Bæjarráð

3007. fundur 18. júní 2020 - 09:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson varamaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2006877 - Lántökur Kópavogsbæjar 2020

Frá fjármálastjóra, dags. 15. júní, lagt fram erindi um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 2.000.000.000 til allt að 20 ára sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins. Einnig lögð fram fundargerð af fundi lánanefndar dags. 15. júní vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 2.000.000.000 til allt að 20 ára sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Einnig samþykkir bæjarráð fyrir sitt leyti að veita Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjór og Ingólfi Arnarsyni fjármálastjóra fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita f.h. Kópavogsbæjar lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út eða afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynnigar sem tengjast lántökunni, þ.m.t. útborgun láns.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2002459 - Svæði fyrir rafhleðslustöðvar bifreiða og reiðhjóla

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 8. júní, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við Veitur ohf. vegna uppsetningar rafhleðslustöðva í bæjarlandi Kópavogs skv. framlögðum samningsdrögum. Einnig óskað heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði innaup og rekstur á rafhleðslustöðvum í Kópavogi og lagt fram minnisblað um fyrirkomulag útboðs á hleðslustöðvum í bæjarlandi Kópavogs dags. 15. júní. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 11. júní sl.
Bæjarráð frestar erindinu.

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 08:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1501415 - Innleiðing spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar

Frá forstöðumanni Upplýsingatæknideildar, dags. 16. júní, lagðar fram niðurstöður útboðs vegna kaupa á spjaldtölvum fyrir haustið 2020. Lagt er til að keyptar verði 1026 spjaldtölvur af lægstbjóðanda Skakka turni ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Skakka turninn ehf.

Ýmis erindi

4.2004395 - Stjórnskipulag Byggðasamlaga, kynning í borgar- og bæjarráðum

Frá SSH, dags. 12. júní, lögð fram til kynningar úttekt og skýrsla Strategíu um skipulag og stjórnarhætti byggðasamlaga á höfuðborgarsvæðinu, ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra SSH um skoðun og stjórnsýslulegri skoðun byggðasamlaga frá 12. júní.
Lagt fram.

Ýmis erindi

5.2006890 - Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattssálagningar árið 2021

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. júní, lögð fram beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021.
Lagt fram.

Fundargerð

6.2005022F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 292. fundur frá 29.05.2020

Fundargerð í 15 liðum
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

7.2006763 - Fundargerð 23. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 02.06.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2006922 - Fundargerð 428. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 02.06.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2006002F - Skipulagsráð - 78. fundur frá 15.06.2020

