigu á rými og veitingarekstur í húsnæði Gerðasafns.
Bæjarráð frestar erindinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2107265 - Tónahvarf 4. Umsókn og beiðni um viðræður um lóð

Frá bæjarlögmanni, dags. 13. mars 2023, lagt fram minnisblað um feril umsóknar Teits Jónassonar um lóð við Tónahvarf.
Bæjarráð vísar erindinu með fjórum atkvæðum og hjásetu Andra Steins Hilmarssonar til bæjarlögmanns að nýju til frekari viðræðna við umsækjanda. Bæjarráð lítur svo á að viðræður um úthlutun lóðarinnar Tónahvarfs 4 séu samhangandi við framtíðarhugmyndir um lóðarréttindi Dalvegar 22. Bæjarráð óskar því upplýsinga um hvenær og með hvaða hætti lóðarréttindi Dalvegar 22 kæmu til Kópavogsbæjar.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 09:03

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2302241 - Gatnagerð við gatnamót við Dalveg 30

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 13.03.2023, lagðar fram niðurstöður útboðs á gatnagerð við gatnamót við Dalveg 30. Lagt er til við bæjarráð að tilboði Óskataks ehf. verði tekið og gerður verði verksamningur við fyrirtækið um verkið.
Bæjarráðs samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur að tilboði Óskataks ehf. verði tekið og gerður verði verksamningur við fyrirtækið um verkið.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2303678 - Dalsmári 5, Fífan, Sena ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 9. mars 2023, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Senu ehf., kt. 510205-1380, Hagasmára 1, Kópavogi, um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi í tilefni af árshátíið Íslandsbanka þann 18. mars 2023. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til umsagnar lögfræðideildar.

Ýmis erindi

6.2303677 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir, 782. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 8. mars 2023, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lög um um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

7.2303832 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 9. mars, lagt fram til umsagnar tilllaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

8.2303837 - Til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 128. mál.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 9. mars 2023, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 128.mál.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

9.2303851 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026, 795. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 9. mars, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026,795. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

10.2303839 - Til umsagnar frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53-1972, með síðari breytingum, 165. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum, 165. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

11.23031131 - Innviðaráðuneytið vekur athygli á gagngerum breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Frá innviðaráðuneytinu, dags. 13. mars, lagt fram erindi þar sem vakin er athygli á því að nýverið voru kynntar í samráðsgátt stjórnvalda gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Breytingarnar miða að því að bæta gæði jöfnunar og einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins. Þá er það markmið að umgjörð sjóðsins endurspegli og fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar.
Bæjarráð óskar eftir kynningu frá fulltrúum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á fyrirhuguðum breytingum á regluverki sjóðsins. Aukinheldur er óskað yfirlits yfir þá styrki sem Kópavogsbær hefur fengið úr sjóðnum s.l. 10 ár.

Ýmis erindi

12.23031101 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2023

Frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dags. 13. mars 2023, lagt fram fundarboð aðalfundar sem haldinn verður föstudaginn 31. mars 2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2303792 - Fundargerð 553. fundar stjórnar SSH frá 06.03.2023

Fundargerð 553. fundar stjórnar SSH frá 06.03.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2303793 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 17.02.2023

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 17.02.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2302017F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 363. fundur frá 24.02.2023

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2303003F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 97. fundur frá 08.03.2023

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2303004F - Velferðarráð - 116. fundur frá 13.03.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

18.23031234 - Ósk bæjarfulltrúa Samfylkingar um umræður um stöðu á samningsgerð um samræmda móttöku flóttamanna við ríkið

Frá bæjarfulltrúa Samfylkingar, lögð fram ósk um umræður á stöðu á samningsgerð um samræmda móttöku flóttamanna við ríkið.
Umræður.

Fundarhlé hófst kl. 11:13, fundi fram haldið kl. 11:30

Bókun:
"Nú er að verða liðið ár frá því fyrrverandi bæjarstjóri sjálfstæðismanna staðfesti að Kópavogur væri kominn á lista yfir sveitarfélög sem ætluðu að taka þátt í samræmdri móttöku flóttamanna. Enn hefur enginn samningur litið dagsins ljós en flóttamenn setjast á sama tíma að í Kópavogi með tilstuðlan Vinnumálastofnunar. Bæjarfélagið fær enga meðgjöf frá ríkinu með þessum flóttamönnum. Brýnt er að flýta samningsgerð eins og hægt er til að gæta bæði hagsmuna flóttafólks og bæjarins. Með því að að taka fljótt og vel á móti fólki má styðja það til virkrar þátttöku í samfélaginu."
Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Indriði Ingi Stefánsson
Theódóra Þorsteinsdóttir


Bókun:
"Sviðsstjóri velferðarsviðs fór vel yfir forsendur samninga um samræmda móttöku flóttafólks og ástæður þess að samningaviðræður standi enn yfir. Gert er ráð fyrir að viðræðum ljúki fljótlega. Rétt er að árétta að Kópavogsbær er að þjónusta fjölda flóttafólks og mun gera það áfram."
Andri Steinn Hilmarsson
Hjördís Ýr Johnson
Orri V. Hlöðversson

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir - mæting: 10:45
  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 10:45

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.1905501 - Tillaga um að stofna starfshóp um útfærslu á nýtingu trjáræktarsvæðis fyrir almenning og fyrirtæki í Kópavogi til eigin kolefnisjöfnunar

Frá bæjarfulltrúa Samfylkingar, lögð fram tillaga um að stofna starfshóp um útfærslu á nýtingu trjáræktarsvæðis fyrir almenning og fyrirtæki í Kópavogi til eigin kolefnisjöfnunar.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

20.23031468 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa - Kostnaður vegna barna búsettra í Kópavogi í sjálfstætt starfandi skólum

Fyrirspurn frá Indriða I. Stefánssyni um hverjar yrðu breytingar á kostnaði bæjarins vegna barna búsettra í Kópavogi sem ganga í sjálfstætt starfandi skóla, kæmi til samþykktar fyrirliggjandi frumvarps þessa efnis, sbr. dagskrárliður 8.
Bæjarráð samþykkir að taka málið inn með afbrigðum.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs.

Fundi slitið - kl. 11:33.