Bæjarráð

2843. fundur 27. október 2016 kl. 08:15 - 09:35 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1610459 - Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2017

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar og stofnana fyrir árið 2017 og drög að þriggja ára fjárhagsáætlun 2018-2020.
Bæjarráð vísar tillögu að fjárhagsáætlun 2017 og tillögu að þriggja ára áætlun 2018-2020 til afgreiðslu næsta bæjarráðsfundar.

2.1512052 - Velferðarsvið. Niðurstöður stjórnsýsluúttektar Capacent. Tillögur um breytingar

Frá bæjarstjóra, dags. 19. október, lögð fram tillaga að breyttu skipulagi velferðarsviðs sem samþykkt var í félagsmálaráði þann 4. apríl sl. með þeirri breytingu að félagsstarf aldraðra verði áfram á menntasviði.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

3.16091076 - Dalbrekka 4, niðurrif.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 25. október, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að afla tilboða í niðurrif fasteignarinnar Dalbrekku 4, sem þarf að víkja vegna uppbyggingar á Auðbrekkusvæði í samræmi við deiliskipulag.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild með fimm atkvæðum.

4.1610396 - Fjárhagsáætlun 2017, Heilbrigðiseftirlit

Frá heilbrigðiseftirlitinu, dags. 14. október, lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra til úrvinnslu.

5.1610376 - Sótt um leyfi fyrir flugeldasölu við Nýbýlaveg 10, Versali 5 og Vallakór 4

Frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, dags. 19. október, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir leyfi fyrir flugeldasölu á þremur stöðum í bænum.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

6.1610403 - Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2017

Frá Stígamótum, dags. 10. október, lögð fram umsókn um styrk til starfseminnar.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs til afgreiðslu.

7.1610327 - Rekstraráætlun Sorpu bs. 2017-2021

Frá Sorpu, dags. 17. október, lögð fram rekstraráætlun Sorpu 2017-2021.
Hlé var gert á fundi kl. 9.10. Fundi var fram haldið kl. 9.20.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra til úrvinnslu.

8.1610005 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 7. október 2016.

198. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 23. liðum.
Lagt fram.

9.1610013 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 14. október 2016.

199. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 5. liðum.
Lagt fram.

10.1610014 - Barnaverndarnefnd, dags. 20. október 2016.

60. fundur barnaverndarnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

11.1610015 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 19. október 2016.

51. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 1. lið.
Lagt fram.

12.1610018 - Leikskólanefnd, dags. 20. október 2016.

75. fundur leikskólanefndar í 8. liðum.
Lagt fram.

13.16011135 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 10. október 2016.

434. fundur stjórnar SSH í 4. liðum.
Lagt fram.

14.1608011 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 6. september 2016.

78. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 10. liðum.
Lagt fram.

15.1609014 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 18. október 2016.

79. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 19. liðum.
Lagt fram.
Bæjarráð samþykkir að halda aukafund þann 31. október nk. með vísan til ákvæða 2. mgr. 28. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogs og að næsti reglulegi fundur bæjarráðs þann 3. nóvember nk. falli niður.

Fundi slitið - kl. 09:35.