Bæjarráð

3090. fundur 19. maí 2022 kl. 08:15 - 09:12 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Margrét Friðriksdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson, aðalmaður boðaði forföll og Bergljót Kristinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1808715 - Hlífðargólf yfir gervigras. Útboð 2

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 16. maí, lagðar fram niðurstöður útboðs fyrir hlífðargólf yfir gervigrasvelli í Kópavogi, þar sem lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við Altis ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að ganga til samninga við Altis ehf. í samræmi við tillögu innkaupastjóra.

Ýmis erindi

2.2205285 - Ósk um upplýsingar vegna óvissu með Íslandsmót í golfi vegna framkvæmda

Frá stjórn Golfsambands Íslands, dags. 3. maí, lagt fram erindi vegna framkvæmda við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar og óvissu um óskerta starfsemi klúbbsins í framtíðinni vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
Lagt fram.

Bókun bæjarráðs:
"Ekki er að sjá að framkvæmdir séu fyrirhugaðar innan staðarmarka Kópavogsbæjar sem gætu haft áhrif á fyrirhugað Íslandsmót í golfi árið 2029."

Ýmis erindi

3.2205893 - Kópavogsbæ boðið að styrkja alþjóðaátak gegn lungnabólgu

Frá Pneumolight, lagt fram erindi um að styrkja alþjóðaátak gegn lungnabólgu.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.

Fundargerðir nefnda

4.2205300 - Fundargerð 466. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 01.04.2022

Fundargerð

5.2204019F - Skipulagsráð - 120. fundur frá 16.05.2022

Lagt fram.
  • 5.8 2109328 Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram á ný erindi Rýma akritekta fyrir hönd lóðarhafa dags. 20. ágúst 2021 þar sem sótt eru um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst stækkun á byggingareit til norðurs þar sem fyrirhugað er að reisa einnar hæðar viðbyggingu alls 482 m2 að flatarmáli ásamt því að bílastæðum ofanjarðar er fjölgað um 43. Fyrirhuguð viðbyggingin yrði úr stálgrind og klædd með yleiningum.
    Uppdrættir í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. 8. júlí 2021.
    Á fundi skipulagsráðs 20. september 2021 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 28. september 2021 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Kynningartíma lauk 13. maí sl. Engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 120 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 5.9 22033070 Skólagerði 46, kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. apríl 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 25. mars 2022 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir sólstofu á suðurhlið hússins alls 29,1 m² að flatarmáli.
    Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar, Skólagerði 48 liggur fyrir.
    Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 7. janúar 2022.
    Samþykkt var með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum í Skólagerði 42, 44, 48, 50, 55 og 57.
    Kynningartíma lauk 13. maí sl. Engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 120 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 5.10 2204318 Hlíðarhvammur 12, kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. apríl 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 8. apríl 2022 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við austurhlið hússins alls 56,8 m² að flatarmáli.
    Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 1. febrúar 2022.
    Samþykkt var með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegi 4, 6, 8 og Hlíðarhvammi 10.
    Kynningartíma lauk 13. maí sl. Engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 120 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

6.2205012F - Menntaráð - 97. fundur frá 17.05.2022

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Bókun:
"Í ljósi þess að þetta er minn síðast bæjarráðsfundur hjá Kópavogsbæ vil ég þakka bæjarráði fyrir farsælt og gott samstarf í gegnum árin."
Ármann Kr. Ólafsson

Bókun bæjarráðs:
"Bæjarráð þakkar Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra fyrir gott samstarf í gegnum árin."

Fundi slitið - kl. 09:12.