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.
  • 9.4 2005626 Tillaga frá Pírötum, BF Viðreisn og Samfylkingunni um íbúakönnun og árangursmat.
    Lagt fram að nýju minnisblað Sigrúnar Maríu Kristinsdóttur, verkefnastjóra íbúatengsla: Íbúakönnun um ný hverfi í Kópavogs. Í minnisblaðinu sem dags. er 14. maí 2020 kemur m.a. fram mögulega útfærsla á íbúakönnun meðal íbúa í nýjum hverfum bæjarins þar sem reynt verður að vega og meta nýju hverfin út frá viðhorfi íbúanna sjálfra sem nýta má við áframhaldandi skipulagsgerð og framkvæmdir í Kópavogi. Sigrún María gerir grein fyrir málinu. Niðurstaða Skipulagsráð - 78 Skipulagsráð samþykkir að gerð verði íbúakönnun í Glaðheimahverfi í samræmi við framlagt erindi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 9.6 2002329 Dalvegur 20-28. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags-og byggingardeildar dags. 27. febrúar 2020 að breytt deiliskipulagi við Dalveg 20 til 28 og tillögu að nýrri legu tengibrautar milli Dalvegar og Reykjanesbrautar með nýju hringtorgi við Dalveg. Deiliskipulagssvæðið sem er um 4.5 ha að stærð, afmarkast af Dalvegi 30 til austurs, Kópavogsdal til norðurs, Dalvegi 18 til vesturs og Reykjanesbraut til suðurs. Nánar tiltekið er gert ráð fyrir að: 1) Á lóð nr. 20 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði á einni hæð, 158 m2 að stærð og er ekki gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóð. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.04. Bílastæði á lóð verða 5. Lóðamörk og aðkoma breytist og stækkar lóð um 150 m2 og verður 3.420 m2.Lóðarmörk og aðkoma breytist og stækkar lóð um 150 m2. 2) Á lóð nr. 22 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði á einni hæð 1.100 m2 að stærð og er ekki gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóð. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.19. Bílastæði á lóð verða 65 þar af 35 stæði fyrir stærri bíla. Lóðamörk og aðkoma breytist og stækkar lóð um 9 m2 og verður 6.376 m2. 3) Á lóð nr. 24 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði að hluta til á tveimur hæðum, 2.721 m2 að stærð og er gert ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi að fjarlægja allar núverandi byggingar á lóðinni og reisa í þeirra stað verslunar- og þjónustuhús á 4 hæðum auk inndreginnar þakhæðar og niðurgrafinnar bílageymslu á tveimur hæðum. Grunnflötur byggingar er inndreginn á sama hátt og þakhæð um tvo metra. Heildarflatarmál eykst frá núverandi byggingarmagni sem er skráð 2.721 m2 í um 9,800 m2 án bílageymslu en hún er áætlað 5.000 m2 að stærð. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 1,6 án bílageymslu en 2.38 með bílageymslu. Bílastæði verða 270 stæði þar af 180 neðanjarðar. Lóðarstærð er áætluð 6.198 m2. Lóðamörk og aðkoma breytist. Lóð minnkar um 1.338 m2. Vegna breyttra lóðamarka færist byggingarreitur færist til vesturs. 4) Á lóð nr. 26 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði á einni og tveimur hæðum, 2.423 m2 að stærð. Ekki er gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóðinni en gert ráð fyrir endurnýjun húsnæðis að hluta til. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.5. Bílastæði á lóð verða 25. Lóðarstærð er áætluð 4.420 m2. Lóðamörk og aðkoma breytist. Lóðin minnkar um 285 m2. 5) Á lóð nr. 28 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði að hluta til á tveimur hæðum, 844 m2 að stærð. Ekki er gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóð en gert ráð fyrir endurnýjun húsnæðis að hluta til. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.26. Bílastæði á lóð verða 27. Lóðarstærð er áætluð 3.280 m2. Lóðamörk og aðkoma breytist og minnkar lóð um 285 m2. Uppdrættir dags. 27. febrúar 2020 í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum, minnisblaði; Deiliskipulag Dalvegar 20-32 og breytingar á Dalvegi - umhverfismat dags. 12. febrúar 2020 ásamt hljóðskýrslu dags. í janúar 2020. Á fundi skipulagsráðs 2. mars 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 10. mars 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 11. maí 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
    Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. júní 2020. Eftirfarandi breytingar dags. 15. júní 2020 eru lagðar fram og koma til móts við hluta innsendra athugasemda:
    A)Ekki verða gerðar breytingar á núverandi aðkomu frá Dalvegi inná lóðirnar að Dalvegi 16 og 18.
    B)Kvöð er sett um gegnumakstur á lóðinni að Dalvegi 24.
    C)Aðkoma að bílastæðum Dalvegar 22 breytist.
    D)Smáspennistöð færist frá lóð Dalvegar 30 inn á opið svæði bæjarins.
    E)Sett inn kvöð um rykbindingu á framkvæmdartíma.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 78 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Einar Örn Þorvarðarson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttirt sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Fundargerð í 20 liðum.
  • 9.8 2002330 Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags-og byggingardeildar dags. 27. febrúar 2020 að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 30 við Dalveg. Deiliskipulagssvæðið sem er um 3 ha að stærð og afmarkast af Dalvegi 32 til austurs, Kópavogsdal ásamt Skógar,- og Lækjarhjalla til norðurs, Dalvegi 22 og 28 og opnu bæjarlandi til vesturs og Reykjanesbrautar til suðurs. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir að fjarlægja núverandi byggingar á lóðinni (gróðurhús) og reisa í þeirra stað þrjár byggingar fyrir verslun og þjónustu á 3-5 hæðum auk niðurgrafinnar bílageymslu. Heildarflatarmál fyrirhugaðra bygginga er áætlað um 16,500 m2 án bílageymslu en hún er áætluð um 3,500 til 4,000 m2 að flatarmáli. Hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar er áætlað um 0.8 en um 1.0 með bílageymslu. Gert er ráð fyrir 1 bílastæða í hverja 35 m2 í verslunarrými, 1 stæði á hverja 50 m2 í skrifstofurými og 1 stæði á hverja 100 m2 í geymslurými. Samkvæmt tillögunni verða um 470 bílastæði á lóðinni þar af um 140 neðanjarðar. Gert er ráð fyrir spennistöð á lóðinni á norðvestur hluta hennar. Aðkoma að lóðinni verður frá Dalvegi annars vegar og hins vegar frá nýrri húsagötu sem verður milli lóða við Dalvega 22 og 28. Nýir göngu- og hjólastígar verða lagðir samhliða götum. Samfelld akstursleið verður austast á lóðum við Dalveg 6-8 að Dalvegi nr. 32 Í minnisblaði frá verkfræðistofunni Mannvit dags. 27. febrúar 2020 er nánar fjallað um möguleg umhverfisáhrif af uppbyggingu á Dalvegi frá 18 til 32 m.a. um umferð, umferðarhávaða og loftgæði Nánar er gert ráð fyrir eftirfarandi breytingum: 1) Á byggingarreit nr. 30 a við Dalveg er gert ráð fyrir verslun- þjónustu og atvinnuhúsnæði á þremur til fimm hæðum. Hámarkshæð er áætluð 21,2 m. og hámarks byggingarmagn er áætlað 10,500 m2 2) Á byggingarreit nr. 30 b við Dalveg er gert ráð fyrir verslun- þjónustu og atvinnuhúsnæði á þremur hæðum. Hámarkshæð er áætluð 14 metrar og hámarks byggingarmagn er áætlað 3,000 m2. 3) Á byggingarreit nr. 30 c við Dalveg er gert ráð fyrir verslun- þjónustu og atvinnuhúsnæði á þremur hæðum. Hámarkshæð er áætluð 14 metrar og hámarks byggingarmagn er áætlað 3,000 m2. Stærð lóðar er 20,688 m2 að flatarmáli. Uppdrættir dags. 27. febrúar 2020 í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum, minnisblaði; Deiliskipulag Dalvegar 20-32 og breytingar á Dalvegi - umhverfismat dags. 27. febrúar 2020 ásamt hljóðskýrslu dags. í janúar 2020. Á fundi skipulagsráðs 2. mars 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 10. mars 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 11. maí 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
    Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. júní 2020. Eftirfarandi breytingar dags. 15. júní 2020 eru lagðar fram og koma til móts við innsendar athugasemdir.
    A) Smáspennistöð færist frá lóð Dalvegar 30 inn á opið svæði bæjarins.
    B) Sett inn kvöð um rykbindingu á framkvæmdartíma.
    C) Vegstæði sunnan Dalvegar 30c færist til suðurs.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 78 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Helga Hauksdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Júlíus Hafstein og Kristinn Dagur Gissurarson samþykkja erindið.

