Bæjarráð

3046. fundur 20. maí 2021 kl. 08:15 - 10:53 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir varamaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2103316 - Mánaðarskýrslur 2021

Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfssemi í mars.
Lagt fram.

Gestir

  • Kristín Egilsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 08:15
  • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2105474 - Kaup á starfssemi - leikskólinn Undraland

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 18.05.2021, lögð fram tillaga varðandi kaup á starfssemi leikskólans Undralands.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Gestir

  • Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri leikskóladeildar - mæting: 08:45
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðssstjóri menntasviðs - mæting: 08:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.20051316 - Hljóðvist, styrkir vegna umferðarhávaða.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 03.05.2021, lögð fram uppfærð drög að reglum un styrki vegna hljóðvistar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlögð drög að reglum um styrki vegna hljóðvistar.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2104023 - Okkar Kópavogur 2021 - 2023

Frá verkefnastjóra íbúatengsla, dags. 06.05.2021, lögð fram erindisbréf ásamt verkefnislýsingu til staðfestingar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlögð erindisbréf og verkefnislýsingu.

Gestir

  • Sigrún María Kristinsdóttir verkefnastjóri íbúatengsla - mæting: 10:02

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2103891 - Álfhólsvegur 120, Álfhólsskóli Hjalli - endurnýjun álmu 5

Frá deildarstjóra eignadeildar, dags.14.05.2021, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs að gengið verði til samninga við Og Syni/Ofurtólið ehf. um framkvæmd verksins Álfhólsskóli Hjalli - Endurnýun á þaki og loftaklæðningu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við Og Syni/Ofurtólið ehf. um framkvæmd verksins Álfhólsskóli Hjalli - Endurnýun á þaki og loftaklæðningu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2104171 - Hamraborg 4, Reykjavík Roasters. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 17.05.2021, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 08.04.2021, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kaffismiðju Íslands ehf. um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hamraborg 4, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan marka reglna og skipulags sveitarfélags og veitir jákvæða umsögn.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2105289 - Borgarholtsbraut 19, Kársnes ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideid, dags. 17.05.2021, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 22.10.2019, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kársnes ehf., kt. 560119-2830, um tímabundið áfengisleyfi vegna Hverfishátíðar dagana 5-6. júní 2021, frá kl. 10.00 - 23.00 á staðnum Brauðkaup, Borgarholtsbraut 19, Kópavogi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan marka reglna og skipulags sveitarfélags og veitir jákvæða umsögn.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2011406 - Samkomulag um uppbyggingu á skipulagssvæðinu Traðarreitur-eystri (reitur B29)

Frá lögfræðideild, dags. 14.05.2021, lögð fram drög að samkomulagi um uppbyggingu á skipulagssvæðinu Traðarreitur-eystri(reitur B29).
Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:25
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur - mæting: 09:25

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.2104306 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um atvinnumál í kjölfar Covid-19

Frá mannauðsstjóra, dags. 18.05.2021, lagt fram uppfært svar við fyrirspurn um atvinnumál í kjölfar Covid-19. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum 06.05.2021.
Lagt fram.

Ýmis erindi

10.2105187 - Tillaga um höfuðborgarkort

Frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 07.05.2021, lögð fram tillaga að höuðborgarkorti.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs og stjórnsýslusviðs.

Ýmis erindi

11.2105305 - Framlög til Reykjanesfólkvangs 2021

Frá Reykjanesfólkvangi, dags. 30.04.2021, lagt fram yfirlit yfir framlög sveitarfélaga til Reykjanesfólkvangs.
Lagt fram.

Ýmis erindi

12.2105400 - Aukinn stuðningur við félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2021 vegna Covid-19

Frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 12.05.2021, lagt fram erindi varðandi aukinn stuðning við félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2021 vegna COVID-19.
Lagt fram.

Ýmis erindi

13.2105366 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um barnvænt Ísland - framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 762. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 12.05.2021, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um barnvænt Ísland - framkvæmdbarnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 762. mál.


Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

14.2105564 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis, 612. mál

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 18.05.2021, lögð fram til umsagnar þingsályktunartillaga um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis, 612. mál.


Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

15.2105395 - Til umsagnar frumvarp til laga um fjöleignarhús, 597. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 12.05.2021, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um fjöleignarhús, 597. mál.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Fundargerðir nefnda

16.2105005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 315. fundur frá 07.05.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2105010F - Íþróttaráð - 111. fundur frá 12.05.2021

Fundargerð í 1 lið.

