Bæjarráð

2598. fundur 09. júní 2011 kl. 12:15 - 14:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1106098 - Vatnsendablettur 5, v.yfirtöku Kópavogsbæjar

Frá Sigurbirni Þorbergssyni, hrl., f.h. lóðarhafa Vbl. 5, dags. 6/6, óskað upplýsinga varðandi samninga við aðra lóðarhafa í landi Vatnsenda.

Vísað til bæjarlögmanns.

2.1104064 - Biðlistar á leikskólum

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 7/6, svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa um biðlista á leikskólum.

Gunnar Ingi Birgisson þakkar svarið.

3.1106066 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá starfsmanni leikskóla, ódags., óskað eftir launuðu námsleyfi til framhaldsnáms við Háskóla Íslands.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til umsagnar.

4.1106149 - Tillaga varðandi hugsanlega breytingu á nafni Kópavogsbæjar

Ómar Stefánsson leggur til að bæjarstjóra verði falið að kanna möguleika á að Kópavogur verði borg í stað þess að vera bær og kosti þess og galla.

Frestað.

5.1103083 - Fífuhvammur 25. Viðbygging

Skipulagsnefnd hafnaði erindi lóðarhafa um viðbyggingu að Fífuhvammi 25, en málinu var frestað í bæjarráði 19/5.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með þremur atkvæðum gegn tveimur.

6.1106158 - Fyrirspurn frá Gunnari Birgissyni um Vatnsendamálið

1. Liggur fyrir skipulagstillaga á C og G reit í Vatnsendalandi í samræmi við eignarnámssátt sem gerð var við eiganda Vatnsendalandsins árið 2007?

2. Hve mikið fékk lögmaður Vatnsendabóndans greitt fyrir ráðgjöf vegna samninga við eignarnámssáttina sem gerð var við Kópavogsbæ árið 2007?

3. Hve margar hesthúsalóðir var  kveðið á um í eignarnámssáttinni sem gerð var við Vatnsendabóndann árið 2000 og voru utan vatnsverndarlínu?  Hver var ráðgjafi hans í þeim samningum?  Óskað er skýringa með uppdráttum.

4. Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar af hálfu Kópavogsbæjar á grunnvatnsstreymi í landi Vatnsenda og hvenær voru þær framkvæmdar og hverjar voru niðurstöðurnar?

5. Hvernig er staðan á færslu vatnsverndarlínu frá Vatnsendahlíð að bæjarmörkum Reykjavíkur?  Er einhverrar niðurstöðu að vænta fljótlega? Svar óskast skriflegt.

6. Hve mikill er kostnaður Kópavogsbæjar vegna starfa lögmannsstofunnar Lex við Vatnsendamálið?  Skriflegt svar óskast.

7.1106014 - Vinnudrög að nýrri byggingarreglugerð. Óskað eftir umsögn.

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 30/5, óskað er eftir umsögn um vinnudrög að nýrri byggingarreglugerð.

Vísað til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

8.1106077 - Óskað eftir umsögn um vinnudrög að nýrri reglugerð um framkvæmdaleyfi

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 3/6, óskað umsagnar um vinnudrög að nýrri reglugerð um framkvæmdaleyfi.

Vísað til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

9.1106042 - Uppgjör vegna skila á lóðinni Álmakór 23

Frá JP Lögmönnum, dags. 30/5, f.h. Einars Kristjáns Jónssonar og Liselotta Elísabetar Pétursdóttir, varðandi uppgjör vegna skila á lóðinni að Álmakór 23.

Óskað eftir umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs og fjármála- og hagsýslustjóra.

10.1104298 - Vatnsendi. Reiðstígar um land Vatnsenda

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 8/6, umsögn um erindi Sigurbjörns Þorbergssonar hrl., f.h. Þorsteins Hjaltested, varðandi merkingar reiðleiða í landi Vatnsenda. Viðræður hafa farið fram og lagt er til að þeim verði haldið áfram og þess freistað að ná fram lausn á málinu.

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfissviðs.

