Bæjarráð

3003. fundur 20. maí 2020 kl. 12:00 - 15:02 í Molanum ungmennahúsi Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir varamaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson varamaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2004555 - Arnarnesvegur, síðasti áfangi.

Staða undirbúnings gatnamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar.
Kynnt.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 12:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2005648 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að fá kynningu á framkvæmdum á útivistarsvæðum 2020 og áætlun um gróður sem settur verður niður 2020 frá garðyrkjustjóra

Kynning á framkvæmdum á útivistarsvæðum 2020 og áætlun um gróður sem settur verður niður 2020.
Kynning.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 12:30
  • Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri - mæting: 12:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Frá verkefnastjóra innleiðingar Barnasáttmálans, dags. 15. maí, lögð fram aðgerðaráætlun vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Anna Elísabet Ólafsdóttir sérfræðingur lýðheilsumála - mæting: 13:00

Ýmis erindi

4.2005410 - Til umsagnar ný gjaldskrárstefna Strætó

Frá Strætó, dags. 8. maí, lagt fram minnisblað ásamt drögum að nýrri gjaldskrárstefnu Strætó.
Kynnt.

Gestir

  • Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Sorpu - mæting: 13:30
  • Björg Fenger stjórnarformaður stjórnar Strætó - mæting: 13:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2003639 - Viðbrögð við Covid-19 faraldrinum

Í samræmi við samþykktar tillögur um aðgerðir vegna Covid-19 verður fjármagn veitt til vinnustaða sem umbun fyrir vel unnin störf í þeim tilgangi að starfsmenn geti eflt starfsandann.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita starfsstöðvum framlag sem nemur kr. 4000 á hvern starfmann sem umbun fyrir vel unnin störf, í þeim tilgangi að starfmenn geti eflt starfsandann.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1501415 - Innleiðing spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar

Frá UT-deild, dags. 8. maí, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til að fara í útboð á 1020 spjaldtölvum.
Fundarhlé hófst kl. 14:16, fundi fram haldið kl. 14:30.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2004571 - Skjólbraut 3a. Ósk um endurupptöku byggingarleyfis vegna synjunar

Frá lögfræðideild, dags. 18. maí, lögð fram umsögn um beiðni lóðarhafa Skjólbrautar 3a um endurupptöku byggingarleyfis vegna synjunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að hafna beiðni um endurupptöku með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2003768 - Útboð - endurbætur á göngu- og hjólaleið meðfram Arnarnesvegi og Fífuhvammsvegi.

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 23. mars, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði framkvæmd göngu- og hjólastígar meðfram Fífuhvammsvegi á milli Lindakirkju og Lindavegar. Bæjarráð frestaði málinu á síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild.

Ýmis erindi

9.2005653 - Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 14. maí, lagt fram erindi um fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid-19 í tilefni af gildistöku bráðabirgðalaga sem heimila sveitarstjórnum að víkja frá skilyrðum 64 gr. sveitarstjórnarlaga við stjórn sveitarfélaga árin 2020-2022.
Lagt fram.

Ýmis erindi

10.2002648 - Samgöngusáttmáli ríkis og SSH.

Frá SSH, dags. 6. maí, lagt fram erindi um greiðslur frá aðildarsveitarfélögum til samgöngusáttmálans, sem stjórn SSH samþykkti að vísa til kynningar aðildarsveitarfélaga, ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra SSH frá 27. apríl og drögum að greiðsluflæði. Bæjarráð samþykkti að fresta málinu á síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

11.2005462 - Fyrirspurn varðandi líkamsræktarstyrk til eldri borgara

Frá Kristjönu Guðmundsdóttir, dags. 12. maí, lögð fram fyrirspurn um líkamsræktarstyrk til eldri borgara.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar menntasviðs.

Ýmis erindi

12.2005395 - Umsagnarbeiðni frá starfshópi um heimavistarúrræði fyrir framhaldsskólanemendur

Frá starfshópi á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 12. maí, lögð fram beiðni um umsögn um heimavistarúrræði á höfuðborgarsvæðinu fyrir framhaldsskólanema með lögheimili á landsbyggðinni.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Ýmis erindi

13.2005419 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum), 776. mál.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 12. mamí, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna; átak í fráveitumálum (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

14.2005563 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga, 717. mál.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 15. maí, lagt fram til umsagnarfrumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga; alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

15.2005394 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguviða á höfuðborgarsvæðinu, 735. mál

Frá fjárlaganefnd Alþingis, dags. 12. maí, lagt fram til umsagnar frumvarp til lagaum heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguviða á höfuðborgarsvæðinu (stjórnarfrumvarp).


Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Fundargerð

16.2005011F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 291. fundur frá 14.05.2020

Fundargerð í 8 liðum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerð

17.2004019F - Skipulagsráð - 76. fundur frá 18.05.2020

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram og kynnt.
  • 17.10 2004306 Vogatunga 45. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Vígfúsar Halldórssonar byggingatæknifræðings dags. 22. febrúar 2020 fh. lóðarhafa Vogatungu 45 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Óskað er eftir að reisa 11,9 m2 sólstofu á suðurhlið hússins. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 22. febrúar 2020. á fundi skipulagsráðs 20. apríl 2020 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Vogatungu 23, 25, 27, 29, 33, 35, 37, 39, 41, 43, 47 og 49. Fyrir liggur undirritað samþykki lóðarhafa í grennd fyrir breytingunni og því er kynningartími styttur. Niðurstaða Skipulagsráð - 76 Skipulagsráð samþykkir erindið, vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 17.11 1911866 Grundarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Þorgeirs Þorgeirssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Grundarhvarf. Í gildandi deiliskipulagi lóðarinnar, samþykkt í bæjarstjórn 2007 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 29. mars 2007 nr. 271, er gert ráð fyrir einbýlishúsi á einni hæð á lóðinni allt að 290 m2 að grunnfleti. Flatarmál lóðarinnar er 1.120 m2 og nýtingarhlutfall 0,26. Miðað er við þrjú bílastæði á lóð og hámarkshæð 4,0 m miðað við aðkomuhæð.

    Í tillögu að breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að á lóðinni rísi einnar hæðar parhús, Grundarhvarf 10b og 10c, samtals um 350 m2 að grunnfleti auk kjallara (tæknirými og geymslur) um 37 m2 að flatarmáli. Áætlað nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,34 og fyrirhuguð hámarkshæð er áætluð 3,9 m miðað við aðkomuhæð. Gert er ráð fyrir bílskýlum undir Grundarhvarfi 10b og 10c ´samt fjórum bílastæðum áa lóð. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. í mars 2020.
    Á fundi skipulagsráðs 16. mars 2020 var samþykkt með tilvían til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 24. mars 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 18. maí 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 76 Skipulagsráð samþykkir erindið, vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 17.12 2003201 Fífuhvammur 31. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Guðbjarts Á. Ólafssonar, tæknifræðings fh. lóðarhafa Fífuhvamms 31 þar sem óskað er heimildar til að reisa um 20 m2 sólstofu á þaki bílskúrs. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 30. janúar 2020.
    Á fundi skipulagsráðs 16. mars 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvammi 29, Víðihvammi 22 og 24. Kynningartíma lauk 18. maí 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 76 Skipulagsráð samþykkir erindið, vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 17.15 2005168 Nýbýlavegur 2-12. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi skipulags- og byggingardeildar dags. 18. maí 2020 þar sem ger er ráð fyrir breyttu deiliskipulagi fyrir lóðirnar Nýbýlaveg 2-12 (svæðið afmarkast af Skeljabrekku við Hafnarfjarðarveg til vesturs, íbúðarbyggð Lundar til norðurs og Nýbýlavegar 14 til austurs og Dalbrekku til suðurs). Í breytingunni felst að fallið verði frá sameiginlegri lóð húsanna að Nýbýlavegi 2 til 12 undir niðurgrafna bílageymslu og að lóðarmörk lóða stækki í samræmi við það. Að Nýbýlavegi 4, 6 og 8 er fallið frá að heimila samtals 46 íbúðir og í stað þess gert ráð fyrir 4.600 m2 í nýju atvinnuhúsnæði. Að Nýbýlavegi 6 er gert ráð fyrir einni íbúð. Ekki er gert ráð fyrir breytingu á heildarbyggingarmagni, fjölda bílastæða og hæð húsa á umræddum lóðum miðað við gildandi deiliskipulag.
    Að Nýbýlaveg 10 verður fallið frá áætlun um atvinnuhúsnæði í suðurhluta byggingarreits og veitt heimild fyrir 33 íbúðum auk bílageymslu og stoðrýma í kjallara. Heildarfjöldi íbúða á lóðinni eftir breytingu verður 80 íbúðir. Heildarflatarmál eykst í 10.615 m2 og hluti byggingarreita hækkar um eina hæð. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 2.9 í 3.1 og fjöldi bílastæða eykst úr 92 í 114 stæði, eða 1.3 bílastæði á íbúð. Að Nýbýlavegi 2 og 12 eru ekki ráðgerðar aðrar breytingar en lóðarstækkun. Heildarstækkun lóða á Nýbýlavegi 2-12 verður 4.417 m2.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 76 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 17.18 2005446 Bergsmári 5. Breytt aðkoma að bílastæði.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Bergsmára 5 þar sem óskað er eftir að bæta við tveimur bílastæðum til hliðar við núverandi bílastæði og lækka þar með kantstein á ca. 8 metra kafla sbr. erindi og skýringamyndir. Niðurstaða Skipulagsráð - 76 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

18.2005498 - 16. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 06.02.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2005499 - 17. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 21.04.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.2005405 - Fundargerð 322. fundar stjórnar Strætó frá 22.04.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.2005409 - Fundargerð 323. fundar stjórnar Strætó frá 08.05.2020

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

22.2005642 - Tillaga bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla

Frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur bæjarfulltrúa, tillaga um að gerðar verði breytingar á gjaldskrá leikskóla með þeim hætti að fyrstu sex klukkustundir dagsins verði gjaldfrjálsar og innheimt verði gjald sem nemur raunkostnaði fyrir vistun umfram sex tímana.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til menntasviðs til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 15:02.