Bæjarráð

3032. fundur 21. janúar 2021 kl. 08:15 - 12:13 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2101228 - Urðarhvarf 10. Umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði

Frá bæjarritara, dags. 18. janúar, lögð fram umsókn Klettás ehf. um atvinnuhúsalóðina Urðarhvarf 10. Lagt er til að bæjarráð samþykki að vísa úthlutun lóðarinnar til umsækjanda til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að Klettási ehf. verði úthlutað lóðinni Urðarhvarfi 10.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2101281 - Lóðarleigusamningar, tilkynningarskylda vegna framsals í eldri samningum.

Frá bæjarlögmanni, dags. 12. janúar, lagt fram erindi um niðurfellingu ákvæða í eldri lóðarleigusamningum Kópavogsbæjar um tilkynningarskyldu.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2101323 - Vesturvör 50, framsal lóðarréttinda.

Frá bæjarlögmanni, dags. 13. janúar, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Vesturvarar 50, Íslyft ehf. og Steinbock-þjónustunnar ehf., um heimild til framsals lóðarinnar til K-50 ehf.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framsal lóðarinnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1801275 - Umsókn um stofnun þjóðlendu í lögsögu Kópavogs. Sandskeið, Bláfjöll, Þríhnúkar.

Frá lögfræðideild, dags. 18. janúar, lögð fram umsókn Forsætisráðuneytis um stofnun þjóðlendu í lögsögu Kópavogsbæjar.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson - mæting: 08:20
  • Birgir Hlynur Sigurðsson, skipulagsstjóri - mæting: 08:20
Pétur H. Sigurðsson mætti til fundarins kl. 8:36

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2101431 - Beiðni um undanþágur (undanþágulisti) vegna verkfalla 2021

Frá mannauðsdeild, dags. 19. janúar, lagður fram til samþykktar undanþágulisti vegna verkfalla 2021.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðan undanþágulista.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2012443 - Gatnadeild. Útskipting götuljósalampa, áfangi IV

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 21. desember, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til að hefja verðfyrirspurn vegna endurnýjunar á götuljósalömpum í Kópavogi og innkaupa á lömpum í tengslum við íbúakosningaverkefnið Okkar Kópavogur. Einnig lagt fram minnisblað deildarstjóra gatnadeildar vegna málsins með ítarupplýsingum frá 18. janúar, auk upplýsinga um stöðu útskipta skv. áætlun frá 19. janúar, ásamt áætlun fyrir áfangaskiptingu götuljósalampa. Bæjarráð frestaði málinu til næsta fundar á fundi sínum þann 7. janúar sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum heimild til verðfyrirspurnar í samræmi við erindi deildarstjóra gatnadeildar.

Gestir

  • Birkir Rútsson, deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 09:18

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2101256 - Sumarstörf 2021

Frá verkefnastjóra gatnadeildar, dags. 15. janúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til að auglýsa laus til umsóknar sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2021 fyrir 18 ára og eldri. Einnig lagðar fram til samþykktar vinnureglur við ráðningar sumarstarfsfólks hjá Kópavogsbæ 2021.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum heimild til auglýsingar, auk framlagðra vinnureglna.

Gestir

  • Svavar Ó. Pétursson, verkefnastjóri gatnadeildar - mæting: 09:48

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2011213 - Loftslagsstefna Kópavogsbæjar

Frá verkefnastjóra íbúatengsla, dags. 19. janúar, lagt fram minnisblað um gerð draga að loftlagsstefnu fyrir Kópavogsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til úrvinnslu umhverfis- og samgöngunefndar með vísan til minnisblaðs verkefnastjóra íbúatengsla.

Fundarhlé hófst kl. 10:32, fundi fram haldið kl. 10:37.

Bókun:
"Undirrituð fagnar því að loksins standi til að hefja vinnu við gerð loftslagsstefnu Kópavogsbæjar enda ekki seinna vænna þar sem stefnan þarf lögum samkvæmt að vera tilbúin í lok árs 2021. Mikilvægt er að loftslagsstefnan verði unnin í breiðu samráði og þvert á málaflokka, og að samvinna við SSH eða Samband íslenskra sveitarfélaga takmarki ekki þá vinnu. Þá er mikilvægt að stefnunni fylgi bindandi aðgerðaáætlun með mælanlegum markmiðum í kjölfar úttektar á stöðu loftslagsmála hjá bænum. Loftslagsmál ættu að vera grundvöllur allrar stefnumótunar, ákvarðanatöku, framkvæmda og fjárfestinga hjá Kópavogsbæ."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Fundarhlé hófst kl. 10:39, fundi fram haldið kl. 10:42.