11.1105499 - Sérfræðiþjónusta á menntasviði

Frá sálfræðingunum Wilhelm Norðfjörð og Hugo Þórissyni, dags. 3/6, varðandi breytingar á sálfræðiþjónustu við grunnskóla Kópavogsbæjar.

Lagt fram og óskað eftir umsögn sviðsstjóra menntasviðs.

12.1106073 - Fjárframlög til Reykjanesfólkvangs 2011

Frá stjórn Reykjanesfólkvangs, dags. 25/5, varðandi skiptingu fjárframlaga sveitarfélaganna til fólkvangsins.

Lagt fram.

13.1106078 - Uppgjör fyrir jan-apr 2011, útkomuspá fyrir skíðasvæðin

Frá skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, dags. 30/5, lagt fram fjögurra mánaða uppgjör, ásamt útkomuspá og greinargerð.

Lagt fram.

14.1106075 - Tilboð í vátryggingar Kópavogsbæjar

Frá Sjóvá, dags. 6/6, óskað eftir að fá að gera tilboð í vátryggingar Kópavogsbæjar, fyrir næstu endurnýjun.

Lagt fram.

15.1106031 - Austurkór 48, lóðarskil

Frá Sigurlínu Jónu Baldursdóttur, ódags. sem óskar eftir að skila inn lóðinni að Austurkór 48.

Lagt fram.

16.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 14. júní 2011

I. Fundargerðir nefnda
II. Kosningar

17.1106054 - Tilkynning um kosningu trúnaðarmanns 2011-2013

Frá Stéttarfélagi í almannaþjónustu, dags. 29/5, tilkynning um kosningu trúnaðarmanns SFR félaga.

Lagt fram.

18.1106006 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 7/6

13. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

19.1104244 - Varðandi umsagnir um frumvarp til nýrra sveitarstjórnalaga

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, lögð fram umsögn sveitarfélaga innan SSH, dags. 24/5, um fjármálakafla sveitarstjórnarfrumvarps.

Frestað.

20.1105294 - Sumarvinna 2011

Frá bæjarstjóra, svar við tillögu Ómars Stefánssonar frá 19/5, um að kannað verði hvort ungmenni sem ekki fengu vinnu hjá Kópavogsbæ hafi fengið vinnu annars staðar.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og mun leggja fram skrifleg svör í bæjarráði í næstu viku.

21.1105579 - Beiðni um aukið stöðugildi lögfræðings á velferðarsviði

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var á fundi bæjarráðs 3/6, sbr. lið 20 í fundargerð, varðandi aukið stöðugildi lögfræðings á velferðarsviði.

Sviðsstjóri velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að þessi verkefni verði leyst með endurskipulagningu þeirra lögfræðinga sem starfa hjá Kópavogsbæ.  Þrátt fyrir að verkefnum hafi fjölgað við yfirtöku málefna fatlaðra er ljóst að verkefnum á öðrum sviðum hefur fækkað.  Má í því sambandi nefna að verkefnum vegna framkvæmda- og skipulagsmála hefur fækkað.   Þessi tillaga miðar að því að spara fjármuni fyrir bæjarsjóð.

Tillagan borin undir atkvæði og felld með 3 atkvæðum gegn 2. 

Tillaga sbr. lið 20 í fundargerð bæjarráðs frá 3. júní s.l. samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2.

 

 

22.1101151 - Drög að þjónustusamningi við Ás styrktarfélag um búsetuþjónustu við fatlað fólk í Kastalagerði

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var á fundi bæjarráðs 3/6, varðandi drög að þjónustusamningi við Ás styrktarfélag.

Sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að skv. upplýsingum sviðsstjóra velferðarsviðs nemi greiðsla frá Jöfnunarsjóði sömu fjárhæð og kostnaður Kópavogsbæjar vegna þjónustusamningsins.

Bæjarráð samþykkir þjónustusamninginn. 

23.812069 - Samningur. Björgun ehf., Gylfi og Gunnar ehf. og Kópavogsbær.

