Bæjarráð

3039. fundur 11. mars 2021 kl. 08:15 - 11:44 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson varamaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2103316 - Mánaðarskýrslur 2021

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í janúar.
Lagt fram.

Gestir

  • Kristín Egilsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 08:45
  • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 08:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2008519 - Ósk um aðkomu Kópavogsbæjar að húsnæðismálum HSSK

Frá bæjarstjóra, dags. 8. mars, lögð fram tillaga varðandi húsnæðismál Hjálparsveitar skáta í Kópavogi um byggingu nýs húsnæðis að Tónahvarfi 8. Lagt er til að sviðsstjóra umhverfissviðs og skipulagsstjóra verði falið að fara fyrir starfshópi, ásamt fulltrúum HSSK, að gera tillögu til bæjarráðs um hvernig best sé að standa að slíkri byggingu ásamt því að vinna tillögu um hvernig sé hægt að leysa aðstöðu fyrir bátadeild HSSK í nágrenni hafnarinnar.
Pétur H. Sigurðsson vék af fundi og Bergljót Kristinsdóttir tók sæti í hans stað.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu um skipan starfshóps skv. leið 3, ásamt tveimur fulltrúum úr bæjarstjórn.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2001228 - Sundlaug í Fossvogi, Framhaldsmál

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að viljayfirlýsingu Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar um staðsetningu Fossvogslaugar, ásamt erindi bæjarstjóra og borgarstjóra Reykjavíkur dags. 27. janúar þar sem lagt er til að borgarráð og bæjarráð samþykki að efna til hönnunar og skipulagssamkeppni um bestu staðsetningu og útfærslu sundlaugarinnar miðsvæðis í Fossvogsdal.
Fundarhlé hófst kl. 9:59, fundi fram haldið kl. 10:23.

Afgreiðslutillaga:
"Undirritaður leggur til að erindinu verði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar."
Einar Örn Þorvarðarson

Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.

Bókun:
Undirrituð styðja þessa viljayfirlýsingu.
Hjördís Ý. Johnson
Birkir J. Jónsson
Karen E. Halldórsdóttir

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2012125 - Útboð - Smárinn ný stúka

Frá deilarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 11. mars, lagðar fram niðurstöður útboðs vegna nýrrar stúku í Smáranum, þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Sport-tæki um tilboð nr. 2.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Sport-tæki.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2101825 - Útboð - Kársnesskóli kennslustofur 2021

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 5. mars, lagðar fram niðurstöður útboðs um lausar kennslustofur við Kárnesskóla ásamt millibyggingu, þar sem lagt er til að framkomnu tilboði verði hafnað og heimild verði gefin til að hefja viðræður um samningskaup á tveimur lausum kennslustofum ásamt millibyggingu sem verði afhentar í ágúst 2021.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2101254 - Vinnuskóli 2021

Frá verkefnastjóra Vinnuskólans, dags. 2. mars, lagt fram erindi um laun og vinnutíma Vinnuskólans fyrir sumarið 2021, ásamt starfsáætlun Vinnuskóla Kópavogs árið 2021.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Ýmis erindi

7.1906554 - Hagasmári 1 og 3 (Silfursmári). Krafa um að Kópavogsbær afturkalli framkvæmdarleyfi á lóðunum

Frá Bjarna Aðalgeirssyni lögmanni, f.h. Norðurturnsins hf., dags. 5. mars, lagt fram erindi um afturköllun byggingarleyfis að Silfursmára 2 sem skerði bílastæðaréttindi félagsins að Hagasmára 3.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

8.2101495 - Kynning á fýsileika samræmingar úrgangsflokkunar - skýrsla

Frá SSH, dags. 20. janúar, lögð fram skýrsla um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu til kynningar og umræðu hjá aðildarsveitarfélögum. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum þann 28. janúar sl.
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar og samþykkir með fimm atkvæðum, að leggja til við bæjarstjórn að samþykkt verði að hefja vinnu við samræmda úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tillögu A1 í skýrslu Recource Int. ehf. um fýslileika úrgangsflokkunar.

