Bæjarráð

2673. fundur 07. febrúar 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1302068 - Uppsögn á þjónustusamningi - hugsanleg málshöfðun

Frá Íslensku lögfræðistofunni, dags. 28. janúar, tilkynning um fyrirhugað skaðabótamál vegna uppsagnar á þjónustusamningi við leikskólann Kjarrið, nema samningar um uppgjör vegna málsins náist fyrir 15. febrúar nk.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

2.906118 - Lánveiting frá Dexia.

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 5. febrúar, tillaga að breyttri bókun á fundi bæjarstjórnar frá 18. desember sl. þar sem bætt er við "...eða af eiginfjárútlánaflokki Lánasjóðsins." í lok fyrstu setningar fyrri bókunar. Einnig lögð fram svohljóðandi tillaga vegna skammtímalántöku vegna afborgunar DEXIA láns:
"Vegna áhættu- og lánastýringar til skammtíma veitir bæjarstjórn heimild til skammtímalántöku í EUR að hámarki 20 milljónum, sem verður í síðasta lagi greidd upp í september 2013.
Jafnframt er Ármanni Kr. Ólafssyni, kt. 170766-5049, eða þeim sem hann vísar til, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita lánssamninga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari".

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.1206603 - EFS. Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 5. febrúar, greinargerð vegna langtímaáætlunar fyrir árin 2017 - 2018.

Bæjarráð vísar langtímaáætlun til bæjarstjórnar.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.1302087 - Boðaþing 1-3, 14-16, 18-20. Beiðni um heimild til veðsetningar lóðanna

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 5. febrúar, umsögn um erindi frá lóðarhafa Boðaþingi 1-3, 14-16 og 18-20, Húsvirki hf., þar sem óskað er heimildar fyrir veðsetningu lóðanna. Lagt er til að heimildin verði veitt.

Bæjarráð samþykkir að umbeðin heimild til veðsetningar verði veitt.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1210556 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 5. febrúar, tillaga að afgreiðslu á styrkbeiðni Soroptimistasambands Íslands til greiðslu fasteignaskatta, þar sem mælt er með að veittur verði styrkur að upphæð 122.216,- kr.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 122.216,- kr.

6.1302126 - Hlíðarsmári 3, Café Atlanta. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi il að halda þorrablót

Frá bæjarlögmanni, dags. 6. febrúar, umsögn um erindi sýslumannsins í Kópavogi um umsókn Café Atlanta ehf., kt. 700112-0390, um tækifærisleyfi til að mega hafa opið lengur eða til kl. 1:00, í tilefni af fjölskyldusamkvæmi/þorrablóti fyrir 100 manns, laugardaginn 9. febrúar 2013, á Café Atlanta, Hlíðarsmára 3, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Það skal tekið fram að Café Atlanta er með í gildi fullt rekstrarleyfi í flokki II fyrir allt að 240 manns. Staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag

Tilgreindur afgreiðslutími umsækjanda er til kl. 1:00 aðfararnótt mánudags en ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir gerir einungis ráð fyrir opnunartíma til kl. 23:30. Bæjarstjórn er þó heimilt að ákveða lengri opnunartíma en gert er ráð fyrir í lögreglusamþykkt.

Bæjaráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag.  

7.1102649 - Endurskoðun á núgildandi vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. janúar, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði þann 3. janúar sl. um verklýsingu fyrir endurskoðun á vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins. Mælt er með því að verklýsingin verði samþykkt, sbr. erindi frá SSH dags. 21. desember sl.

Bæjarráð Kópavogs gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi verklýsingu fyrir endurskoðun á vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, sbr. erindi SSH frá 21. desember 2012.

Bæjarráð vill árétta að Kópavogsbær hefur um langt skeið lagt áherslu á að endurskoðun á vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins verði hraðað. Af hálfu Kópavogsbæjar hefur verið lagt í umfangsmiklar rannsóknir er lúta að vatnsvernd innan lands Vatnsenda vestan Heiðmerkur. Með hliðsjón af því hefur stýrihópur um endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að taka það svæði til sérstakrar skoðunar og skipa því framar í röð miðað við önnur svæði.

8.1301110 - Húsnæðismál Hörðuvallaskóla

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs og sviðsstjóra menntasviðs, dags. 30. janúar, tillaga varðandi framtíðarþróun í húsnæðismálum Hörðuvallaskóla.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar og að málið verði sér liður á dagskrá.

