Bæjarráð

2677. fundur 07. mars 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1302174 - Tekjur af íþróttamiðstöðinni Kór. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 1. mars, svar við fyrirspurn í bæjarráði þann 8. febrúar sl.

Lagt fram.

2.1101889 - Stjórn Tónlistarskóla Kópavogs, 6. desember 2011

67. fundur

Lagt fram.

3.1201289 - Stjórn Tónlistarskóla Kópavogs, 7. mars 2012

68. fundur

Lagt fram.

4.1201289 - Stjórn Tónlistarskóla Kópavogs, 5. júní 2012

69. fundur

Lagt fram.

5.1201289 - Stjórn Tónlistarskóla Kópavogs, 21. nóvember 2012

70. fundur

Lagt fram.

6.1201289 - Stjórn Tónlistarskóla Kópavogs, 31. desember 2012

71. fundur

Lagt fram.

7.1302014 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 4. mars

31. fundur

Hlé var gert á fundi kl. 9.32. Fundi var fram haldið kl. 9.36.

 

Hlé var gert á fundi kl. 9.51. Fundi var fram haldið kl. 10.00.

 

Lagt fram.

8.1302078 - Strætó, vinna við leiðakerfisbreytingar 2014.

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfissviðs, sem telur ekki þörf á breytingum á leiðakerfi Strætó innan Kópavogs, nema þeim sem bent er á í bréfi Strætó frá 4. febrúar sl.

Bæjarráð telur ekki þörf á breytingum á leiðarkerfi Strætó umfram það sem fram kemur í bréfi Strætó frá 4. febrúar sl.

Hjálmar Hjálmarsson, Guðríður Arnardóttir og Arnþór Sigurðsson lögðu fram eftirafarandi bókun:

"Undirrituð hvetja til þess að umhverfis og samgöngunefnd sýni frumkvæði í því að kalla eftir ábendingum frá bæjarbúum og notendum Strætó bs. um það hvað má betur fara í leiðakerfi Strætó innan bæjarmarka Kópavogs.  Á það skal bent að fyrir rúmu ári síðan var stofnaður starfshópur sem átti að fara yfir leiðarkerfi Strætó og annað er tengist aðkomu Kópavogs að rekstrinum í því skyni að bæta þjónustu við bæjarbúa. Sá starfshópur hef enn ekki fundað. Þar átti að kalla eftir ábendingum frá bæjarbúum og stofnunum bæjarins sem og frístundafélögum.  Við minnum á hlutverk umhverfis- og samgöngunefndar sem stefnumótandi nefnd í samgöngumálum Kópavogs.´

Hjálmar Hjálmarsson, Guðríður Arnardóttir, Arnþór Sigurðsson"

9.1211262 - Kjóavellir. Samningur við Garðabæ og Andvara. Uppbygging og framkvæmdir.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, lögð fram fundargerð 3. fundar verkefnahóps um uppbyggingu og framkvæmdir á Kjóavöllum, dags. 23. janúar.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð óskar eftir öllum kostnaðartölum er tengjast uppbyggingu á sameiginlegu svæði hestamanna í Kópavogi og Garðabæ.  Hver er áætlaður byggingarkostnaður vegna byggingar stærstu reiðhallar Íslands?  Hver er kostnaður vegna byggingar skeiðvalla og aðstöðu á svæðinu?  Óskað er eftir því að málið verði rætt á næsta bæjarstjórnarfundi sem sérstakur liður og fyrir þá umræðu skuli senda bæjarfulltrúum allar fundargerðir samráðshóps um uppbyggingu Kjóavalla og samkomulag bæjarins við hestamenn um uppbyggingu á svæðinu sem og eldri samninga sem hafa verið gerðir vegna flutnings hestamannafélagsins Gusts á Kjóavelli.

Guðríður Arnardóttir"

10.1207634 - Greinargerð um hugsanlega brú yfir Fossvog

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. mars, greinargerð starfshóps um brú yfir Fossvog.

Lagt fram.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður spyr: Var haft samráð eða leitað álits hverfaráðs við gerð þessarar skýrslu?

Hjálmar Hjálmarsson"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi svar við fyrirspurn Hjálmars Hjálmarssonar:

"Já.

Ámann Kr. Ólafsson"

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það hefur komið fram á fundinum að ekki var leitað sérstaklega álits hverfaráðs við gerð þessarar skýrslu.

Hjálmar Hjálmarsson"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Bæjarstjóri vísar til blaðsíðu 7 í skýrslunni en þar segir: Hugmyndir um brú yfir Fossvog hafa m.a. verið kynntar hverfaráði Kársness á fundi í október 2012.

Ármann Kr. Ólafsson"

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Umræddur fundur var almennur fundur um kynningu á aðalskipulagi og tók ekki sérstaklega á þessu máli. Ekki var leitað álits hverfaráðs við gerð skýrslunnar sérstaklega enda liggur álit þess ekki fyrir.

Hjálmar Hjálmarsson

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þetta er eingöngu túlkun bæjarfulltrúa Hjálmars.

