Bæjarráð

3088. fundur 05. maí 2022 kl. 08:15 - 10:56 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson, aðalmaður boðaði forföll og Bergljót Kristinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2111146 - Lýðheilsustefna 2022-2025

Frá verkefnastjóra lýðheilsumála, dags. 7. apríl 2022, lögð fram til samþykktar lýðheilsustefna Kópavogsbæjar 2022-2025.
Bæjarráð vísar drögum að lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar 2022-2025 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bókun:
"Undirrituð telur mikilvægt að Kópavogsbær kaupi áfram gögn frá Rannsókn og greiningu. Jafnframt að gögn í Mælaborði barna verði uppfærð. Mælaborði fékk alþjóðleg verðlaun Unicef fyrir framúrskarandi lausnir og nýsköpun í nærumhverfi barna. Tel mikilvægt að halda áfram að þróa hugbúnaðinn Nightingale sem upplýsingatæknideild Kópavogs hefur þróað."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Gestir

  • Sigríður Sigurjónsdóttir verkefnastjóri lýðheilsumála - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2108635 - Menningarstefna Kópavogsbæjar

Lögð fram drög að menningarstefnu Kópavogs sem lista- og menningarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum þann 6. apríl 2022 til umfjöllunar í ráðum og nefndum Kópavogsbæjar.
Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að menningarstefnu Kópavogsbæjar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarhúsa - mæting: 08:33

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2110361 - Beiðni um endurkaup á íbúðum Sunnuhlíðar

Frá bæjarlögmanni, dags. 3. maí 2022, lagt fram minnisblað vegna beiðni Sunnuhlíðar um að fá að endurkaupa íbúðir að Kópavogsbraut 18 sem Kópavogsbær keypti af samtökunum árin 2010,2015 og 2016.
Bæjarráð hafnar beiðni um endurkaup eigna með tveim atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Hjördísar Ýr Johnson.

Bókun:
"Undirrituð telur að nú sé ekki rétti tíminn til að fækka félagslegum úrræðum í Kópavogi."
Karen E. Halldórsdóttir.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttr bæjarlögmaður - mæting: 09:01

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2204052 - Umsókn Kennarafélags ehf um rekstur leikskólans Aðalþings

Frá bæjarlögmanni dags. 3. maí, lagður fram til kynningar samningur menntasviðs við Kennarafélagið ehf.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.22021294 - Tillaga að kaupum á húsnæði vegna fjölgunar leikskólaplássa

Frá sviðsstjórum mennta- og umhverfissviðs, dags. 3. maí 2022, lögð fram tillaga að kaupum á húsnæðinu Furugrund 3, vegna fjölgunar leikskólarýma.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila viðræður um kaup á húsnæðinu Furugrund 3.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir - mæting: 09:43

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2202172 - Sveitarstjórnarkosningar 2022

Frá lögfræðideild, lagður fram starfsmannalisti undirkjörstjórna vegna sveitarstjórnarkosninga 2022.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2205011 - Útskipting götuljósalampa - áfangi V

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 2. maí 2022, lagðar fram niðurstöður verðfyrirspurnar vegna áfanga V í útskiptingu götuljósalampa.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Rafkaup um kaupin.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2205012 - Skógræktarfélag Kópavogs - endurnýjun samstarfssamnings.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 2. maí 2022, lögð fram drög að endurnýjuðum samstarfssamningi við Skógræktarfélag Kópavogs.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:14
  • Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri - mæting: 10:14

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.2205059 - Vallarkór 12, Kórinn. Arion banki. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideld, dags. 3. maí 2022, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 2. maí 2022, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Senu ehf. kt.510205-1380, um tímabundið áfengisleyfi vegna árshátíðar Arion banka þann 7. mai 2022, frá kl. 19.00 til 01:00, Kórnum, að Vallakór 12-14, Kópavogi, kv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Ýmis erindi

10.220426635 - Gulaþing 23a og 23b. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 2. maí, lögð fram umsögn um beiðni Fagrahúsa ehf. um heimild til veðsetningar lóðarinnar Gulaþing 23a og 23b.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum heimild til veðsetningar lóðarinnar fyrir upphæð allt að 33.400.000 kr.

