Bæjarráð

3013. fundur 03. september 2020 kl. 08:15 - 11:23 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir varamaður
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson varamaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2004555 - Arnarnesvegur, síðasti áfangi.

Yfirferð á stöðu Arnarnesvegar.
Lagt fram.

Gestir

  • Erna B. Hreinsdóttir frá Vegagerðinni - mæting: 08:15
  • Bryndís Friðriksdóttir Vegagerðinni - mæting: 08:15
  • Berglind Eflu - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2008898 - Stofnun hlutafélags - Betri samgöngur ohf.

Frá SSH, dags. 20. ágúst, lagt fram erindi um stofnun hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu þar sem drög að samþykktum, stofnsamningur og hluthafasamkomulag er vísað til afgreiðslu hjá aðildarsveitarfélögum.
Kynning á málinu frá SSH.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur hjá SSH - mæting: 09:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.20081124 - Hópamyndanir í grunnskólum á kvöldin

Umræða um hópamyndanir í skólum á kvöldin.
Lagt fram.

Bókun:
Lögreglan gerði grein fyrir því að löggæsla hefði verið aukin í efri byggðum Kópavogs. Þá hefur Kópavogsbær aukið gæslu Securitas við skólana utan opnunartíma. Samstarf gæsluaðila við foreldra með foreldrarölti hefur verið eflt til muna. Áréttað var að myndavélaeftirlit sé að skila árangri auk bættrar lýsingar við skólabyggingar.

Gestir

  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 09:45
  • Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn - mæting: 09:45
  • Amanda K. Ólafsdóttir deildarstjóri frístundadeildar - mæting: 09:45
  • Heimir Ríkarðsson lögreglufulltrúi hjá Lögreglustjóranu á höfuðborgarsvæðinu - mæting: 09:45
  • Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu - mæting: 09:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.20081198 - Austurkór 147. Heimild til framsals.

Frá lögfræðideild, dags. 31. ágúst, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Austurkórs 147, Platúns ehf, um heimild til að framselja lóðina til Jóns Arnars Guðbrandssonar og Ingibjargar Þorvaldsdóttur.
Pétur H. Sigurðsson vék af fundi kl. 10:50.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðið framsal lóðarinnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.20081196 - Austurkór 149. Heimild til framsals

Frá lögfræðideild, dags. 31. ágúst, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Austurkórs 149, Platúns ehf, um heimild til að framselja lóðina til Auðuns Þórs Auðunssonar og Erlu Margrétar Leifsdóttur.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðið framsal lóðarinnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Frá verkefnastjóra lýðheilsumála, dags. 31. ágúst, lagt fram til kynningar erindi vegna innleiðingar á tilkynningarhnappi barnaverndar í spjaldtölvum grunnskólabarna.
Lagt fram.

Hjördís Ýr Johnson vék af fundi kl. 10:30 og tók sæti Ármann Kr. ólafsson.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1609996 - Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi

Frá íþróttafulltrúa, lagður fram til samþykktar samstarfssamningur við SÍK, Samstarfsvettvang íþróttafélaga í Kópavogi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

8.20081305 - Hvatning til sveitarfélaga - Ungmennaráð sveitarfélaga

Frá Umboðsmanni barna, dags. 26. ágúst, lagt fram erindi þar sem sveitarfélög eru hvött til að hlutast til um að stafandi séu ungmennaráð í sveitarfélaginu.
Bæjarráð vísar erindinu til forsætisnefndar með ósk um rýni erindisbréfs ungmennaráðs.

Ýmis erindi

9.1801723 - Samningar um samstarf sveitarfélaga. Óskað eftir upplýsingum um slíka samninga og áliti sveitarstjórnar á endurskoðun þeirra

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 24. ágúst, lagt fram erindi um innsenda samstarfssamninga sem fela í sér samstarf við önnur sveitarfélög er ráðuneytið kallaði eftir fyrr á árinu.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu SSH og bæjarlögmanns.

Fundargerð

10.2008015F - Íþróttaráð - 104. fundur frá 27.08.2020

Fundargerð í 4 liðum
Lagt fram

Fundargerð

11.2008007F - Leikskólanefnd - 120. fundur frá 20.08.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lögð fram.

Fundargerðir nefnda

12.2007006F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 131. fundur frá 25.08.2020

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.
  • 12.1 20051316 Hljóðvist, styrkir vegna umferðarhávaða.
    Lögð fram tillaga að útfærslu og reglur um umsókn um styrk fyrir hljóðvist. Á 129. fundi Umhverfis- og samgöngunefndar þann 16.6. 2020 var erindið tekið fyrir og var afgreiðsla nefndarinnar að fresta málinu.
    Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 131 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar reglur að styrkjum vegna hljóðvistar í Kópavogi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar og gerðar fjárhagsáætlunar. Niðurstaða Bæjarráð frestar erindinu.

Fundargerð

13.2007008F - Ungmennaráð - 18. fundur frá 24.08.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:23.