Bæjarráð

2730. fundur 08. maí 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1404403 - Frumvarp til laga um ríkisendurskoðanda og ríkisendurskoðun, 488. mál. Beiðni um umsögn

Frá bæjarritara, dags. 6. maí, umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um frumvarp til laga um ríkisendurskoðanda og ríkisendurskoðun.

Lagt fram.

Bókun Guðríðar Arnardóttur:

"Vek sérstaklega athygli á umsögn bæjarritara sem lýtur að eftirliti Ríkisendurskoðunar með fjárreiðum sveitarfélaga, þar sem bent er á að sveitarfélög eru framkvæmdavald sem fara með um 30% af skatttekjum hins opinbera. Það mun væntanlega fara vaxandi á næstu árum. Fram að þessu hefur eftirlit með fjárreiðum sveitarfélaga verið úr takti við eftirlit með fjárreiðum ríkisins og löngu tímabært að binda í lög að sveitarfélög falli undir eftirlitsskyldu Ríkisendurskoðunar."

2.1404194 - Skipulagsdagar

Á fundi bæjarstjórnar 12. febrúar 2013 var samþykkt tillaga þess efnis að samræma skuli skipulagsdaga í leik- og grunnskólum Kópavogs.

Á 45. fundi leikskólanefndar 18. febrúar 2014 var samþykkt skóladagatal 2014 -2015 með samræmdum skipulagsdögum fyrir leik- og grunnskóla í samræmi við ofangreinda tillögu.

Leikskólanefnd vísar erindi um tilfærslu skipulagsdags í janúar, til bæjarráðs á grundvelli þess að 2. janúar hentar foreldrum væntanlega betur þar sem hvorki grunnskólar né dægradvöl starfa 2. janúar en dægradvöl starfar 26. janúar.

Leikskólanefnd samþykkir seinni hluta erindis Grænatúns um tilfærslu á skipulagsdegi vegna náms- og kynnisferðar starfsmanna.

Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur með 3 atkv. og tveimur hjásetum.

3.1404022 - Lista- og menningarráð, 30. apríl

28. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

 

Bæjarráð bendir íbúum Kópavogs á áhugaverða og fjölbreytta dagskrá Kópavogsdaga 8. - 11. maí.

4.1404023 - Skólanefnd, 5. maí

71. fundargerð í 16 liðum.

Lagt fram.

5.1401107 - Stjórn SSH, 5. maí

402. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

6.1401118 - Stjórn Strætó bs., 2. maí

195. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

7.1401100 - Svæðisskipulagsnefnd, 28. apríl

46. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

8.1402235 - Sveitarstjórnarkosningar 2014

Frá formanni kjörstjórnar, dags. 7. maí, tillaga vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí nk:
Tveir kjörstaðir í Kópavogi:
Smárinn með 14 kjördeildir
Kórinn með 6 kjördeildir.
Einnig verða ráðnir 16 manns til að vinna við talningu atkvæða.
Einnig lögð fram tillaga að bókun bæjarstjórnar vegna kosninga til sveitarstjórnar þann 31. maí nk.:

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá og undirrita kjörskrá í samræmi við lög og reglur þar um. Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarráði að fara með umboð sitt varðandi kjörskrá og önnur mál er upp kunna að koma vegna sveitarstjórnarkosninga þann 31. maí 2014.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

9.1404202 - Ársskýrsla og ársreikningur heilbrigðiseftirlits 2013

Frá fjármálastjóra, dags. 30. apríl, umsögn sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum þann 10. apríl, um ársskýrslu og ársreikning Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 2013.

Lagt fram.

10.1308573 - Hvernig er hægt að laða inn fleiri leikskólakennara í leikskóla Kópavogs

Mál sem frestað var í bæjarráði þann 23. janúar (liður 1 í fundargerð leikskólanefndar frá 21. janúar). Lagðar fram tillögur vinnuhóps um fjölgun leikskólakennara. Leikskólanefnd samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og mælir með þeim við bæjarráð.

Guðríður Arnardóttir vék af fundi við afgreiðslu máls þessa þar sem hún situr í stjórn Kennarasambands Íslands.

 

Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Bókun Ólafs Þórs Gunnarssonar:

"Fagna þessum tillögum en hér er aðeins um fyrsta skref að ræða."

 

Bókun Hjálmars Hjálmarssonar:

"Ég er sammála framkomnum tillögum en tel nauðsynlegt að stigið verði það skref að starfsfólki leikskólanna verði greitt fyrir vinnu í matartímum."

11.905315 - Guðmundarlundur. Leigusamningur.

Frá bæjarritara, erindi Skógræktarfélags Kópavogs frá 2. desember sl., sem frestað var á fundi bæjarráðs þann 6. mars sl.

Bæjarráð vísar afgreiðslu erindisins til bæjarstjórnar.

Bókun Guðríðar Arnardóttur:

"Ég sé enga ástæðu til þess að vísa málinu til bæjarstjórnar þar sem málið hefur verið rætt í þaula á þeim vettvangi."