Ýmis erindi

11.220426721 - Til umsagnar frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun), 582. mál.

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 29. apríl 2022, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun), 582. mál.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

12.2205024 - Til umsagnar frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis), 482. mál.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 2. maí 2022, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis),482. mál.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

13.2205052 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu, snemmtækur stuðningur), 530. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 2. maí 2022, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækurstuðningur), 530. mál.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

14.2205061 - Til umsagnar frumvarp til laga um sorgarleyfi, 593. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 2. maí 2022, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um sorgarleyfi, 593. mál.


Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

15.220426723 - Ósk um upplýsingar frá sveitarfélögum vegna fyrirspurnar frá alþingi um húsmæðaorlof

Frá félagsmálaráðuneyti, dags. 29. apríl, lögð fram fyrirspurn frá Alþingi til félags- og vinnumarkaðsráðherra varðandi húsmæðraorlof.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

16.220426656 - Drög að breytingu á reglugerð um leigubifreiðar (fjölgun atvinnuleyfa)

Frá innviðaráðuneyti, dags. 27. apríl, lögð fram ósk um umsögn sveitarfélagsins um breytingu á reglugerð um leigubifreiðar nr. 397/2003. Með reglugerðardrögunum er lagt til að atvinnuleyfum á takmörkunarsvæði I (höfuðborgarsvæðið og Suðurnes) verði fjölgað um 100 leyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

17.2205063 - Aukinn stuðningur við félagsstarf fullorðinna árið 2022 vegna COVID-19

Frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, dags. 2. maí 2022, lagt fram erindi þar sem kynnt er að sveitarfélög geti sótt fjárframlög til að auka félagsstarf fullorðinna árið 2022 vegna COVID-19.

Bæjarráð samþykkir fimm atkvæðum að vísa erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs.

Fundargerðir nefnda

18.2205005 - Fundargerð 401. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 27.04.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

19.2205006 - Fundargerð 909. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.04.2022

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.2205053 - Fundargerð 107. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 29.04.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.2204027F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 342. fundur frá 29.04.2022

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.2203026F - Skipulagsráð - 119. fundur frá 02.05.2022

Fundargerð í 21 lið.
Lagt fram.
  • 22.6 2105939 Breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókn um framkvæmdarleyfi.
    Lögð fram að nýju umsókn Vegagerðarinnar dags. 27.maí 2021 með breytingum dags. í júlí 2021, um framkvæmdaleyfi fyrir breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókninni fylgir framkvæmdarlýsing dags. í júlí 2021, uppdrættir í mkv. 1:10.000 dags. 21. apríl 2021, matsskýrsla dags. í júní 2009, áhættumat vatnsverndar dags. í maí 2021, jarðkönnun dags í nóvember 2008 ásamt fylgigögnum.
    Jafnframt er lögð fram að nýju umsögn skipulagsdeildar dags. 1. október 2021 ásamt athugasemdum og ábendingum sem bárust á kynningartíma sem lauk 17. september 2021.
    Þá lögð fram greinargerð dags. 29. apríl 2022 um framkæmdaleyfi í samræmi við 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 28. apríl 2022 um feril málsins.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 119 Skipulagsráð telur að framlögð gögn lýsi framkvæmdinni á fullnægjandi hátt og framkvæmd sú sem lýst er í matsskýrslu dags. í júní 2009. Skipulagsráð hefur jafnframt tekið rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. Sjá nánar í greinargerð framkvæmda-leyfis dags. 29. apríl 2022.