Ármann Kr. Ólafsson"

11.1105065 - Samningar við Gerplu

Frá viðræðunefnd við íþróttafélög, drög að rekstrar- og þjónustusamningum við Gerplu.

Bæjarráð vísar drögum að rekstrar- og þjónustusamningum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.1101889 - Stjórn Tónlistarskóla Kópavogs, 17. ágúst 2011

66. fundur

Lagt fram.

13.1303010 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna, 537. mál

Frá nefndasviði Alþingis, dags. 20. febrúar, óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna. Einnig lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. mars.

Bæjarráð vísar málinu til stjórnsýslusviðs til úrvinnslu.

 

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þetta mál er alltof seint fram komið og frestur alltof stuttur. Erindið barst hingað 1. mars en umsagnarfrestur rann út 28. febrúar.

Ármann Kr. Ólafsson"

 

Ómar Stefánsson tekur undir bókun Ármanns Kr. Ólafssonar.

14.810496 - Svæðisskipulag. Græni trefillinn.

Frá velferðarráðuneytinu, dags. 4. mars, ákvörðun setts ráðherra á breytingum á svæðisskipulagi hbsv. 2001-2024 "Græni trefillinn".

Lagt fram.

15.1210300 - Svar við fyrirspurn varðandi kostnað Kópavogsbæjar fyrir áframhaldandi greiðslu vegna nemakorta

Frá Strætó bs., dags. 22. febrúar, svar við fyrirspurn varðandi kostnað Kópavogsbæjar fyrir áframhaldandi greiðslu vegna nemakorta.

Lagt fram.

16.1303049 - Menningarlandið 2013. Ráðstefna á Kirkjubæjarklaustri 11. og 12. apríl 2013

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 19. febrúar, tilkynning um ráðstefnuna "Menningarlandið 2013 - framkvæmd og framtíð menningarsamninga", sem haldið verður á Kirkjubæjarklaustri 11. og 12. apríl nk.

Bæjarráð vísar erindinu til lista- og menningarráðs til úrvinnslu.

17.1303112 - Ráðningar á árinu 2012. Fyrirspurn frá Guðríði Arnardóttur.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirrituð óskar eftir lista yfir allar ráðningar sem hafa átt sér stað á bæjarskrifstofunum á árinu 2012.  Þar skuli koma fram hvort umrædd staða hafi verið ný eða endurrráðið í eldra starf, hvar og hvenær auglýst var í stöðuna og hversu margir sóttu um hverja stöðu.

Guðríður Arnardóttir"

18.1303115 - Ný staða sviðsstjóra. Fyrirspurn frá Guðríði Arnardóttur.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Nú virðist sem ný sviðsstjórastaða hjá Kópavogsbæ hafi verið stofnuð og ráðið í þá stöðu án þess að málið hafi verið rætt sem slíkt í bæjarráði.  Svo virðist sem lausleg starfslýsing liggi fyrir en þar má nefna að viðkomandi sviðsstjóra verði m.a. falið að vinna tilfallandi verkefni skv. ákvörðun bæjarstjóra.  Þar má m.a. nefna að leiða stefnumótun Kópavogsbæjar, umsjón og gerð árangursmælikvarða, efling stjórnenda og efling liðsheildar.  Samkvæmt þessu er hér um að ræða verkefni sem falla undir starfsmannastjóra bæjarins og í flestum tilfellum er um að ræða tilfallandi og/eða tímabundin verkefni.

Undirrituð óskar því svara við eftirfarandi spurningum:

Hver er starfslýsing þessa nýja starfs?

Er staðan tímabundin eða er um framtíðarstöðu að ræða?

Hver er heildar kostnaður við þetta starf á ársgrundvelli?

Hvaða rök mæla með þeim kostnaðarauka sem stofnun slíkrar stöðu felur í sér nú þegar aðhald á skuldsettum bæjarsjóði er mikið?

Hefði mögulega mátt kaupa utanaðkomandi ráðgjöf til þessara tilfallandi verka og þannig sparað fjármuni?

Guðríður Arnardóttir"

19.1303113 - Viðbrögð skóla í óveðri. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Óska eftir upplýsingum um hvernig skólarnir í Kópavogi brugðust við tilkynningu frá almannavörnum varðandi veðrið í gær og sendu börnin heim eða buðu þeim að vera í skólanum þar til foreldar gátu sótt börnin.

Ómar Stefánsson"

20.1303116 - Leikskóli í Austurkór. Fyrirspurn frá Arnþóri Sigurðssyni.

Arnþór Sigurðsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Samkvæmt áætlun  er gert ráð fyrir því að nýr leikskóli eða leikskólinn Austurkór taki til starfa um áramótin 2013-2014.  Óskað er eftir upplýsingum um hvenær ráðningarferli nýs leikskólastjóra hefst og einnig mönnun leikskólans. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvaða börn hafi forgang inn á leikskólann þar sem leikskólinn hefur starfsemi sína á miðju skólaári.

