Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.2003639 - Afsláttur af þjónustugjöldum vegna Covid-19
Frá rekstrarstjóra menntasviðs, dags. 29. nóvember 2021, lagt fram minnisblað varðandi afslátt af þjónustugjöldum vegna Covid-19. Óskað er eftir samþykkt bæjarráðs til að veita afslátt af þjónustugjöldum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í þeim tilvikum sem:
a) þjónusta leik- og/eða grunnskóla fellur niður eða skerðist vegna veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall
skerðingarinnar.
b) sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda/einangrunar vegna Covid-19 verða gjöld leiðrétt hlutfallslega.
Gestir
- Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:15
- Sindri Sveinsson rekstrarstjóri menntasviðs - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.21111413 - Útboð - Götusópun 2022-2025
Frá deildarstjóra gatnadeildar og deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 29. nóvember, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að bjóða út götusópun 2022-2025.
Gestir
- Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 08:23
- Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 08:23
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.21111726 - Turnahvarf 6. Beiðni um heimild til framsals lóðarréttinda
Frá lögfræðideild, dags. 30. nóvember 2021, lögð fram beiðni fyrir hönd lóðarhafa Turnarhvarfs 6, Opus fasteignafélags ehf., kt. 690103-2490, um heimild til að framselja lóðina.
Fundargerðir nefnda
4.2111021F - Menntaráð - 88. fundur frá 23.11.2021
Fundargerðir nefnda
5.2111014F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 83. fundur frá 24.11.2021
Fundargerð í tveimur liðum.
Fundargerðir nefnda
6.21111637 - Fundargerð ársfunda byggðarsamlaganna frá 12.11.2021
Fundagerð í þremur liðum.
Fundargerðir nefnda
7.21111633 - Fundargerð 45. aðalfundar stjórnar SSH frá 12.11.2021
Fundargerð í fjórum liðum.
Fundargerðir nefnda
8.21111733 - Fundargerð 903. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.11.2021
Fundargerðir nefnda
9.21111423 - Fundargerð 348. fundar stjórnar Strætó frá 19.11.2021
Fundargerðir nefnda
10.21111146 - Fundargerð 395. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 10.11.2021
Erindi frá bæjarfulltrúum
11.21111684 - Theódóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi óskar eftir upplýsingum um stöðuna á nýju aðalskipulagi Kópavogs
Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 30. nóvember.
Óskað er eftir upplýsingum um stöðuna á nýju aðalskipulagi Kópavogs.
Erindi frá bæjarfulltrúum
12.21111685 - Theódóra S. Þorsteindsóttir bæjarfulltrúi óskar eftir umræðu um hvernig samráði um leiðarval - valkostagreiningu á legu annarrar lotu Borgarlínu í Kópavogi verði háttað
Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 30. nóvember. Óskað eftir umræðu um hvernig samráði um leiðarvalvalkostagreiningu á legu annarrar lotu Borgarlínu í Kópavogi verði háttað.
Erindi frá bæjarfulltrúum
13.2011213 - Loftslagsstefna Kópavogsbæjar
Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 30. nóvember 2021. Óskað eftir upplýsingum um hvar sú vinna við loflagsstefnu er stödd.
Erindi frá bæjarfulltrúum
14.21111687 - Tillaga bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að Kópavogsbær setji sér reglur um úthlutun atvinnuhúsalóða
Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 30. nóvember, lögð fram tillaga um að Kópavogsbær setji sér reglur um úthlutun atvinnuhúsalóða.
Erindi frá bæjarfulltrúum
15.2008064 - Innri endurskoðun Kópavogsbæjar. Tillaga um að Kópavogsbær taki upp innri endurskoðun á starfsemi sinni og að bæjarráð samþykki útboðverðkönnun á innri endurskoðun.
Óska eftir upplýsingum um stöðuna á tillögu frá BF Viðreisn er varðar Innri endurskoðun Kópavogsbæjar. Mál nr. 2008064. Tillaga um að Kópavogsbær taki upp innri endurskoðun á starfsemi sinni? Afgreiðsla málsins: ?Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja upp valkosti sem tengjast innri endurskoðun hjá Kópavogsbæ sem hann leggur fyrir bæjarráð.
Fundi slitið - kl. 08:57.