Bæjarráð

3065. fundur 04. nóvember 2021 kl. 08:15 - 10:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir varamaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1710516 - Lýðheilsustefna: innleiðing

Frá verkefnastjóra lýðheilsumála, dags. 29. október 2021, kynning á endurskoðaðri lýðheilsustefnu.
Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að endurskoðaðri lýðheilsustefnu í samráðsferli.

Gestir

  • Anna Elísabet Ólafsdóttir verkefnastjóri lýðheilsumála - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2110889 - Fjárhagsáætlun 2022

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar og stofnana fyrir árið 2022 og drög að þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun ársins 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson - mæting: 08:35
  • Kristín Egilsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 08:35

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2109944 - Markavegur 7. Umsókn um lóð undir hesthús

Frá bæjarlögmanni, dags. 2. nóvember 2021, lagt fram erindi varðandi úthlutun hesthúsalóðar við Markarveg 7. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar Markavegur 7 til umsækjanda.
Bæjarráð samþykktir með fimm atkvæðum úthlutun lóðarinnar Markavegur 7 til umsækjanda.

Ýmis erindi

4.2110849 - Akrakór 8A, 8B. Heimild til framsals lóðarréttinda

Frá lóðarhafa Akrakórs 8a og 8b, dags. 27. október 2021, lögð fram beiðni um heimild til að framsala lóðarréttindum til Teknís ehf.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

5.2111070 - Boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftlagsvernd í verki

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. nóvember 2021, lagt fram erindi varðandi þátttöku kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki.
Lagt fram og vísað til bæjarritara.

Ýmis erindi

6.2111071 - Verkefni vegna innleiðingar hringrásakerfis

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. nóvember 2021, lagt fram erindi til sveitarstjórna um að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga um hringrásarhagkerfi sem taka gildi 1. janúar 2023.
Lagt fram.

Ýmis erindi

7.2111080 - Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál

Frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. nóvember 2021, lögð fram bókun um ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs.

Fundargerð

8.2110022F - Hafnarstjórn - 122. fundur frá 28.10.2021

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.
Fundarhlé hófst kl. 9:59, fundi fram haldið kl. 10:15

Gestir

  • Hildur Inga Rós, arkitekt umhverfissviði - mæting: 09:35
  • Ásthildur Helgadóttir sviðstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:35
  • Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri - mæting: 09:35

Fundargerð

9.2110021F - Menntaráð - 86. fundur frá 02.11.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

