Bæjarráð

3037. fundur 25. febrúar 2021 kl. 08:15 - 10:32 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Margrét Friðriksdóttir varamaður
  • Bergljót Kristinsdóttir varamaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2012241 - Málefni skíðasvæðanna

Kynning SSH á framkvæmdum á skíðasvæðunum í tilefni af nýsamþykktum viðauka við samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Kynning.

Gestir

  • Halla Karí Hjaltested fulltrúi Kópavogsbæjar í stjórn samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins - mæting: 08:15
  • Margrét Lilja Gunnarsdóttir frá innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborg - mæting: 08:15
  • Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins - mæting: 08:15
  • Einar Kristján Stefánsson frá VSÓ - mæting: 08:15
  • Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2002648 - Samgöngusáttmáli ríkis og SSH.

Kynning SSH á fjármagnsskipan Betri samgangna ohf., hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.
Kynning.

Gestir

  • Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. - mæting: 09:04
  • Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH - mæting: 09:04

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2102373 - Askalind 8. Umsagnarbeiðni um staðsetningu ökutækjaleigu

Frá lögfræðideild, dags. 18. febrúar, lögð fram umsögn um rekstur og staðsetningu ökutækjaleigu í samræmi við beiðni Samgöngustofu frá 10. febrúar. Umsækjandi er Þorgrímur Ólafsson, f.h. Þokka ehf., kt. 620872-0249. Sótt er um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með 4 bifreiðar að Askalind 8. Samkvæmt 3. gr. laga um leigu skráningarskyldra ökutækja nr. 65/2015 og 5. og 6. gr. rgl. nr. 840/2015 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að aðkoma og fjöldi bílastæða henti fyrir væntanlega starfsemi og hvort staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum og hjásetu Karenar E. Halldórsdóttur, Theodóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2102483 - Umhverfissvið, skipulagsfulltrúi.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 22. febrúar, lögð fram tilkynning um setningu skipulagsfulltrúa á skipulagsdeild umhverfissviðs til eins árs.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2011561 - Útboð - Kársnesskóli verkframkvæmd

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 23. febrúar, lagt fram erindi um niðurstöður tilboða í byggingu Kársnesskóla.
Lagt fram.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2009777 - Útboð - yfirborðsmerkingar 2021-2023

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 22. febrúar, lagðar fram niðurstöður útboðs í verkið "yfirborðsmerkingar í Kópavogi 2021-2023", þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við Vegamál vegmerkingu ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við Vegamál vegmerkingu ehf.

Ýmis erindi

7.2102728 - Hlíðarvegur 26. Endurupptaka máls

Frá Hjalta Steinþórssyni lögmanni, f.h. Jóns Þórs Sigurðssonar, dags. 18. febrúar, lagt fram erindi um endurupptöku máls vegna Hlíðarvegar 26.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

Ýmis erindi

8.2102676 - Til umsagnar frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 18. febrúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um áfengislög (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Fundargerðir nefnda

9.2102685 - Fundargerð 389. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17.02.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

10.2102539 - Fundargerð 31 eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 01.02.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2102536 - Fundargerð 30. eigendafundar stjórnar Strætó frá 01.02.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

12.2102020F - Velferðarráð - 79. fundur frá 22.02.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.
  • 12.6 1908788 Fundargerðir öldungaráðs
    Fundargerð 15. fundar dags. 18.02.2021 lögð fram til upplýsingar. Niðurstaða Velferðarráð - 79 Lagt fram. Niðurstaða Lagt fram.
  • 12.7 2101419 Tillaga bæjarfulltrúa Péturs Hrafns Sigurðssonar um skipun starfshóps til að skoða möguleika á sameiningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Kópavogi
    Frestað á síðasta fundi velferðarráðs. Niðurstaða Velferðarráð - 79 Umræður.

