Bæjarráð

3058. fundur 16. september 2021 kl. 08:15 - 10:39 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir varamaður
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásmundur Alma Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2103316 - Mánaðarskýrslur 2021

Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lögð fram mánaðarskýrsla fyrir júlí.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson - mæting: 08:15
  • Kristín Egilsdóttir sviðsstjóri fjármálsviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1903496 - Húsnæðisáætlun 2020 - 2027

Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lögð fram húsnæðisáætlun 2020-2027.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bókun:
"Um er að ræða húsnæðisáætlun sem er komin til ára sinna og ljóst að ýmislegt vantar í þessa áætlun. Tölur eru allar frá 2019. Í áætluninni er hvorki gert ráð fyrir uppbyggingu á húsnæði fyrir námsmenn né heldur er gert ráð fyrir óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum sem hafa það að markmiði að bjóða leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði, fái tækifæri til uppbyggingu í Kópavogi."
Ásmundur Alma Guðjónsson varaáheyrnarfulltrúi Pírata
Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarráðsfulltrúi Samfylkingarinnar

Bókun:
"Á síðasta fundi bæjarráðs var ákveðið að uppfæra áætlunina fyrir mars n.k. og verða þá fleiri þætti teknir til skoðunar sem lúta að námsmönnum og nýjum úrræðum á húsnæðismarkaði."
Ármann Kr. Ólafsson

Gestir

  • Kristín Egilsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 08:40
  • Ingólfur Arnarson - mæting: 08:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1905336 - Viljayfirlýsing um byggingu hjúkrunarheimilis

Frá bæjarstjóra, dags. 13.09.2021, lögð fram drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu heilbrigðisráðuneytis og Kópavogsbæjar um byggingu nýs hjúkrunarheimilis.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2011353 - Austurkór 22, byggingarleyfi.

Frá bæjarlögmanni, dags. 07.09.2021, lögð fram afturköllun á úthlutun lóðarinnar Austurkór 22.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2106799 - Stefnumótun og fjárhagsáætlunargerð 2022

Lögð fram drög að stefnu fjármálasviðs og stjórnsýslusviðs.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

Gestir

  • Kristín Egilsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 08:50

Ýmis erindi

6.21081530 - Tilkynning til sveitarfélaga. Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 31.08.2021, lagt fram erindi varðandi innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
Bæjarráð frestar erindinu.

Ýmis erindi

7.2109407 - Bókun 528. fundar stjórnar SSH. Rekstraráætlun almenningssamgangna

Frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13.09.2021, lögð fram bókun stjórnar um rekstraráætlun almenningssamgangna.
Lagt fram.

Bókun bæjarráðs:
"Bæjarráð áréttar að veigamiklar ákvarðanir er varða byggðasamlögin og önnur stór samstarfsverkefni þurfa að koma sérstaklega til aðildarsveitarfélaganna til kynningar og samþykktar."

Ýmis erindi

8.2109404 - Bókun 528. fundar stjórnar SSH. Samgöngusáttmálinn

Frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13.09.2021, lögð fram bókun stjórnar varðandi Samgöngusáttmálann.
Lagt fram.

Ýmis erindi

9.2109413 - Bókun 528. fundar stjórnar SSH. Sameiginlegur upplýsingafundur um meðhöndlun sorps

Frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13.09.2021, lögð fram bókun stjórnar varðandi sameiginlegan upplýsingafund um meðhöndlun sorps.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2109001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 325. fundur frá 09.09.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

11.2108017F - Íþróttaráð - 114. fundur frá 02.09.2021

Fundagerð 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2108015F - Hafnarstjórn - 121. fundur frá 09.09.2021

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2109008F - Velferðarráð - 89. fundur frá 13.09.2021

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2109318 - Fundargerð 528. fundar stjórnar SSH frá 06.09.2021

Fundagerð í 18 liðum.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs.


Bókun:
"Í ljósi fjölgunar í notendahópi hinsegin fólks á félagsmiðstöð þeirra telur undirritaður rétt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu styðji með fjárframlögum við rekstur miðstöðvarinnar."
Ásmundur Alma Guðjónsson

Bókun:
"Undirritaður tekur undir bókun Ásmundar."
Pétur H. Sigurðsson.

Fundargerðir nefnda

15.2109325 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 24.08.2021

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2109324 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðinum frá 06.08.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2109323 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 14.07.2021

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2109322 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 06.07.2021

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2109343 - Fundargerð 34. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 30.08.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.2109341 - Fundargerð 32. eigendafundar stjórnar Strætó frá 30.08.2021

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.2109408 - Fundargerð 229. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 20.08.2021

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

22.2109456 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um aðstöðu á Kópavogsvelli

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 14.09.2021 lögð fram fyrirspurn um aðstöðu á Kópavogsvelli
Lagt fram.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:18

Fundi slitið - kl. 10:39.