Arnþór Sigurðsson"

21.1303117 - Stofnun ungmennaráðs. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hvað líður stofnun Ungmennaráðs Kópavogs?

Hjálmar Hjálmarsson"

22.1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir hana með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

23.1303003 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 5. mars

74. fundur

Lagt fram.

24.1302022 - Hafnarstjórn, 4. mars

88. fundur

Ómar Stefánsson tekur undir bókun hafnarstjórnar undir lið 2 í fundargerðinni.

 

Lagt fram.

25.1303002 - Félagsmálaráð, 5. mars

1347. fundur

Lagt fram.

 

Sviðsstjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

26.1302800 - Hrauntunga - breyting á þjónustuþyngd

Félagsmálaráð vísar erindinu til bæjarráðs og óskar eftir að nánari upplýsingar verði lagðar fram á næsta fundi ráðsins.

Bæjarráð samþykkir erindið.

27.1302024 - Lista- og menningarráð, 28. febrúar

14. fundur

Lagt fram.

28.1302021 - Leikskólanefnd, 5. mars

36. fundur

Lagt fram.

 

Sviðsstjóri menntasviðs sat fundinn undir þessum lið.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð situr hjá við afgreiðslu á lið 2 um beiðni um auka skipulagsdaga starfsárin 2013 - 2015.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það vekur athygli að hér er hjáseta þrátt fyrir enga atkvæðagreiðslu.

Ómar Stefánsson"

29.1302017 - Skipulagsnefnd, 5. mars

1223. fundur

Lagt fram.

30.1301184 - Bergsmári 10. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

31.1212038 - Þinghólsbraut 17, byggingarleyfi.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

32.1301310 - Austurkór 43-47. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

33.1302011 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 18. febrúar

73. fundur

Lagt fram.

34.1106529 - Lindasmári 20, breytt notkun húsnæðis

Skipulagsnefnd samþykkir á grundvelli ofangreindra gagna að afturkalla breytingu á deiliskipulagi Lindasmára 20, dags. 22. nóvember 2011 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 21. desember 2011. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

35.1203144 - Dalvegur - hringtorg, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

36.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Skipulagsnefnd samþykkir í samræmi við 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 32. mgr. 6. gr. laga nr 105/2006 og í samræmi við nýja skipulagsreglugerð nr. 90/2013 að kynna að nýju verkefnislýsingu endurskoðaðs Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 dags. 25. febrúar 2013. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar.

37.1302020 - Skólanefnd, 4. mars

55. fundur

Lagt fram.

38.1301110 - Baugakór 38, Hörðuvallaskóli, húsnæðismál

Bókun í fundargerð skólanefndar 4. mars:
Skólanefnd mælir með fyrri tillögu um viðbyggingu við skólann haustið 2014 og lausum kennslustofum á skólalóðinni og ítrekar þar með afstöðu sína í málinu.

Skólanefnd byggir ofangreinda ákvörðun sína á þeim faglegu forsendum að flutningur nemenda í húsnæði Kórsins geti haft neikvæð áhrif á skólabrag og skipulag skólastarfs auk þess sem auðsýnt er að góð sátt hefur skapast í skólasamfélaginu öllu um fyrri tillögu, sem gerir ráð fyrir lausum kennslustofum á skólalóð eins og hefðbundið er þegar skólar ganga í gegn um tímabundna fjölgun nemenda.

Einnig lögð fram umsögn sviðsstjóra menntasviðs um málið, dags. 4. mars, ásamt kostnaðaráætlun umhverfissviðs við tillöguna.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skólanefndar.

Arnþór Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður fagnar því að skólanefnd sé einhuga  um framkvæmdir við Hörðuvallaskóla. Það leit út fyrir að ekki væri sátt um málið meðal bæjarfulltrúa í umræðum á fundi bæjarstjórnar þegar málið var afgreitt og var því ný tillaga lögð fram eða fjórða leiðin um úrlausn á skólastofum.

Arnþór Sigurðsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég virði afstöðu skólanefndar en það breytir ekki skoðun minni að það væri skynsamlegra að nýta húsnæði Kórsins til að skapa viðbótarrými fyrir nemendur Hörðuvallaskóla.

Guðríður Arnardóttir"

Ómar Stefánsson tekur undir bókun Guðríðar Arnardóttur.

39.1301026 - Stjórn Héraðsskjalasafns, 27. febrúar

81. fundur

Lagt fram.

40.1301050 - Stjórn Sorpu bs., 4. mars

314. fundur

Lagt fram.

41.1101889 - Stjórn Tónlistarskóla Kópavogs, 5. maí 2011

64. fundur

Lagt fram.

 

Bæjarráð beinir því til stjórnar Tónlistarskóla Kópavogs að fundargerðir stjórnarinnar berist Kópavogsbæ strax að loknum fundi þannig að bæjarráð og bæjarstjórn geti brugðist við þeim innan eðlilegs tíma.

42.1101889 - Stjórn Tónlistarskóla Kópavogs, 7. maí 2011

65. fundur

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.