Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.2201500 - Umsókn um hljóðvistarstyrk
Frá sviðsstjóra umvhverfissviðs, dags. 18. febrúar 2022, lagt fram erindi varðandi hljóðvistarstyrk.
Gestir
- Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.2202673 - Menntasvið-ráðning leikskólastjóra Álfaheiði
Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 21. febrúar, lagður fram rökstuðningur vegna ráðningar í stöðu leikskólastjóra leikskólans Álfaheiði í Kópavogi.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.2201231 - Urðarhvarf 12, afturköllun lóðar
Frá bæjarlögmanni, dags. 22. febrúar 2022, lögð fram umsögn vegna afturköllunar lóðarúthlutunar: Urðarhvarf 12.
Gestir
- Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 08:40
Ýmis erindi
4.2202032 - Geirland - viðræður um sölu hluta jarðar
Frá bæjarlögmanni, lögð fram umsögn vegna framkominnar beiðni Dyljáar Ernu Eyjólfsdóttur um kaup á hluta af Geirlandi við Suðurlandsveg ásamt fasteignum. Bæjarráð frestaði erindinu 03.02.2022 og 17.02.2022.
Gestir
- Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 08:47
Ýmis erindi
5.2202687 - Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022
Frá innviðaráðuneytinu, dags. 22. febrúar 2022, lagt fram bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) til allra sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022.
Ýmis erindi
6.2202372 - Bókun 536. fundar stjórnar SSH - Sundabraut. Viðræður ríkisins og SSH
Frá SSH, dags. 15.febrúar, lögð fram bókun varðandi Sundabraut - viðræður ríkisins og SSH.
Fundargerðir nefnda
7.2202007F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 337. fundur frá 11.02.2022
Fundargerðir nefnda
8.2202011F - Leikskólanefnd - 138. fundur frá 17.02.2022
Fundargerð í fjórum liðum.
Fundargerðir nefnda
9.2202008F - Velferðarráð - 97. fundur frá 21.02.2022
Erindi frá bæjarfulltrúum
10.2202049 - Ósk bæjarfulltrúa Péturs Hrafns Sigurðssonar um að málefni SÍK verði rædd og að fundargerðir verði lagðar fram í bæjarráði
Ósk frá bæjarfulltrúa Pétri Hrafni Sigurðssyni að málefni SÍK verði rædd og að allar fundargerðir SÍK frá upphafi verði lagðar fram í bæjarráði.Bæjarráð frestaði erindinu 03.02.2022. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum 10. febrúar sl.
Erindi frá bæjarfulltrúum
11.22021001 - Tillaga bæjarfulltrúa Theódóru S Þorsteinsdóttur um að húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar frá 2019 verði uppfærð og gerð aðgengileg á heimasíðu með stafrænum hætti
Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttir, dags. 22. febrúar, lögð fram tillaga um að húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar frá 2019 verði uppfærð og gerð aðgengileg á heimasíðu með stafrænum hætti.
Erindi frá bæjarfulltrúum
12.22021000 - Bæjarfulltrúi Theódóra S. Þorsteinsdóttir óskar eftir að settar verði upp nýjar sviðsmyndir út frá áhrifum á þróun verðbólgu á fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar
Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttir, dags. 22. febrúar, óskað er eftir að settar verði upp nýjar sviðsmyndir út frá áhrifum á þróun verðbólgu á fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar.
Fundi slitið - kl. 10:22.