Ýmis erindi

9.2012241 - Málefni skíðasvæðanna

Frá SSH, dags. 8. mars, lagt fram til upplýsinga bréf til samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins vegna framkvæmda á skíðasvæðunum með tilliti til aðstöðu fyrir gönguskíðafólk.
Lagt fram.

Ýmis erindi

10.2103246 - Beiðni um tilnefningu sveitarfélagsins á tveimur fulltrúum í stafrænan samráðshóp

Frá SSH, dags. 4. mars, lögð fram beiðni um tilnefningu tveggja fulltrúa í stafrænan samráðshóp sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, einum úr meirihluta og einum úr minnihluta sveitarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjóra.

Ýmis erindi

11.2103265 - Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins. Beiðni um tilnefningu í ráðgjafahóp um áfangastaða- og markaðsstofu fyrir höfuðborgarsvæðið

Frá SSH, dags. 5. mars, lögð fram beiðni um tilnefningu í ráðgjafahóp um áfangastaða- og markaðsstofu fyrir höfuðborgarsvæðið.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að tilnefna Ármann Kr. Ólafsson.

Ýmis erindi

12.2103162 - Tilkynning til sveitarfélaga vegna nýrra jafnréttislaga

Frá Jafnréttisstofu, dags. 2. mars, lagt fram erindi um áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.
Lagt fram og vísað til upplýsinga jafnréttis- og mannréttindaráðs.

Ýmis erindi

13.2103098 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál

Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, dags. 2. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (þingmannafrumvarp).
Lagt fram.

Ýmis erindi

14.2103234 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir (menntun og eftirlit), 562. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 4. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Fundargerð

15.2102026F - Barnaverndarnefnd - 117. fundur frá 03.03.2021

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

16.2102011F - Hafnarstjórn - 118. fundur frá 22.02.2021

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2103117 - Fundargerð nr 263. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 01.03.2021

Fundargerð í 36 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2103153 - Fundargerð 895. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.02.2021

Fundargerð í 38 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2103070 - Fundargerð 222. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 24.02.2021

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.2103071 - Fundargerð 223. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 26.02.2021

Fundargerð í 10 liðum.
Kynning.

Gestir

  • Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins - mæting: 08:15

Fundargerðir nefnda

21.2103053 - Fundargerð 336. fundar stjórnar Strætó frá 19.02.2021

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

22.2103005F - Velferðarráð - 80. fundur frá 08.03.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 22.1 2011123 Reglur Kópavogsbæjar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra
    Drög að reglum um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra lögð fram til afgreiðslu. Með fylgir greinargerð verkefnastjóra dags. 4.3.21. ásamt þar til greindum fylgiskjölum. Niðurstaða Velferðarráð - 80 Velferðarráð samþykkti framlagðar reglur fyrir sitt leyti.

    Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði vegna þjónustunnar í fjárhagsáætlun en velferðarráð vekur athygli á að gera þarf ráð fyrir nýjum kostnaðarliðum við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022 til samræmis við reglurnar, enda verði þá búið að meta þörf fyrir þjónustuna að miklu leyti.
    Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 22.12 2103218 Tillaga Donötu H. Bukowska og Kristínar Sævarsdóttur varðandi aðgengilegri heimasíðu bæjarins
    Eftirfarandi tillaga Donötu H. Bukowska og Kristínar Sævarsdóttur ásamt greinargerð dags. 3.3.2021 lögð fram til afgreiðslu.

