Bæjarráð

3094. fundur 04. ágúst 2022 kl. 08:15 - 09:02 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Indriði Ingi Stefánsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.22067603 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um kaup Kópavogsbæjar á veitingum á meirihlutafundum

Lagt fram svar við fyrirspurn Sigurbjargar E. Egilsdóttur um veitingar á meirihlutafundum.
Lagt fram.

Bókun:
"Undirritaður bókar mikilvægi þess að farið sé að innkaupareglum og samþykktum bæjarins við kaup á veitingum og þar sem bærinn er fjölskipað stjórnvald og öllum eigi að vera fyrirsjáanlegt hvernig ákvörðun um slík innkaup fari fram."
Indriði Ingi Stefánsson.

Bókun:
"Samlokur og djús voru keyptar fyrir fyrsta meirihlutafund nýs meirihluta sem haldinn var með starfsmanni bæjarins í bæjarstjórnarsal í hádegi. Það stendur ekki til að kaupa veitingar á meirihlutafundi kjörtímabilsins."
Ásdís Kristjánsdóttir, Orri Hlöðversson, Hjördís Ýr Johnson, Andri Steinn Hilmarsson.

Erindi frá bæjarfulltrúum

2.2208009 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Kópavogi um áhrif hækkunar bóta almannatrygginga á bótaþega í Kópavogi

Frá bæjarfulltrúa Bergljótu Kristinsdóttur, dags. 2. ágúst 2022, lögð fram fyrirspurn um áhrif hækkunar bóta almannatrygginga á bótaþega í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra velferðarsviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

3.2208028 - Fyrirspurn varabæjarfulltrúa Indriða I. Stefánssonar um gildi 154. fundar Umhverfis- og samgöngunefndar

Frá varabæjarfulltrúa Indriða I. Stefánssyni, dags. 27. júlí 2022, lögð fram fyrirspurn um gildi 154. fundar Umhverfis- og samgöngunefndar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Erindi frá bæjarfulltrúum

4.2208027 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Indriða I. Stefánssonar um framkvæmd yfirkjörstjórnar Kópavogs á skyldum skv. 119. gr. kosningalaga.

Frá varabæjarfulltrúa Indriða I. Stefánssyni, dags. 27. júlí 2022, lögð fram fyrirspurn um framkvæmd yfirkjörstjórnar á skyldum skv. 119. gr. kosningalaga.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarritara.

Fundi slitið - kl. 09:02.