Fundargerðir nefnda

18.2105004F - Lista- og menningarráð - 127. fundur frá 06.05.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2105006F - Menntaráð - 79. fundur frá 10.05.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

20.2105016F - Menntaráð - 80. fundur frá 18.05.2021

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

21.2104024F - Skipulagsráð - 99. fundur frá 17.05.2021

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 21.4 2002203 Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.
    Lögð fram að nýju tillaga skipulagsdeildar að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Fyrirhugað skipulagssvæði afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur) í norður. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á umræddu svæði, sem er um 4,3 ha að flatarmáli, skilgreind sem miðbæjarsvæði fyrir íbúðir, verslun og þjónustu. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður landnotkun svæðisins áfram skilgreind sem miðbæjarsvæði auk þess sem það verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði (þéttingarsvæði). Jafnframt er talnagrunni aðalskipulagsins breytt. Í framlagðri tillögu er miðað við að núverandi byggingar á lóðunum Fannborg 2, 4 og 6 (gömlu bæjarskrifstofurnar) á reit B1-1 í rammahluta aðalskipulagsins verði rifnar og nýjar byggingar reistar í þeirra stað fyrir allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu alls um 18.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,04 og með bílastæðakjallara um 3,56. Hámarksfjöldi bílastæða á reitnum er 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði er 1 bílstæði fyrir hverja 100 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis á reitnum. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Í tillögunni er auk þess gert ráð fyrir breytingum á sk. Traðarreit - vestur, reit B4 í rammahluta aðalskipulagsins, þar sem núverandi íbúðarhús við Neðstutröð 2, 4, 6, 8 og Vallartröð 1, 3, 5 og 7 verði rifin og nýtt húsnæði byggð í þeirra stað fyrir allt að 280 íbúðir auk húsnæðis fyrir verslanir og þjónustu alls um 22.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,42 og með bílastæðakjallara um 3,90. Hámarksfjöldi bílastæða á reit B4 er 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð á reitnum. Hámarksfjöldi bílastæði fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði er 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis á reitnum. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Ekki eru ráðgerðar breytingar við Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur), við Fannborg 1 til 9 (oddatölur) og Digranesvegi 5 og 7 þ.e. á reitum B1-3 og B2 í rammahluta aðalskipulagsins. Tillagan er sett fram í greinargerð þar sem m.a. er fjallað um núgildandi stefnu skipulagsins, tengsl við aðrar skipulagsáætlanir s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, forsendur og markmið fyrirhugaðra breytinga, umhverfisáhrif, samráð og kynningarferli. Er tillagan dags. Tillagan er sett fram í greinagerð dags. 11. ágúst 2020. Kynningartíma lauk 2. mars 2021. Lagðar eru fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 15. mars 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 22. apríl ásamt samantektum. Niðurstaða Skipulagsráð - 99 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi ásamt umsögnum í greinargerð dags. 22. apríl 2021. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 21.5 2002204 Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að deiliskipulagi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu deiliskipulagstillaga Pálmars Kristmundssonar, arkitekts dags. í október 2020 að deiliskipulagi fyrir Fannborgarreit og Traðarreit-vestur á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Vallartröð til austurs, Digranesvegi til suðurs, Fannborg 8 til vestur og Hamraborg 10-38 til norðurs. (Reitir B1-1 og B1-3 og B4 í rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024). Stærð skipulagssvæðisins er um 4.3 ha að flatarmáli. 1) Á Fannborgarreit (á reit B1-1) standa nú þrjár byggingar fyrir atvinnuhúsnæði á 2, 3 og 4 hæðum (gömlu bæjarskrifstofurnar í Fannborg 2, 4 og 6) alls um 5300 m2 sem byggðar voru á árunum 1973-1979. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar verði rifnar og nýtt húsnæði á 1-7 hæðum, með stöku byggingum sem eru 8 og 12 hæðir, rísi á svæðinu fyrir allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Á jarðhæðum sem snúa að göngugötu (mannlífsás) sem mun verða milli fyrirhugaðra nýbygginga og núverandi íbúðarhúsa við Hamraborg 30-38 er gert ráð fyrir verslun og þjónustu. Áætlað heildar byggingarmagn verður um 18.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 2000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.04 án bílakjallara og 3.56 með bílastæðakjallara. Gert er ráð fyrir 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílastæði fyrir hverja 100 m2 í verslunar- og þjónustuhúsnæðis og að lágmarksfjöldi reiðhjólastæða er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 2) Á Traðarreit-vestur standa nú 8 byggingar á einni til þremur hæðum með samtals 13 íbúðum, þar af 2 atvinnuhúsnæði, sem byggð voru á árunum 1952-1958 alls um 3000 m2. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar víki fyrir nýrri byggð á 1-7 hæðum fyrir allt að 280 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis alls um 22.