Bæjarráð

3101. fundur 06. október 2022 kl. 08:15 - 10:27 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.22031152 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022

Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lagður fram viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2022. Viðaukinn er vegna 17. liðar, málsnúmer 2209860.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2209768 - Útboð - Endurskoðun Kópavogsbæjar 2022-2023

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 26.09.2022, lögð fram beiðni þar sem óskað er heimildar bæjaráðs til að bjóða út innkaup á endurskoðun Kópavogsbæjar fyrir árið 2022.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur að veita umbeðna heimild.

Gestir

  • Kristín Egilsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 08:20
  • Ingólfur Arnarson, deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:20
  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 08:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2209908 - Samningur um samráðshóp á sviði velferðarmála

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 30.09.2022, lögð fram drög að samningi um samráð og samstarf á höfuðborgarsvæðinu
um velferðarþjónustu. Lagt er til við bæjarráð að samþykkja framlögð drög.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlögð samningsdrög.
Fylgiskjöl:

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2208842 - Beiðni um kaup á hjóli fyrir íbúa hjúkrunarheimilisins í Boðaþingi

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 28.09.2022, lögð fram umsögn um beiðni um kaup á hjóli fyrir íbúa hjúkrunarheimilisins að Boðaþingi.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Fundarhlé hófst kl. 10:06, fundi fram haldið kl. 10:16

Bókun:
"Undirrituð telur að Kópavogsbær eigi að styrkja kaup á hjóli um 50% líkt og áður hefur verið gert. Jafnframt að stígar verði lagfærðir ef þörf er á og að Kópavogsbær styrkja kaup á hlífðarfatnaði fyrir notendur. Verkefnið er mikilvægt og mjög jákvætt lýðheilsuverkefni unnið af sjálfboðaliðum eða aðstandendum íbúa. Verkefnið styður jafnframt vel við yfirmarkmið um jöfnuð til heilsu hjá öllum aldurshópum með sérstöku tilliti til viðkvæmra hópa, sem og meginmarkmið um að skapa umhverfi sem hvetur til aukinnar hreyfingar og útivistar."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Bókun:
"Tek undir bókun Theódóru S. Þorsteinsdóttur."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Bókun:
"Undirrituð eru mjög jákvæð fyrir verkefninu. Fjárfesting í hjólum mun auka lífsgæði íbúa í Boðaþingi líkt og hefur verið raunin í Sunnuhlíð. Leggjum við því til að veitt verði sama fjárhæð og áður til hjólakaupa að teknu tilliti til verðlagsþróunar."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2208654 - Svæði 7, Kársnes. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14.09.2022, lögð fram umsögn um umsókn Nature Experinces ehf. um lóðina svæði 7.
Bæjarráð samþykkir, m.v.t. umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs, að hafna umsókn Nature Experience ehf. um lóðina svæði 7 að svo stöddu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2202676 - Skíðadeild Víkings - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 14.09.2022, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðaskálans í Lækjarbotunum (Skiðadeild Víkings) um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 1.069.775,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts að fjárhæð kr. 1.069.775,-

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2202136 - Funalind 2 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 15.09.2022, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Leikfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 137.400,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts að fjárhæð kr. 137.400,-

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2209760 - Borgarholtsbraut 19, Kársnes ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 29.09.2022, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 26.09.2022, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kársnes ehf. kt. 560119-2830, um tímabundið áfengisleyfi vegna tónleika þann 28.10.2022, frá kl.21.00 - 00.00 á Mossley, Borgarholtsbraut 19, 200 Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.2209407 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Hjördísi Ýr Johnson um meðferð upplýsinga er fram koma á fundum nefnda og ráða

Frá lögfræðideild, dags. 28.09.2022, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa frá 15.09.2022.
Lagt fram.

Bókun:
"Þakka fyrir svarið"

Hjördís Ýr Johnson.

Ýmis erindi

10.2206006 - Áskorun til sveitarfélaga vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði

Frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landssambandi eldri borgara dags. 21.09.2022, lögð fram áskorun vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði.
Lagt fram.