12.1105065 - Samningar við Gerplu

Frá bæjarritara, skýrsla starfshóps Kópavogsbæjar og Gerplu um framtíðarlausn á húsnæðismálum til fimleikaiðkunar í Kópavogi.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

13.1306115 - Tillaga um sameiginlegar reglur, forval og útboð vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæð

Frá SSH, dags. 7. apríl, drög að samkomulagi um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, drög að reglugerð og þjónustulýsingu.

Bókun Guðríðar Arnardóttur:

"Eins og áður harmar undirrituð að meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs skuli ekki hafa viljað taka þátt í sameiginlegum rekstri ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu."

Bókun Hjálmars Hjálmarssonar:

"Tek undir bókun Guðríðar Arnardóttur."

Bókun Guðríðar Arnardóttur:

"Kópavogur er ekki bundinn af neinu, í samningnum er uppsagnarákvæði með 6 mánaða fyrirvara og það er staðfest af lögmönnum að sameiginlegt útboð er málefnalegt sjónarmið til uppsagnar samningnum."

Bókun Ármanns Kr. Ólafssonar:

Kópavogsbær er bundinn af öðrum samningi um sömu þjónustu en hefur tekið fullan þátt í undirbúningi málsins og í útboðsgögnum er það sérstaklega tekið fram að Kópavogsbær verði þátttakandi í sameiginlegum rekstri þegar gildandi samningur Kópavogsbæjar er útrunninn.

Bókun Ólafs Þórs Gunnarssonar:

"Undirritaður telur að Kópavogur eigi að taka þátt í sameiginlegu útboði vegna akstursþjónustu við fatlað fólk."

Bókun Hjálmars Hjálmarssonar:

"Tek undir bókun Ólafs Þórs Gunnarssonar."

Bókun Ármanns Kr. Ólafssonar:

"Í áliti lögfræðideildar vegna málsins kemur fram  sú afstaða að uppsagnarákvæði núgildandi samnings væri á mörkum þess að vera andstætt góðri viðskiptavenju og mætti búast við bótakröfu á hendur Kópavogsbæ yrði samningi sagt upp á þessum forsendum."

14.1404650 - Yrkjusjóður styrkumsókn

Frá Yrkjusjóði og Skógræktarfélagi Íslands, styrkbeiðni til skógræktarverkefna að lágmarki 150.000.- kr.

Bæjarráð telur sér ekki unnt að verða við erindinu en hvetur sjóðinn áfram til góðra verka.

 

Guðríður Arnardóttir yfirgaf fundinn kl. 10.41.

15.1405106 - Styrkumsókn til kennslu í jóga og hugleiðslu í grunnskólum landsins

Frá Hugarfrelsi, dags. 2. maí, umsókn um styrk að upphæð 500.000,- kr. til jóga- og hugleiðslukennslu í skólum.

Að tillögu Hjálmars Hjálmarssonar óskar bæjarráð eftir umsögn menntasviðs og skólanefndar vegna málsins.

16.1405188 - Tillaga Ólafs Þórs Gunnarssonar

Tillaga Ólafs Þórs Gunnarssonar:

"Undirritaður leggur til að félagsmálaráð skoði hvort forsendur séu til samreksturs ferðaþjónustu eldra fólks á höfuðborgarsvæðinu með svipuðum hætti og fyrirhugað er að gera með ferðaþjónustu fatlaðs fólks."

 

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til félagsmálaráðs.

17.1405189 - Tillaga Hjálmars Hjálmarssonar

Undirritaður leggur til að Waldorf-skólanum í Lækjarbotnum verði boðið að flytja starfsemi sína í Guðmundarlund tímabundið til 5 ára á meðan Orkuveita Reykjavíkur vinnur varanlega bug á brennisteinsvetnismengun frá Hellisheiðarvirkjun.

 

Bæjarráð frestar tillögunni.

18.1404013 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 15. apríl

113. fundargerð í 5 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

19.1404025 - Leikskólanefnd, 6. maí

48. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

20.1208477 - Stefnumótun um íþróttamál í Kópavogi

Lögð fram íþróttastefna Kópavogsbæjar sem samþykkt var á fundi íþróttaráðs, sbr. lið 1 í fundargerð frá 23. apríl sl.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins milli funda.

21.1404020 - Íþróttaráð, 23. apríl

35. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

Bókun Hjálmars Hjálmarssonar:

"Óska skýringa á því hvers vegna tillaga Aðalsteins Jónssonar og Hjálmars Hjálmarssonar um framtíðarnýtingu Vallargerðisvallar var ekki til umfjöllunar hjá ráðinu."

22.1401094 - Heilbrigðisnefnd, 28. apríl

189. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

23.1308061 - Lausir gámar. Yfirlit um stöðu.

