Bæjarráð

3016. fundur 24. september 2020 kl. 08:15 - 10:15 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1812353 - Kársnesskóli við Skólagerði - Hönnun

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 24. ágúst, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði byggingu Kársnesskóla við Skólagerði. Bæjarráð frestaði erindinu til frekari rýni á fundi sínum þann 25. ágúst sl. og óskaði eftir minnisblaði um uppgjör vegna hönnunar Mannvits á forsendum útboðsins. Lagt fram minnisblað lögfræðideildar og sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4. september, um stöðu mála við hönnun og útboð skólans. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 10. september sl. til næsta fundar til frekari rýni.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfissviðs að láta framkvæma áhættumat á verkefninu.

Gestir

  • Runólfur Ástþórsson framkv.stj. VSÓ ráðgjöf - mæting: 09:00
  • Bryndís Skúladóttir efnaverkfræðingur hjá VSÓ - mæting: 09:00
  • Steingrimur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2009536 - Kolefnishlutleysi 2030, þátttaka í verkefninu NTP.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 22. september, lagt fram erindi um þátttöku Kópavogsbæjar í verkefninu Nordic Transition Partnership for Climate Neutral Cities 2030, er miðar að kolefnishlutleysi smærri sveitarfélaga fyrir árið 2030.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að taka þátt í verkefninu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2005301 - Gullsmári 9. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 22. september, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Félags eldri borgara í Kópavogi um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 240.188,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2003130 - Hamraborg 1-3, 206-1179. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 22. september, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar SOS Barnaþorpa um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 787.465,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2009434 - Turnahvarf 8. Heimild til framsals

Frá lögfræðideild, dags. 22. september, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Turnahvarfs 8, Vigur fjárfestingu ehf., um heimild til að framselja lóðina til FF fasteigna ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðið framsal.

Ýmis erindi

6.2009614 - Yfirlýsing Myndlistarráðs vegna stöðu Gerðarsafns 2020

Frá myndlistarráði, dags. 17. september 2020, lögð fram yfirlýsing varðandi málefni Gerðarsafns ásamt svari bæjarstjóra við erindinu dags. 22. september 2020.
Lagt fram.

Fundargerð

7.2009011F - Hafnarstjórn - 116. fundur frá 15.09.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

8.2009014F - Leikskólanefnd - 121. fundur frá 15.09.2020

Fundargerð í 2 liðum
Lagt fram

Fundargerðir nefnda

9.2008035F - Skipulagsráð - 82. fundur frá 21.09.2020

Fundargerð í 14 liðum.
  • 9.5 2009392 Bláfjallavegur (417-01.02). Umsókn um framkvæmdaleyfi.
    Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 3. september 2020 um framkvæmdaleyfi fyrir lagfæringu vegfláa á Bláfjallavegi frá Suðurlandsvegi að skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Lögð fram tillaga skipulagsstjóra að framkvæmdaleyfi sbr. framangreind. Er tillagan dags. 17. september 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 82 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 9.6 19081242 Kársnesbraut 104. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu breytt erindi Guðjóns Magnússonar arkitekts, dags. 22. maí 2019, breytt 7. september 2020, f.h. sælgætisverksmiðjunnar Freyju þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir að hluta með því að draga úr byggingarmagni og lækka vegghæð fyrirhugaðrar viðbyggingar. Í erindinu dags. 22. maí og breytt 7. september 2020 er óskað eftir að reisa tvær viðbyggingar við húsið. Önnur viðbyggingin verður á suðurhlið hússins og snýr að Kársnesbraut, samtals 80 m2. Hin viðbyggingin verður við norður hlið hússins og snýr að Vesturvör, hún verður þrjár hæðir með lyftu í stigahúsi samtals 1,060 m2. Stækkun í heild verður 1,140 m2 og húsið eftir breytingu verður 3,845 m2 og nýtingahlutfallið 1,09.
    Á fundi skipulagsráðs 2. september 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbraut 102A, Kársnesbraut 106, Hafnarbraut 12, Vesturvör 22, 24 og 26-28. Kynningartíma lauk 3. febrúar 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
    Á fundi skipulagsráðs 3. febrúar 2020 var afgreiðslu frestað og erindinu vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
    Ásamt erindinu með áorðnum breytingum er lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 3. febrúar 2020 og uppfærð 21. september 2020 m.t.t. uppfærðra teikninga vegna athugasemda. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. maí 2019 og breytt 7. september 2020.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 82 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 9.9 1912293 Borgarholtsbraut 39. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju erindi Aðalheiðar Atladóttur arkitekts fh. lóðarhafa Borgarholtsbrautar 39 þar sem óskað var eftir leyfi til að fjarlægja núverandi einbýlishús á lóðinni og reisa þar nýbyggingu með fjórum íbúðum. Á fundi skipulagsráðs 6. janúar 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum borgarholtsbrautar 37, 38 40, 41, 42, Melgerðis 20, 22, 24 og 26. Kynningartíma lauk 5. febrúar 2020, athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram breytt tillaga þar sem komið er til móts við sjónarmið í innsendum athugasemdum og undirskriftir lóðarhafa Borgarholtsbrautar 37 og 41 sem gera ekki athugasemdir við breytta tillögu. Einnig er lögð fram uppfærð umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 14. september 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 82 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 9.14 2008291 Hraunbraut 1-16. Ósk íbúa um að loka götunni við Ásbraut.
    Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Hraunbrautar 1-16 þar sem óskað er eftir að loka aðkomu inn í götuna frá Ásbraut og með því gera þennan hluta Hraunbrautar að botnlangagötu. Á fundi skipulagsráðs 17. ágúst 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 25. ágúst 2020 var afgreiðsla málsins á þá leið að umhverfis- og samgöngunefnd telur jákvætt að Hraunbraut verði gerð að botnlangagötu og að götunni verði lokað við Ásbraut. Um er að ræða bætt umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi. Niðurstaða Skipulagsráð - 82 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

10.2009505 - Fundargerð 25. eigendafundar Sorpu frá 07.09.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2009504 - Fundargerð 24. eigendafundar Strætó frá 07.09.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2009594 - Fundargerð 432. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 29.08.2020

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

13.2009636 - Tillaga Pírata, BF Viðreisnar og Samfylkingar um að hefja samstarf við Samgöngustofu um umferðarfræðslu í skólum

Frá bæjarfulltrúum Pírata, BF Viðreisnar og Samfylkingar, tillaga um að hefja samstarf við Samgöngustofu um umferðarfræðslu í skólum. Samgöngustofa hefur verið í sérstöku samstarfi við sveitarfélög að undanförnu með það að markmiði að taka höndum saman og efla umferðaröryggi í sveitarfélögunum í gegnum grunnskólana. Skólaárið 2018-2019 var Samgöngustofa í samstarfi við Hveragerði og Garðabæ. Skólaárið 2019-2020 er Samgöngustofa í samstarfi við Hafnarfjörð og Grindavík. Í vetur heldur samstarfið við Hafnarfjörð áfram en opið er fyrir aðkomu annarra sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur að vísa erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:15.