Ýmis erindi

11.2209756 - Götu- og torgsala

Frá Markaðsstofu Kópavogs, dags. 20.09.2022, lagt fram erindi varðandi reglur um götu- og torgsölu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

12.2209835 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2022

Frá innviðaráðuneyti, dags. 27.09.2022, lagt fram erindi vegna ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram.

Ýmis erindi

13.2209860 - Bókun á 38. eigendafundi strætó - Aukið rekstrarframlag

Frá Strætó, dags. 24.09.2022, lagt fram minnisblað fjármálastjórahóps sveitarfélaga sem að standa að rekstri Strætó.
Lagt fram.

Ýmis erindi

14.2209882 - Hvatning til að fjölga tækifærum barna til áhrifa innan sveitarfélagsins

Frá UNICEF á Íslandi, dags. 28.09.2022, lagt fram erindi varðandi ungmennaráð sveitarfélaga.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu sviðsstjóra menntasviðs.

Ýmis erindi

15.2209912 - Bókun frá 109. fundi svæðisskipulagsnefndar - Tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar fyrir 2023

Frá svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, dags. 29.09.2022, lögð fram bókum sem óskað er eftir að verið tekin fyrir hjá sveitarfélaginu.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Ýmis erindi

16.2210026 - Samstarfsyfirlýsing milli Heilsuverndar, Heilsugæslunnar Urðarhvarfi og Kópavogsbæjar um fræðslu og heilsueflingu fyrir eldri borgara í Kópavogi

Frá Heilsuvernd ehf., dags. 10.05.2022, lagt fram erindi varðandi samstarf við Kópavogsbæ um fræðslu og heilsueflingu eldri borgara.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs, menntasviðs og stjórnsýslusviðs.

Ýmis erindi

17.2210053 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 1232010 (uppbygging innviða), 144. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 03.10.2022, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða),144. mál.


Bæjarráðs samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

18.22067388 - Erindi til sveitastjórnar vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum

Frá innviðaráðuneyti, dags.03.10.2022, lagt fram erindi varðandi stefnumótun þar sem bæjarfulltrúar eru hvattir til að taka þátt í samráðsfundum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2209857 - Fundargerð 38. eigendafundar stjórnar Strætó frá 26.09.2022

Fundargerð 38. eigendafundar stjórnar Strætó frá 26.09.2022
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.2209027F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 353. fundur frá 30.09.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.2209024F - Hafnarstjórn - 127. fundur frá 04.10.2022

Fundagerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.2209019F - Menntaráð - 102. fundur frá 04.10.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.2209009F - Skipulagsráð - 128. fundur frá 03.10.2022