    Skipulagsráð samþykkir umsóknina með tilvísun í 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim takmörkunum að aðeins sé um að ræða lagningu vegarins og að hann verði tekinn í notkun samhliða síðasta hluta áfangans. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 22.15 2112927 Sunnubraut 43, kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju erindi frá Björgvini Snæbjörnssyni arkitekt fyrir hönd lóðarhafa dags. 8. desember 2022. Einbýlishúsið á lóðinni er í dag skráð 216 m². Í dag er kjallari með malargólfi undir húsinu sem og bátaskýli 27 m². Sótt er um leyfi til að byggja við húsið á efri hæða alls 21 m² og að dýpka hluta núverandi kjallara alls 68,7 m² í kóta 2.25 og steypa plötu þar sem áður var moldargólf. Í umsögn siglingarsviðs Vegagerðarinnar er tekið fram að þess sé gætt að ekki flæði inn í kjallara, hvorki í gegnum veggi, botnplötu né um aðkomuleið í rýmin, þ.e. að aðkomuleið sé ekki lægri en lágmarksgólfkóti sem er 4,6 í hæðarkerfi Kópavogsbæjar. Eftir stækkun er því húsið alls 318 m² og nýtingarhlutfall 0.62. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 25. janúar 2022. Á fundi skipulagsráðs 31. janúar sl var afgreiðslu erindisins frestað.
    Á fundi skipulagsráð 14. febrúar 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sunnubrautar 41, 42, 44, 45 og 46.
    Kynningartíma lauk 24. mars sl. og voru athugasemdir lagðar fram á fundi skipulagsráðs 28. mars og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 29. apríl 2022 ásamt breyttum teikningum dags. 27. apríl 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 119 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi með áorðnum breytingum dags. 27. apríl 2022. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 22.16 2201884 Hraunbraut 18, kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lögð fram á ný byggingarleyfisumsókn Trípólí arkitekta dags. 28. janúar 2022 fh. lóðarhafa, þar sem sótt er um heimild til að stækka viðbyggingu sem er í byggingu um 0.7 metra til vesturs og stækka með því alrými hússins um 4 m2.
    Meðfylgjandi skýringaruppdráttur dags. 24. febrúar 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 28. febrúar sl. var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbraut 25, 27, 29, 31 og Hraunbraut 11, 15, 16, 17, 19, 20 og 22.
    Kynningartíma lauk 7. apríl sl, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 119 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 22.18 2111929 Markavegur 2. Breytt deiliskipulag
    Lagt fram á ný erindi Benjamíns Markússonar lóðarhafa Markavegar 2 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi. Í gildandi deiliskiplagi er heimild fyrir byggingu hesthúss á einni hæð, byggingarreitur er 240 m² og lóðin 862 m². Í breytingunni felst að lóðinni verði skipt í tvær lóðir og á þeim heimilað að reisa parhús með sameiginlegu gerði. Það er að segja tvö samhangandi hesthús með byggingarreit á stærð 120 m² að flatarmáli hvort um sig. Að öðru leyti gilda áður samþykktir skilmálar.
    Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:200 dags. 9. desember 2021.
    Á fundi skipulagsráðs 20. desember 2021 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu.
    Á fundi bæjarstjórnar 11. janúar 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Kynningartíma lauk 6. apríl sl. Engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 119 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

23.2204021F - Ungmennaráð - 31. fundur frá 26.04.2022

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.2204022F - Lista- og menningarráð - 139. fundur frá 29.04.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.
  • 24.1 2108635 Menningarstefna Kópavogsbæjar 2022
    Kynnt samantekt um samráð um menningarstefnu Kópavogs. Niðurstaða Lista- og menningarráð - 139 Lista- og menningarráð lýsir yfir ánægju með viðtökur og innsendar athugasemdir sem bárust í samráðsgáttina. Þær munu nýtast í aðgerðaráætlun stefnunnar.

    Lista- og menningarráð samþykkir fyrir sitt leyti nýja Menningarstefnu Kópavogsbæjar og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

25.2204024F - Menntaráð - 96. fundur frá 03.05.2022

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:56.