Bókun:
"Það veldur áhyggjum að skapalónið sem umhverfisstofnun lofaði og átti að vera til að aðstoða sveitarfélögin við gerð loftlagsstefnu í samræmi við lög og reglur liggur ekki fyrir. Því var lofað um mitt síðasta ár, svo í lok árs og nú á það að verða tilbúið undir mitt þetta ár. Þessi töf hefur eðlilega áhrif á vinnuhraða sveitarfélaga og landshlutasamtaka."
Ármann Kr. Ólafsson

Bókun:
"Ég fagna því að vinna hefjist við mótun loftslagsstefnu. Ég hefði talið eðlilegra að skipaður verði starfshópur bæjarfulltrúa til að vinna að málinu þar sem lítill tími er til að ljúka verkinu."
Pétur Hrafn Sigurðsson

Fundarhlé hófst kl. 10:44, fundi fram haldið kl. 10:48.

Bókun:
"Töf við gerð skapalóns frá Umhverfisstofnun er ekki afsökun fyrir því að vinna Kópavogsbæjar við gerð loftslagsstefnu hafi dregist eins og raun ber vitni. Reykjavíkurborg lauk til dæmis vinnu við gerð loftslagsstefnu árið 2009 og endurskoðun hennar lauk árið 2019. Sveitarfélagið Hornafjörður vann loftslagsstefnu á árunum 2014-2016 og loftslagsstefna Fjarðarbyggðar er um þessar mundir á lokastigum í kynningu."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Fundarhlé hófst kl. 10:48, fundi fram haldið kl.10:56.

Bókun:
"Ekki er um neinn drátt að ræða af hendi Kópavogsbæjar enda kemur fram í umræddu minnisblaði að Kópavogur mun standast tímamörk laganna. Það er hins vegar ekki góður bragur á því að það skuli sífellt verða töf á skapalóninu frá Umhverfisstofnun."
Ármann Kr. Ólafsson

Gestir

  • Sigrún María Kristinsdóttir, verkefnastjóri íbúatengsla - mæting: 10:12

Ýmis erindi

9.2101299 - Til umsagnar drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032

Frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, dags. 12. janúar, lögð fram tilkynning um að drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 hafi verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Fundargerð

10.2101018F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 307. fundur frá 15.01.2021

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.

Fundarger?

11.2101004F - Lista- og menningarráð - 121. fundur frá 14.01.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lögð fram.

Fundarger?

12.2101019F - Menntaráð - 72. fundur frá 19.01.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