9.1211269 - Átaksverkefnið Liðsstyrkur (áður Vinna og virkni - Átak til atvinnu 2013).

Frá verkefnastjóra velferðarsviðs, dags. 6. febrúar, upplýsingar um Liðsstyrk, átaksverkefni vegna atvinnulausra.

Lagt fram.

10.1302057 - Til umsagnar: Frumvarp til sveitarstjórnarlaga, fjöldi sveitarstjórnarmanna og efling íbúalýðræðis

Frá nefndasviði Alþingis, dags. 4. febrúar, óskað umsagnar fyrir 21. febrúar nk. um frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa og efling íbúalýðræðis), 204. mál.

Lagt fram.

11.1302058 - Til umsagnar: Frumvarp til sveitarstjórnarlaga (heimild til rafrænna íbúakosninga og gerð rafrænnar

Frá nefndasviði Alþingis, dags. 4. febrúar, óskað umsagnar fyrir 18. febrúar nk. um frumvarp til sveitarstjórnarlaga (heimild til rafrænna íbúakosninga og gerð rafrænnar kjörskrár), 449. mál.

Bæjarráð vísar málinu til umsagnar bæjarritara.

12.1301759 - Þverbrekka, umferðaröryggi

Frá umhverfisfulltrúa, lagt fram minnisblað sviðsstjora umhverfissviðs um erindi varðandi umferðaröryggi í Þverbrekku, sem samþykkt var á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 4. febrúar, sbr. lið 9 í fundargerð.

Lagt fram.

13.1302078 - Vinna við leiðakerfisbreytingar 2014. Óskað eftir tillögum um úrbætur eða breytingar

Frá Strætó bs., dags. 4. febrúar, tilkynntar fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi og óskað eftir staðfestingu Kópavogsbæjar.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

14.1302082 - Álfhólsvegur 22. Beiðni um niðurfellingu eða lækkun gatnagerðargjalda

Frá Mótanda ehf., dags. 4. febrúar, óskað eftir niðurfellingu eða lækkun gatnagerðargjalda vegna húsbyggingar að Álfhólsvegi 22.

Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs til úrvinnslu.

15.1302084 - Kópavogsgerði 1-3. Ósk um nafnbreytingu á lóð

Frá Mótanda ehf., dags. 4. febrúar, óskað eftir að samningur vegna byggingarréttar að Kópavogsgerði 1 - 3 verði skráður á nýstofnað einkahlutafélag Bf. Gerði ehf. í stað Mótanda ehf.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns og fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.

16.1302155 - Heimsendi 11. Beiðni um afstöðu til forkaupsréttar

Lögð fram ósk eigenda og afsalsgjafa, samtals 50% hluta fasteignarinnar Heimsenda 11, um að þinglýstum forkaupsrétti Kópavogsbæjar verði hafnað. Jafnframt lagt fram minnisblað bæjarlögmanns og tillaga um að forkaupsréttur verði ekki nýttur.

Bæjarráð samþykkir að forkaupsréttur verði ekki nýttur að þessu sinni.

17.1302164 - Samskipti við landeigendur á Nónhæð. Fyrirspurn frá Guðríði Arnardóttur

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirrituð óskar eftir því að bæjarstjóri geri skriflega grein fyrir öllum samskiptum sínum og/eða embættismanna bæjarins við eigendur Nónhæðar.  Jafnframt skuli bæjarstjóri gera grein fyrir samskiptum bæjarins við lóðarhafa varðandi hugmyndir að breyttu aðalskipulagi Kópavogs.  Þar skuli tilgreina fundi sem haldnir hafa verið því tengdu.  Undirrituð óskar svara við því hvort umrætt landsvæði hafi skipt um eigendur og ef svo er hvort fulltrúum Kópavogsbæjar hafi verið kunnugt um slíkar breytingar á eignarhaldi.  Hafa eigendum landsins verið gefin einhver loforð um breytingar á Aðalskipulagi nú þegar endurskoðun þess er á lokametrunum?

Guðríður Arnardóttir"

18.1302156 - Bann við reykingum við stofnanir. Tillaga frá Ómari Stefánssyni.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð samþykkir að fela bæjarritara að skoða hvort hægt sé að setja í lögreglusamþykkt Kópavogsbæjar bann við reykingum  utanhúss við stofnanir í Kópavogi, eins og t.d. heilsugæslu, söfn og sundlaugar. Jafnframt að athuga hvort möguleiki er á að banna alfarið reykingar í landi Kópavogs.

