Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.2105085 - Stýrihópur - Kórinn kjallari
Frá bæjarstjóra, dags. 04.05.2021, lögð fram tillaga um að skipaður verði stýrihópur vegna undirbúnings og ákvarðana um þróun húsnæðis Kórsins við Vallarkór, nánar tiltekið húsrými í kjallara Kórsins.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.2104794 - Vallarkór 16 kjallari
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 29.04.2021, lögð fram beiðni um heimild til þess að hefja framkvæmd við hreinsun og niðurrif í Kórnum kjallara. Erindinu fylgir minnisblað sviðsstjóra menntasviðs, dags. 03.05.2021.
Gestir
- Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:23
- Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:23
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.2101256 - Sumarstörf 2021
Frá verkefnastjóra umhverfissviðs, dags. 03.05.2021, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa laus til umsóknar sumarstörf hjá Kópavogsbæ árið 2021 fyrir 18 ára og eldri.
Gestir
- Svavar Pétursson, verkefnastjóri umhverfissviðs - mæting: 08:42
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.2102026 - Útboð - Efnisútvegun malbik 2021
Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 20.04.2021, lagt fram erindi með niðurstöðum útboðs í efnisvegun malbiks fyrir Kópavog 2021-2022. Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Malbikunarstöðina Höfða hf. um efnisvegum malbiks fyrir Kópavog árin 2021-2022.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum 29.04.2021.
Gestir
- Guðrún Edda Finnbogadóttir, lögfræðingur - mæting: 08:50
- Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 08:50
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.2104666 - Útboð - Rekstur líkamsræktarðastöðu við sundlaugar í Kópavogi
Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 03.05.2021, lögð fram uppfærð útboðsslýsing varðandi rekstur líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar í Kópavogi.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum 29.04.2021.
Gestir
- Jón Júlíusson, deildarstjóri íþróttadeildar - mæting: 10:03
- Guðrún Edda Finnbogadóttir, lögfræðingur - mæting: 10:03
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.2104306 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um atvinnumál í kjölfar Covid-19
Frá mannauðsstjóra, dags. 04.05.2021, lagt fram svar við fyrirspurn um atvinnumál í kjölfar Covid-19.
Gestir
- Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, mannauðstjóri - mæting: 10:14
Ýmis erindi
7.2104029 - Tillaga bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um endurskoðun samþykktar um hundahald
Frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar - og Kópavogssvæðis, dags. 03.05.2021, lagt fram erindi varðandi tillögu bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttir um endurskoðun samþykkta um hundahald.
Ýmis erindi
8.2105008 - Vesturvör 38-40. Umsókn um lóðir og beiðni um að fá að kynna áætlanir fyrir bæjarráði
Frá Nature Experinces ehf., dags. 30.04.2021, lagt fram erindi varðandi umsókn um lóðirnar Vesturvör 38 og Vesturvör 40.
Gestir
- Gestur Þórisson - mæting: 09:30
- Eyþór Guðjónsson - mæting: 09:30
Ýmis erindi
9.2104715 - Til umsagnar frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting), 731. mál
Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 27.04.2021, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta,samþætting o.fl.), 731. mál.
Ýmis erindi
10.2104723 - Til umsagnar frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748.mál
Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 27.04.2021, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundirog fjölbreytt húsnæði), 748. mál.
Fundargerðir nefnda
11.2105060 - Fundargerð 896. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.04.2021
Fundargerðir nefnda
12.2104615 - Kolefnisspor höfuðborgarsvæðissins. Niðurstaða 523. fundar stjórnar SSH
Frá SSH, dags. 23.04.2021, lögð fram til kynningar skýrslan Kolefnisfótspor höfuðborgarsvæðisins, ásamt fylgigögnum.
Gestir
- Sigrún María Kristinsdóttir - mæting: 09:16
- Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri - mæting: 09:16
Fundargerðir nefnda
13.2104753 - Fundargerð 392. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 21.03.2021
Fundargerðir nefnda
14.2104724 - Fundargerð 227. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 16.04.2021
Fundargerð
15.2104015F - Lista- og menningarráð - 126. fundur frá 29.04.2021
Fundargerð
16.2104023F - Menntaráð - 78. fundur frá 04.05.2021
Fundargerð
17.2104008F - Skipulagsráð - 98. fundur frá 03.05.2021
Fundargerð í 14 liðum.
17.1
2103185
Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 98
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Einar Örn Þorvarðarson situr hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
17.2
2002203
Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 98
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi ásamt umsögnum í greinargerð dags. 22. apríl 2021. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
17.4
2102874
Auðbrekka 9-11. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 98
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Helga Hauksdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
17.5
2104754
Frostaþing 1. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 98
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skiplagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
17.7
2101714
Álfhólsvegur 23. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 98
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson og Bergljót Kristinsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
17.10
2104749
Ennishvarf 8. Ósk um stækkun lóðar.
Niðurstaða Skipulagsráð - 98
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
17.12
2104750
Álfkonuhvarf 15. Breytt aðkoma að bílastæði.
Niðurstaða Skipulagsráð - 98
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað vil afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kostnaður vegna framkvæmdarinnar greiðist af lóðarhafa.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
17.13
2104839
Fagrilundur. Standblakvöllur. Breytt fyrirkomulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 98
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Erindi frá bæjarfulltrúum
18.2105074 - Bæjarfulltrúi Theódóra S. Þorsteinsdóttir, óskar eftir skýringum á nýju útboði Fossvogsbrúar og stjórnkerfi verkefnisins.
Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags.03.05.2021, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir skýringum á nýju útboði Fossvogsbrúar og stjórnkerfi verkefnisins.
Erindi frá bæjarfulltrúum
19.2105075 - Bæjarfulltrúi Theódóra S. Þorsteinsdóttir óskar að fá stofn fjárhagsáætlunar 2020
Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags.03.05.2021, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að fá stofn fjárhagsáætlunar 2020 til samanburðar við rauntölur.
Fundi slitið - kl. 10:54.