Bæjarráð

3004. fundur 28. maí 2020 kl. 08:15 - 11:20 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðni Ágústsson
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.20051025 - Kórinn, svalir í íþróttasal.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 26. maí, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í lokað útboð á áhorfendasvölum í íþróttahúsi Kórsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum heimild til útboðs á áhorfendasvölum.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.17031277 - Skógræktarsvæði Skógræktarfélags Kópavogs í Selfjalli og Vatnsendaheiði, nýir samningar

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að samningi við Skógræktarfélag Kópavogs um skógræktarsvæði félagsins í Selfjalli í Lækjarbotnum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðan samning.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2005403 - Borgarholtsbraut 19, Kársnes ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 18. maí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 12. maí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kársnes ehf., kt. 560119-2830, um tímabundið áfengisleyfi vegna hátíðarhalda á 17. júní frá kl. 12:00-22:00, á staðnum Brauðkaup, að Borgarholtsbraut 19, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.18061018 - Strætóskýli, auglýsingar og rekstur.

Frá lögfræðideild, dags. 20. maí, lagt fram erindi um uppsögn samnings við AFA JCDecaux Ísland ehf. um götugögn í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að segja upp samningi um götugögn í Kópavogi og felur sviðsstjóra umhverfissviðs að undirbúa útboð um götugögn.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2005217 - Umsókn um styrk til gróðursetningar við Sandskeið

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 18. maí, lögð fram umsögn um erindi Pálma A. Franken frá 10. maí þar sem óskað er eftir styrk til gróðursetningar við Sandskeið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur að hafna erindinu með vísan til umsagnar.

Ýmis erindi

6.1901916 - Boðaþing 11-13, seinni áfangi hjúkrunarheimilis, seinni umferð.

Frá heilbrigðisráðuneyti, lögð fram uppfærð drög að samningi vegna byggingar hjúkrunarheimilis í Boðaþingi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum samning um uppbyggingu hjúkrunarheimils í Boðaþingi með áorðnum breytingum og hvetur Heilbrigðisráðuneytið til að hraða uppbyggingu eins og kostur er.

Ýmis erindi

7.20051000 - Beiðni um skil á upplýsingum um fjármál sveitarfélaga

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 25. maí, lagt fram erindi um skil á upplýsingum um fjármál sveitarfélaga í kjölfar áhrifa af Covid-19 faraldrinum.
Lagt fram.

Ýmis erindi

8.2005624 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 15. maí, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti(stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

9.2005783 - OSS rafrennur ehf óskar eftir fundi vegna fyrirhugaðrar rafhjóla- og rafhlaupahjólaleigu

Frá Oss rafrennum ehf., dags. 18. maí, lagt fram erindi þar óskað er eftir fundi vegna rafhjóla- og rafhlaupahjólaleigu.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.

Ýmis erindi

10.20051100 - Kynning frá Hopp Mobility

Frá Hopp, dags. 26. maí, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að fá að kynna mögulegt tilraunaverkefni um rafhlaupahjólaleigu í Kópavogi.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.

Fundargerð

11.2005010F - Menntaráð - 62. fundur frá 19.05.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lögð fram.

Fundargerðir nefnda

12.2005003F - Hafnarstjórn - 114. fundur frá 11.05.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2005012F - Barnaverndarnefnd - 106. fundur frá 20.05.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

14.2005017F - Velferðarráð - 64. fundur frá 25.05.2020

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.
  • 14.1 2005757 Breytingar á reglum um útleigu félagslegra leiguíbúða
    Tillögur lögfræðings velferðarsviðs að breytingum á reglum um úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis lagðar fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 64 Velferðarráð samþykkti framlagðar breytingar á reglum fyrir sitt leyti. Lögfræðingi velferðarsviðs var falið að gera breytingar á 17. og 20. grein til samræmis við umræður og leggja málið að því loknu fyrir bæjarráð til afgreiðslu. Niðurstaða Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

15.2005870 - Fundargerð 884. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22.05.2020

Fundargerð í 13 liðum.
Lögð fram.

Fundargerðir nefnda

16.2005805 - Fundargerð 497. fundar stjórnar SSH frá 18.05.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lögð fram.

Fundargerðir nefnda

17.20051019 - Fundargerð 226. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25.05.2020

Fundargerð í 31 lið.
Lögð fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

18.20051022 - Ósk bæjarfulltrúa Hjördísar Ýrar Johnson um heildrænt skipulagskort yfir gjaldtökusvæði í Kópavogi

Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Hjördísi Ýr Johnson þar sem óskað er eftir heildrænu skipulagskorti yfir gjaldtökusvæði í Kópavogi vegna bílastæðasjóðs bæjarins þar sem svæðin eru skilgreind, afmörkuð og flokkuð, ásamt því að gjaldtakan verði skilgreind eftir svæðum. Lagt er fram svar deildarstjóra gatnadeildar við fyrirspurninni, dags. 26. maí.
Lagt fram.

Tillaga Hjördísar Ý. Johnson:
"Óska eftir að unnin verði tillaga um heildrænt skipulagskort mögulegra gjaldtökusvæða í Kópavogi."

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til sviðstjóra umhverfissviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.20051010 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um kynningu á vinnslutillögu 2 fyrir Hamraborg

Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að skipulagsstjóri kynni vinnslutillögu 2 fyrir Hamraborgina.
Lögð fram.

Gestir

  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri - mæting: 08:15

Fundi slitið - kl. 11:20.