    Lögð var fram eftirfarandi bókun:
    "Bæjarstjórn samþykkti þann 9. apríl 2019 að fela bæjarstjóra að meta kosti og galla þess að yfirtaka heimahjúkrun frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Niðurstaða þeirrar greiningar var sú að hafist yrði handa við að sameina aðgangsgáttir heimaþjónustu og heimahjúkrunar, enda væri það einföld leið til að bæta þjónustu og hægt að líta á það sem fyrsta skref í mögulegri sameiningu án þess að hefja umfangsmikla vinnu. Var sú tillaga samþykkt í bæjarráði og í velferðarráði. Starfsmenn velferðarsviðs og upplýsingatæknideildar hafa undirbúið það verkefni og liggur nú fyrir tillaga forstöðumanns UT deildar að næstu skrefum. Mikilvægt er að klára það mál áður en farið er af stað með nýtt mat á því hvort yfirtaka sé fýsileg, enda er með einni þjónustugátt hægt að draga mjög úr flækjustigi og einfalda notendum, aðstandendum og öðrum fagaðilum að sækja um þjónustu. Því sé rétt á þessum tímapunkti að halda áfram að vinna að sameiginlegri þjónustugátt og meta áhrif hennar fremur en að stofna starfshóp um möguleika þess að sameina heimaþjónustu og heimahjúkrun. Þeirri vinnu verði flýtt eins mikið og kostur er.
    Karen E. Halldórsdóttir
    Björg Baldursdóttir
    Baldur Þór Baldvinsson
    Halla Karí Hjaltested"

    Hlé var gert á fundi kl.17:41.
    Fundi var fram haldið kl.17:48.

    "Tillagan felur í sér að skipa starfshóp sem meta á hvort sameining skili sér í betri þjónustu við eldri borgara og hvort sameining kunni að vera rekstrarlega hagkvæm. Markmið okkar er að veita sem besta þjónustu og skoða allar leiðir til þess. Það er því ábyrgðarlaust að hafna því að skoða alla möguleika til að bæta þjónustu við aldraða íbúa Kópavogs. Það er EKKI verið að leggja til að sameina heimahjúkrun og heimaþjónustu heldur eingöngu að meta hvort sú sameining skili sér í bættri þjónustu og kunni að vera rekstrarlega hagkvæm. Bæting á núverandi samstarfi hefur tekið of langan tíma og nauðsynlegt er að hefjast handa sem fyrst.
    Kristín Sævarsdóttir
    Donata Honkowicz-Bukowska
    Andrés Pétursson
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"

    Hlé var gert á fundi kl.17:51.
    Fundi var fram haldið kl.18:04

    "Það sýnir ábyrgð að ljúka því verkefni sem velferðarráði og starfsfólki var falið af bæjarráði þann 26.11.2019.
    Karen E. Halldórsdóttir
    Björg Baldursdóttir
    Baldur Þór Baldvinsson
    Halla Karí Hjaltested"
    Niðurstaða Lagt fram.

    Bókun:
    "Myndun starfshóps til að kanna kosti sameiningar á heimaþjónustu og heimahjúkrun sem er annars vegar á hendi sveitarfélags og hins vegar á ábyrgð ríkisins er nauðsynlegt skref í átt að einni þjónustugátt fyrir eldri borgara í Kópavogi. Aldraðir og aðstandendur þeirra eru ekki sérfræðingar í öldrunarmálum og þeim möguleikum í þjónustu sem öldruðum standa til boða.
    Bæjarfélagið þarf í auknum mæli að taka að sér greiningu á aðstæðum eldri borgara í Kópavogi og skipulagningu á þeirra málum heildrænt frá því að fyrst er þörf er á þjónustu, hvort sem þjónustan er á vegum ríkis eða bæjar. Bæjarfélagið þarf að fylgja öldruðum eftir alla leið, t.d. með því að sjá um gerð ferlismats, umsókna í endurhæfingu, dagdvöl eða á hjúkrunarheimili. Sérfræðiþekkingin liggur hjá bæjarfélaginu en ekki öldruðum eða aðstandendum sem eru ekki alltaf til staðar. Með því að byggja eina þjónustugátt tryggir bæjarfélagið best öryggi aldraðra íbúa sinna."
    Bergljót Kristinsdóttir

Fundi slitið - kl. 10:32.