Bæjarráð

3081. fundur 10. mars 2022 kl. 08:15 - 11:41 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir varamaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2012443 - Gatnadeild. Útskipting götuljósalampa, áfangi IV

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 03.03.2022, lagt fram minnisblað um útskiptingu götuljósakerfis ásamt kostnaðar- og ábatagreiningu.
Lagt fram og vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 08:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.22021045 - Reglur um leyfi til reksturs leikskóla

Frá bæjarlögmanni, lagðar fram til umræðu og samþykktar drög að reglum um leyfi til reksturs leikskóla.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Sindri Sveinsson rekstrarstjóri menntasviðs - mæting: 09:09

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2201119 - Vinnuskóli 2022

Frá verkefnastjóra umhverfissviðs, dags. 2. mars 2022, lagðar fram tillögur um laun og vinnutíma 14-17 ára ungmenna sumarið 2022.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar tillögur.

Gestir

  • Svavar Pétursson verkefnastjóri umhverfissviðs

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.22021294 - Menntasvið-fjölgun leikskólarýma

Frá sviðsstjórum mennta- og umhverfissviðs, dags. 7. mars 2022, lagðar fram tillögur í fjórum liðum að fjölgun leikskólaplássa fyrir haustið 2022, auk þess sem óskað er eftir að bæjarráð veiti 2 m.kr. fjárheimild til auglýsingaherferðar vegna mönnunar á leikskólum bæjarins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagt erindi og felur sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun í næsta bæjarráð.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:19
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðstjóri menntasviðs - mæting: 09:19
  • Sindri Sindrason rekstrarstjóri menntasviðs - mæting: 09:19
  • Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri leikskóladeildar - mæting: 09:19

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.22021000 - Bæjarfulltrúi Theódóra S. Þorsteinsdóttir óskar eftir að settar verði upp nýjar sviðsmyndir út frá áhrifum á þróun verðbólgu á fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar

Frá fjármálastjóra, dags. í mars 2022, lagt fram svar við erindi bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur frá 24. febrúar sl.
Kynning.

Karen E. Halldórsdóttir vék af fundi kl. 11:13 og tók Margrét Friðriksdóttir sæti í hennar stað.
Hjördís Ýr Johnson vék af fundi kl. 11:13 og tók Ármann Kr. Ólafsson sæti í hennar stað.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, deildarstjóri hagdeildar - mæting: 10:50
  • Kristín Egilsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 10:50

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2203504 - Innkaupastefna og innkaupareglur

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, lögð fram drög að innkaupareglum og innkaupastefnu fyrir Kópavogsbæ.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Gestir

  • Alda Kristín Sigurðardóttir - mæting: 11:20
  • Kristín Egilsdóttir - mæting: 11:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2202178 - Staða framkvæmda á Kársnesskóla

Lagðar fram upplýsingar um stöðu framkvæmda á byggingu Kársnesskóla.
Kynning.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:51
  • Nína Baldursdóttir umhverfissviði - mæting: 09:51
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 09:51

Ýmis erindi

8.2111071 - Verkefni vegna innleiðingar hringrásakerfis

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. febrúar 2022, lagðar fram upplýsingar um upphafsfund verkefnisins "Samtaka um hringrásarhagkerfið".
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.
Kynning.

Gestir

  • Freyr Eyjólfsson - mæting: 08:15
  • Eygerður Margrétardóttir sérfræðingur í umhverfis- og úrgangsmálum - mæting: 08:15

Ýmis erindi

9.2203216 - Bókun bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga á 350. fundi bæjarráðs vegna frumvarps til laga um lagningu Suðurnesjalínu

Frá bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, dags. 2. mars 2022, lögð fram bókun bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga sem er áskorun til allra sveitarfélaga í landinu er varðar Suðurnesjalínu 2.
Óskað er eftir að bókunin verði tekin til umfjöllunar í sveitarstjórn, sem og að hún verði send öllum kjörnum fulltrúum til kynningar.


Lagt fram.

Bókun:
"Undirritaður tekur undir bókun sveitafélagsins Voga er varðar sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga í skipulagsmálum."
Pétur Hrafn Sigurðsson
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Ýmis erindi

10.2203178 - Glaðheimar og Fífan. Ósk um lóð fyrir höfuðstöðvar Heklu hf

Frá Heklu hf., dags. 1. mars 2022, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir lóð fyrir höfuðstöðvar Heklu hf. í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til umsagnar bæjarstjóra.

Ýmis erindi

11.2203180 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 51. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 2. mars 2022, lagt fram sendir til umsagnar tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 51. mál.


Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málnu til bæjarlögmanns.

Fundargerðir nefnda

12.2202011F - Leikskólanefnd - 138. fundur frá 17.02.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2203007F - Leikskólanefnd - 139. fundur frá 07.03.2022

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2203349 - Fundargerð 400. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 02.03.2022

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

15.2203446 - Fundargerð 238. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 18.02.2022

Fundargerðir nefnda

16.2203098 - Fundargerð 104. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 25.02.2022

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2203004F - Velferðarráð - 98. fundur frá 07.03.2022

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

18.2203508 - Bæjarfulltrúi Theodóra S. Þorsteinsdóttur óskar eftir að svæðisskipulagsstjóri fari yfir húsnæðisþróun á höfuðborgarsvæðinu m.t.t. svæðisskipulagsins

Bæjarfulltrúi Theodóra S. Þorsteinsdóttur óskar eftir því að fá svæðisskipulagsstjóra á fund bæjarráðs til að fara yfir húsnæðisþróunina á höfuðborgarsvæðinu og velta því upp hvort við séum að ná þeim markmiðum sem við lögðum af stað með 2015 með svæðisskipulaginu.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar og óskar eftir að fá svæðisskipulagsstjóra á sinn fund.

Fundi slitið - kl. 11:41.