10.2109020F - Skipulagsráð - 108. fundur frá 01.11.2021

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
  • 10.8 2109354 Holtagerði 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju erindi Jakobs Emils Líndal arkitekt dags. 1. september 2021 f.h. lóðarhafa Holtagerðis 20. Óskað er eftir leyfi til að byggja 8m² svalir á vesturhlið 2. hæðar. Undirritað samþykki meðeigenda liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 1. september 2021. Kynningartíma lauk 27. október 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 108 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 10.10 2108842 Laufbrekka 28. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Einars Ingimarssonar arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Laufbrekku 28, dags. 25. júní 2021. Sótt er um heimild að byggja útitröppur og tröppupall úr timbri að efri hæð íbúðar og setja þar inngangshurð í stað glugga. Uppdráttur í mvk. 1:100 og 1:500 dags. 25. júní 2021. Kynningartíma lauk 18. október 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 108 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 10.11 2108299 Víðihvammur 26. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi STÁSS Arkitekta fyrir hönd lóðarhafa Víðihvamms 26 dags. 13. ágúst 2021. Sótt er um leyfi til að rífa létta útbyggingu á austurhlið hússins og byggja nýjan inngang. Þak viðbyggingar mun nýtast sem svalir út frá rishæð og viðbótar flóttaleið. Auk þessarar stækkunar er sótt um leyfi fyrir þremur breytingum. Að stækka kvist á rishæð og stækka glugga á salerni. Breyta gluggaopi á austurhlið í hurðaop með svalahurð út á nýjar svalir. Breyta núverandi inngangi á norðurhlið í glugga á stækkuðu salerni á jarðhæð.
    Núverandi íbúðarhús er skráð 173,2 m². Lóðarstærð er 639 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,27. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 240 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,38. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum við Víðihvamm 21, 23, 24, 25, 28, 30 og Fífuhvamm 31, 33 og 35 er 0,37 (lægst 0,26 og hæst 0,54). Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 20. janúar 2016. Kynningu lauk 13. október 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 108 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 10.12 21081453 Reynigrund 23. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Unnsteins Jónssonar byggingarfræðings dags. 3. ágúst 2021 fyrir hönd lóðarhafa Reynigrundar 23-29. Sótt er um leyfi til að byggja fjórar samliggjandi bílageymslur. Um er að ræða breytingar á samþykktum teikningum síðan 1988 en skv. nýju teikningunum verða bílskúrarnir 45cm hærri og 60cm dýpri. Innkeyrsla inn á lóðina er frá norðurhlið. Gert er ráð fyrir hellum á flöt framan og austan við bílageymslur út að lóðamörkum. Undirritað samþykki eigenda Reynigrundar 31 og 33 liggur fyrir. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 3. ágúst 2021, byggingarlýsing dags. 3. ágúst 2021, undirritað samþykki lóðarhafa Reynigrundar 31 og 33 dags. 3. ágúst 2021, skráningartafla dags. 3. ágúst 2021 og stimplaðar teikningar byggingarfulltrúa dags. 30. júní 1988. Kynningartíma lauk 25. október 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 108 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 10.13 21081454 Reynigrund 25. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Unnsteins Jónssonar byggingarfræðings dags. 3. ágúst 2021 fyrir hönd lóðarhafa Reynigrundar 23-29. Sótt er um leyfi til að byggja fjórar samliggjandi bílageymslur. Um er að ræða breytingar á samþykktum teikningum síðan 1988 en skv. nýju teikningunum verða bílskúrarnir 45cm hærri og 60cm dýpri. Innkeyrsla inn á lóðina er frá norðurhlið. Gert er ráð fyrir hellum á flöt framan og austan við bílageymslur út að lóðamörkum. Undirritað samþykki eigenda Reynigrundar 31 og 33 liggur fyrir. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 3. ágúst 2021, byggingarlýsing dags. 3. ágúst 2021, undirritað samþykki lóðarhafa Reynigrundar 31 og 33 dags. 3. ágúst 2021, skráningartafla dags. 3. ágúst 2021 og stimplaðar teikningar byggingarfulltrúa dags. 30. júní 1988. Kynningartíma lauk 25. október 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 108 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 10.14 21081455 Reynigrund 27. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Unnsteins Jónssonar byggingarfræðings dags. 3. ágúst 2021 fyrir hönd lóðarhafa Reynigrundar 23-29. Sótt er um leyfi til að byggja fjórar samliggjandi bílageymslur. Um er að ræða breytingar á samþykktum teikningum síðan 1988 en skv. nýju teikningunum verða bílskúrarnir 45cm hærri og 60cm dýpri. Innkeyrsla inn á lóðina er frá norðurhlið. Gert er ráð fyrir hellum á flöt framan og austan við bílageymslur út að lóðamörkum. Undirritað samþykki eigenda Reynigrundar 31 og 33 liggur fyrir. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 3. ágúst 2021, byggingarlýsing dags. 3. ágúst 2021, undirritað samþykki lóðarhafa Reynigrundar 31 og 33 dags. 3. ágúst 2021, skráningartafla dags. 3. ágúst 2021 og stimplaðar teikningar byggingarfulltrúa dags. 30. júní 1988. Kynningartíma lauk 25. október 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 108 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 10.15 21081456 Reynigrund 29. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Unnsteins Jónssonar byggingarfræðings dags. 3. ágúst 2021 fyrir hönd lóðarhafa Reynigrundar 23-29. Sótt er um leyfi til að byggja fjórar samliggjandi bílageymslur. Um er að ræða breytingar á samþykktum teikningum síðan 1988 en skv. nýju teikningunum verða bílskúrarnir 45cm hærri og 60cm dýpri. Innkeyrsla inn á lóðina er frá norðurhlið. Gert er ráð fyrir hellum á flöt framan og austan við bílageymslur út að lóðamörkum. Undirritað samþykki eigenda Reynigrundar 31 og 33 liggur fyrir. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 3. ágúst 2021, byggingarlýsing dags. 3. ágúst 2021, undirritað samþykki lóðarhafa Reynigrundar 31 og 33 dags. 3. ágúst 2021, skráningartafla dags. 3. ágúst 2021 og stimplaðar teikningar byggingarfulltrúa dags. 30. júní 1988. Kynningartíma lauk 25. október 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 108 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

11.2111073 - Fundargerð 901. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24.09.2021

Fundargerð í 26 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2111074 - Fundargerð 902. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 02.11.2021

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2110787 - Fundargerð 270. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25.10.2021

Fundargerð frá 25. október 2021
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2110876 - Fundargerð 35. eigenda fundar stjórnar Sorpu bs. frá 22.10.2021

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2111017 - Fundargerð 346. fundar stjórnar Strætó frá 08.10.2021

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.2104043 - Tillaga bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að bæta við vaxtarsvæði túlípana í bæjarlandi og auki við gróðursetningu sumarblóma og blómstrandi runna

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 1. nóvember 2021; Óska eftir upplýsingum um tillögu er varðar að bæta við vaxtasvæði túlípana og auka gróðursetningu sumarblóma og blómstrandi runna, sbr. mál nr. 2104043.
Lagt fram.

Gestir

  • Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri - mæting: 10:07

Erindi frá bæjarfulltrúum

17.1808091 - Upphitað og skjólgott snjall-strætóskýli við Menntaskólann í Kópavogi. Tillaga frá BF Viðreisn

Ítreka að öðru sinni erindi nr. 1808091 frá fundi bæjarráðs þann 19. september 2019 frá BF Viðreisn. „Upphitað og skjólgott snjall-strætóskýli við Menntaskólann í Kópavogi. Samþykkt var að vísa erindinu til bæjarstjóra. Óska eftir upplýsingum um stöðu tillögunnar.
Lagt fram.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:17

Erindi frá bæjarfulltrúum

18.2111045 - Beiðni bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um kynningu um framsetningu gagna í skipulagsmálum frá Páli J. Líndal

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 1. nóvember 2021; óska eftir að fá kynningu í bæjarráð frá Páli J. Líndal hjá Envalys er varðar framsetningu gagna í skipulagsmálum.
Erindinu frestað.

Fundi slitið - kl. 10:15.