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 1.000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.42 án bílakjallara og 3.90 með bílastæða kjallara. Gert er ráð fyrir 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 3) Gert er ráð fyrir göngugötu (mannlífsás) allt frá Vallartröð að Hálsatorgi fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði. Tillagan er sett fram á deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð, skýringarmyndum og skipulagsskilmálum í mkv. 1:1000 og í mkv. 1:500 dags. í október 2020. Sett fram tafla yfir fyrirhugað byggingarmagna, fjölda fermetra í íbúðum og í verslunar og þjónustu; fjöldi bílastæða og hjólastæða ásamt nýtingarhlutfalli. Jafnframt er lagt fram minnisblað frá Verkfræðistofunni Mannviti dags. 11. nóvember 2019 þar sem nánar er fjallað um möguleg umhverfisáhrif af fyrirhugaðri uppbyggingu ásamt minnisblaði VSÓ-ráðgjöfum dags 23. september 2019 þar sem fjallað er nánar um umferðargreiningu af fyrirhugaðri uppbyggingu. Lagt fram minnisblað frá Árkór varðandi bílstæðabókhald á miðbæjarsvæði dags. 14. október 2020. Lagt fram minnisblað frá Árkór varðandi fyrirkomulag bílastæða á framkvæmdatíma dags. 14.10.2020. Lagt fram minnisblað frá Árkór varðandi bílastæðabókhald á miðsvæði dags. 14.10.2020. Lagt fram minnisblað frá PK arkitektum varðandi bílakjallara dags. 15. október 2020. Lagt fram minnisblað frá PK arkitektum varðandi ramp dags. 15. október 2020. Lagt fram minnisblað frá PK arkitektum varðandi aðgengi á framkvæmdatíma dags. 15. október 2020. Lögð fram umsögn Isavia varðandi tillögu að breyttu aðal- og deiliskipulagi dags. 29. júní 2020. Kynningartíma lauk 2. mars 2021. Þá lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 15. mars 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 22. apríl ásamt samantektum. Niðurstaða Skipulagsráð - 99 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi ásamt umsögnum í greinargerð dags. 22. apríl 2021. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bergljót Kristinsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 21.6 2101785 Lækjarbotnaland 15. Reyndarteikningar.
    Lagt fram erindi lóðarhafa þar sem óskað er eftir að fá samþykktar reyndarteikningar af sumarbústaði á lóðinni alls 68 m2 að flatarmáli. Uppdrættir í mælikvarða 1:50 dags. í júlí 2016. Þá lögð fram umsögn lögfræðideildar dags. 27. apríl 2021 vegna beiðni um endurupptöku málsins. Niðurstaða Skipulagsráð - 99 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 21.8 2011200 Múlalind 3. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Stefáns Ingólfssonar arkitekts dags. 19. október 2020 fh. lóðarhafa Múlalindar 3 með ósk um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að rými undir svölum á suðurhlið hússins er lokað af og þar komið fyrir 9,5 m2 viðbyggingu. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 5. nóvember 2020. Kynningartíma lauk 7. maí sl. engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 99 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 21.11 2102585 Kársnesbraut 59. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sveins Ívarssonar arkitekts dags. 1. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 59. Á lóðinni stendur 133 m2 timburhús byggt 1962 auk 100 m2 bílskúrs sem byggður var síðar. Óskað er eftir að reisa 20,1 m2 garðstofu á suðurhlið hússins með útgengi út á pall við vesturhlið þess. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 1. febrúar 2021. Kynningartíma lauk 11. maí sl. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 99 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 21.14 2104681 Foldarsmári 9. Breytt aðkoma að bílastæði.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Foldarsmára 9 dags. 20. apríl 2021 þar sem óskað er eftir að taka niður kantstein og og bæta við einu bílastæði inn á lóð. Samkvæmt mæliblaði dags. 12. nóvember 1991 er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni. Erindi ásamt skýringarmyndum dags. 20. apríl 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 99 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 21.16 2104747 Álfhólsvegur 29. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir sex íbúða fjölbýlishúsi á þremur hæðum á lóðinni. Gert er ráð fyrir sjö bílastæðum á lóðinni ásamt stakstæðri hjóla- og vagnageymslu. Núverandi byggingar á lóðinni verða rifnar. Heildarflatarmál fyrirhugaðrar nýbyggingar er áætlað 709,8 m2. Nýtingarhlutfall eykst úr 0,12 í 0,67.
    Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 30. mars 2021.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 99 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

22.2104016F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 140. fundur frá 04.05.2021

Fundargerð í 4. liðum.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu sviðsstjóra umhverfissviðs.
  • 22.2 2004031 Breyting á hámarkshraða
    Lagðar fram tillögur að breytingum á hámarkshraða Austurkórs, Kóravegar og Salavegar í umferðarskipulagi Kópavogsbæjar. Tillögur að breytingum á hámarkshraða eru tilgreindar hér að neðan í lið 1 til 3. Tillögurnar hafa verið sendar til umsagnar umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem gerir ekki athugasemdir við neðangreindar tillögur að breytingum.