Ómar Stefánsson"

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

19.1302157 - Heildarendurskoðun lögreglusamþykktar. Tillaga frá Ómari Stefánssyni.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð samþykkir að fela bæjarritara að hefja heildarendurskoðun á lögreglusamþykkt Kópavogsbæjar.

Ómar Stefánsson"

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

20.1302172 - Fundargerðir stjórnar LSK. Tillaga frá Rannveigu Ásgeirsdóttur.

Rannveig Ásgeirsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirrituð óskar eftir að fundargerðir stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar verði lagðar fyrir bæjarráð og bæjarstjórn Kópavogs.

Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum en einn bæjarfulltrúi sat hjá.

21.1302173 - Starfsemi hverfaráða. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hversu oft hafa hverfaráð sem stofnað var til á síðasta ári fundað?

Liggja erindisbréf hverfaráða fyrir?

Hvernig hefur samstarfi bæjarstjórnar við hverfaráðin verði háttað varðandi fjárhagsáætlunargerð og vinnu við aðalskipulag?

Hjálmar Hjálmarsson"

22.1302174 - Tekjur af íþróttamiðstöðinni Kór. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður óskar eftir annars vegar yfirliti yfir tekjur af íþróttamannvirkinu Kórnum sundurliðað milli íþróttahúss og knatthúss fyrir árið 2012 og hinsvegar yfirliti yfir rekstrar og fjármagnskostnað vegna íþróttamannvirkisins Kórsins fyrir árið 2012.

Hjálmar Hjálmarsson"

23.1212210 - Austurkór 84-86, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

24.1302001 - Félagsmálaráð, 5. febrúar

1345. fundur

Lagt fram.

25.1301027 - Íþróttaráð, 30. janúar

22. fundur

Lagt fram.

26.1212059 - Öldungamót BLÍ 2013

Erindi frá blakdeild HK um aðgang að sundlaugum. Erindinu var hafnað í íþróttaráði.

Bæjarráð frestar málinu og vísar því til deildarstjóra íþróttadeildar til úrvinnslu.

Deildarstjóri íþróttadeildar  sat fundinn undir þessum lið.

27.1301025 - Leikskólanefnd, 5. febrúar

35. fundur

Lagt fram.

28.1301026 - Lista- og menningarráð, 31. janúar

12. fundur

Lagt fram.

29.907066 - Bókasafn Kópavogs 2009.

Frá upplýsingafulltrúa, dags. 4. febrúar, bókun á fundi lista- og menningarráðs þann 31. janúar, sbr. lið 1 í fundargerð. Lista- og menningarráð leggur til að bæjarráð taki þátt í kostnaði hátíðarhalda vegna 60 ára afmælis Bókasafns Kópavogs ásamt lista- og menningarráði.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

30.1301018 - Skipulagsnefnd, 5. febrúar

1222. fundur

Lagt fram.

31.1212232 - Austurkór 49 til 61, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

32.1209390 - Boðaþing 11 - 13. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi við Boðaþing 11-13 og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

33.1212180 - Kópavogsbraut 41, breytt notkun húsnæðis

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

34.1302003 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 5. febrúar

72. fundur

Lagt fram.

35.1212179 - Þorrasalir 27, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

36.1210549 - Hlíðarvegur 29 - breytt notkun húsnæðis

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

37.1205195 - Þorrasalir 29, einbýli á einni hæð.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

38.1301183 - Vatnsendahlíð. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

39.1301023 - Skólanefnd, 4. febrúar

54. fundur

Lagt fram.

40.1107041 - Skóladagatal - Samræming starfsdaga leik- og grunnskóla

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu undir þessum lið:

"Bæjarstjórn Kópavogs felur skólastjórum grunnskólanna í samstarfi við leikskólastjóra að vinna að samræmingu skipulagsdaga í Kópavogi í leik- og grunnskólum fyrir skólaárið 2013 - 2014.

Ómar Stefánsson"

 

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

41.1301028 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 25. janúar

803. fundur

Lagt fram.

42.1301050 - Stjórn Sorpu, 4. febrúar

312. fundur

Lagt fram.

43.1301022 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 4. febrúar

30. fundur

Lagt fram.

44.1301320 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um náttúruvernd (heildarlög)

Frá umhverfisfulltrúa, dags. 6. febrúar, bókun umhverfis- og samgöngunefndar þar sem framlögð tillaga að viðbótarathugasemdum við frumvarp til laga um náttúruverndarlög (heildarlög) var samþykkt, sbr. lið 3 í fundargerð frá 4. febrúar.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.