    "Undirritaðar leggja til að heimasíða Kópavogsbæjar verði gerð aðgengilegri fyrir Kópavogsbúa af erlendum uppruna og fólki með slakt stofnanalæsi með það að markmiði að gera þeim hópi fólks auðveldara að vera virkt í íslensku samfélagi og forðast félagslega einangrun. Á vefsíðunni skal, með einföldum hætti, vera hægt að nálgast upplýsingar um þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir, sækja umsóknareyðublöð og senda inn fyrirspurnir. Auk þess skal vera hægt að nálgast á síðunni nýjustu fréttir úr daglegu lífi Kópavogsbæjar og réttar upplýsingar á óvissutímum eins og t.d. Covid faraldur og jarðhræringar. Þessi hluti vefsíðunnar skal vera á auðlesnu íslensku máli en auk þess á a.m.k. ensku og pólsku.
    Donata H. Bukowska
    Kristín Sævarsdóttir"
    Niðurstaða Velferðarráð - 80 Lagt fram.

    Tillagan var lögð undir atkvæðagreiðslu.

    Velferðarráð samþykkti tillöguna með atkvæðum Kristínar Sævarsdóttur, Donötu H. Bukowska og Andrésar Péturssonar.

    Karen E. Halldórsdóttir, Björg Baldursdóttir, Halla K. Hjaltested og Baldur Þór Baldvinsson sátu hjá.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi bókaði eftirfarandi:
    "Ég styð tillöguna."
    Niðurstaða Afgreiðslutillaga Karenar E. Halldórsdóttur.
    "Undirrituð leggur til að málinu verði vísað til heildarendurskoðunar heimasíðu bæjarins til úrvinnslu."
    Karen E. Halldórsdóttir.

    Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.

    Bókun:
    "Það skýtur skökku við að fulltrúar meirihlutans í velferðarráði Kópavogs hafi ekki getað samþykkt tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar, Donötu H. Bukowska og Krístínar Sævarsdóttur um að gera vefsíðu Kópavogs aðgengilegri fyrir Kópavogsbúa af erlendum uppruna og fólki með slakt stofnannalæsi. Í dag þegar flest sveitarfélög reyna að finna bestu lausnina til að jafna aðstöðu íbúa af erlendum uppruna við aðstöðu innfæddra leggst meirihlutinn gegn því að veita þessum íbúum bæjarins betri og aðgengilegri upplýsingar að réttindum og skyldum þegnanna. Vefsíðu Kópavogs mætti gera mun aðgengilegri fyrir þá sem eru fullfærir í íslensku sem segir sitt um mögulega upplýsingaöflun þeirra sem ekki skilja íslensku nægilega vel.
    Bergljót Kristinsdóttir"

    Fundarhlé hófst kl. 11:13, fundi fram haldið kl. 11:34

    Bókun:
    "Heildarendurskoðun á heimasíðu bæjarins stendur yfir, inn í þá vinnu fellur m.a. að bæta aðgengi fólks með annað móðurmál en íslensku. Það er því sorglegt að lesa bókun Samfylkingarinnar í þessu máli. Málinu var hleypt áfram í velferðarráði í þeirri góðu trú um að það yrði unnið áfram hjá stjórnsýslu bæjarins í tengslum við heildarendurskoðunina.
    Karen E. Halldórsdóttir
    Hjördís Ý. Johnson
    Birkir J. Jónsson"

    Bókun:
    "Ég vil leiðrétta úr fyrri bókun að meirihluti velferðarráðs lagðist ekki gegn þessu verkefni en sá sér ekki fært að styðja það. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við köllum eftir betra aðgengi fyrir íbúa af erlendum uppruna en áhuginn hefur enginn verið hjá meirihlutanum fram það þessu. Ég fagna þó þeim upplýsingum að taka eigi málið upp í heildarendurskoðun vefsíðunnar.
    Bergljót Kristinsdóttir"

    Bókun:
    "Mér hefði verið bæði ljúft og skylt að upplýsa bæjarfulltrúann Bergljótu Kristinsdóttur um það ef eftir því hefði verið leitað."
    Ármann Kr. Ólafsson.

Erindi frá bæjarfulltrúum

23.2103411 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu hjá Kópavogsbæ

Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um hvort til séu viðmið um ráðningar fólks með skerta starfsgetu til starfa hjá Kópavogsbæ eða hvort unnið sé að slíkum viðmiðum.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til sviðsstjóra stjórnsýslusviðs til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 11:44.