Frá bæjarstjóra: Erindi frá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars hf., kt. 681290-2309, Björgun ehf., kt. 460169-7399, og Þróunarfélaginu BRB ehf., kt. 690910-1360, dagsett 8. júní 2011, þar sem þess er formlega farið á leit við bæjarstjórn Kópavogsbæjar að fallist verði á að aðilaskipti verði á samningi dagsettum 16. janúar 2004, um uppbyggingu íbúðabyggðar á norðanverðu Kársnesi, svo og viðauka við þann samning, dags. 31. mars 2009.

Frestað.

24.1011015 - Vatnsendablettur 102 (nú Ennishvarf 13), eignarnámsferli. Beiðni um rökstuðning

Meirihlutinn leggur fram eftirfarandi tillögu:

""Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fá álit utanaðkomandi lögfræðings með tilliti til jafnræðis í sambærilegum málum.""
Ólafur Þór Gunnarsson Hjálmar Hjálmarsson Hafsteinn Karlsson Guðmundur Freyr Sveinsson""

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bóka að afstaða bæjarins liggi þegar fyrir og því óþarfi að leita utanaðkomandi álits.

Samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.

25.1102508 - Tillaga að stjórnsýsluútekt

""Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leita tilboða hjá þremur eða fleiri endurskoðunarfyrirtækjum um að gera kostnaðarmat á stjórnsýsluúttekt hjá Kópavogsbæ og leggja fram drög að áætlun um verkið í samræmi við samþykkt bæjarráðs frá 12/5 2011.
Ólafur Þór Gunnarsson Hjálmar Hjálmarsson Hafsteinn Karlsson Guðmundur Freyr Sveinsson""

Samþykkt með þremur atkvæðum.

26.1101865 - Stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 30/5

314. fundur

27.1105499 - Sérfræðiþjónusta á menntasviði

Liður 2 í fundargerð skólanefndar 6/6:
Sérfræðiþjónusta á menntasviði
Tillaga kynnt.
Skólanefnd tekur undir tillögur menntasviðs. Ragnheiður Hermannsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Sviðsstjóri menntasviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málum varðandi lið 2, tillögur varðandi sérfræðiþjónustu á menntasviði.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks bóka að þeir leggist gegn þeim hugmyndum að breytingum  varðandi sérfræðiþjónustu á menntasviði.

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu á lið 2 í fundargerð skólanefndar 6/6.

 

28.1105028 - Skólanefnd 6/6

31. fundur

Bæjarráð frestar afgreiðslu liðar 1. 

 

29.1103376 - Tillaga um skipan starfshóps vegna atvinnuleysis

Tillaga um myndun átakshóps um atvinnumál, sbr. lið 1 í fundargerð 6/6.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með þeirri breytingu að í stað orðalagsins í tillögunni ""atvinnufulltrúarnir tveir"" standi ""tveir atvinnufulltrúar"". 

Samþykkt með þremur atkvæðum.

30.1106002 - Menningar- og þróunarráð 6/6

6. fundur

31.1105027 - Leikskólanefnd 7/6

19. fundur

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks bóka að þeir leggist gegn þeim hugmyndum að breytingum sem fram koma í lið 14 varðandi sérfræðiþjónustu á menntasviði.

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu á lið 14 í fundargerð leikskólanefndar 7/6.

32.1105029 - Íþróttaráð 8/6

4. fundur

Bæjarráð ítrekar fyrri óskir sínar um að tekið verði tillit til tímaáætlunar Strætó við gerð tímataflna íþróttahúsanna. 

33.1106003 - Félagsmálaráð 7/6

1310. fundur

Varðandi lið 10, málsnúmer 1104308, óskar bæjarráð eftir skriflegu svari frá Jöfnunarsjóði varðandi fyrirkomulag greiðslna vegna sumarvinnu fyrir einhverfa. 

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks bóka að athygli vekur að aðeins 1 fulltrúi af 3 fulltrúum meirihlutans mætir á fundinn.

Fundi slitið - kl. 14:15.