Á fundi bæjarráðs 27. mars 2014 var samþykkt að óska eftir því að umhverfissvið gerði tillögu að reglum og gjaldskrá vegna stöðuleyfis gáma. Byggingarfulltrúi hefur gert minnisblað dags. 30. apríl 2014, þar sem fram kemur að í mannvirkjalögum nr. 160/2010 er ekki að finna ákvæði sem heimilar að settar séu reglur um stöðu gáma á lóðum. Vísað er til þess að heimild til stöðu gáma á lóðum verði að ákveða í aðal- deili- eða hverfaskipulagi. Í nýsamþykktu aðalskipulagi Kópavogs er ekki ákvæði um gáma. Framkvæmdaráð samþykkir að mæla með við bæjarráð að bæjarlögmanni verði falið að skoða málið frekar með greinargerð til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarlögmanni að skoða málið frekar með greinargerð til bæjarráðs.

24.1301614 - Viðhald á slitlagi gatna í Kópavogi, útboð

Þriðjudaginn 6. maí 2014 voru opnuð tilboð í verkið "Malbikun og viðgerðir í Kópavogi 2014 til 2015." Útboðið var opið. Deildarstjóri framkvæmdadeildar skýrði útboðið. Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Malbik og völtun ehf.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Malbik og völtun ehf.

25.1404485 - Kópavogsbraut 58, Kársnesskóli - Vallargerði. Endurnýjun glugga 2014.

Þriðjudaginn 29. apríl 2014 voru opnuð tilboð í verkið "Kársnesskóli v/Vallagerðis" skv. útboðsgögnum dags. apríl 2014. Útboðið var lokað. Verkefnastjóri umhverfissviðs skýrði útboðið. Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Einar P og Kó slf. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Einar P og Kó slf.

26.1404125 - Álfhólsvegur 102, Álfhólsskóli, Digranesskóli.Endurnýjun glugga 2014.

Þriðjudaginn 29. apríl 2014 voru opnuð tilboð í verkið "Álfhólsskóli - glerskipting og gerð nýrra opnanlegra glugga." Útboðið var lokað. Verkefnastjóri umhverfissviðs skýrði útboðið. Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Baldur Jónsson ehf. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Baldur Jónsson ehf.

27.1201366 - Líkamsræktarstöðvar, útboð á húsnæði í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni í Versölum

Miðvikudaginn 26. mars 2014 voru opnuð tilboð í "Útleiga á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar í Kópavogi" skv. útboðsgögnum dags. mars 2014. Útboðið var opið. Deildarstjóri framkvæmdadeildar skýrði útboðið. Tvö tilboð bárust og reyndist tilboð Gym Heilsu ehf. ógilt við yfirferð. Tilboð Lauga ehf. uppfyllir ekki kröfur útboðsgagna, um að með tilboði skuli leggja fram ársreikninga félagsins fyrir árin 2012 og 2013 yfirfarna og endurskoðaða. Framkvæmdaráð samþykkir tillögu umhverfissviðs um að hafna tilboði Lauga ehf., en felur bæjarlögmanni að leita heimildar Samkeppniseftirlits að fresta útboði á líkamsrækt við Sundlaugar Kópavogs þar til bærinn hefur markað sér lýðheilsustefnu. Næsta útboð taki svo mið af lýðheilsustefnu bæjarins svo bæjarbúar geti notið líkamsræktar á sem hagstæðasta verði.
Ólafur Þór Gunnarsson bókar: "Tek undir samþykkt framkvæmdaráðs."

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

Fundarhlé kl. 8:26. Fundi fram haldið kl. 8:35

Fundarhlé kl. 8:36. Fundi fram haldið kl. 8:37

Fyrirspurn Guðríðar, Ólafs og Hjálmars:

"Formgallar á innskiluðum tilboðum í rekstur líkamsræktaraðstöðu sundlauganna eru augljósir og því er eðilegt að spyrja hvers vegna það tók fimm vikur að úrskurða um að bæði tilboðin sem bárust uppfylltu ekki skilyrði útboðslýsingar. Skriflegt svar óskast."

Bókun Rannveigar, Ármanns og Ómars:

"Sjálfsagt að svara fyrirspurninni skriflega en málið er unnið innan tilskilinna tímamarka."

28.1402852 - Hamraborg 14-38, vatnsúðakerfi útboð.

Miðvikudaginn 9. apríl 2014 voru opnuð tilboð í verkið "Vatnsúðakerfi í bílastæðahús, Hamraborg 14 - 38" skv. útboðsgögnum dags. í mars 2014. Útboðið var opið. Verkefnastjóri umhverfissviðs skýrði útboðið. Kópavogsbær greiðir kostnað að hluta skv. samningi. Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við AH pípulagnir. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við AH pípulagnir.

29.1404019 - Framkvæmdaráð, 7. maí

63. fundargerð í 10 liðum.

Lagt fram.

30.1405007 - Forsætisnefnd, 6. maí

22. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

31.1405001 - Félagsmálaráð, 6. maí

1370. fundargerð í 11 liðum.

Lagt fram.

32.1405004 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 6. maí

115. fundargerð í 6 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

33.1404021 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 29. apríl

114. fundargerð í 7 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.