Bæjarráð

3021. fundur 29. október 2020 kl. 08:15 - 11:31 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2006877 - Lántökur Kópavogsbæjar 2020

Frá fjármálastjóra, dags. 26. október, lögð fram beiðni um heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 3,9 milljarða króna vegna endurfjármögnunar á verðtryggðum húsnæðislánum sem bera meira en 1% vexti. Einnig lögð fram fundargerð lána- og skuldastýringar frá 19. október sl.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri. - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2010352 - Frestur til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlunar

Frá lögfræðideild, dags. 22. október, lögð fram tillaga um að Kópavogsbær óski eftir fresti til framlagningar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 í samræmi við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 15. október sl.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur tillögu um að óska eftir fresti í viku til framlagningar fjárhagsáætlunar.

Bókun:
"Undirrituð telur veigamikil rök fyrir því að Kópavogsbær sæki um fullan frest til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlunar í samræmi við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2010545 - Innkaup á veflausn fyrir útboðskerfi.

Frá lögfræðideild, dags. 26. október, lagt fram erindi um heimild til kaupa á veflausn fyrir útboðskerfi fyrir Kópavogsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum heimild til kaupa á veflausn fyrir útboðskerfi.

Bókun:
"Undirrituð fagnar því að útboðsferlið hjá Kópavogsbæ verði skilvirkara og gagnsærra og samræmist gildandi innkaupalögum."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur - mæting: 09:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2010094 - Veitingarekstur í Gerðarsafni Listasafni Kópavogs

Frá forstöðumanni menningarmála, lögð fram til samþykktar drög að samningi við Reykjavík Roasters um veitingarekstur í Gerðarsafni.
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

Gestir

  • Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála - mæting: 09:52

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2010230 - Fagrilundur, endurnýjun á flóðlýsingu.

Frá sviðsstjóra umhverfisviðs, dags. 19. október, lögð fram beiðni um heimild til að fara í opið útboð á ljósalömpum fyrir flóðlýsingu við knattspyrnuvöll Fagralundi. Bæjarráð samþykkti að fresta málinu á fundi sínum þann 22. október sl. þar sem eldra vinnuskjal var undir málinu í stað lokaskjals.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum heimild til útboðs á ljósalömpum fyrir flóðlýsingu í Fagralundi.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2009636 - Samstarf við Samgöngustofu um umferðarfræðslu í skólum

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 27. október, lagt fram erindi um samstarf við Samgöngustofu um umferðarfræðslu í skólum.
Lagt fram.

Gestir

  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir - mæting: 08:35

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2005642 - Tillaga bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 12. október, lögð fram umsögn um tillögu bæjarfulltrúa varðandi breytingu á gjaldskrá leikskóla í 6 tíma gjaldfrjálsa vistun á dag.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til frekari rýni og umsagnar leikskólanefndar.

Gestir

  • Sindri Sveinsson, rekstrarstjóri menntasviðs - mæting: 08:45
  • Sigurlaug Bjarnadóttir, deildarstjóri leikskóladeildar - mæting: 08:45
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:45

Ýmis erindi

8.2010508 - Ákvörðun um útgáfu starfsleyfis fyrir gas- og jarðgerðarstöð SORPU í Álfsnesi.

Frá Umhverfisstofnun, dags. 20. október, lögð fram tilkynning um að stofnunin hafi tekið ákvörðun um útgáfu starfsleyfis fyrir gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi.
Lagt fram.

Ýmis erindi

9.2010480 - Fjárhagsáætlun HHK 2021 ásamt greinagerð og tillaga að gjaldskrá

Frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 20. október, lögð fram fjárhagsáætlun fyrir heilbrigðiseftirlitið fyrir árið 2021 tillaga að gjöldum á árinu 2021 skv. framlagðri gjaldskrá.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu fjármálastjóra.

Ýmis erindi

10.2010625 - Reynsluverkefni um íbúasamráð. Hvað lærðum við og hvernig höldum við áfram

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. október, lagt fram erindi um málþing um reynsluverkefni um íbúasamráð þann 9. nóvember nk.
Lagt fram.

Ýmis erindi

11.2010550 - Styrkumsókn fyrir árið 2021

Frá Samökunum '78 félagi hinsegin fólks á Íslandi, dags. 22. október, lögð fram beiðni um styrk til starfseminnar árið 2021.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Samtökin '78 um kr. 300.000,-

Ýmis erindi

12.2010493 - Ósk um umsögn. Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 85. mál.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 20. október, lögð fram til umsagnar þingsályktunartillaga um upplýsingamiðlun um heimilisofebeldismál, þingmannatillaga.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu sviðsstjóra velferðarsviðs.

Ýmis erindi

13.2010479 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 242000 (jöfnun atkvæðavægis), 27. mál.

Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, dags. 20. október, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis (jöfnun atkvæðavægis), þingmannafrumvarp.
Lagt fram.

Ýmis erindi

14.2010560 - Til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 209. mál.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 22. október, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, stjórnarfrumvarp.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

15.2010541 - Til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris), 25. mál.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 21. október, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris), þingmannafrumvarp.
Lagt fram.

Ýmis erindi

16.2010542 - Til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 28. mál.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 22. október, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), þingmannafrumvarp.
Lagt fram.

Ýmis erindi

17.2010606 - Til umsagnar frumvarp til laga um um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 23. október, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, stjórnarfrumvarp.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Fundarger?

18.2010023F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 302. fundur frá 23.10.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

19.2009439 - Fundargerðir Barnaverndarnefndar

Fundargerð í 4 liðum.
Bæjarráð samþykkir að fresta framlagningu til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

20.2010478 - Fundargerð 260. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 19.10.2020

Fundargerð í 25 liðum.
Lagt fram.

Fundarger?

21.2009021F - Lista- og menningarráð - 118. fundur frá 22.10.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.2010527 - Fundargerð 889. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16.10.20

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.2010510 - Fundargerð 385. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 14.10.20

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.2010477 - Fundargerð 434. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 09.10.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.2010626 - Fundargerð 435. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 15.10.2020

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

26.2010475 - Fundargerð 507. fundar stjórnar SSH frá 05.10.2020

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

27.2010476 - Fundargerð 508. fundar stjórnar SSH frá 12.10.2020

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

28.2010547 - Fundargerð 509. stjórnarfundar SSH frá 19.10.20

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

29.2009438 - Fundargerðir Velferðarráðs

Fundargerð í 10 liðum.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 11:18.

Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

30.2009385 - Reglur um fjárhagsaðstoð. Endurskoðun 2020

Velferðarráð samþykkti framlagðar tillögur að breyttum reglum fyrir sitt leyti þann 26.10.2020 og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð.

Erindi frá bæjarfulltrúum

31.2010293 - Erindi frá leikskólastjórum - Undirbúningstímar sérkennara

Lagt fram til upplýsinga að beiðni bæjarfulltrúa Péturs Hrafns Sigurðssonar erindi frá leikskólastjórum um undirbúningstíma sérkennslu í leikskólum Kópavogs dags. 5. október sl.
Lagt fram.

Bókun:
"Undirritaður telur ófært að Kópavogsbær taki aukinn fjölda undirbúningstíma sérkennara í leikskólum sem samið var um í kjarasamningum af úthlutuðum sérkennslutímum barna. Þetta verður til þess að börn sem þurfa á sérkennsluúrræðum að halda í leikskólum bæjarins munu fá færri tíma en áður. Það verða því þau sem síst skyldi, börnin sem þurfa á sérkennsluúrræðum að halda, sem í raun niðurgreiða kostnað Kópavogsbæjar vegna kjarasamninga."

Pétur H. Sigurðsson.


Bókun:
"Við úthlutun undirbúningstíma í Kópavogi er gert ráð fyrir 12 tímum á deild að lágmarki, óháð fjölda fagmenntaðra starfsmanna. Auk þess er gert ráð fyrir fjölgun undirbúningstíma umfram 12 tíma, í samræmi við fjölda fagmenntaðra samkvæmt nýjum kjarasamningi FL. Undirbúningstímar vegna sérkennslu hafa fram til þessa verið hluti af úthlutun til sérkennslu og hefur sama leið verið farin í öðrum sveitarfélögum samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum. Við útfærslu úthlutunar til sérkennslu verður leitað leiða til að tryggja að aukinn fjöldi undirbúningstíma komi ekki niður á þjónustu við börn.

Málinu var vísað til menntasviðs til úrvinnslu frá leikskólanefnd og unnið er að því að aðlaga úthlutunarmódel. Leikskólar Kópavogs búa við afar góða úthlutun til sérkennslu og einstaklega vel er búið að börnum sem þurfa á sérkennslu að halda."

Ármann Kr. Ólafsson


Bókun:
"Ég tek undir bókun Ármanns."
Karen E. Halldórsdóttir

Bókun:
"Ég tek undir bókun Ármanns."
Hjördís Ýr Johnson

Bókun:
"Ég tek undir bókun Ármanns."
Birkir Jón Jónsson


Bókun:
"Fram hefur komið að áætlanir Kópavogsbæjar geri ekki ráð fyrir öðru en að aukinn fjöldi undirbúningstíma sérkennara verði tekinn af sérkennslutímum barna."

Pétur H. Sigurðsson

Gestir

  • Sigurlaug Bjarnadóttir, deildarstjóri leikskóladeildar - mæting: 09:20
  • Sindri Sveinsson, rekstrarstjóri menntasviðs - mæting: 09:20

Fundi slitið - kl. 11:31.