Bæjarráð

3035. fundur 11. febrúar 2021 kl. 08:15 - 12:20 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2003249 - Mánaðarskýrslur 2020

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla fyrir desember.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2012443 - Gatnadeild. Útskipting götuljósalampa, áfangi IV

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 8. febrúar, lagðar fram niðurstöður verðfyrirspurnar vegna endurnýjunar á götuljósalömpum og innkaupa á lömpum í tengslum við íbúakosningarverkefnið Okkar Kópavogur, þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við S. Guðjónsson.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að ganga til samninga við S. Guðjónsson.

Gestir

  • Birkir Rútsson, deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 08:32
  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:32

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2012127 - Rýni á Gæðasamþykkt (stefnu) Kópavogsbæjar 2020

Frá gæðastjóra, dags. 8. febrúar 2021, lögð fram til samþykktar tillaga að nýrri og endurskoðaðri Gæðastefnu Kópavogs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Sigurður Arnar Ólafsson, gæðastjóri - mæting: 10:26

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2012337 - Reglur um styrki til stjórnmálaflokka í formi kaupa á auglýsingum

Frá lögfræðideild, lögð fram drög að reglum um auglýsingastyrki til stjórnmálaflokka, ásamt svari við fyrirspurn um auglýsingastyrki til stjórnmálaflokka á þessu kjörtímabili og því síðasta og upphæð þeirra, dags. 18. janúar. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum þann 28. janúar sl.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 10:02, fundi fram haldið kl. 10:16.

Bæjarráð samþykkir, með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Péturs H. Sigurðssonar, að vísa málinu til forsætisnefndar til umfjöllunar. Þangað til nýjar reglur liggi fyrir verði ekki auglýst af hálfu Kópavogsbæjar í blaðaútgáfum stjórnmálaflokkanna. Aukinheldur taki forsætisnefnd til umfjöllunar fjárhæð styrkja til stjórnmálaflokka, sbr. lög nr. 162/2006.

Bókun:
"Í ljós hefur komið að mikið ósamræmi er á framkvæmd við veitingu auglýsingastyrkja Kópavogsbæjar til stjórnmálaflokka og mörgum spurningum er enn ósvarað. Undirritaðar óska eftir svörum við því hvers vegna misræmi er á fjölda birtra auglýsinga og upphæðum styrkja á fram komnu yfirliti."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Bókun:
"Sit hjá við afgreiðslu málsins til forsætisnefndar. Ég tel enga ástæðu til að drepa málinu á dreif með því að tengja auglýsingastyrki til stjórnmálaflokka í blöðum þeirra við lögbundna styrki Kópavogs til rekstur stjórnmálaflokka. Þetta eru óskyld mál."
Pétur H. Sigurðsson

Fundarhlé hófst kl. 10:19, fundi fram haldið kl. 10:24

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2102298 - Þjónustuapp - samningur um þróun þjónustuapps

Frá forstöðumanni upplýsingatæknideildar, dags. 8. febrúar, lagt fram erindi þar sem óska er eftir heimild til að ganga til samninga við Stefnu ehf. og Akureyrarbæ um þróun á þjónustuappi.
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

Gestir

  • Ingimar Þ. Friðriksson, deildarstjóri UT - mæting: 10:43

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2012242 - Stafrænt ráð sveitarfélaga

Frá stafrænu ráði sveitarfélaga, dags. í janúar, lagt fram erindi til skýringar fyrir sveitarfélög um væntanlegt miðlægt tækniteymi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir með fimm að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar og felur bæjarritara að undirbúa viðauka fyrir fund bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ingimar Þ. Friðriksson, deildarstjóri UT - mæting: 10:51

Ýmis erindi

7.2102210 - Til umsagnar frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðarmála, 471. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 4. febrúar lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðarmála (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

8.2102211 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 4. febrúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Fundarger?

9.2101008F - Barnaverndarnefnd - 116. fundur frá 03.02.2021

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2102219 - Fundargerð 388. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 20.01.21

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2102196 - Fundargerð 519. fundar stjórnar SSH frá 01.02.2021

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundarger?

12.2102006F - Velferðarráð - 78. fundur frá 08.02.2021

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

13.2102306 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um samráðsfund með bæjarstjórn um skipulag í Hamraborg

Bæjarfulltrúi Theódóra S. Þorsteinsdóttir óskar eftir að fá samráðsfund með bæjarstjórn um skipulag í Hamraborg.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjóra.

Erindi frá bæjarfulltrúum

14.2102308 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um tillögur að samkeppni er varðar endurnýjun á Himnastiganum

Bæjarfulltrúi Theódóra S. Þorsteinsdóttir óskar eftir upplýsingum um hvort búið sé að undirbúa tillögur að samkeppni er varðar endurnýjun á Himnastiganum, sbr. fjárhagsáætlun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til umhverfis- og samgöngunefndar með áherslu á samráð við lista- og menningarráð.

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.2102307 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um umræðu um úrræði sveitarfélags er varðar hús sem eru í niðurníðslu

Bæjarfulltrúi Theódóra S. Þorsteinsdóttir óskar eftir umræðu um úrræði sveitarfélagsins er varðar hús sem eru í niðurníðslu.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.2102310 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um ábyrgð, skyldur og úrræði sveitarfélaga gagnvart vanræktu og heilsuspillandi húsnæði og íbúum þess

Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur um hvaða ábyrgð, skyldur og úrræði sveitarfélög hafa gagnvart húsnæði, og íbúum þess, þar sem ásigkomulagi, viðhaldi eða frágangi er þannig háttað að hætta getur stafað af því og/eða það er heilsuspillandi. Hvert er ferlið þegar ábending berst til Kópavogsbæjar um vanrækslu húsnæðis og fólk sem kann að búa þar við óviðunandi aðstæður?
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Fundi slitið - kl. 12:20.