13.2012019F - Skipulagsráð - 90. fundur frá 18.01.2021

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.
  • 13.5 2009374 Melgerði 34. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Stefáns Ingólfssonar arkitekts dags. 6. ágúst 2020 fh. lóðarhafa Melgerðis 34. Á lóðinni stendur steinsteypt einbýlishús byggt 1958 og bílskúr byggður 5 árum síðar. Húsið er 98,8 m2 að stærð og er nú óskað eftir að reisa 36,8 m2 ris ofan á húsið og koma þar fyrir tveimur herbergjum og baðherbergi. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 6. ágúst 2020. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 29, 31, 32, 33, 36, Borgarholtsbrautar 45, 47 og 49. Kynningartíma lauk 18. janúar 2021. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 90 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 13.6 18061057 Fífuhvammur 9. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju erindi Svövu Jónsdóttur arkitekts dags. 20. júní 2018 fyrir hönd lóðarhafa Fífuhvamms 9 þar sem óskað er eftir að hækka útveggi til norðurs og suðurs þannig að þakhalli minnkar niður 14° og bæta við gluggum auk breytinga á innra skipulagi. Á fundi skipulagsráðs 16. júlí 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvammi 7, 11, Víðihvammi 2, 4, Lindarhvammi 3. Athugasemdafresti lauk 10. september 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Erindið er lagt fram að nýju þar sem byggingarleyfið er útrunnið.
    Á fundi skipulagsráðs 21. desember 2020 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu að nýju fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 7 og 11, Víðihvamms 2 og 4 og Lindarhvamms 3. Fyrir liggur undirritað samþykki lóðarhafa í grennd og því er kynningartími styttur.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 90 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 13.8 2011556 Urðarbraut 7. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sævars Geirssonar tæknifræðings dags. 29. október 2020 fh. lóðarhafa Urðarbrautar 7. Á lóðinni stendur einbýlishús byggt 1949 og stakstæð bílgeymsla byggð 1968. Óskað er eftir að breyta einbýlishúsinu í tvíbýli og fá samþykkta íbúð á eigin fastanúmeri í kjallara hússins. Eftir breytingu væri íbúð á 1. hæð með risi 123,8 m2 og íbúð í kjallara 74,2 m2. Á lóðinni eru 3 bílastæði en mögulegt er að fjölga þeim. Upprættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 29. október 2020. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Urðarbrautar 9, Kastalagerðis 2 og 4, Hófgerðis 30 og Borgarholtsbrautar 18 og 20. Kynningartíma lauk 14. janúar 2021. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 90 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 13.10 2101232 Hlíðarvegur 31 og Grænatunga 9. Breyting á staðföngum.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Hlíðarvegar 31a og 31b, dags. 6. janúar 2021, þar sem óskað er eftir breytingu á staðföngum. Á fundi skipulagsráðs 3. febrúar 2020 var samþykkt að skipta lóðinni Hlíðarvegi 31 upp í tvær lóðir; Hlíðarveg 31 og 31a. Afgreiðsla skipulagsráðs var staðfest í bæjarstjórn 11. febrúar 2020. Nú er óskað eftir að efri lóðin, með staðfangið Hlíðarvegur 31 fái staðfangið Grænatunga 9 og ný lóð sem liggur neðar og við Hlíðarveg fái staðfangið Hlíðarvegur 31. Niðurstaða Skipulagsráð - 90 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 13.13 2005445 Álfhólsvegur 105. Breytt aðkoma að bílastæði.
    Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Álfhólsvegar 105 þar sem óskað er eftir að koma fyrir 4 bílastæðum framan við húsið, þar af tveimur með hleðslustöð fyrir rafbíla. Húsið við Álfhólsveg 105 er tvíbýli og eru 2 bílastæði meðfram austurhlið hússins. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var afgreiðslu málsins frestað. Þá lögð fram ný tillaga, dags. 14. janúar 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 90 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

14.2101438 - Fundargerð 518. fundar stjórnar SSH frá 18.01.2021

Fundargerð í 21 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

15.2101005F - Velferðarráð - 76. fundur frá 11.01.2021

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.2101123 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um umræðu um skipulagsmál, húsnæðismál, samgöngur og lýðheilsu

Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um umræðu um skipulagsmál, húsnæðismál, samgöngur og lýðheilsu í Kópavogi.
Lagt fram.

Gestir

  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri - mæting: 08:36

Erindi frá bæjarfulltrúum

17.2101419 - Tillaga bæjarfulltrúa Péturs Hrafns Sigurðssonar um skipun starfshóps til að skoða möguleika á sameiningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Kópavogi

Tillaga frá bæjarfulltrúa Pétri Hrafni Sigurðssyni um skipan starfshóps sem verði falið að skoða möguleika á sameiningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Kópavogi.
Meðal þess sem starfshópurinn skal skoða eru möguleikar á bætri þjónustu við Kópavogsbúa sem nýta heimaþjónustu og heimahjúkrun og aðstandendur þeirra. Enn fremur skal starfshópurinn skoða möguleika sem sameining gæti haft á rekstur heimaþjónustu og heimahjúkrunnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar velferðarráðs og öldungaráðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

18.2101441 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum Samfylkingar varðandi uppbyggingu á Fannbogarreit, Traðarreit og Vinabyggðarreit

Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum Samfylkingar, Pétri Hrafni Sigurðssyni og Bergljótu Kristinsdóttur, þar sem óskað er eftir upplýsingum um alla þá samninga sem gerðir hafa verið við þá aðila sem standa að uppbyggingu á eftirfarandi reitum: Fannborgarreit B1-1, Traðarreit vestri B4 og Vinabyggðarreit (Bakkavör 1?3 og Þinghólsbraut 77-79). Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um þann kostnað sem fellur á Kópavogsbæ (ef einhver) vegna framkvæmda á sömu reitum skv. framlögðu erindi.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Fundi slitið - kl. 12:13.