Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.2101228 - Urðarhvarf 10. Umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði
Frá bæjarritara, dags. 18. janúar, lögð fram umsókn Klettás ehf. um atvinnuhúsalóðina Urðarhvarf 10. Lagt er til að bæjarráð samþykki að vísa úthlutun lóðarinnar til umsækjanda til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.2101281 - Lóðarleigusamningar, tilkynningarskylda vegna framsals í eldri samningum.
Frá bæjarlögmanni, dags. 12. janúar, lagt fram erindi um niðurfellingu ákvæða í eldri lóðarleigusamningum Kópavogsbæjar um tilkynningarskyldu.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.2101323 - Vesturvör 50, framsal lóðarréttinda.
Frá bæjarlögmanni, dags. 13. janúar, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Vesturvarar 50, Íslyft ehf. og Steinbock-þjónustunnar ehf., um heimild til framsals lóðarinnar til K-50 ehf.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.1801275 - Umsókn um stofnun þjóðlendu í lögsögu Kópavogs. Sandskeið, Bláfjöll, Þríhnúkar.
Frá lögfræðideild, dags. 18. janúar, lögð fram umsókn Forsætisráðuneytis um stofnun þjóðlendu í lögsögu Kópavogsbæjar.
Gestir
- Steingrímur Hauksson - mæting: 08:20
- Birgir Hlynur Sigurðsson, skipulagsstjóri - mæting: 08:20
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.2101431 - Beiðni um undanþágur (undanþágulisti) vegna verkfalla 2021
Frá mannauðsdeild, dags. 19. janúar, lagður fram til samþykktar undanþágulisti vegna verkfalla 2021.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.2012443 - Gatnadeild. Útskipting götuljósalampa, áfangi IV
Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 21. desember, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til að hefja verðfyrirspurn vegna endurnýjunar á götuljósalömpum í Kópavogi og innkaupa á lömpum í tengslum við íbúakosningaverkefnið Okkar Kópavogur. Einnig lagt fram minnisblað deildarstjóra gatnadeildar vegna málsins með ítarupplýsingum frá 18. janúar, auk upplýsinga um stöðu útskipta skv. áætlun frá 19. janúar, ásamt áætlun fyrir áfangaskiptingu götuljósalampa. Bæjarráð frestaði málinu til næsta fundar á fundi sínum þann 7. janúar sl.
Gestir
- Birkir Rútsson, deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 09:18
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
7.2101256 - Sumarstörf 2021
Frá verkefnastjóra gatnadeildar, dags. 15. janúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til að auglýsa laus til umsóknar sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2021 fyrir 18 ára og eldri. Einnig lagðar fram til samþykktar vinnureglur við ráðningar sumarstarfsfólks hjá Kópavogsbæ 2021.
Gestir
- Svavar Ó. Pétursson, verkefnastjóri gatnadeildar - mæting: 09:48
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
8.2011213 - Loftslagsstefna Kópavogsbæjar
Frá verkefnastjóra íbúatengsla, dags. 19. janúar, lagt fram minnisblað um gerð draga að loftlagsstefnu fyrir Kópavogsbæ.
Gestir
- Sigrún María Kristinsdóttir, verkefnastjóri íbúatengsla - mæting: 10:12
Ýmis erindi
9.2101299 - Til umsagnar drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032
Frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, dags. 12. janúar, lögð fram tilkynning um að drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 hafi verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda.
Fundargerð
10.2101018F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 307. fundur frá 15.01.2021
Fundarger?
11.2101004F - Lista- og menningarráð - 121. fundur frá 14.01.2021
Fundarger?
12.2101019F - Menntaráð - 72. fundur frá 19.01.2021
Fundargerð
13.2012019F - Skipulagsráð - 90. fundur frá 18.01.2021
Fundargerð í 17 liðum.
13.5
2009374
Melgerði 34. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 90
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13.6
18061057
Fífuhvammur 9. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 90
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13.8
2011556
Urðarbraut 7. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 90
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13.10
2101232
Hlíðarvegur 31 og Grænatunga 9. Breyting á staðföngum.
Niðurstaða Skipulagsráð - 90
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13.13
2005445
Álfhólsvegur 105. Breytt aðkoma að bílastæði.
Niðurstaða Skipulagsráð - 90
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
14.2101438 - Fundargerð 518. fundar stjórnar SSH frá 18.01.2021
Fundargerð
15.2101005F - Velferðarráð - 76. fundur frá 11.01.2021
Erindi frá bæjarfulltrúum
16.2101123 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um umræðu um skipulagsmál, húsnæðismál, samgöngur og lýðheilsu
Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um umræðu um skipulagsmál, húsnæðismál, samgöngur og lýðheilsu í Kópavogi.
Gestir
- Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri - mæting: 08:36
Erindi frá bæjarfulltrúum
17.2101419 - Tillaga bæjarfulltrúa Péturs Hrafns Sigurðssonar um skipun starfshóps til að skoða möguleika á sameiningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Kópavogi
Tillaga frá bæjarfulltrúa Pétri Hrafni Sigurðssyni um skipan starfshóps sem verði falið að skoða möguleika á sameiningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Kópavogi.
Meðal þess sem starfshópurinn skal skoða eru möguleikar á bætri þjónustu við Kópavogsbúa sem nýta heimaþjónustu og heimahjúkrun og aðstandendur þeirra. Enn fremur skal starfshópurinn skoða möguleika sem sameining gæti haft á rekstur heimaþjónustu og heimahjúkrunnar.
Erindi frá bæjarfulltrúum
18.2101441 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum Samfylkingar varðandi uppbyggingu á Fannbogarreit, Traðarreit og Vinabyggðarreit
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum Samfylkingar, Pétri Hrafni Sigurðssyni og Bergljótu Kristinsdóttur, þar sem óskað er eftir upplýsingum um alla þá samninga sem gerðir hafa verið við þá aðila sem standa að uppbyggingu á eftirfarandi reitum: Fannborgarreit B1-1, Traðarreit vestri B4 og Vinabyggðarreit (Bakkavör 1?3 og Þinghólsbraut 77-79). Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um þann kostnað sem fellur á Kópavogsbæ (ef einhver) vegna framkvæmda á sömu reitum skv. framlögðu erindi.
Fundi slitið - kl. 12:13.