Bæjarráð

3055. fundur 26. ágúst 2021 kl. 08:15 - 11:14 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir varamaður
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska varamaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2108953 - 6 mánaða uppgjör Kópavogsbæjar 2021

Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lagt fram yfirlit 6 mánaða uppgjörs Kópavogsbæjar 2021.
Lagt fram.

Gestir

  • Kristín Egilsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 09:47
  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 09:47

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2103316 - Mánaðarskýrslur 2021

Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lagðar fram mánaðarskýrslur fyrir fyrstu 6 mánuði 2021.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 10:51
  • Kristín Egilsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 10:51

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2105074 - Bæjarfulltrúi Theódóra S. Þorsteinsdóttir, óskar eftir skýringum á nýju útboði Fossvogsbrúar og stjórnkerfi verkefnisins.

Frá lögfræðideild, dags. 16.08.2021, lögð fram samantekt á útboðsferli og stjórnkerfi Fossvogsbrúar. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum 19.08.2021.
Bæjarráð frestar erindinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2001022 - Bláfjöll. Skíðasvæði, uppbygging, framkvæmdaleyfi.

Umræða um uppbyggingu á skíðasvæðum.
Umræður.

Gestir

  • Einar Kristján Stefánsson byggingar- og umhverfisverkfræðingur - mæting: 08:15
  • Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH - mæting: 08:15
  • Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðana - mæting: 08:15

Ýmis erindi

5.2108897 - Ósk um umsögn eða athugasemdir við drónaflug til afhendingar í Kópavogi

Frá Netgenginu ehf., dags. 20.08.2021, lagt fram erindi þar sem sem óskað er eftir umsögn eða athugasemdum sveitarfélagsins varðandi heimsendingar með drónum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundargerðir nefnda

6.2108004F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 323. fundur frá 13.08.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.2108008F - Leikskólanefnd - 133. fundur frá 19.08.2021

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2107001F - Lista- og menningarráð - 130. fundur frá 19.08.2021

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2108010F - Velferðarráð - 88. fundur frá 23.08.2021

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
  • 9.8 2106583 Eftirskólaúrræði fyrir framhaldsskólanema
    Greinargerð deildarstjóra dags. 19.8.21, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 88 Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að stofnað verði eftirskólaúrræði til samræmis við tillögu starfsmanna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

    Velferðarráð telur mikilvægt að fyrir árslok 2021 liggi fyrir áætlun til framtíðar um hvernig eftirskólaþjónustu við framhaldsskólanemendur verði háttað í bæjarfélaginu, m.a. m.t.t. staðsetningar og faglegrar stjórnunar. Velferðarráð leggur áherslu á að slík áætlun verði unnin í samstarfi við menntasvið.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 9.9 2105166 Ás styrktarfélag - viðauki við samning um Vinnu og virkni
    Viðauki við samning við Ás styrktarfélag lagður fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 88 Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti viðauka við samning við Ás styrktarfélag. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

10.2108710 - Fundargerð 451. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 16.08.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Bókun:
"Undirrituð þakkar fyrir greinargóða skýrslu"
Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Erindi frá bæjarfulltrúum

11.2107124 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að fá kynningu á hjólreiðaáætlun Kópavogs.

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 06.07.2021, lögð fram beiðni um að fá kynningu á hjólreiðaáætlun Kópavogs. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum 05.08.2021 og 19.08.2021.
Kynnt.

Gestir

  • Birkir Rútsson, deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 08:52
  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:52

Erindi frá bæjarfulltrúum

12.2107123 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að fá kynningu á Arnarnesvegi

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 06.07. 2021, lögð fram beiðni um að fá kynningu á Arnarnesvegi. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum 05.08.2021.
Kynning.

Gestir

  • Ómar Ingþórsson landslagsarkitekt hjá Eflu - mæting: 09:14
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:14
  • Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi - mæting: 09:14

Erindi frá bæjarfulltrúum

13.2108014 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um stöðuna á viðaukatillögum er varðar skipulag í Glaðheimum og í Hamraborg

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 26.07.2021, lögð fram beiðni um upplýsingar um stöðu viðaukatillagna er varða skipulag í Glaðheimum og í Hamraborg. Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum 05.08.2021.
Kynning á stöðu málsins.

Gestir

  • Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi - mæting: 09:04
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:04

Erindi frá bæjarfulltrúum

14.2108989 - Fyrirspurn um heimastyrk til foreldra

Frá bæjarfulltrúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, dags. 24.08.2021, lögð fram fyrirspurn um heimastyrk til foreldra.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið - kl. 11:14.