Bæjarráð

3040. fundur 18. mars 2021 kl. 08:15 - 09:40 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson varamaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1904399 - Fossvogsbrún 2 og Kleifakór 2-4, stofnstyrkur

Frá fjármálastjóra, dags. 15. mars, lagt fram erindi vegna umsóknar Kópavogsbæjar um stofnframlag frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vegna byggingar þjónustuíbúða að Fossvogsbrún 2a og Kleifakór 2-4.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2103213 - Vesturvör 44, Sky lagoon ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 9. mars, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 4. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sky Lagoon ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Vesturvör 44, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2011221 - Borgarholtsbraut 39, kæra vegna breytt deiliskipulag.

Frá lögfræðideild, dags. 15. mars, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 12/2020 þar sem kærð var ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogs um að samþykkja umsókn um leyfi til að reisa fjórbýlishús að Borgarholtsbraut 39.
Lagt fram.

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, lögfræðingur - mæting: 08:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2011561 - Útboð - Kársnesskóli verkframkvæmd

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 11. mars, lagðar fram niðurstöður útboðs vegna byggingar nýs Kárnesskóla þar sem lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Rizziani de Eccher.
Fundarhlé hófst kl. 9:08, fundi fram haldið kl. 9:39.

Bæjarráð frestar málinu.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:48
  • Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:48
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir - mæting: 08:48

Ýmis erindi

5.2103350 - Til umsagnar frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk ofl), 561. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 8. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

6.2103349 - Til umsagnar frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingarblaðið og aukatekjur ríkisjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 8. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingarblaðið og aukatekjur ríkissjóðs (þingmannafrumvarp).
Lagt fram.

Ýmis erindi

7.2103435 - Til umsagnar frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð ofl, með síðari breytingumm, 470. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 9. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl. (þingmannafrumvarp).
Lagt fram.

Ýmis erindi

8.2103572 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2021

Frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., lagt fram boð á aðalfund sjóðsins þann 26. mars nk.
Lagt fram.

Ýmis erindi

9.1610225 - Landsskipulagsstefna 2015-2026

Frá Skipulagsstofnun, dags. 9. mars, lögð fram umsögn um framkomnar athugasemdir við auglýsta tillögu að viðauka við landsskipulagsstefnu.
Lagt fram og vísað til sviðsstjóra umhverfissviðs til upplýsinga.

Fundargerð

10.2103008F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 311. fundur frá 11.03.2021

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

11.2102012F - Lista- og menningarráð - 123. fundur frá 11.03.2021

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2103523 - Fundargerð 390. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 03.03.2021

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerð

13.2102022F - Skipulagsráð - 94. fundur frá 15.03.2021

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
  • 13.8 2102584 Vallargerði 22. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hrólfs Karls Cela arkitekts dags. 3. febrúar 2021 fh. lóðarhafa í Vallargerði 22. Á lóðinni er 113 m2 steinsteypt einbýlishús með sambyggðri 41,6 m2 bílgeymslu, byggt 1965. Óskað er eftir að reisa um 30 m2 viðbyggingu á suðurhlið hússins og koma þar fyrir herbergi ásamt baðherbergi. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 3. febrúar 2021. Á fundi skipulagsráðs 1. mars 2021 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vallargerðis 20, 24, Melgerðis 19, 21, 23 og Kópavogsbrautar 58. Fyrir liggur undirritað samþykki lóðarhafa Vallargerðis 20, 24 og Melgerðis 19, 21, 23 fyrir breytingunni og því er kynningartími styttur. Niðurstaða Skipulagsráð - 94 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 13.10 2103180 Haukalind 1-5. Breytt aðkoma að bílastæði.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Haukalindar 1-5 dags. 2. mars 2021 þar sem óskað er eftir að lækka kantsteinn á milli húsanna þriggja. Með breyttu fyrirkomulagi verður aðkoma að bílastæðum betri sbr. skýringarmyndir. Samþykki lóðarhafana í raðhúsalengjunni liggur fyrir. Niðurstaða Skipulagsráð - 94 Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði kostnaður greiddur af lóðarhafa. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

14.2103570 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 03.02.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2103498 - Fundargerð 521. fundar stjórnar SSH frá 01.03.2021

Fundargerð í 21 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2103604 - Fundargerð 99. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 05.03.2021

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

17.2103009F - Menntaráð - 76. fundur frá 16.03.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Bókun undir mál nr. 5 í fundargerð Menntaráðs:
"Ljóst er að tillaga Samfylkingarinnar um hinsegin fræðslu sem fram kom árið 2016 og hvernig unnið var með hana hefur haft góð áhrif á skólastarf og skólabrag í grunnskólum Kópavogs. Jákvætt er að sjá að forvarnarstefna skólanna gerir sérstaklega ráð fyrir hinseginn fræðslu, amk á unglingastigi. Mikilvægt er að formfesta hinsegin fræðslu í skólastefnu grunnskóla Kópavogs, ekki síst á yngri skólastigum. Jákvæð vinna gegn fordómum þarf að vera markviss, lifandi og í sífelldri endurskoðun."
Pétur H. Sigurðsson.
  • 17.4 2003630 Menntasvið-skólaþjónusta, starfsreglur sérdeilda, sérúrræða og sérfræðinga
    Starfsreglur sérdeilda við grunnskóla Kópavogs ásamt inn- og útskriftareglum lagðar fram. Niðurstaða Menntaráð - 76 Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum starfsreglur sérdeilda við grunnskóla Kópavogs, inn- og útskriftarreglur fyrir einhverfudeildir í Álfhóls- og Salaskóla sem og inn- og útskriftarreglur fyrir sérdeild í Kópavogsskóla og inn- og útskriftarreglur í sérdeild Snælandsskóla. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 09:40.