Bæjarráð

3119. fundur 16. febrúar 2023 kl. 08:15 - 11:17 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson, aðalmaður boðaði forföll og Hannes Steindórsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Einar Örn Þorvarðarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.22114478 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteindóttur um langtímaáætlun er varðar uppbyggingu á grunnskólum og leikskólum í Kópavogi

Frá sviðsstjórum umhverfis - og menntasviðs, dags. 13.02.2023, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa um langtímaáætlun er varðar uppbyggingu á grunnskólum og leikskólum í Kópavogi.
Lagt fram.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2302241 - Gatnagerð við gatnamót við Dalveg 30

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 06.02.2023, lögð fram beiðni um heimild bæjarráðs til að bjóða út gatnagerð við Dalveg 30.
Bæjarráð frestaði erindinu 09.02.2023.
Bæjarráð samþykkir umbeðna heimild með þrem atkvæðum gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur og Einars A. Þorvarðarsonar.

Fundarhlé hófst kl. 9:05, fundi fram haldið kl. 9:30.

Bókun:
"Á fundi skipulagsráðs 5. desember sl.var samhljóða samþykkt að efna til fundar með íbúum og hagaðilum vegna skipulagsmála er tengjast Dalvegi. Fara á yfir heildarmyndina, hljóðvist, ljósmengun, aðgengi o.s.f. Sérstök áhersla verði lögð á kynningu á fyrirhuguðum umferðarlausnum á svæðinu.“ Meðan slíkur fundur hefur ekki verið haldinn og ekki kallað eftir viðhorfum íbúa, verður ekki samþykkt að einstök verkefni fari í útboð."

Helga Jónsdóttir
Einar Þorvarðarson
Bergljót Kristinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir


Bókun:
"Útboðið sem um ræðir byggir á staðfestu deiliskipulagi á svæðinu þar sem meðal annars umferðagreining lá til grundvallar og fór í gegnum lögbundið kynningarferli. Umræddur kynningarfundur verður haldinn þegar endanleg útfærsla liggur fyrir efst á Dalvegi í samræmi við ákvörðun skipulagsráðs."

Orri V. Hlöðversson
Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Hannes Steindórsson

Gestir

  • Alda Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 08:57
  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:57
  • Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:57

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.22052093 - Sundlaugar - Samningar um ræstingar 2022 - 2024

Frá lögfræðideild, dags. 13.02.2023, lögð fram beiðni til bæjarráðs að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda um ræstingar í Sundlaugum Kópavogs.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Einars A. Þorvarðarsonar að gengið verði til samninga við Sólar ehf.

Gestir

  • Steinn S. Finnbogason, lögfræðingur - mæting: 09:34
  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupdeildar - mæting: 09:34

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2208478 - Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15. Kæra vegna stjórnvaldsákvörðunar skipulagsráðs Kópavogs um höfnun á breyttu deiliskipulagi

Frá Skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2023, lagt fram svar við fyrirspurn Theódóru S. Þorsteinsdóttur frá 26. janúar 2023.
Fundarhlé hófst kl. 9:59, fundi fram haldið kl. 10:55.

Tillaga Helgu Jónsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Einars A. Þorvarðarsonar:
Lagt er til að fyrirspurninni verði vísað til baka með ósk um skýrari svör. Í minnisblaðinu er ekki svar við fyrirspurninni um hvaðan ósk um fjölgun íbúða á Nónhæð er komin. Mikilvægt er að fá svör, sérstaklega í ljósi þess að skipulagsráð hafnaði þann 7. september 2020 ósk lóðarhafa um fjölgun íbúða úr 140 í 151 enda samræmdist hún ekki fyrra aðalskipulagi. Einnig er nauðsynlegt að fá skýrt svar við því hvernig athygli kjörinna fulltrúa var beint að tillögu um þessa fjölgun íbúða fyrir afgreiðslu nýs aðalskipulags.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.


Bókun:
"Meirihlutinn telur að minnisblað umhverfissviðs sé ítarlegt og vel unnið út frá fyrirliggjandi gögnum. Hins vegar teljum við ekkert því til fyrirstöðu að verða við tillögu minnihlutans að vísa fyrirspurninni til baka."

Orri V. Hlöðversson
Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Hannes Steindórsson

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2302293 - Tónahvarf 6L. Umsagnarbeiðni um staðsetningu ökutækjaleigu

Frá lögfræðideild, dags. 13.02.2023, lögð fram umsögn um starfsemi ökutækjaleigu.
Bæjarráð veitir neikvæða umsögn með vísan til umsagnar lögfræðideildar.

Ýmis erindi

6.2302540 - Auglýst eftir framboðum til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga

Frá Lánasjóðui sveitarfélaga, dags. 10.02.2023, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir framboðum til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.2302001F - Íþróttaráð - 128. fundur frá 09.02.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2302487 - Fundargerð 551. fundar stjórnar SSH frá 06.02.2023

Fundargerð 551. fundar stjórnar SSH frá 06.02.2023
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2302008F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 362. fundur frá 10.02.2023

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2302003F - Velferðarráð - 114. fundur frá 13.02.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að reglulegur fundur falli niður þann 23. febrúar vegna vetrarfría í Kópavogi.

Fundi slitið - kl. 11:17.