    Bergljót Kristinsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 9.13 2006376 Kórsalir 1. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Aðalsteins Guðmundssonar eins lóðarhafa Kórsala 1 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst að 40,7 m2 rými í kjallara hússins sem nú er skráð sem föndur- og vinnurými verði skráð sem íbúð með sér fastanúmer. Íbúðum í húsinu verði þannig fjölgað um eina og heildarfjöldi íbúða eftir breytingu verði alls 23. Þá er gert ráð fyrir breytingum á útliti norðvesturhliðar hússins þar fyrirhugað er að koma fyrir hurð og verönd. Sjá nánar á teikningum dags. 10. maí 2020. Þá lagt fram samþykki meðeigenda. Niðurstaða Skipulagsráð - 78 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Kristinn Dagur Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 9.15 2006762 Þorrasalir 37. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um 145 m2 til vesturs í átt að sveitafélagamörkum Kópavogs og Garðabæjar og 105 m2 viðbygging á einni hæð við núverandi einbýlishús á lóðinni. Þá er gert ráð fyrir þakverönd ofaná fyrirhugaðri viðbyggingu. Við breytinguna eykst byggingarmagn á lóðinni úr 287 m2 í 392 m2 og nýtingarhlutfall úr 0,48 í 0,53 mv. stækkun lóðarinnar. Niðurstaða Skipulagsráð - 78 Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

10.2006764 - Fundargerð nr. 498 stjórnarfundar SSH frá 08.06.2020

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að funda í leyfi bæjarstjórnar 1. og 3. fimmtudag í júlí og ágúst. Fundur bæjarráðs 25. júní fellur niður.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fastur fundarstaður bæjarráðs sé í bæjarstjórnarsalnum að Hábraut 2.

Fundi slitið - kl. 09:15.