    1.
    Hámarkshraði á Austurkór verði hækkaður frá að vera 30 km/klst. í 40 km/klst. Gatan er skilgreind í umferðarskipulagi sem gata/íbúðagata með 30 km hraðatakmörk. Umferðarmæling sýnir að algengasti hraði (V85) er 45 km/klst. Gatan er 7 m breið, með 1,5 m svæði á milli götu og gönguleiða, upphækkuðum gangbrautum og þrengingum. Þar sem svo virðist að ökumenn virði lítið núverandi hámarkshraða eru væntingar um að ef settur yrði raunhæfari hámarkshraði í götunni, að ökumenn beri meiri virðingu fyrir skiltuðum hámarkshraða og hraðakstur vonandi minnki í kjölfarið.
    2.
    Hámarkshraði á Kóravegi verði hækkaður frá að vera 30 km/klst. í 40 km/klst. Gatan er skilgreind í umferðarskipulagi sem gata/íbúðagata með 30 km hraðatakmörk. Umferðarmæling sýnir að algengasti hraði (V85) er 56 km/klst. Gatan er 7 m breið, með 1,5 m svæði á milli götu og gönguleiða, upphækkuðum gangbrautum og þrengingum. Þar sem svo virðist að ökumenn virði lítið núverandi hámarkshraða eru væntingar um að ef settur yrði raunhæfari hámarkshraði í götunni, að ökumenn beri meiri virðingu fyrir skiltuðum hámarkshraða og hraðakstur vonandi minnki í kjölfarið.
    3.
    Hámarkshraði á Salavegi verði lækkaður úr 50 km/klst. í 40 km/klst. Gatan er skilgreind í umferðarskipulagi sem tengibraut/safngata með 50 km hraðatakmörk. Umferðarmæling frá 2017 sýnir að algengasti hraði (V85) er 57 km/klst. Gatan er 7 m breið, með 1,5 m svæði á milli götu og gönguleiða, upphækkuðum gangbrautum og þrengingum. Gatan er ákaflega sambærileg Kóravegi í uppbyggingu og virkni og því eru skilgreiningar í umferðarskipulagi á Kóravegi sem íbúðagata og Salavegar sem safngötu lítið eitt furðulegar. Rétt eins og á Kóravegi liggja gönguleiðir skólabarna yfir götuna og fjöldi umferðaróhappa á slysakorti sambærilegur. Til að halda samræmi ætti því leyfður hámarkshraði ætti að vera sá sami á Salavegi og Kóravegi.
    Erindið var tekið fyrir á 125. fundi Umhverfis- og samgönugnefndar 7. apríl 2020 og var afgreiðslu málsins frestað.
    Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 140 Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar því að hámarkshraði á Austurkór verði hækkaður frá að vera 30 km/klst. í 40 km/klst, hafnar því að hámarkshraði á Kóravegi verði hækkaður frá að vera 30 km/klst. í 40 km/klst og samþykkir að hámarkshraði á Salavegi verði lækkaður úr 50 km/klst. í 40 km/klst. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

23.2105007F - Ungmennaráð - 24. fundur frá 12.05.2021

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.2105009F - Velferðarráð - 84. fundur frá 10.05.2021

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.
  • 24.8 2105166 Ás styrktarfélag. Viðauki við samning um Vinnu og virkni
    Viðauki við samning ásamt greinargerð og fylgigögnum lagður fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 84 Velferðarráð samþykkti framlagðan viðauka við samning fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

25.2105071 - 20. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 11.11.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

26.2105072 - 21. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 09.02.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

27.2105073 - 22. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 03.03.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

28.2105151 - 23. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 06.05.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

29.2105060 - Fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.04.2021

Fundargerð í 28 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

30.2105189 - Fundargerð 524. fundar stjórnar SSH frá 03.05.2021

Fundargerðir nefnda

31.2104753 - Fundargerð 392. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 21.03.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

32.2104724 - Fundargerð 227. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 16.04.2021

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:53.