Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.2004572 - Staða kjaraviðræðna
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, fer yfir stöðu kjaraviðræðna.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.1910462 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsstjóri kynnir drög að breyttu deiliskipulagi á Glaðheimasvæði.
Gestir
- Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri - mæting: 08:50
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.2003768 - Útboð - endurbætur á göngu- og hjólaleið meðfram Fífuhvammsvegi
Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 23. mars, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði framkvæmd göngu- og hjólastígar meðfram Fífuhvammsvegi á milli Lindakirkju og Lindavegar.
Gestir
- Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri - mæting: 09:30
- Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 09:30
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.2004479 - Framkvæmdir 2020, aukafjárveiting.
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 28. apríl, lagt fram erindi um auka fjárveitingu vegna framkvæmda árið 2020 samkvæmt tillögum um aðgerðir vegna viðbragða við Covid-19 sem samþykktar voru í bæjarráði þann 2. apríl sl.
Gestir
- Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:55
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.2004569 - Þátttaka Kópavogsbæjar í útboði Ríkiskaupa á vinnu iðnmeistara.
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs og bæjarlögmanni, dags. 28. apríl, lagt fram erindi um þátttöku Kópavogsbæjar í útboði Ríkiskaupa á vinnu iðnmeistara. Lagt er til að bærinn segi sig frá útboði Ríkiskaupa og að heimilað verði útboð innan rammasamnings á vinnu iðnaðarmanna á vegum Kópavogsbæjar.
Gestir
- Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:20
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.2001133 - Sumarstörf 2020
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27. apríl, lagðar fram tillögur um útfærslu sumarstarfa hjá bænum vegna breyttra forsendna sumarstarfa hjá bænum árið 2020.
Gestir
- Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:33
Ýmis erindi
7.2004504 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál.
Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþings, dags. 23. apríl, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025 (stjórnarfrumvarp).
Ýmis erindi
8.2004571 - Skjólbraut 3a. Ósk um endurupptöku byggingarleyfis vegna synjunar
Frá Sævari Þór Geirssyni, f.h. lóðarhafa Skjólbrautar 3a, lögð fram ósk um endurupptöku umsóknar um byggingarleyfi sem var hafnað á fundi bæjarstjórnar þann 14. apríl sl.
Fundargerð
9.2004007F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 289. fundur frá 16.04.2020
Fundargerð
10.2004011F - Barnaverndarnefnd - 105. fundur frá 22.04.2020
Fundargerð í 5 liðum.
10.5
2004314
Framkvæmdaráætlun í barnaverndarmálum í Kópavogi árin 2019-2022
Niðurstaða Barnaverndarnefnd - 105
Barnaverndarnefnd leggur fram og samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaráætlun í barnaverndarmálum árin 2019-2022. Áætluninni er vísað til bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.
Fundargerðir nefnda
11.2004430 - Fundargerð 22. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 06.04.2020
Fundargerð
12.2004005F - Lista- og menningarráð - 112. fundur frá 22.04.2020
Fundargerð
13.2004010F - Menntaráð - 60. fundur frá 21.04.2020
Fundargerðir nefnda
14.2003931 - Fundargerð 880. fundar stjórnar Sambandsins frá 30.03.2020
Fundargerðir nefnda
15.2004547 - Fundargerð 881. fundar stjórnar Sambandsins frá 27.04.2020
Fundargerðir nefnda
16.2004530 - Fundargerð 494. fundar stjórnar SSH frá 17.04.2020
Fundargerð
17.2004009F - Ungmennaráð - 16. fundur frá 22.04.2020
Fundargerð
18.2004018F - Velferðarráð - 62. fundur frá 27.04.2020
Fundargerð í 14 liðum.
18.11
2001698
Reglur um skammtímadvalarstaði
Niðurstaða Velferðarráð - 62
Velferðarráð samþykkti framlögð drög að reglum fyrir sitt leyti og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum drög að reglum um skammtímadvalir.
Fundi slitið - kl. 10:55.