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.
  • 23.4 22067538 Bakkabraut 9-23, reitur 8. Breytt deiliskipulag og byggingaráform.
    Lögð fram að nýju umsókn Björns Skaptasonar arkitekts fh. lóðarhafa dags. 26. júní 2022 og breytt 29. september 2022 um breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar - Bakkabraut 1-26, Nesvör 1 og Vesturvör 29, 31 og 33 sem samþykkt var í bæjarstjórn 17. október 2017 ásamt skipulagsskilmálum og skýringarhefti B og birt í B- deild Stjórnartíðinda 22. janúar 2018. Breytingin nær aðeins til hluta deiliskipulagssvæðisins nánar til tekið til Bakkabrautar 9-23. Til að auka gæði íbúða í húsinu eru 34 geymslum sem ráðgerðar voru inni í íbúðum færðar í kjallara og þar með er rými sem er undir burðarvirki hússins nýtt betur. Að auki verður gert ráð fyrir 11 sérgeymslum sem fylgja stórum íbúðum. Byggingarmagn A-rýma í kjallara er aukið um 774 m² og byggingarmagn A-rýma ofanjarðar er aukið um 306 m². Heildarbyggingarmagn á lóð eykst um 1.080 m² og verður um 21.730 m². Lóðin er skráð 10.368 m² og nýtingarhlutfall í heild eykst úr 1.99 í 2.09 Byggingaráform koma fram í skýringarhefti dags. í ágúst 2022 og breytt 29. september 2022 þar sem fram kemur að hönnun og frágangur húsa og lóðar fellur að og er í samræmi við lið 2 og viðmið sem tilgreind eru í almennum ákvæðum í gildandi skipulagsskilmálum. Nýtingarhlutfall hækkar úr 1,9 í 2,2. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag.
    Meðfylgjandi skipulagsuppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 10.08.2022 og skýringarhefti B dags. 10. ágúst 2022.
    Á fundi skipulagsráðs þann 15. ágúst 2022 var samþykkt með tilvísun 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan yrði auglýst og var málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Á fundi bæjarráðs þann 18. ágúst 2022 var samþykkt að vísa málinu til frekari rýni skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram breytt byggingaráform dags. 29. september 2022 þar sem fermetrafjöldi verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð er aukinn í 970 m² í samræmi við markmið gildandi deiliskipulags.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 128 Skipulagsráð samþykkir með 6 atkvæðum með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 23.5 2208612 Hlíðarvegur 15. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 19. ágúst 2022 þar sem umsókn Andra Gunnars Lyngberg Andréssonar arkitekts f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir breytingum á lóðinni nr. 15 við Hlíðarveg er vísað til skipulagsráðs með tilvísun í 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Í breytingunni felst að núverandi íbúðarhús á lóðinni verði fjarlægt og fjölbýlishús með kjallara reist í þess stað. Fyrirhuguð nýbygging verði á á tveimur hæðum ásamt niðurgrafinni bílageymslu í kjallara. Ráðgert er að íbúðirnar verði fjögurra herbergja og um 110 m² að stærð með yfirbyggðum svölum ásamt geysmlu í kjallara.
    Heildarstærð fyrirhugaðrar viðbyggingar er áætluð 560,9 m² að flatarmáli, þar af 115,9 í niðurgrafinni bílageymslu. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,13 í 0,66 við breytinguna.
    Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 1. júlí 2002 ásamt greingargerð og ásýndarmyndum.
    Jafnframt lagt fram minnisblað skipulagdeildar dags. 30. september 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 128 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 23.7 2207138 Hrauntunga 60A, kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 7. júlí 2022 þar sem umsókn Bjarna Kristinssonar arkitekts f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir breytingum á lóðinni nr. 60A við Hrauntungu er vísað til skipulagsráðs með tilvísun í 44. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Tvær íbúðir eru á lóðinni. Sótt er um leyfi til að byggja 20,2 m² garðskála við íbúð á neðri hæð hússins. Auk þess að breyta tveimur gluggum á suðurhlið hússins og bæta við glugga á vesturhlið hússins. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 14. júní 2022.
    Á fundi skipulagsráðs þann 15. ágúst 2022 var samþykkt að grenndarkynna ofangreinda umsókn. Kynningartíma lauk 23. september 2022. Engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 128 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 23.8 22068209 Lækjarbotnaland 53. Waldorfskólinn, ósk um deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Waldorfskóla í Lækjarbotnum dags. 29. júní 2022, þar sem óskað er eftir því að deiliskipulag verði unnið fyrir Lækjarbotna og skólastarfsemina.
    Á fundi skipulagsráðs þann 15. ágúst 2022 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar umhverfissviðs.
    Þá lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 30. september 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 128 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarsjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

24.2208015F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 156. fundur frá 20.09.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.
  • 24.1 2109582 Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033
    Frá verkefnastjórn á samstarfsvettvangi sorpsamlaga á suðvesturhluta landsins, dags. 14. janúar 2022, lögð fram tillaga að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði samlaganna fjögurra fyrir tímabilið 2022-2033. Teitur Gunnarsson og Páll Guðjónsson kynna fyrir hönd verkefnastjórnar sorpsamlaganna. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 156 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs. Nefndin mælir með að jafnframt verði horft verði til kostnaðar og mögulegra tekna í tengslum við svæðisáætlun um meðhöndlum úrgangs. Niðurstaða Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðir nefnda

25.2209020F - Velferðarráð - 107. fundur frá 26.09.2022

Fundargerð í tólf liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

26.2210013 - Fundargerð 405. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 30.09.2022

Fundargerð 405. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 30.09.2022
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

27.2210089 - Fundargerð 7. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 03.10.2022

Fundargerð 7. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 03.10.2022
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:27.